Miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Vondi og asnalegi dagur
Hefði með réttu átt að vera flottur dagur í mínu lífi, ný sjálfrennireið keypt til heimilisins, eitt og annað borgað, ég byrjuð að undirbúa allskyns framkvæmdir í mínu eigins eldhúsi og þá hviss bang.
Ömurlegur dagur tróð sér inn í líf mitt gjörsamlega óforvarandis. Róleg enginn veikur.
Ónýtur var hann, fyrir mér að minnsta kosti. Nei, þið fáið ekki að vita af hverju fyrr en allt er yfirstaðið, seinna sem sé, en takið orð mín fyrir því að hann var í verri kantinum.
Og hvað gerir maður eftir að hafa grenjað úr sér augun, rifist við alla sem maður nær til, gengið um með skeifu (þetta hljómar eins og sjálfsháð en mér er dauðans alvara). Jú maður sast einhversstaðar með sjálfum sér og starir út í loftið.
Svo var loftið orðið þreytandi og þá fór ég að fletta Fréttablaðinu frá því í gær og í því stóð eiginlega bara :"Axla ábyrgð" og svo var eitthvað að smáorðum með til uppfyllingar. Nú í leiðindum mínum og sálarkvölum fór ég að telja öxluðu ábyrgðirnar og lausleg talning sýndi 45 stykki.
Ég komst að því að ég er með illvígt ofnæmi fyrir þessum frasa.
Tillögur að nýjum ábyrgðum án axla óskast.
Dæmi:
Ég ösla ábyrgð upp að brjóstvörtum.
Ég veð ábyrgð upp að eyrum.
Ég hoppa hæð mína í ábyrgð.
Ég legg æru mína að veði fyrir ábyrgð nei gleymum þessum.
Ég aulýsi sem sagt eftir tillögum.
Svo megið þið senda mér fallegar kveðjur, ef þið nennið.
Getur aldrei skaðað.
Lovejúgæs
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Auðvitað færðu frábærar kveðjur elsku Jenný, vona bara að úr rætist með það sem er að skemma daginn fyrir þér og vonandi er þetta ekki eitthvað sem ergir þig til frambúðar. Þú ert búin að takast á við stóra og erfiða hluti svo þú hefur reynslu og hefur staðið þig vel, en til er það sem slær mann út af laginu. Þú átt endalausar hlýjar hugsanir frá mér mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 20:25
Fúlt ... hundfúlt!
En má ekki bara nota annan líkamspart í frasann. Eins og t.d. að "hnéskelja" ábyrgð eða "ilja" ábyrgð eða þegar maður er fúll og pirraðar að "rassgata" hana??
Kremjur í klessu.
Hugarfluga, 13.2.2008 kl. 20:30
Leiðinlegt að heyra hvernig þér líður....vonandi ekkert að sem ekki er hægt að yfirstíga á einn eða annan hátt...en við bloggvinir erum hér nærri
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.2.2008 kl. 20:34
Hoppa hæð sína í Ásbyrgi?
Sendi þér stórt faðmlag
Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 20:47
Ha...ábyrgð...axla...?? er það í tísku? í evrum...nei eyrum... Knús..gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 20:52
Knús á þig elskan mín.
Ragnheiður , 13.2.2008 kl. 21:03
Sendi risaknús til þín Fallega kona
Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 21:05
Ég sendi þér líka mínar bestu og hlýjustu hugsanir! Ég vona hlutirnir lagist og þú eigir betri dag framundan!
Góða nótt og sofðu rótt
Sunna Dóra Möller, 13.2.2008 kl. 21:06
Svona er þetta stundum...dagurinn minn byrjaði vel en endaði í taugaáfalli yfir engu.....maður er stundum svo f...... glataður...en á morgun er nýr dagur
Garún, 13.2.2008 kl. 21:27
Jenný mín.. Sendi hér með mjög ábyrgaðarfulla ósk um að þú munir eiga ljúf tímamót er þú verður með milljónafléttingablogg uppá arminn - eða voru það Axlirnar - æi veit ekki - en ég Axla þá ábyrgð að hvetja alla til að ábyrgjast vera duglegir við að flétta blogginu þínu svo þú verðir alveg milljón - sem þú reyndar getur alveg tekið ábyrgð á eftir sirka 12 tíma eða svo.
Ég er ábyrgur bloggari, tel ég- held ég- minnir mig.
Ég er ábyrgðarfullur - eða kannski bara fullur - ábyrgðar.
Ég neita allri ábyrgð.
Ég hvet ykkur til að axla mína ábyrð.
Ég ábyrgist orðið en neita að axla það.
Ég Axla ábyrgð mína - minnir mig.
Ég man ekki hver ábyrgð mín er svo ég get ekki Axlað hana.
Þið fáið að ábyrgjast ykkar Axlir áður en ég Axla mína ábyrgð.
Þið Axlið ykkar ábyrgð - á meðan ég kem mér undan minni.
Ég ábyrgist það að ef þið Axlið ykkar ábyrgð mun ég gera slíkt hið sama - ef ég man eftir því...
ATH.. ég tek enga ábyrgð á ofanskrifuðu og óska eftir einhverjum til að Axla þá ábyrgð fyrir mig, laun í samræmi við vilja, samstarfshæfni og laumupokastöndumsamanámótiborgurunhæfni...
Tiger, 13.2.2008 kl. 21:50
Þetta VAR frekar myglaður og andlaus dagur, ég er sammála. Ég er meiraðsegja svo andlaus að ég ætla að rassgata þessa ábyrgð eins og hugarfluga leggur til.
Ég sendi þér samt alveg massa hugheilar yndiskveðjur Eigðu gott kvöld yndæla kona!
Laufey Ólafsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:10
Æi takk asnarnir ykkar, þið eruð krútt. Dúa ekki einu hjarta ofaukið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.2.2008 kl. 22:32
Æ Æ
VIltu ekki koma í leik bara? Kíktu yfir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:34
998062
Ragnheiður , 13.2.2008 kl. 22:41
Ertu nú einu sinni enn orðin eðlileg? - Til hamingju með þig - elska eðlilegheitin þín líka - knús að norðan
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 22:58
Risastórt knús, elskan!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.2.2008 kl. 23:31
Knús p.s. 998280...
Berglind Inga, 13.2.2008 kl. 23:40
PS: SKyldir þú ekki alveg konuna að norðan? Bara að spá. Mér finnst nefnilega við þurfa að minna okkur á það reglulega að við erum mannleg og rífumst og verðum fúl - Vonandi lagast þetta vonda sem fyrst
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.