Leita í fréttum mbl.is

Þú mátt heita Aþena krakki en Montevideo kemur ekki til greina, hvað þá Kaupmannahöfn.

Ég skil ekki mannanafnanefnd.  Hvernig gengur þetta fyrir sig annars?  Éf er að reyna að sjá þau fyrir mér í massívri vinnu hérna.

Amy, kemur ekki til greina, en ef þið skellið í-inu á það þá sleppur það.

Pia, nöjts,  það tekur ekki eignarfallsendingu.  Aumingja barnið, það væri stöðugt verið að leggja það í einelti úti í fríminútum, Pia, Pia, nafnið þitt tekur ekki eignarfallsendingu, þú mátt ekki vera með í snú-snúl

Aþena, já, já, dúllan mín, það er bara fallegt nafn á höfuðborg, krúttlegt að skíra barn eftir snarmengaðri höfuðborg Grikklands.

En Róm, kvenkyns já hún Róm sko borgin.  Róm, Róóóm komdu inn að borða.  Því ekki?  Heyrt það verra.

Ein vinkona mín ætlaði að skíra dóttur sína Hrafnhettu, mannanafnanefnd tapaði sér.

Ég elska borgina Montevideó, ef Aþena er í lagi, get ég þá fengi leyfi til að skíra eftir þessari yndislegu borg, með fögur stræti og torg.?

Ég þekki konur sem heita Júní og Júli og veit um menn sem heita Ágúst og enginn sér neitt athugavert við það.  Ég hefði gjarnan vilja sjá einvhern heita Janúar, það er ekki óalgengt nafn í útlöndum.  Eru sum nöfn í klíku hjá þessari fáránlegu nefnd?

Leggið niður þessa forræðishyggjunefnd og leyfið fólki að ákveða sjálft hvað börnin skulu heita.  Þeir sem skýra og skrá nöfn, hljóta að geta séð um að stoppa af nöfn eins og Satan, Slöttólfur, Gylta og ámóta ófögnuð.. 

Þjóð sem á sögu um að hafa skírt börn Sautjándujúníur, Lofthænur,  Kapítólur, Almannagjáur og fleiri slíkum ógeðisnöfnum, á ekki að vera með attitjúd, hvað þá völd.

Niður og út með þessa fargings mannanafnanefnd.  Svo geta skýrendur og nefnendur bjargað börnum frá skelfilegu nöfnunum, sem t.d. eru nefnd hér að ofan.  Ekki að ég haldi það sé sé stór hópur fólks sem hefur það á stefnuskrá sinni að troða ljótum nöfnum á börnin sín.

Systir mín heitir Greta.  Hún var alltaf skrifuð Gréta í þjóðskrá, þegar hún kvartaði færðust þeir í aukana og skráðu hana Grjétu

Getur maður framið eitthvað við tilhugsunina um þessa bölvaða forræðishyggju?

Ójá maður getur það.

Hins vegar má fara að minnka öll millinöfnin eins og Dögg, Mist, Brá, Rós. Svo er nafnið Alexander rannsóknarefni út af fyrir sig og vó,  hefur orðið offjölgun á því nafni ásamt nokkrum öðrum, með allri virðingu fyrir þeim sem heita þeim.

Ég vil ekki banna fjöldanöfnn, bara nota aðeins hugmyndaflugið gott fólk.

Bless á meðan snúðarnir mínir.

Úje


mbl.is Piu og Sven hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég var að skíra Karitas þriðja nafninu í fyrradag, Hrafnhetta (mér finnst það svo fallegt) og ég gef skít í álit mannanafnanefndar

p.s Kapítóla er flott...

halkatla, 3.2.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jesús ´Pétur.. var að lesa fréttina. Þetta er nu meira bullið.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.2.2008 kl. 17:24

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sammála Dúu!!

