Leita í fréttum mbl.is

Hver í ósköpunum er Jón Gnarr?

Því er fljótsvarað af minni hálfu, hann er einn af betri kómíkerum sem við eigum.  Snilldarhúmoristi.  Ók, afgreitt, óumdeilt af minni hálfu.  Málið dautt.

En ég gerði þá reginskyssu að horfa á þáttinn um hann hjá Jóni Ársæli.  Auðvitað er fólki mislagðar hendur við að ná góðu sambandivið viðmælendur sína, ná inn fyrir "úlpuna" og snerta streng sem hrærir þann sem á horfir.  Það sem gerir svona þætti þessi virði að horfa á þá fyrir utan ofannefnt, er að kynnast viðkomandi manneskju frá þeirri hlið sem ekki blasir við undir venjulegum kringumstæðum.

Ég er engu nær um hver Jón Gnarr er á bak við hinn opinbera Jón Gnarr. 

Ég vissi að hann hafi verið pönkari og ódæll unglingur.

Ég vissi að hann var trúaður.

Ég vissi að hann er að vinna í sjálfum sér, hafði verið í klaustri andonandonandon.

En hver er hann.  Hverjar eru tilfinningar hans gagnvart lífinu, fyrir utan standardsvörin sem hann gaf?

Hverjar eru óskir hans?  Markmiðin?  Hvað hefur reynst honum erfiðast í fífsbaráttunni?  Svo ég nefni dæmi.

Ég verð svo pirruð út í sjálfa mig þegar ég eyði tíma mínum í ekki neitt.

Ég tek það fram að ég kæri mig ekki neitt um að vita einhver leyndarmál um manninn, eitthvað slúðurkennt.  Bara kynnast manninum á bak við nafnið.

Sigurjón Kjartansson, einn af hans bestu vinum lýsti listrænum hæfileikum hans sem öllum er kunnugt um.  Ekki orð um persónuna Jón Gnarr. 

En ég tók greinilega eftir að Jón Árslæll klæddist fatnaði frá Bistró.

Er ekki hægt að gera betur?

Kikkmíælofitt.

Úje 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Horfði á þáttinn á meðan ég bloggaði svo ég var svona beggja blands.  Jón Gnarr er samt oft mjög fyndinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 20:59

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Var hann í úlpu?

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 20:59

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekkert að setja út á Jón Gnarr, algjörlega frábær listamaður.  En þátturinn náði sér aldrei á strik, var einfaldlega flatur.  Leiðinlegt.

Neið hann var í vaðmálstreyju Hrönnsla.

Hallgerður: Þú hefur rétt á þinni skoðun, þetta var nú bara létt spjall hjá mér og Valdísi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2008 kl. 21:11

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég horfði á þáttinn áðan og var einmitt að spá. hvað hann vék sér stundum undan að svara erfiðari spurningum. En svo í lokin fannst mér hann eiga svo góða pönslínu, þegar hann talaði um þakklætið fyrir að fá að vera með, að vera þátttandi. Það lýsir ansi mikið afstöðu mannsins til sín og til fortíðar og framtíðar!

Bestu kveðjur, Dr. Phil !

Sunna Dóra Möller, 3.2.2008 kl. 21:25

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég horfi nú oft á hann Jón Ársæl vin minn en ég slapp greinilega í þetta sinn.

Bergur Thorberg, 3.2.2008 kl. 21:33

6 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Er ekki með stöð2, svo sá ekki þáttinn, hef heyrt að hann sé mjög góður í þáttunum Næturvaktin, en mér finnst Jón Gnarr leiðinlegur (sorry Jenný)

Svanhildur Karlsdóttir, 3.2.2008 kl. 21:34

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er rétt hjá þér að þátturinn bætti svo sem engu við vitneskju manns um þennann snilling eða hvað það er sem lætur hann tikka, skemmtilegur þáttur samt fannst öllum heima hjá mér þó fróðleiksgildið hafi kannski verið lítið fyrir þá sem þekkja "opinbera"Gnarrinn ágætlega fyrir.

Georg P Sveinbjörnsson, 3.2.2008 kl. 21:46

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Má til með að bæta við að mér fannst punkturinn um eigingirnina sem mikið böl í mannheimum góður og hefði viljað heyra hann reyfa það betur en hann náði í þættinum. Það verður seint hamrað nóg á þeirri staðreynd þó að ég efist ekki um að einhverjir væru tilbúnir að lofsyngja hana svipað og systur hennar græðgina sem á vera forsenda og drifkraftur allra framfara...heldur holur hljómurinn orðinn þó í þeirri möntru finnst mörgum.

