Mánudagur, 4. febrúar 2008
Af innanhúserjum á kærleiksheimilunu
Komið þið sæl,
Hehe, langaði að hljóma eins og Siggi Sig. heitinn, gamli íþróttaútvarpsmaðurinn.
Í gær fékk ég ágætis ástæðu til að fara í feita fýlu hér heima hjá mér. Já á þessu kærleiksheimili, fer andrúmsloftið í smá vetrarhörkur einstaka sinnum og í gærkvöldi var einstaklega napurt í þeim skilningi hér á mínu menningarheimili. Þið sem eruð að drepast úr forvitni, róleg, þetta er ekkert merkilegt. Höfuðinntak voru rökræður um hvort heilvita konur eigi að borga hátt í 20 þúsund krónur fyrir klippingu og strípur. Ég var alfarið á móti því. Karlmaðurinn á heimilinu hinsvegar æstur í að rífa upp budduna og taka veð í eignunum fyrir herlegheitunum.
Ók, það var víst ég sem var með háu verðlagi en hann á móti.
Þetta voru sem sé venjulegar rökræður sem urðu til þess að ég fór í fýlu, hótaði a skerða aldrei hár mitt né skegg og fara til fjalla og klæðast sauðagæru til dauðadags, þannig að ekki þyrfti að rífast yfir leppunum sem ég kaupi mér (hm). Í stuttu máli, ákvað að gera stórmál úr viðkomandi umræðum. Var í stemmara fyrir fýlu og ekki einu sinni Jesús Jósepsson sjálfur, hefði getað snúið mér, ég var ákveðin og með það fór ég að sofa.
Vaknaði eftir vondan svefn, enda ekki gott að sofa í brjáluðu skapi, upplifandi sig sem fórnarlamb og frumkonu. En ég hef úthald, þegar ég einset mér eitthvað og mér var bent á það af mínum heittelskaða, við litlar vinsældir mínar, að nýta mér viðkomandi sjálfsaga til góðra verka. Jeræt, að ég hafi hlustað.
Og svona leið dagurinn. Húsband gerði ýmsar tilraunir sem allar voru blásnar af í fæðingu.
En hann er naut og þar að auki friðsemdarmaður, svona oftast, og þar sem ég sat hér með hnút í maganum og hamaðist á lyklaborðinu, kom hann grafalvarlegur með Gretchinn (gítar þið sem ekkert vitið) og söng serenöður eins og hann hefði unnið við sollis músik til margra ára og leið fram hjá mér eins og af einskærri tilviljun, mjög einbeittur í framan. Svona gekk þetta lengi vel, ég frosin í framan, en að drepast úr hlátri inni í mér, en það sem gerði það að verkum að ég sprakk, var þegar hann tók "þú villt ganga þinn veg" sungið í gengum nefið og spilað í mjög víbrandi útfærslu á gítarinn og með tilheyrandi líkamshreyfingum.
Þá allt í einu mundi ég að ég elska þennan mann og síðan ég er búin að vera brosandi frá eyra til eyra.
Verð á strípum og klippingu hvað? Á hvort sem er tíma hjá Toný and gay n.k. þriðjudag.
Þetta var sýnishorn í heimilislíf Jennýjar Önnu og Einars Vilberg.
Lífið er ekki alltaf dans á rósum þegar vandamálin eru af þessari stærðargráðu. Úff, ætili við þurfum að leita til hjónabandsráðgjafa.
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Tónlist | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Yndisleg lesning
Heiða Þórðar, 4.2.2008 kl. 22:44
Þú drepur mig úr hlátri frú Jenný. Ég myndi gjarnan vilja að þetta hefði verið tekið upp á video. Næst þegar þú ferð í fýlu er algjört möst að gera tökuvélina klára. Svona þarf að festa á filmu
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 22:44
Kona sem neitar að skera og lita hár sitt og skegg, ætti að leita sér aðstoðar.