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 17:31

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Endurskoða?  Er ekki nóg að setja ramma um nöfn, þe að þau séu ekki særandi og komi til með að valda barninu sársauka. Það hlýtur að vera nóg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2008 kl. 17:33

5 Smámynd: halkatla

mig langar að breyta nafninu mínu í Ráðhús Alþingi Íslands, það er ógeðslega mikið ég

halkatla, 3.2.2008 kl. 17:33

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sé að bæði Dúa og Anna Karen þurfa að heyra undir einhvernskonar nefnd, ekki endilega mannanafnanefnd heldur geðheilbrigðisnefnd.

Hrönn: Sammála Dúu?  Nú fer ég að verða hrædd um þig, er í lagi í sveitinni?  Hvar er Húsi, hringdu í hann, þú þarf hjálp

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2008 kl. 17:37

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Treystum við okkur ekki til þess sjálf, foreldrar að nefna börnin okkar ekki einhverju orðskrípi? Eða þarf að setja þennan ramma. Er þá ekki komin ein nefndin enn Rammanefndin.

Mundi vilja sá þetta sem algjörlega frjálst val, íslenskt sem erlent nafn.

kv

 Fuglinn Þröstur.

Þröstur Unnar, 3.2.2008 kl. 17:39

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kulusuk Snær Jónsson? Sleppur það?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.2.2008 kl. 17:40

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Geta foreldrar það ekki sjálf Dúa? Er þeim treystandi til að ala upp barn, en ekki að gefa því nafn?

Þröstur Unnar, 3.2.2008 kl. 17:45

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sammála Dúu - Aftur

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 17:53

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Það er þó hægt að stytta Kulusuk, mér finnst það svo Kúl

Eva Benjamínsdóttir, 3.2.2008 kl. 17:54

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

reyndar er Aþena ekki bara höfuðborg, heldur persóna í grískri menningararfleifð. var hún ekki gyðja?

annars er ég hjartanlega sammála. þessi nafnafasismi er fáránlegur.

Brjánn Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 17:56

13 identicon

Ég er alsæl með nafnið mitt en ég er ekki skírð eftir skítugri borg heldur viskugyðju.

Aþena (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 17:57

14 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Helvítis mannanafnanefnd. Burt með hana. Er mjög pisst út í þessa nefnd af nokkrum ástæðum. Svo er ekkert hægt að tala við hana heldur svo maður hefur einfaldlega ekkert að segja um úrskurðina nema með einhverjum óralöngum ferlum. Don't get me started!

En helgarknús á þig

Laufey Ólafsdóttir, 3.2.2008 kl. 17:59

15 Smámynd: Signý

Mér finnst það nú segja ákveðna sögu þegar maður finnur tvo menn sem heita Ljótur í þjóðskrá, og þeir eru ekki einu sinni gamlir, báðir um sextugt. Er foreldrum þá treystandi?

Svo ekki sé minnst á nöfn eins og Arnljótur, Bergljót, Undína og Ormur og eitthvað svona týpiskt íslenskt. 

Svo eru samsetningar á sumum nöfnum alveg ótúr kú og efni í eineltistilburði þegar greyið börnin vaxa úr grasi, Bjartur Máni, Mist Eik og þar fram eftir götunum, hvað gengur fólki til? Ekkert að þessum nöfnum per se, en saman, algjör killer

Og svo er það fólkið sem er að vera gífurlega frumlegt og ákveður að breyta góðum og gildum nöfnum, eins og Andri, töff nafn en það er ekki nógu töff í dag samt og því hefur nafnið Tandri orðið meira áberandi en góðu hófi gegnir... Eins með Ívar, það er of venjulegt og ekki nægilega plebbískt svo það er Ífar með EFFI... veit ekki afhverju eða til hvers... 

Svo nei Þröstur... ég held að foreldrum sé oft ekki treystandi til þess að gefa börnum sínum nöfn, þó þau séu eflaust hæf til þess að ala þau upp. 