Georg P Sveinbjörnsson, 3.2.2008 kl. 21:58

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Kvitta hér með fyrir Sigþrúði Þorfinnsdóttur.

Þröstur Unnar, 3.2.2008 kl. 22:00

10 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Sá ekki þáttinn í kvöld en mér finnst oft með viðtöl við þekkt fólk að það sé endurtekning á einhverjum viðtölum sem maður hefur oft heyrt áður við þetta sama fólk og ekkert nýtt komi fram.

Björg K. Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 22:14

11 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Er ekki Jón Gnarr bara einn af þessum einstaklingum sem enginn kynnist nokkurn tímann. Sumir eru bara þannig. Snilligáfa er heldur ekki ókeypis eiginleiki og tekur oftast gjald sitt af öðrum vígstöðvum. Þannig er nú það.

Kær kveðja, snillingur

Laufey Ólafsdóttir, 3.2.2008 kl. 22:42

12 Smámynd: Hugarfluga

Fannst Jón Gnarr einu sinni fyndnasti maður í heimi. Svo fór mér að finnast hann leika sömu týpuna endalaust. Þá fór mér að leiðast hann. Síðan gaf ég honum sjens þegar hann kom með góða pistla aftan á Fréttablaðinu. Eftir dágóðan tíma fannst mér hann aftur þreyttur. Æ, er hann ekki bara týpan til að hleypa aldrei nógu langt að sér. Gott að halda distance, en pirrandi til lengdar.

Hugarfluga, 3.2.2008 kl. 22:50

13 Smámynd: Tiger

Persónulega hef ég aldrei verið hrifinn af Jóni Gnarr, en kannski er það vegna þess að ég er ástanginn af Ladda og Eddu Björgvins. Ég er þó sammála því að hann á vissulega alveg rétt á því að vera kallaður listamaður því hann á góða spretti hér og þar - en þeir sprettir ná aldrei vel til mín þó.

Ég gruna að Fröken Jenný yrði dásemdar þáttastjórnandi, stjórnandi sem væri fljót í að koma viðmælendum sínum "úr úlpunni" - enda alþekkt hér sem úlpulausa konan. Gruna að þættir með henni yrðu mikið skemmtiefni þar sem Jenný myndi týna af viðmælendum sínum spjarirnar og sýna okkur sannarlega innsta kropp viðmælandans - sem færi heim frá henni vandræðalega afhjúpaður - og úlpulaus.

Ég mæli með því að þú hættir við námskeiðin og snúir þér að viðtalsþáttagerð - og komir t.d. upp um það hver er á bakvið hvaða blogg. Ég myndi fyrstur manna borga afnotagjöldin til að fá að sjá þann afrakstur. www.Jennýrífurfólkúrúlpunniíbeinni.com Ath. ekki neitt á bakvið þennan tengil - ennþá!

Tiger, 3.2.2008 kl. 23:06

14 Smámynd: Karl Tómasson

Ég sá því miður ekki þáttinn Jenný en mikið er ég sammála þér um hversu mikill húmoristi Jón Gnarr er.

Ég veit eftir nokkur kynni af manninum hversu mikið er í hann spunnið utan alls gervis. Jón Gnarr er mikil og góð manneskja.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 3.2.2008 kl. 23:14

15 Smámynd: Linda

Ég er ekki með stöð 2, þrátt fyrir það þá þykir mér þetta gott hjá Jón Gnarr, hann kærir sig ekki við að fólk sé inn á rúmgaflinum hjá sér, ef Jón Ársæll vissi það ekki þegar hann eða áður en hann hóf viðtalið þá er hann ekki starfi sínu hæfur, mig grunar að hann hafi vitað þetta og gert það mesta úr því sem hægt var.  Það er ekki gefið að fólk sem er fyndið og í sviðsljósinu sé opið tilfiningalega séð.  Einmitt þeir sem oftast eru hræðilega feimnir að eðlisfari og lokaðir sem eru bestur leikararnir.  Nú svo, má líka vel vera að hann hafi gert þetta af ásettu ráði til þess að fá þessi viðbrögð sem hér koma fram,  Ég yrði ekki hissa.

Góðar stundir og góða nótt.

