Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
16 mánaða edrú - úje, úje, úje
Þetta er afmælissnúra
Sko tíminn líður svo fljótt á milli edrú afmæla að ég var nærri búin að gleyma 16 mánaða áfanganum mínum í dag. Mundi allt í einu eftir þessum merkisdegi, þegar ég var önnum kafin við að beita heimilisfólkið hinu hefðbundna kvöldofbeldi fyrir svefninn. Vont en nauðsynlegt til að hafa skikk á fólki.
Ég var steinhissa að vera nærri búin að gleyma þessum merkisdegi í lífinu mínu. Eins og það sé eitthvað lítilræði að hafa verið allsgáður og happí í 16 mánuði. Mishappí auðvitað eins og þið venjulega fólkið. Dagurinn í dag hefur verið hörmulega leiðinlegur t.d. en á morgun kemur nýr, með nýjum tækifærum og brosvökum á hverju horni Hvað eru 16 mánuðir margir dagar annars?
Ég fór inn á Vog þ. 5. október 2006 hálf dauð og kom þaðan út nokkuð bein í baki ca. 25 dögum seinna.
Já, búin að blogga um það svo oft.
Annars er vinnan i edrú mennskunni stöðug, nauðsynleg og skemmtileg. Nú er ég búin að fara edrú til útlanda og það tókst með svo miklum ágætum að þá er bara ein hetjudáð eftir en hún er að klífa einhvern fjallstind eða eitthvað. Æi ég held ég sleppi því, verð alveg jafn edrú og glöð þrátt fyrir vera ekki eins landafjandi út um allar jarðir.
Og takk fyrir Vogur, 1000 sinnum og göngudeildin líka.
Ég á ykkur líf mitt að launa
Ég held að ég fari soldið seint að sofa í kvöld, ekki gott en stundum er ég í stuði fyrir næturgölt.
Hver fer edrú að sofa á eftir?
Jenný Anna Baldursdóttir og milljón annarra glaðra alkóhólista í bata.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Snúra, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Til hamingju með áfangann.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 23:12
Þú átt allt gott skilið og mitt gott líka.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 23:14
Innilega til hamingju elskið mitt, virkilega frábær áfangi. Gangi þér svona vel áfram. Við styðjum Jenný, við styðjum Jenný, svona pepp söngur frá mér og kisu.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 23:23
Til Hammó með ammó... við erum nánast samferða í þessari ævintýragöngu sem mun aldrei taka enda ..
Gísli Torfi, 5.2.2008 kl. 23:27
Til hamingju ogklappaðu þér á öxlina.
Guðjón H Finnbogason, 5.2.2008 kl. 23:35
Gott hjá þér
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 5.2.2008 kl. 23:35
Til hamingju með afmælið!
Huld S. Ringsted, 5.2.2008 kl. 23:36
Til hamingju enn og aftur elsku Jenný!
Laufey Ólafsdóttir, 5.2.2008 kl. 23:36
Til hamingju krúslan mín
Jóna Á. Gísladóttir, 5.2.2008 kl. 23:37
Til hamingju með batann... þetta auðvitað snýst allt um það
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.2.2008 kl. 23:46
Gratjú vena með áfangann.
Steingrímur Helgason, 6.2.2008 kl. 00:07
til hamingju með góðan bata! Vonandi verður dagurinn á morgun skárri, ég kannast alveg við svona arfalélega daga....
Sigrún Ósk Arnardóttir, 6.2.2008 kl. 00:07
Ti hamingju með 16 mánuðina þína já ég fer édrú að sofa á eftir
Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 00:08
Til hamingju með þennan flotta áfanga hjá flottri konu !
Ragnheiður , 6.2.2008 kl. 00:20
Ég er ótrúlega stoltur af þér Jenný. Það þarf mikinn styrk og mikla trú til að ná þeim áfanga að geta kallað sig "edrú" manneskju eftir að hafa orðið undir í bardaga við bakkus. Þú hefur þennan styrk, það er greinilegt. Krafturinn í þér er örugglega öðrum nálægt þér styrkur líka, það er ég handviss um.
