Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Jenný komin heim - Snúra - Úje - Úje
Viðkomandi alkóhólisti var að detta inn úr dyrunum, og þar sem ég sit hér í kápunni (djók), með sígó innandyra, eftir að vera búin að reykja úti í kuldanum í 11 daga og komin með króníska lungnabólgu eða þið vitið hvað ég meina (hóst, hóst), er auðvitað það fyrsta sem ég geri að henda mér á bloggið. Ekki séð sjónvarp, ekki heyrt í útvarpi, ekki litið í blöðin (þrátt fyrir að þau hafi verið í boði) í allan þennan tíma.
Ég er afvötnuð og yndisleg, og á leiðinni í göngudeildarmeðferð 4 kvöld í viku og sollis næstu misserin.
Ójá.
Ég veit ég á ekki að segja það, en það er mannbætandi að hafa komist í meðferð, þó auðvitað sé það ekki á óskalistanum að hrapa í batanum.
Mikið andskoti sem ég er ánægð með mig þótt minn nýráðni afleysingaritstjóri sé hér með rekin úr djobbinu. Jóna mín ég tek þig á teppið á eftir.
Ég hef svo margt að segja ykkur óþekktarangarnir ykkar, að nú verður bloggað í maníu. (Já Jón Steinar, þakka þér fyrir að klína á mig þessum geðsjúkdómi. Það er dásamlegt að það skuli vera hægt að greina mann óséðan yfir netheima og það án þess að hafa til þess tiltekna menntun. Þakka þér kærlega fyrir, en ég held að ég láti lækna um að sinna heilsu minni og sjúkdómsgreina mig í framtíðinni. Ég er svo höll undir lækna. Ég er líka höll undir rafvirkja þegar það klikkar og hef ofurtrú á pípulagningarmönnum á meðan þær fara ekki í mínar pípur).
Ég hreinlega kemst við, vegna allra fallegu kveðjanna frá ykkur. Það er ekki að ástæðulausu að mér þykir vænt um bloggsamfélagið. En að láta mig hrapa niður í 20. sæti á vinsældarlistanum er leim, svo ekki sé meira sagt. Hvar er tryggðin? Ég rétt brá mér frá. Búhú.
Nú verður batinn tekinn traustataki, enda um líf og dauða að tefla.
Ég get ekki bloggað úr kirkjugarðinum. Tækninni fleygir einfaldlega ekki nógu hratt fram.
Nú ætla ég að anda. Hringja nokkur símtöl og knúsa og kyssa mitt kæra fólk fram eftir degi.
I´m back and sober like mo-fo.
Úúújeeeee!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Snúra, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:11 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Velkominn heim hlakka til að fylgjast með þér áfram.
klemm og knús.
Helga skjol, 26.2.2008 kl. 16:12
Gott að fá þig aftur, vúman.
Hugarfluga, 26.2.2008 kl. 16:14
Hehe, gott að sjá ykkur aftur ljósin mín. En ég kemst ekki inn á meilið mitt, er samsæri í gangi gagnvart mér? Hvar er Jón Steinar? Þarf að spyrja hann hvort ég sé með paranoju?
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.2.2008 kl. 16:17
Velkomin heim aftur Jenný mín. Sorrý með vinsældarhrapið, eitt fylgir öðru sko Gott að fá þig inn aftur mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 16:21
Æ, mikið er eitthvað gott að "sjá" þig aftur! Velkomin heim...
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:28
Velkomin, velkomin í vorn bloggheim gott að fá þig aftur
Svala Erlendsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:28
AAAAA(lesist sem gleðióp) velkomin heim....mikið assskoti sem ég hef saknað þín, gott að heyra að þú ert ferskari sem aldrei fyrr. Var ekki annars fínt að fara í endurmenntun....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:39
Velkomin heim ég mundi stíga trylltan dans þér til heiðurs, ef ég kynni að dansa
Signý, 26.2.2008 kl. 16:39
Velkomin til baka og gangi þér allt í haginn
Sædís Ósk Harðardóttir, 26.2.2008 kl. 16:40
Ég er svo glöð að þú ert komin aftur
Hrönn Sigurðardóttir, 26.2.2008 kl. 16:41
Er sko ekkert glaður yfir því að vera skilinn eftir svona í lausu lofti - væri króknaður úr kulda ef allar þínar yndislegu bloggvinkonur væru ekki búnar að hlýja mér pínulítið í fjarveru þinni elskulegust...
það er svo gott að sjá þig aftur hérna..!
