Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Aftur innanhúserjur á kærleiksheimili - nú með einum þátttakanda
Hvað er það við þessa daga núna? Kuldinn, myrkrið, langt í vorið, enn lengra í jólin (hm) páskar langt undan (mér er slétt sama) og svo þessir bolludagar og saltkjötsát (sem ekki er stundað á mínu heimili), sem er baneitrað og tilraun til sjálfsvígs, ekkert minna. Ég er alla vega ekki glöð, alls kyns fífl að pirra mig. Amk. eitt (ekki minn heittelskaði)
Í dag hef ég verið svo upptekin að vera í vondu skapi að ég hef gert nákvæmlega ekki neitt. Er samt að búa mig undir að steikja fisk. Af hverju er ég alltaf eldandi? Er það tattúerað á ennið á mér "Eldaðu"? Eða var ég dáleidd sem smábarn og því komið inn í kvarnirnar á mér að það væri hlutverk mitt í lífinu? Ekki að mér finnst það leiðinlegt, en akkúrat núna á ég bágt.
Ég sparkaði í kommóðu áðan: Ástæðan, óréttlæti heimsins.
Dásamlegt að gera ekkert í heilan dag nema að taka upp rými.
Færa mig á milli stóla.
Eina ráðið við þessum febrúarbömmer er að drífa sig á AA-fund. Ekki gott að vera alki í pirruðu skapi. Nánast á gargstiginu.
Og þið sem mögulega ætluðuð að koma í kaffi - sleppið því, ég gæti sett eitthvað óhollt út í það.
Nú þá er að fara á fund, í sund og kaupa sér hund.
Svo sagði mætur maður.
Guð plís skenktu mér smá æðruleysi.
Amen.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Snúra | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Knús elsku Jenný.
Vonandi líður þér betur eftir fund. Er ekki of kallt til að fara í sund ? Gangi þér vel að ala upp hund. !
Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 18:25
Vonandi verður hann betri á morgun.Vil fá snjóinn í burt,frostið líka brrrrrr.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 18:35
Fékkstu ekki upplýsingar frá mér í meili?? var að búast við miklum breytum á síðu lúkki. Farðu vel með þig og sparkaðu í eitthvað fleira dautt, það er ágætt svo lengi sem maður brýtur ekki sjálfan sig.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 18:36
Kæra bloggvinkona *stórtoghlýlegtvinarknús* !!!
Skap okkar er óútreiknanlegt, rétt eins og vegir annarra - okkar að reyna eftir fremsta megni að koma auga á létta og ljósa punkta sem ætíð eru í kringum okkur. Megi sá stóri verða á vegi þínum og leiðbeina þér og styrkja.
Kveðja frá bjartsýnisgutta á netinu.
Tiger, 5.2.2008 kl. 18:45
Ásdís mín, sendu mér líka svona bloggbreitingar i meili ??
Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 18:54
kvitt kvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.2.2008 kl. 18:54
Oh ég skil þig Jenný mín maður getur oft verið pirraður.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.2.2008 kl. 19:23
*Úps Erill, Óspektir og Heimiliserjur, daglegt brauð Rvík.
Þröstur Unnar, 5.2.2008 kl. 19:28
Maður hefur stundum RÉTT á því að vera pirraður
Guðborg Eyjólfsdóttir, 5.2.2008 kl. 19:56
Æðruleisisbænin hjálpar og alltaf er AA til staðar hvar sem er í veröldin.
Guðjón H Finnbogason, 5.2.2008 kl. 19:57
Æj...ég heppin,veit að ég pirraði engan í dag nema sjálfa mig með helvítis ístöðuleysi og almennum aumingjaskap....sjæse.....
Kveðja frá hinu pirrudýrinu....
Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 20:31
Ég hló allan tímann sem ég las - vorkenni þér ekki neitt - Þú ert dásamleg - svo heilbrigð og svo eðlileg - knús til þín að norðan
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 20:32
Æ hvað ég skil þig vel... er sjálf hvatvís og uppstökk þessa dagana....enda á sterum það styttir þó alltaf upp að lokum, líka í sálinni.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.2.2008 kl. 20:36
Engin samúð hér. Ég var einmitt að segja einni frá gamla fórnalambssyndruminu sem þjakaði mig í denn. Þá voru dagdraumarnir jarðafaradraumar um mína eigins jarðaför.Í þá daga vöru ALLIR Í HEIMI FÍFL.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 20:57
Hallgerður: HVað meinar þú með hallærisleg blogg? Ég ætlaði að kenna þér að link inn á blogg svona yfirleitt því það kemur fyrir nokkuð oft í bloggheimum að maður rekst á fróðleg og skemmtileg blogg og langar til að leyfa sem flestum að njóta þeirra.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2008 kl. 21:04
Er ekki tími til að vorkenna sér minna og fara finna vinnu?
Pr. Baunabelgur (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:05
Linda mín, það er engin ástæða til að kvitta fyrir komu sinni. Þó þú sért að lesa hér inni hjá mér,þá er algjörlega ástæðulaust að kvitta fyrir sig. Notum athugsemdakerfið til að skeggræða í og ræða um færsluna.
Plís ekki kvitt, kvitt og kveðjur, það er ekki illa meint heldur fæ ég alltaf á tilfinninguna að fólki finnist það tilneytt til að láta vita að það hafi lesið. Svona eins og stimpilklukka. Það eru svo margir sem gera þetta.
En ég vona að þú haldir áfram að lesa síðuna mína og takk fyrir að kíkja alltaf við hjá mér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2008 kl. 21:10
Jenný, ég fær næstum BARA svoleiðis komment! Sem segir mér líklega að það sem ég segi sé frekar uninteresting og dull. En hverjum er ekki sama hvað hverjum öðrum finnst um hvað sem helst? Ha? Hvað? Hmm ...
Hugarfluga, 5.2.2008 kl. 21:20
Fluga þó, ein af þeim allra bestu. Minnir mig á að kvitta og lesa hjá þér Ég fann eitt fífl í dag en það var ég sjálf svo það voru hæg heimatökin að taka í lurginn á fíflinu.
Hættum að fíflast bara...knús á þig Jenný mín. Sumir dagar eru bara afturábak og grjótleiðinlegir alveg
Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 21:25
kvitt kvitt..
bara að láta vita að ég hafi verið hérna .
djók !
Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:55
Ég segi sko engum að ég hafi verið hér.
Þröstur Unnar, 5.2.2008 kl. 21:59
Þið eruð krútt, líka baunabelgsfíflið sem vill að ég fari og fái mér vinnu. Ertu æstur í að ráða mig sem dyravörð slöttóflurinn þinn? Ég er súperstarfsmaður, hef samband um leið og geðið er komið í lag
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2008 kl. 22:18
Jenný mig vantar konu í vinnu. Sortera fíflin sem eru alltaf að hrúgast í kringum mig. Það er svo mikið af þeim ég skil þetta bara ekki
Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:28
Hehe já myndin þarna uppi. Maðurinn minn saup hveljur yfir henni og hélt að geðprýðisljósið sem hann býr með væri með þetta á sinni eigins síðu. Leiðrétti hann snarlega og honum létti mikið hehehe
Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 22:42
Guð minn góður hvað þið getið verið fyndinn, og Jenný, ég er komin með krampa af innlegginu þínu og svo svörunum og þínum líka. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef komist í í dag. Þú ert á við risastóra tarantúlu, þegar þessi gállin er á þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2008 kl. 22:44
hva'erígangihéddna
Jóna Á. Gísladóttir, 5.2.2008 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.