Ég á góða mér tengda og skylda sem hafa verið í þínum sporum og eru núna edrú. Þekki líka fólk sem fellur aftur og aftur - en reynir samt ætíð að ná áttum og fer aftur og aftur af stað í þetta erfiða ferðalag sem þú ert núna í og ert búin að vera í svona lengi. Þú átt mikið hrós skilið og sannarlega getur þú stolt litið til baka, ullað á bakkus og bent honum á hvert hann getur troðið sér...
Ég er víst einn af þeim "heppnu" eða þannig. Ég hef aldrei þurft að glíma við þennan erfiða húsbónda sem alkahól sannarlega er, fæ mér í tánna en kannski annaðhvert ár eða svo. En fólk mér nátengt er þarna statt í baráttu sem þinni svo því skil ég þá baráttu sem þú þarft að standa í upp á hvern einasta dag - hver þurr dagur er unnið þrekvirki og vona ég að fólk í kringum þig átti sig á þvílíka orustu þú ert að heyja daglega - og meti það með stoltu og virðingaverðu augnráði til þín - eins og þú átt skilið Jenný!
*tilhamingjuknúsogmikiðklappáherðar*
Tiger, 6.2.2008 kl. 00:33
Til hamingju fallega kona, hipp,hipp, hurray
þórdís (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 00:53
Ég er allavega vakandi, reyndi að sofna en gat ekki. Þannig komst ég beint í snúrubloggið þitt og finnst eiginlega fyndið að það séu komnir 16 mánuðir! Þessi tími er ótrúlega fljótur að líða.
Til hamingju með þennan áfanga og sofðu sætt.
ps. flottar klemmur á snúrunni þinni.
sama
Edda Agnarsdóttir, 6.2.2008 kl. 00:54
Til hamingju
Svanhildur Karlsdóttir, 6.2.2008 kl. 00:59
Þetta er meira afrek en marga grunar - til hamingju!
Lára Hanna Einarsdóttir, 6.2.2008 kl. 01:13
Gott hjá þér Jenný. Ég er stolt af þér.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 01:44
Klapp.
Óendanlegt þakklæti, langt frá því að vera sjálfgefið.
AA, Guð og gott fólk á þakkirnar mestu.
AA knús á þig Jenný. Keep it up girl!!!!
Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 05:16
Til hamingju með daginn í gær og alla hina fjögurhundruðáttatíu og eitthvað edrúdagana þína
Jónína Dúadóttir, 6.2.2008 kl. 08:12
Til hamingju með daginn í gær og daginn í dag líka
Sunna Dóra Möller, 6.2.2008 kl. 08:16
Þetta er svo frábært hjá þér.Það er svo æðislegt að vera með meðvitund.Alltaf.Gangi þér vel ljúfust.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 08:23
Innilega til hamingju með daginn, þú ert hetja
Guðborg Eyjólfsdóttir, 6.2.2008 kl. 08:44
Þú bloggar aldrei of oft um það. Til hamingju Jenný mín.
Já þú ert hetja og góð fyrirmynd fyrir fjölda fólks, ekki bara alka,
en ég dáist að þér og öðru fólki sem fer bara mánuð eða svo inn á vog
og svo á göngudeild. Pabbi minn gerði þetta svona, Fór í 10 daga,
"Hættur" ekki var það auðvelt en það tókst.
Elska ykkur bæði fyrir duginn.
Knús á þig.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2008 kl. 09:17
Ertu ekki ánægð með sjálfa þig?? Hver dagur er sigur og hver vegur að heiman er vegurinn heim og hamingju sjaldan þeir ná, sem æða um í kapphlaupi við klukkuna og sjálfa sig án þess að heyra eða sjá. Ooops, I did it again. We will rock you!
Hugarfluga, 6.2.2008 kl. 09:24
Til hamingju með gærdaginn!
Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 09:45
'Oska þér innilega til hamingju með
þennan stóra áfanga indislegt fyrir þig og þína
Ekki smá dugnaður hjá þér hetja.
Kærleikskveðja.
Raffy (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.