Bendi svo á þessa síðu, þar sem öll leyfð og bönnuð nöfn á íslandi eru saman komin. Það er fróðleg lesning... því ekki eru þessi nöfn þarna afþví bara, heldur líklega vegna þess að fólki hefur í alvörunni dottið í hug að það vilji skýra börnin sín þessum nöfnum

Signý, 3.2.2008 kl. 18:08

16 identicon

Ég var stödd í sjoppu á Vestfjörðum þegar kona nokkur fór að gala björt von, björt von. Ég hélt að þetta væri einhver ofsatrúarmanneska þegar lítil stelpa koma hlaupandi og sagði já. Blessað barnið hét sem sagt Björt Von.

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 18:14

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tek fram að mér finnst Aþena afskaplega fallegt nafn, bara svo það sé á hreinu.

Ég veit um eina Bylgju Báru (efði ekki verið snigðugt að skíra viðkomandi barn bara Báru Báru eða Bylgju Bylgju).  Auðvitað veriður einhver að vera á bremsunni en það á allt öðrum forsendum en nú er.  Ég á vinkonur (sænskar) önnur heitir Pia en hin Pigan.  Sé ekkert að þessum nöfnum.

Annars er ég orðin voða svag fyrir íslenskum góðum og gildum nöfnum, eins og Þórdís, Kolfinna, Álfheiður, Þogergður,Þórhildur og þul.

Frjáls val innan eðlilegra marka.

Nafnið Ljótun var ekki óalgengt á 17 öld að ég held.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2008 kl. 18:23

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Bergljót, Bergþóra, Arnljótur og jafnvel Ljótur eru sterk nöfn finnst mér og falleg líka. Svona getur nú smekkur manna verið mismunandi! Ég gæti alveg hugsað mér að skíra barn þessum nöfnum. Hins vegar finnst mér t.d. Bambi alveg út úr kortinu.........

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 18:43

19 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Tek undir það að mannanafnanefnd starfar við alltof þröngar reglur.....

Svo finnst mér Jenskan ógó flott og fyndið slangur....júgógörl.

Er Þráin nokkuð abbó....svo margir sem lesa þig??????

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.2.2008 kl. 18:45

20 Smámynd: Hugarfluga

Mér finnst einmitt frekar spúkí hvernig Mannanafnanefnd metur hvaða nöfn séu "boðleg" og hver ekki. Fer þetta eftir geðþótta nefndarfólks eða hvað? Er það málið að Amý sé í lagi, en Amy ekki? Og Róm? Halló? Furðulegur fjandi.

Hugarfluga, 3.2.2008 kl. 18:55

21 Smámynd: Kolgrima

Mannsnafnið Ljótur kemur fyrir í Íslendingasögunum - og þýddi ekki ljótur. Sumir hafa gert grín að mannanafnalögunum, sbr. Eiður Sær, Erlendur Gestur og Eilífur Friður (sem reyndar var ekki samþykkt).

En eina stúlku þekki ég sem heitir Esja og það fékkst lengi vel ekki samþykkt þrátt fyrir allar Heklur og Kötlur en móðirin er útlensk og skildi ekki af hverju, þannig að hún fékk sitt fram

Ég þekkti strák sem kynnti sig sem Steypubíl, hlýtur að vera frændi Dúu. Og systkini sem hétu BollaStella..... 

Ég skoðaði síðuna sem Signý bendir á og komst að því að ef ekki væri fyrir mannanafnanefnd, hefði sú staða getað komið upp að drengur nokkur héti: Finngálkn Járnsíða Lusifersson og vinkona hans Gull Satania Zeppelin. 

Kolgrima, 3.2.2008 kl. 18:57

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég veit um einn sem heitir Bjartur Logi....... og Eyja Líf

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 18:59

23 Smámynd: halkatla

Tandri er gamalt íslenskt nafn sem mér finnst rosalega flott, en það er kannski ekki mannanafn, meira hestanafn

hugmyndaflugi fólks í ljótum og heimskulegum nöfnum eru engin takmörk sett en það er ekki einsog mannanafnanefnd setji sig uppá móti fáránleika, nei, hún pælir í kommum og beygingum

halkatla, 3.2.2008 kl. 19:20

24 Smámynd: halkatla

jú ok Kolgríma bendir á nokkur dæmi þarsem mannanafnanefnd kom sterk inn, smá plús.

halkatla, 3.2.2008 kl. 19:22

25 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér hefur alltaf fundist nafnið gissurössur alveg ógó flott, fékk þessa hugmynd hjá bekkjarfélögum í 6. bekk í menntaskóla þegar ég gekk með frumburðinn...lét þó aldrei verða að því að nefna drenginn þessu nafni, býst við að þessi nefnd hefði ekki hleypt því í gegn...þó að það hljómi svo fallega sagt saman í einum belg og biðu !

Sunna Dóra Möller, 3.2.2008 kl. 19:33

26 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hafið þið ekki örugglega heyrt mannsnafnið Líkafrón?  með því ljótara og mér finnst bara að það þurfi að hafa einhverjar grensur, það er ekki öllum treystandi til að skíra börnin sín almennilegum nöfnum.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 19:34

27 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég þekkti tvíbura sem hétu Bylgja og Bára.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.2.2008 kl. 19:36

28 Smámynd: Þröstur Unnar

Veit um einn sem heitir Þröstur Unnar, brrrrrrr hryllilegt.

Þröstur Unnar, 3.2.2008 kl. 19:41

29 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég er á sama máli og Dúa

Guðjón H Finnbogason, 3.2.2008 kl. 19:55

30 identicon

Þegar barnabarnið  og blíðublómið mitt hún Iðunn Embla var kúlubúi, var hún kölluð Svalþúfa. Íslenskara verður það varla hehehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 19:59

31 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þegar vinstri grænkur skrifa pistil gegn forræðishyggu þá er mér alltaf skemmt & almenn tiltrú mín á mannfólk eykst.

Enda ertu nú líka alltaf spes...í a...

Steingrímur Helgason, 3.2.2008 kl. 20:29

32 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já ég segi það. Reyna svolítið að átta sig á því hverjir hafa lög að mæla

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 20:30

33 identicon

Niður og út með þessa fargings mannanafnanefnd.

Ég held að fjarskyld frænka sé í henni

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 20:53

34 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Niður með nefndina og alla sem eru ekki sammála Dúu vinkonu minni, okok, það er enginn svo þetta stendur.

Steingrímur: Get real ég og mínir vg félagar erum algjörlega á móti forræðishyggju, lalalala

Takk fyrir skemmtilegar umræður og Líkafrón var ekki óalgengt nafn.  Anna úú niður með frænkuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2008 kl. 21:04

35 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Fólki er ekki treystandi. Alltaf einhverjir asnar sem hugsa ekki út í líf barna sinna og hvernig það er að bera eitthvert hræðilegt ónefni.

Og það er alltaf verið að endurskoða reglur mannanafnanefndar. Þeir voru miklu stífari á árunum áður - og að mörgu leyti var það betra. Þá var alla vega ekki verið að krukka í stafsetninguna. Ég þoli ekki þegar á að breyta staf hér og þar. 

En ekki vildi ég sitja í mannanafnanefnd. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.2.2008 kl. 21:08

36 Smámynd: Steingrímur Helgason

Stífir í mannanafnanefnd, újé....?

Ég hef skrifað um þá þrautagöngu mína áður með nöfn dóttlu minnar þóttu mannanafnanefndinni óhæf fyrir tæpum 11efu árum síðan.

Presturinn gafst upp á því bulli & skírði hana Berthu Þórbjörgu Steingrímsdóttur, í trássi við beinar tilskipanir nefndarinnar.

Barnið ber bæði nöfnin ennþá vel, enda fékk þau frá formæðrum sínum, rammíslenskum.