Tiger, 26.2.2008 kl. 16:43
Velkomin heim, elsku snúlla. Ég kíkti daglega, bara til að halda þér uppi en tókst ekki, sorrí. Ahhh, nú eru bloggheimar orðnir samir, sjúkkittt!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:45
Velkomin aftur, nú hefst fjörið á ný
M, 26.2.2008 kl. 16:56
sorry darling. Misskildi greinilega missionið mitt. Fyrir utan það að ég er svo high á hóstamixtúru að ég veit varla hvað ég heiti. Þú verður nú ekki lengi að rífa þig upp listann ef ég þekki þig rétt.
VELKOMIN HEIM
Jóna Á. Gísladóttir, 26.2.2008 kl. 16:56
Velkomin heim, hef saknað þín
Svanhildur Karlsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:56
Frábært að þú ert komin aftur Batakveðjur til þín, með bjartsýnina og jákvæðnina að vopni
Blómið, 26.2.2008 kl. 17:10
Velkomin
Jónína Dúadóttir, 26.2.2008 kl. 17:36
velkomin heim nú getur þú farið að, já þú veist ekki veitir af,
Knús á þig Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.2.2008 kl. 17:47
Velkomin heim Jenný mín Þetta er alveg rétt að það að fara í meðferð getur sko verið mannbætandi Humm.. þetta með að hrapa niður í sæti 20 er allavega ekki mér að kenna,kíkji á hverjum degi skvís
Katrín Ósk Adamsdóttir, 26.2.2008 kl. 17:49
Velkomin aftur í Bloggland
Guðborg Eyjólfsdóttir, 26.2.2008 kl. 17:54
Ho ho hó velkomin heim rúsínust! Ertu sæmileg eða spengileg? Þetta var nú ekki svo svakalega langur tími en samt eins og heil öld, vona að prinsinn sé búin að kyssa þig til lífsins mín kæra.
Edda Agnarsdóttir, 26.2.2008 kl. 17:59
Velkomin heim Jenný. Hvað verður um ,,kórinn" hans Mr. Tyrfingssonar þar sem þú ert hvergi nærri? Skildist að þú værir aðalpípan í þessum kór og ekki lýgur Jóna eða hvað?
Ía Jóhannsdóttir, 26.2.2008 kl. 18:30
Velkomin heim Jenný!! ég gerði mitt besta við að halda þér á floti á vinsældalistanum, opnaði bloggið þitt á hverjum degi!
Huld S. Ringsted, 26.2.2008 kl. 18:42
Heil og sæl Jenný. Velkomin heim. Upp með prógrammið, skítt með vinsældarlistann, hann skiptir engu máli.
Jú are lökkí vóman!!!!
Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 18:47
Ahhh, hvað það er gott að sjá þig aftur Loksins.
Kolgrima, 26.2.2008 kl. 18:53
Velkomin heim Jenný mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.2.2008 kl. 19:12
Eins gott að þú ert komin!! Nú vantar tilfinnanlega þvagleggsblogg!! Svona kona...standa sig!
Og já... velkomin heim dúllurassinn minn :)
ps Hvar var Jón Steinar að móðga þig? Þessi elska.... ég sem er laumu-skotin í honum !!
Heiða B. Heiðars, 26.2.2008 kl. 19:20
Velkomin heim og í enn meiri bata ...
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.2.2008 kl. 19:26
Velkomin heim
Bjarndís Helena Mitchell, 26.2.2008 kl. 19:31
Flott Comeback ...þú verður fljót að skjótast aftur upp á (blog)stjörnuhimininn - treysti því bara að þú sért í rauðum kjól eins og aðal dívurnar á rauðu snúrunni .. nei meina dreglinum ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.2.2008 kl. 19:43
Sæl elskuleg og velkomin í mannheima, mikið hef ég saknað þín en þó ekki nóg til að halda þér í toppsætinu, þú verður snögg uppávið. Gangi þér allt í haginn og verum vinir ávallt.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.2.2008 kl. 19:48
Nú gaman gaman er
Velkomin kæra bloggvinkona
Þóra Sigurðardóttir, 26.2.2008 kl. 19:53
Welcome back! Humm... öh...en að hætta að reykja...hóst...ég gat það fyrir 10 árum. Loksins. Bara...seeeeji sisoonnnna.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:09
Velkomin heim!
Þú gerir þér ekki grein fyrir hversu mikið afrek það er að ná 20. sætinu án þess að blogga nokkuð. Ættir að vera lukkuleg með það, súra snúra Og verður komin upp allan skala áður en hægt er að segja "þvagleggur"
Ragnhildur Sverrisdóttir, 26.2.2008 kl. 20:17
Velkomin heim. Gott að sjá skrif frá þér aftur.
Marta B Helgadóttir, 26.2.2008 kl. 20:24
jei nú verður dansað dátt á ný
halkatla, 26.2.2008 kl. 20:26
Velkomin heim. Gangi þér allt í haginn. gaman að fá þig aftur inn í þennan bloggheim.
Einar Vignir Einarsson, 26.2.2008 kl. 20:32
Velkomin til byggða...