Þröstur Unnar, 4.2.2008 kl. 22:46
Hehehehehe
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 22:51
Hann þarf kannski áfallahjálp n.k. þriðjudag, þá verð ég með kameruna tilbúna. Neinei, hann er ekkert að æsa sig yfir þessu, skilur bara ekki hvað það er við einfaldan hárskurð og lit í nokkrar lufsur sem kostar svona mikið. Ég skil það svo sem alveg en ekki segja honum það
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 23:00
Ég þar að fara í sona litun og c.o. Krakkarnir í leikskólanum sögðu við Eydísi þegar ég kom að ná í hana "Þarna kemur afi þinn".
Þröstur Unnar, 4.2.2008 kl. 23:03
.... La Vita e Bella
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.2.2008 kl. 23:29
Þetta var innileg færsla Jenný. Ætlar þú að segja mér að strípur og klipping kosti heilar 20.000.- peninga!!!! Ég á nefninlega pantaðan tíma þarna heima á miðvikuaginn í svona herlegheit. Vissi að ég yrði að opna pudduna en ekki að ég kæmi til með að tæma hana á fyrsta degi.
Ía Jóhannsdóttir, 4.2.2008 kl. 23:40
Já, þetta var nú bara fallegt!
Og til að gleðja þig, þá eru til fertugar glæsimeyjar sem játað hafa ást á söng Einars Vilberg í mín eyru og það mjög nýlega!
En líkt og með skilning þinn á afstöðu hans til fjárausturs í hár (sem er mjög skiljanleg) skal ég ekkert segja honum frá því, hann gæti ofmetnast!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.2.2008 kl. 23:43
Frábær
Marta B Helgadóttir, 4.2.2008 kl. 23:46
Ætili það fari ekki eftir sídd á hári ofl. Ég reikna með að það kosti 14-15 þús. og svo fer ég í plokkun og litun.Þetta var útgangssumma. Svona hypothetical. Híhí, mjög skemmtilegt svona eftirá en ég er asskoti þreytt. Tekur á að vera reiður lengi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 23:46
Alveg óborganlegur frásagnastíllinn þinn stúlka. Mikið hefði ég viljað vera fluga á vegg eða lús í hári á slíkri stundu sem þú varst að lýsa hér, ég hefði sko skemmt mér vel.
En satt er það - mikið skelfilega dýr er þessi "munaður" sem kallast klipping og slíkt stúff. Auðvitað er hægt að fá dýra meðferð sem kostar skildinginn, en það er sannarlega hægt að finna "minna þekkta listamenn" sem gera hlutina allt eins fallega og vandaða.
Ég klippi mig sjálfur og losna við allt sem kallast vafstur og verðhugleiðingar, ég bara - shave it all off - og er mjög happý með það.
En gangi þér vel í næstu ferð til gauja og gokka í klippingu - megi þeir skila óaðfinnanlegu verki, en annars - hvernig er annað hægt með svona óaðfinnanlegt módel í höndunum ... hahaha
Tiger, 4.2.2008 kl. 23:52
ég elska Einar, þú mátt segja honum það. Hann veit greinilega hvernig á að þíða klakabrynjuna af kellu. Þið eruð eins og unglingar addna. Hvað er annars serenöður?
Jóna Á. Gísladóttir, 5.2.2008 kl. 00:20
Þú ert bjútífúl Jenný Anna! Nú verður sýning eftir þetta.
Edda Agnarsdóttir, 5.2.2008 kl. 00:22
Heima hjá mér fer húsband reglulega í fílu/ tuðstuð yfir skóeign krummu...sérstaklega þegar hann getur ekki með góðu móti klofað yfir haugana en eins og þú væntanlega skilur þá á maður aldrei nóg....