Steingrímur Helgason, 3.2.2008 kl. 21:28

37 identicon

Ég hugsa að mannanefnd hefði brjálst út nafninu mínu .. Valentina Salma.. ég er hins vegar ekki íslenskur ríkisborgari... þótt mamma mínn er íslensk... þannig þeir gátu ekki skipt sér af þessu, ætli þeir hefðu getað bannað nafnið mitt?

Valentina Salma (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 22:25

38 Smámynd: Tiger

Mikill hrollur fer um mig við tilhugsuninni um þau nöfn sem myndu birtast í þjóðskrá ef þessi nefnd yrði sett á ís. Ekki það að ég sé hrifinn af mannanafnanefnd - heldur er augljóst af þeim nöfnum sem ekki hafa fengist samþykkt í gegnum tíðina - að sumir foreldrar eru bara alls ekki hæfir til að nefna börn sín án eftirmála, eftirmála sem bitna algerlega á barninu sjálfu.

Aftur á móti myndi ég vilja fá aðeins yngra og eftirlátsamara staff í þessa nefnd, opnara og víðsýnna fólk sem myndi eftirláta okkur það að skýra frómum og fallegum nöfnum sem ekki er hægt að misbeita þannig að eineltisþefur í æsku þess nefnda komi upp á yfirborðið.

Svo framalega sem ákveðinn rammi er hafður um mannanöfn mun Lúsifer og Satan ekki ná að ríkja hérna í lifanda lífi í gegnum nöfn okkar - og ég er sáttur við það.

En ég er líka sammála því að millinöfn mega alveg fara að detta niður eða í einhverja tilbreytingu. Svo framalega sem nafnið: Viktoría Anna Klementína Jósafína Langbrók Langsokkur, kölluð Lína - kemur ekki upp þá hugsa ég að það sé í lagi að treysta foreldrum að hluta til með að ákveða nöfnin á börnin sín, með ákveðnum fyrirvara þó.

(Man annars ekkert hvað blessunin hét en það var svona einhver nafnaruna ...  en man að hún var kölluð Lína sko)

Tiger, 3.2.2008 kl. 23:44

39 identicon

"Leggið niður þessa forræðishyggjunefnd og leyfið fólki að ákveða sjálft hvað börnin skulu heita.  Þeir sem skýra og skrá nöfn, hljóta að geta séð um að stoppa af nöfn eins og Satan, Slöttólfur, Gylta og ámóta ófögnuð.. "

 Í sömu málsgrein viltu leggja niður forræðishyggjunefndina og vænta þess að þeir sem skýra og skrá nöfn geti stoppað af nöfn... Er einhver munur á þessu? Sama viðhorf er endurtekið síðar í pistlinum.  Ertu örugglega á móti forræðishyggju??

Gísli Ásgeirsson (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 08:22

40 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gísli minn takk fyrir ábendinguna, klaufalega fram sett.  Já, ég er á móti henni klárlega í þessu tilfelli, en það verður að vera einhverjar vinnureglur svo börn fái ekki nöfn sem verða þeim til vanlíðunar og ama, eins og t.d. Almannagjáa, Satan, Jesús og Guðalmáttugur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 08:59

41 identicon

Það virðist fara eftir skapinu hjá fólkinu í þessari nefnd hvað er leyft hverju sinni.  Ég ætlaði að skíra yngstu dóttur mína Apríl.  Við töluðum alltaf um Apríl áður en ég varð ófrísk og á meðgöngunni.  Þannig að við biðum eftir að eignast Apríl. Það eru 7 ár síðan og ekki leyfilegt að skíra Apríl, því það passaði ekki íslenskum reglum. Skírðum við hana því öðru nafni en í dag má skýra Apríl.  Fór þetta eftir skapinu hjá þessu fólki eða eru reglur í íslensku málfari öðruvísi í dag?