Linda, 3.2.2008 kl. 23:40

16 identicon

Það var nú farið heilmikið inn í æsku hans, og samkiptaleysi hans við föður sinn:)Og svo þunglyndi sem hann átti við að stríða á tímapunkti í hans lífi....kannski vissir þú þetta he he en ekki ég:):)Mér finnst Jón alveg frábær leikari og þá sérstaklega sem Georg í næturvaktinni:)En hann virðist umdeildur,eins og flest landsþekkt fólk ...:)Besta kveðja Sigrún

Sigrún Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 23:54

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér finnst Jón Gnarr snilli...bara svo einfalt. Hversu langt hann kýs að hleypa okkur hinum í sitt innsta er hans mál en ég hef séð þó nokkur viðtöl við hann sem mér fannst hann mjög einlægur og virkilega vera að gefa af sér án þess að þykjast vera eitt eða neitt....horfast í augu við galla sína og mannlegu bresti og hvernig hann dílaði við þá...Bara flottur.

Hlæýtur samt að eiga tilkall að eiga það sem hann vill eiga æi friði með sér og sínum. Mér sýnist að það gull eigi ekki endilega heima í höndum þjóðarsálarinnar eins Gróukennd og hún kann að vera á stundum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 00:38

18 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jón Gnarr er ágætur - en samt er ég verða dáldið þreytt á honum - hann er allsstaðar! Auglýsingum í tonnatali og svo í þátunum á laugaedögum, viðtölum í blöðum og ljósvakamiðlum - of mikið fyrir mig.

Edda Agnarsdóttir, 4.2.2008 kl. 00:43

19 Smámynd: Stefanía

Ég er afar stolt yfir að vera náskyld Jóni Gunnari....hann er fyndnin uppmáluð, en hefur sitt einkalíf fyrir sig. Það þarf einhvern færari Jóni Ársæli til að veiða hann ;)

Stefanía, 4.2.2008 kl. 03:09

20 identicon

Ég var sátt við þáttinn. Jón Gnarr er bestur.

Ragga (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 07:15

21 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Sá ekki þáttinn, sé ekki stöð 2. Hann er víst í laugardagslögunum- horfi ekki á þann þátt - en sé Jón Gnarr stöðugt í auglýsingum - það finnst mér ekki starf fyrir leikara.

María Kristjánsdóttir, 4.2.2008 kl. 07:35

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stefanía:  Þú verður að lesa rétt úr því sem skrifað er.  Það var engin ósk í gangi hjá mér að það yrði veitt upp úr manninum eitthvað sem hann vildi ekki sejga.

Sumir samtalsþættir eru gefandi, fara djúpt inn á manneskjuna, ekki um einhverja persónulega harma, heldur kynnist maður manneskjunni á bak við það sem hún sýnir opinberlega.  Það er það sem ég á við.

Dúa: Hann var ekki með útúrsnúninga, virtist einlægur, en samt fór Jón Ársæll ekki undir skinnið.  Einu sinni ætlaði Jón að segja frá systur sinni þá fór þáttastjórnandinn að tala um annað. 

Æi kommon, það er stór munur á getu þeirra sem taka viðtöl að ná kontakt við viðfangsefnið.

María: Hann er á sunnudagskvöldum á stöð 2.  Segja leikarar ekki að þeir séu svo illa launaðir að þeir "neyðist" til að taka þátt í auglýsingum.

Dúa og Þröstur heyri ég brúðkaupsklukkur klingja?

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 08:56

23 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er farinn að kunna betur við hann eftir að ég sá þáttinn með honum í gær.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.2.2008 kl. 10:26

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Var að spá í þetta með Jón Gnarr! Kannski er hann tvíburi. Við viljum aldrei segja neitt af sjálfum okkur en snúum út úr og beinum talinu að öðru um leið og fara á að tala um viðkvæm málefni. Bítum svo á jaxlinn og grátum í einrúmi

Þetta mun verða það næsta sem ég kemst því að opna mig á blogginu og verð ég að biðja þig að þurrka út þessa athugasemd um leið og þú hefur lesið hana

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 18:36

25 identicon

Spyr alla hvaða snilli???????

bb (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 19:42

26 identicon

snilli fjölmiðlar tala um allan nþennan húmor engin kemur auga á hann en samt er hamrað og hamrað á  þessu??

bb (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 19:45

27 Smámynd: Stefanía

Dúa...ég las þetta ekkert vitlaust, var bara að koma því að....voða pent, hvað mér leiðist Jón Ársæll ;)

Stefanía, 5.2.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2987152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband