Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
"Stormasamt" samband fullorðins manns og 10 ára drengs! Hvað þýðir það?
Þvagleggsdómurinn hefur dæmt fertugan karlmann í mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá 10 ára gamlan stjúpson sinn í andlitið, í tjaldútilegu í fyrrasumar. Drengurinn marðist á andliti og fékk blóðnasir.
Þetta er flott, þó dómurinn sé ekki merkilegur en þá finnst mér það vera töluverð tímamót að högg í andlit á barni, framkvæmdu af forráðamanni skuli dæmt refsivert.
Það hefur nefnilega lengi verið til siðs á Íslandi að líta á það sem einkamál foreldranna hvort þau slái (dangli í er það oft kallað) börn sín.
"Fram kemur í dómnum, að maðurinn var mjög ölvaður þegar þetta gerðist og sagðist ekki muna eftir að hafa slegið drenginn. Einnig kom fram að samband mannsins og drengsins hafði oft verið stormasamt en drengurin er greindur ofvirkur."
Af fenginni reynslu, bæði gegnum atvinnu mína og í kynnum við fólk, þá veit ég að það liggur sorgarsaga að baki þessari litlu frétt. Stormasamt samband milli fullorðinnar manneskju og 10 ára drengs? Hvað þýðir það nákvæmlega? Það er talað um þá tvo eins og jafningja sem standa í erjum. Hver er saga barnsins og hvað á að gera til að að kanna aðstæður hans og bæta úr þeim?
Hann á kröfu á því barnið, frá fullorðna fólkinu sem ber ábyrgðina.
Mikið djöfull verð ég reið.
ARG.
Sló stjúpson sinn í andlitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dómar, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég hjó líka eftir þessu; fannst undarlegt að tala um "stormasamt samband" þeirra tveggja þótt litli guttinn hafi reynt eitthvað á þolrif fullorðna mannsins.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 14.2.2008 kl. 11:24
Þetta með þvagleggina í hverjum einasta pósti sem við kemur suðurlandinu fer að verða svolítið þreitt sko.
Já (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 11:28
nákvæmlega.
Brjánn Guðjónsson, 14.2.2008 kl. 11:28
Já - ég segi það sama. Undarlegt að tala um þá eins og þeir séu á einhverjum jafnréttisgrundvelli!!
Vona bara að þeir búi ekki saman lengur
Hrönn Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 11:30
Furðulegur dómur. Útleggingin er þessi: 1. Æ, kallinn var fullur.. 2. Strákurinn var búinn að pirra kallinn lengi og svo sprakk karlgreyið. 3. Nokkuð ljóst að strákurinn er dáldið klikk, svona óvirkur soledis.
Sannarlega þvagleggsdómur.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 11:41
Mér sýnist nú á öllu að þessi fósturfaðir sé ekki að höndla það að eiga ofvirkt fósturbarn, vonandi býr hann ekki lengur hjá honum.
Huld S. Ringsted, 14.2.2008 kl. 11:42
ég tel það vera mjög augljóst að þessi fullorðni maður á við fleiri "vandamál" að stríða en ofvirkan stjúpson( ég er ekki á þeirri skoðun að 10 gutti sé vandamál)
þessi maður á greinilega við áfengisvandamál (og væntanlega einhver enn dýpri sálarsár) að stríða, þar sem hann drekkur sig til ómynnis í útileigu með fjölskyldunni... sorglegt
það er líka sorglegt að fullorðinn maður beri slíka reiði og heift í garð barns (áfengis ástand er aldrei afsökun, þar sem mann hafa val) að hann tali við það með hnefunum... ég hefði kannski skilið þetta ef um jafnoka væri að ræða...
þvílík hetja
Jón Ingvar (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 11:48
Sammála þér, ég varð reið þegar ég las þessa frétt, sé sko rautt ef ég veit að illa er farið með börn
Svanhildur Karlsdóttir, 14.2.2008 kl. 11:56
..."ég er ekki á þeirri skoðun að 10 gutti sé vandamál"
Segir Jón Ingvar..... og gerir sér enga grein fyrir því hve ofvirkt barn getur verið mikið vandamál.
Annars er ég sammála flestu hér að ofan (einnig því að þessi þvagleggstenging er þreytt ) Skelfileg tilhugsun að þetta veika barn skuli eiga svona mann fyrir fósturföður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.2.2008 kl. 12:26
Þessir stjúpfeðgar eru svo sannarlega ekki jafningjar, hvorki í aldri né vitsmunum.
Annars er þetta er með eindæmum fáránleg fréttamennska. Hvers á barnið að gjalda?