Markús frá Djúpalæk, 26.2.2008 kl. 20:43
Velkominn heim elsku Jenný mín,mikið gott er að heyra í þér afturþú ert yndisleg og hlý.Ástarkveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.2.2008 kl. 21:16
Velkomin aftur
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 21:40
Getur maður fengið viðgerð á inngróinni tánögl hjá þessum blogglæknum, ég meina án þess að afhenda tána nokkuð ?
Ég vissiða ég vissiða....búin að reyna að puðast við að halda þér þarna uppi á listanum en .....sprakk á limminu. Vissi sko að þú myndir skamma okkur fyrir það
Velkomin heim elsku Jenný, ég saknaði þín
Ragnheiður , 26.2.2008 kl. 22:17
Velkomin aftur
Brynja skordal, 26.2.2008 kl. 22:20
Velkomin aftur. Það hefur sannarlega vantað mikið hér á blogginu í þinni fjarveru og gott að sjá þig hér aftur og mér sýnist á þessari færslu að þú sért hin hressasta og það er frábært !
Hafðu það gott og farðu vel með þig !
Sunna Dóra Möller, 26.2.2008 kl. 22:22
Velkomin heim ...hlakka til að lesa þig áframmmmmm.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 26.2.2008 kl. 22:37
Velkomin heim, það er nú samt alltaf gott að fara inn á Vog og ná sér í bata, en alltaf yndislegra að koma heim eftir dvölina þar.
Gangi þér vel að koma þér að stað aftur í edrú lífinu.
Linda litla, 26.2.2008 kl. 23:12
Velkomin heim
Maddý (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 23:21
Kjartan Pálmarsson, 26.2.2008 kl. 23:23
Velkomin aftur.....
Bergljót Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 23:47
Ég var orðin svo bloggsvelt að ég var að breytast í vinnualka. Fegin að fá þig til baka.
Elisabet R (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 00:22
Vekomin kæri snúru-engill. Gaman að sjá þig aftur.
Svala Jónsdóttir, 27.2.2008 kl. 00:45
Velkomin heim og gangi þér vel í baráttunni.
Annað mál.....hefur þér aldrei dottið í hug að skrifa bók og láta gefa hana út? Þú ert alveg þrælgóður penni og það er þrælgaman að lesa bloggið þitt. Ef þú skrifar bók og gefur hana út þá fæ ég mér eintak og það verður á náttborðinu.
Sigga (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 00:52
Velkomin heim Jenný og gangi þér allt í haginn. Mundu að góðir hlutir gerast hægt.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 27.2.2008 kl. 01:01
Það hlýnar loks í bloggheimum. Velkomin aftur.
Bara Steini, 27.2.2008 kl. 01:38
Komin heim hvað??? Ég er viss um að þetta var bara upplýsingafulltrúinn að gabba okkur. Hvar eru annars allar færslurnar og reiðilestrarnir...? Farðírassogrófu...
Tiger, 27.2.2008 kl. 02:10
Velkomin til baka. Við söknuðum þín öll (eins og sjá má hér að ofan)
Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.2.2008 kl. 06:09
Takk öll sömul fyrir kveðjurnar, ég geri mitt besta til að blogga af mér afturendann, en nú er ég on a mission from god (Vogi) í batanum, sem er auðvitað í forgangi en auðvitað mun ég blogga sem aldrei fyrr. Heiða mín trú mí, þvagleggurinn verður tekinn. Lúkasinn líka, svo það sé á hreinu. Og Beta mín, ég verð að láta þig hafa eitthvað að lesa.
Er búin að sofa eins og blásaklaust ungabarn frá því kl. 22, í gærkvöldi, örþreytt. But now I´m back.
Takk elskurnar. Smjútsí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 08:08
Góðan daginn flottust, bara að láta vita af mér og hlakka til að lesa frá þér herlegheitin sem ævilega koma frá þér.
Knúsý kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2008 kl. 08:29
glitter-graphics.com
Adda bloggar, 27.2.2008 kl. 11:21
Velkominn heim og á netið og til hamingju með að hafa krónískan sjúkdóm þar sem meðalið er mannrækt:)
Birgitta Jónsdóttir, 27.2.2008 kl. 17:20
Velkomin til baka
Ásgerður , 28.2.2008 kl. 04:58
Wellkomm, my dear.
gerður rósa gunnarsdóttir, 28.2.2008 kl. 09:51
hey hvers eiga múrarar að gjalda, nú eða rafeindavirkjar og tölvunarfræðingar, eins og ég. þetta er hróplegt ósamræmi og bara einelti af verstu gerð!
habbðu það fínt bæðevei
Brjánn Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 22:24
Góðan bata.....
Einar Bragi Bragason., 29.2.2008 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.