Helga (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 10:24

42 identicon

Vinnureglur, segirðu? Hvað á að koma í stað mannanafnanefndar? Önnur nefnd? Sennilega sama forræðishyggjan. Á að leggja þetta í hendur starfsfólks Hagstofu sem skráir nöfn barna? Er það betra?

Hvort skyldi svo vega þyngra? Réttur foreldra til að klína ónefnum á börnin sín eða réttur barnanna til að þurfa ekki að burðast með ónefnin? 

Gísli Ásgeirsson (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 10:46

43 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað hefðir þú viljað vita um Jón Gunnar umfram það sem kom fram? Hann er "einn af oss".  VAr ráðgjafi í meðferðum hér og í svíþjóð.  Venjulegur drengur, sem á gott með að sjá það spaugilega í samferðarmönnum sínum. Sjá hve lítil og hégómleg við erum en um leið vel meinandi.

Ég kenndi honum í gamla daga og vann með honum að fóstbræðraseríunum og sé ekkert dularfullt við hann eða hulið.  Góður drengur, samviskusamur faðir og vinur vina sinna.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.2.2008 kl. 11:10

44 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gísli: Sérð þú enga leið út úr núverandi fyrirkomulagi, sem virðist taka mið af skapferli og geðþóttaákvörðunum nefndarmanna?  Ég veit bara að það hlýtur að vera hægt að breyta vinnureglum og endurskoða mannanafnalög.  Það heitir að hoppa inn í númtímann.

Jón Steinar: Þú ert í annari færslu en þeirri sem fjallar um Jón Gnarr.

Ég vil fá út úr samtalsþáttum eitthvað sem situr eftir um manneskjuna, eitthvað gefandi, ekki endilega einhverjar lífsreynslusögur, heldur komast nær viðmælandanum.  Það gerist reglulega í góðum viðtalsþáttum.

Hef ekkert út á Jón Gnarr að setja.  Fannst þátturinn ekki góðiur.  Einfalt mál.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 11:20

45 identicon

Sótt var um nöfn eins og Satanía og Analí á sínum tíma. Hefði fólk fagnað útrýmingu forsjárhyggju nefndarinnar, ef viðkomandi telpur hefðu fengið að bera þessi nöfn?

Til að verja rétt barnanna er mannanafnanefnd betri en engin. Rökstuðningur nefndarinnar heldur yfirleitt vatni.

Gísli Ásgeirsson (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:52

46 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ljótunn virðist samkvæmt Íslendingabók  Friðriks Skúlasonar hafa verið vinsælt nafn allt frá landnámsöld og fram að síðari heimsstyrjöld. Öllu undarlegra finnst mér nafnið Broteva, sem er vinsælt allt frá 17. öld og allt fram á miðja 19. öld. Mér sýnist orðið vera grískt að uppruna (eins og t.d. mannsnafnið Líkafrón, sem er upprunalega Lykophron eða úlfhugi) en verð að bíða með rannsóknir á því þar til ég kemst í góða orðabók.

Gyðjan Aþena fékk borg nefnda eftir sér, en það er bara á íslensku sem nafn gyðjunnar og nafn borgarinnar er sama orðið. Á flestum málum (þar á meðal forn-grísku og ensku) er nafn gyðjunnar eintöluorð, en nafn borgarinnar er fleirtöluorð, Athenai (grísku) eða Athens (ensku).

Elías Halldór Ágústsson, 4.2.2008 kl. 19:57

47 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Já, nafnið Broteva er líka grískt að uppruna og þýðir "mennsk" (eða bókstaflega "dauðleg"). Þetta er sennilega upprunnið frá einhverjum af þessum ótrúlega vel lærðu prestum á 17. öld eins og nornaofsækjandanum Séra Páli í Selárdal, sem var víst einn mesti grískumaður í heiminum á þeim tíma, og var þó um auðugan garð að gresja.

Elías Halldór Ágústsson, 4.2.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2985716

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.