Ég þori ekki einu sinni að segja frá því hvað ég spandera í lit og klipp per mánuð og er þar að auki með tvær á mínu framfæri sem líka þurfa klipp og lit... fruss, en auðvitað er það möst að líta ekki út eins og fjalla Eyvindur...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.2.2008 kl. 01:01
Æ hvað þetta er yndisleg lesning, og góð hvíld frá pólitíska rausinu hérna. Takk fyrir þetta.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 04:33
Á mínu heimili er þetta öfugt.... mér blöskrar verðlagið en spúsa finnst þessi viðhaldskostnaður alls enginn ofaustur....
Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 07:21
Góðan dag! Yndisleg lesning!
Sunna Dóra Möller, 5.2.2008 kl. 08:10
Ég hefði viljað heyra hann taka "ég vil ganga minn veg....."
Hrönn Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 08:27
Ég "neyðist"til að fara í yfirhalningu einu sinni í mánuði. Ég er svo íhaldssöm að ég hangi á sömu stofunni mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Það borgar sig að gerast fastakúnni.Þá eru afslættirnir feitir. Mér er næstum því borgað fyrir að láta sjá mig í byrjun hvers mánaðar.Ég vil ganga minn veg er auðvitað snilldar lag hahahahahahaha.Ég fæ kast og klukkan ekki orðin 9 að morgni.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 08:43
Ég lít á spríkur og tlippingu sem sálfræðiaðstoð, borga fyrir hana dýrum dómum og sé ekki eftir einni krónu ef útkoman er góð!
Brilliant hvernig maðurinn þinn tæklaði frostið og fönnina í skapi frúnnar!! hehehe
Hugarfluga, 5.2.2008 kl. 08:50
Ertu ekk að grinast...... 20.000 ??? Eg borga tæp 10.000 og er alltaf anægð með mina klippingu og stripur.
Linda litla, 5.2.2008 kl. 09:00
Ekki taka upphæðina bókstaflega, ég held að ég borgi svona 15 þús. á frábærri stofu en ég fer ekki eins oft og þið sumar. Svona 2-3 á ári dugir mér af því ég er svo íðilfögur.
Hallgerður: Já hann er fínn þessi elska, en ekkert miðað við mig
Annars er þetta ekki gefið en maður verður að fara þanað sem hægt er að treysta því að maður líti ekki út eins og hænurass í vinidi á eftir. OMG
Góðan daginn öll og takk fyrir innlegg.
Hvern á ég að taka næst fyrst ég er farin að ljóstra upp fjölskylduleyndarmálum. Hm... Erfitt að vera fullkomin með fullt að ófullkomnu fólki í kringum sig, dæs.
Lovejúgæs
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2008 kl. 09:45
Ég vil ganga minn veg er náttlega bara klassík sem ekki er hægt að hundsa. "Þú vilt gera hinsegin en ég vil gera svona! KLASSÍK!
Laufey Ólafsdóttir, 5.2.2008 kl. 09:51
Hehehe
Svanhildur Karlsdóttir, 5.2.2008 kl. 10:19
Sólrún J (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 10:20
Steingerður Steinarsdóttir, 5.2.2008 kl. 10:24
Eða í gamla gamla daga "ég tek hundinn og þú bílinn"
Edda Agnarsdóttir, 5.2.2008 kl. 10:55
Edda mín, hvað þá dollarana og pundin. Híhi
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2008 kl. 11:01
Nei andskotinn. Nærri 20 þúsund? Ég myndi krefjast þess að bæði Tony og Guy eyddu heilum degi í að dekra við mig fyrir þá upphæð.
Fröken M, 5.2.2008 kl. 11:07
Frábær færsla hjá þér kona. Ég ætla að senda þér meil með uppl um litaskipti.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 12:37
Heyrðu mig kona! Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég setja STÓRT spurningamerki við mann sem syngur þetta "ég vil ganga..." dót! En þessi virðist hafa gert það með húmor... og fær plús í kladdann.... Djöfull held ég að þú sért erfið í sambúð kona
Heiða B. Heiðars, 5.2.2008 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.