Ólöf Guðrún Ásbjörnsdóttir, 14.2.2008 kl. 12:32
varð reið þegar ég las þessa frétt piff jafningjar hvað
Brynja skordal, 14.2.2008 kl. 12:35
Af hverju má ekki tengja þetta sýslumannsefni við þvagleggsmálið? Mér finnst full ástæða til að halda þessu í minni okkar...sagan hefur sýnt að við erum fljót að gleyma
Aumingja barnið að þurfa að alast upp við þetta..
Til lukku með millónina Jensla... óska þér ekki aftur til hamingju með flettitíðni fyrr en þú ert komin í tvær millur ;)
Heiða B. Heiðars, 14.2.2008 kl. 12:37
Já, tæplega réttlát að tala um þetta sem stormasamt samband, sá fullorðni ber ábyrgð á barninu. Í fréttinni kemur þetta út sem réttlæting fyrir hinn dæmda að hann og ofvirki fóstursonurinn hafi átt í þessu stormasama sambandi. Æ, maður verður bara reiður
Vilma Kristín , 14.2.2008 kl. 13:01
Gott að maðurinn fékk dóm..það verður kannski til þess að hann tekur á sínum vanda sem er klárlega töluverður...nú fyrir utan það að Féló er sennilega komin með puttana í málið þá verður eitthvað hægt að gera í samskiptavandanum....leggja línur um það hvor er foreldrið og hvor er barnið....
Gleymdi í fýlukastinu yfir að vera ekki í vinningsliðinu með milluna hjá þér að óska þér til lukku með áfangann.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.2.2008 kl. 13:01
Eins og Heiða réttilega bendir á er engin ástæða til að gleyma þvagleggsgjörningum viðbjóðslega og hér heitir þetta lögregluumdæmi Þvagleggurinn sfrv.
Þetta mál hlýtur að verða skoðað sem ofbeldi á barni í fjölskyldu. Þannig eru lögin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.2.2008 kl. 13:55
Fyllilega sammála þér Jenný.
dísa (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 14:50
Vonandi er mál þessa barns í skoðun. Mér finnst þessi dómur reyndar fáránlega vægur.
Steingerður Steinarsdóttir, 14.2.2008 kl. 14:50
Verður þetta áfram "Lögregluumdæmið Þvagleggurinn" ef lögreglan, læknirinn og hjúkrunarfræðingurinn verða sýknuð?
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.2.2008 kl. 17:10
Já að sjálfsögðu. Staðreyndin er sú að þeir tóku konuna með valdi og settu upp hjá henni þvaglegg og það kallast nauðung, kæri Gunnar og þar af leiðandi verður Þvaglegur áfram Þvagleggur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.2.2008 kl. 17:20
Oft á tíðum erum við fljót til höggs og sjáum ekki mál nema frá einum punkti. Hvað vitum við annað en það sem stendur svart á hvítu? Ekkert. Svona mál eru örugglega eins misjöfn og þau eru mörg og því ættum við ekki að dæma karlinn til dauða eða eineltis heldur hugsa um hvað liggur að baki svona skelfilegs verknaðar. Ég myndi aldrei verja svo ljótan verknað sem ofbeldi gagnvart börnum er - og myndi aldrei taka þátt í því að leyfa slíkt - en, við verðum að hugsa.
Ofurölvi maður er ekki sami maður og þegar hann er edrú. Maður sem á í baráttu við bakkus er sjúkur maður - maður sem þarfnast aðstoðar og hjálpar frá fagmönnum. Sá sem týnir sjálfum sér í víni er einhver sem fremur ýmis brot og verknaði sem hann myndi aldrei nokkurn tíman gera edrú. Vandamál/stormasöm saga sem sögð er að fylgji þeim sem á við áfengisvandamál eiga - geta öll verið undir áhrifum veikinda hans og ætti hann því skilyrðislaust að leita sér hjálpar. Við ættum ekki að berja hann til dauða hér heldur velta frekar fyrir okkur ýmsu öðru í kringum hann.
Hvar er móðir drengsins? Hvað er hún að hugsa? Hvers vegna hefur hún ekki löngu stoppað stormasöm samskipti þeirra stjúpfeðga? Því lætur hún ofvirkan son sinn þurfa að alast upp undir áhrifum frá áfengissjúklings (ef maður er sannarlega einhver sem ekki ræður við neyslu sína)?
Því í ósköpunum hefur konan ekki sagt skilið við manninn fyrst komið hefur í ljós langvarandi stormavetur í kringum son hennar? Hvers vegna hefur hún ekki séð til þess að maðurinn leit sér hjálpar - til þess að hjálpa syni sínum frá þessum sífellu stormum?
Mér finnst móðirin allt eins sek í þessu máli líkt og sá sem fremur þennan hræðilega verknað sem er að leggja hendur á börn. Ef hún hefði tekið við sér og séð til þess að sonurinn fengi strax þá vernd sem hann sannarlega á skilið - þá er hugsanlegt að áfengissjúklingurinn hefði ekki lent í þeim skelfilega harmleik að leggja hönd á stjúpbarn sitt - og guð má vita hvað meira - undir áhrifum frá þeim harða húsbónda sem við vitum öll að áfengi er.
Dæmum rólega og biðjum guð að hjálpa þessum manni til að leita sér hjálpar - þannig að framtíð hans verði stormaminni og hugsanlega færri sem fá högg frá einhverjum sem veit ekki hvað hann er að gera.
Tiger, 14.2.2008 kl. 17:21
Fyrirgefðu Jenný en ég gleymdi að setja þetta inn í athugasemdina mína áðan - því ég er svo mikið "milljón" sammála þér með eftirfarandi hjá þér:
"þó dómurinn sé ekki merkilegur en þá finnst mér það vera töluverð tímamót að högg í andlit á barni, framkvæmdu af forráðamanni skuli dæmt refsivert"
Mér finnst að svona verknaður ætti ætíð að taka alvarlega og meðhöndla sem refsivert athæfi. Ofbeldi gagnvart börnum eða þeim sem minna mega sín ber að refsa harðlega.
Í þessu tilviki finnst mér móðir drengsins vera samseka/meðvirka og ætti hún að hljóta í það minnsta alvarlega áminningu fyrir það að vanrækja skyldu sína sem verndari barns síns með því að láta storma geysa um hríð í kringum það án þess að grípa til ráðstafana af hörku og koma í veg fyrir slíka atburði. Þá annaðhvort með skilnaði eða með því að koma karli sýnum undir læknishendur. Hér getur hún ekki afsakað sig með ást - því ástin á barni og viljinn til að vernda það á allan hátt, no matter what - á að vera annarri ást yfirsterkari hjá móður sem og föður.
Tiger, 14.2.2008 kl. 17:57
Gunnar Th.
Ofvirk börn ERU EKKI vandamál heldur einstaklingar MEÐ vandamál!
Þau fá ekki val um að "dettaíða" eins og drykkjusjúkir (þó ég viti það einna best sjálfur að drykkjusjúkir sjái oftar en ekki aðeins einn kost) heldur eru ofvirkir einstaklingar ávallt "íðí" þegar kemur að þeirra sjúkdómi... En hvað veit ég?
Jón Ingvar (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 18:08
Móðirin er nú líklega jafn veik og maðurinn, það er að segja meðvirk honum og barninu sínu. Og meðvirkni er sjúkdómur sem er erfitt að eiga við, það veit ég af eigin raun. Ekki það að ég sé að taka ábyrgðina af móðurinni, alls ekki.
En það kemur enginn öðrum í meðferð, það verður alltaf að vera vilji þess sem á meðferð þarf að halda. Annars gerir meðferðin líklega lítið gagn.
Svo gæti auðvitað vel verið að móðirin sé sjálf drykkjukona,,hvað veit ég. En hvernig sem málin liggja hjá þessu blessaða fólki, þá er ég ánægð með að dómur hafi fallið í þessu máli, þeir mættu vera fleiri. Svona hlutir eru ekki "einkamál fjölskyldunnar".
Ásgerður , 15.2.2008 kl. 09:56
Tigercopper. Hvernig í ósköpunum getur þú sagt að móðirin sé samsek í þessu? Það er maðurinn sem slær barnið. Enginn annar. Hann einn ber ábyrgð á sínum gjörðum.
Og by the way, það "lendir" enginn í því að slá aðra manneskju. Þetta er val. Og maðurinn valdi að slá stjúpbarn sitt. Hann einn getur borið ábyrgð á því.
Ég verð að segja að mér blöskrar þessi hugsunarháttur að maðurinn sé ekki ábyrgur gjörða sinna vegna þess að hann er alkohólisti. Í fyrsta lagi vitum við ekki hvort hann sé alkohólisti. En það er auðvitað firra að alkohólistar séu ekki ábyrgir gjörða sinna og það sé á einhvern hátt á ábyrgð annara að forða fólki frá þeim.
Þessi maður ber einn ábyrgð á því hvernig fór. Enginn annar.
Guðrún (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.