Leita í fréttum mbl.is

Ég fór í búð og sonna

Stundum leggur Jenn sig aðeins í rúmið hjá litla bróður. 

Ég, Sara, Jenný Una og Hrafn Óli, skutluðumst í Rúmfatalagerinn, mig vantaði eldhúsgardínur (Ibba, jólagardínurá leið niður og það þó langt sé í nóvember).  Hrafn Óli var ekki meðvitaður um verslunarferðina, enda sofandi.  Jenný Una hefur tekið upp á því að ferðast á milli heimilis síns og okkar hlaðin farangri.  1 bleik ferðataska á hjólum,  2 hliðartöskur fullar af dúkkufötum, brúna dúkkan Dóra, og fleira skemmtilegt.  Þetta tók hún með sér inn í Rúmfatalagerinn og sagði mér í trúnaði að hún væri með mjög, mjög mikið dót.W00t

Afrakstur ferðar:

1 eldhúsgardínur, ansi sætar.  Því máli reddað og húsmóðurheiðri í leiðinni.

2. Perlufestagerðarsett sem var laumað ofan í körfu, af ákveðinni ungmær (ég nefni engin nöfn).

3. Drykkjarkönnur 4 stk. því  ég áttaði mig á því þarna í búðinni að ég var i svíðandi þörf fyrir svona drykkjaráhöld.  Ég vissi að það var eitthvað sem stóð hamingju minni fyrir þrifum.  Þær eru röndóttar.

4. Handþeytari, hinn sem fyrir var fór í gassaganginum um jólin.

Tótal: Rúmlega 5000 kall.

Af hverju er ég að segja ykkur þetta?

Jú af því að ég fór út úr húsi og mér var kallt inn að beini.

Mér finnst það merkistíðindi.

Og barnið á kassanum var að minnsta kosti orðið 12 ára. Alltaf að hækka aldurinn á starfsfólkinu þarna, en hún var með tyggjó.

Nú er ég farin að biðja mínar hefðbundnu sunnudagsbænir.

Bretar segja að hér sé allt á niðurleið, ég ætla að vona að öryrkjar og aldraðir fái ekki kauplækkun til að redda þjóðarbúinu.

Þau hin breiðu bökin.

Kikkmítúhellandbakk..

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Varstu ekki í úlpu? Þá hefði þér ekki orðið kalt... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Mér finnst þetta bara merkilegt, og dreg ekkert úr því, sérstaklega að barnið á kassanum hafi náð 12 ára aldrinum, skítt með tyggjóið.

Kikkinjúrightnow.....

Þröstur Unnar, 3.2.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Ossalega erum við samtaka Lára Hanna

Þröstur Unnar, 3.2.2008 kl. 13:48

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hljótum að vera andlegir eineggja tvíburar... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 13:50

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

GAMAN, ÉG HEFÐI VILJAÐ VERA MEÐ.

Edda Agnarsdóttir, 3.2.2008 kl. 13:54

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Jebb Lára Hanna.

En sá ekki myndina og verð bara að leyfa mér að fá vægt krúttkast.

Þröstur Unnar, 3.2.2008 kl. 13:54

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Edda ert þú líka andlegur eineggja tvíburi minn?

Þröstur Unnar, 3.2.2008 kl. 13:56

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Vil fá stjórnanda síðunnar fram á sviðið,  núna.

Þröstur Unnar, 3.2.2008 kl. 13:57

9 identicon

Er ekki hægt að fara fram á val á skemmtilegasta bloggaranum? Þú myndir sigra. Skrifar líflegan og fyndinn texta sem kemur manni alltaf í gott skap. Takk fyrir það og njóttu þess sem eftir er af þessum sunnudegi.

Anna (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 14:05

10 Smámynd: Tiger

Jamm, líkt og Lára segir hefðir þú átt að lúffa - láta í minni pokann og hugsa um kuldasækin beinin og fara í úlpu. Það er stundum hægt að segja "hvenær hættir þrjóskan og heimskan tekur við?" Las þetta einhversstaðar og finnst þetta oft eiga við okkur þegar við erum að þrjóskast við í einhverju - eins og að vilja ekki fara í úlpu í kuldakasti - og verðum kannski veik vegna þess að okkur var svo kalt.

Auðvitað eigum við að vera sjálfum okkur samkvæm, en verðum samt að huga vel að heilsunni og gæta hennar í hvívetna því það gerir það enginn annar fyrir okkur. Jenný, kuldaboli er slægur og óárennilegur óvinur. Hann getur átt það til að bíta mjög fast og við viljum ekki missa þig héðan með lungabólgu eða einhvers sem gæti verið verra.

Það er alltaf jafn yndislegt að hafa börnin með í verzlunarleiðangur, og ótrúlegustu hlutir koma úr innkaupakerrunni þegar að kassanum er komið, hlutir sem maður setti alls ekki sjálfur í körfuna *hux*..

Það er ótrúlega ljúft og fallegt þegar eldri systkyn ná því að vera óafbrýðisöm og góð við litlu systkynin. Fallegt að sjá myndina sem þú sendir með þessum pisli, fátt eins fallegt og ljúft eins og það sem þessi mynd sýnir.

En, til hamingju með nýju eldhúsgardýnurnar þínar!

Tiger, 3.2.2008 kl. 14:09

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Yndisleg mynd af systkinunum.

Til hamingju með Rúmfatalagersferð. án úlpu. Þú ert sönn víkingakvennsa

Jóna Á. Gísladóttir, 3.2.2008 kl. 14:29

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég sleppti mínum sunnudagsbænum í dag .....er enn haldin mótþróaröskun og nú snýst hún gegn öllu sunnudagshelgihaldi !

Það er nauðsynlegt að hafa farangur með þegar ferðast er á milli húsa, ég skil Jennýju litlu afar vel. Hún er endalaus uppspretta krúttkasta þetta barn !

Sunna Dóra Möller, 3.2.2008 kl. 14:32

13 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Gaman hjá ykkur, ég þarf einmitt að fara að endurnýja eldhúsgardínurnar mínar, koma jóla settinu niður.

Bjarndís Helena Mitchell, 3.2.2008 kl. 14:46

14 identicon

Sem sagt árangursrík ferð í RL-Vöruhús

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 14:57

15 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Svona rúmfatalagers ferð er átak út af fyrir sig en það hlýtur að dreifa huganum að hafa yndislegt barn með sér, dúllan. Mikið eru þau sátt og sæl á myndinni.

Eva Benjamínsdóttir, 3.2.2008 kl. 16:03

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg börn ekki spurning. Hrafn Óli heppinn að eiga Jenný Unu fyrir stóru systur, sú á eftir að kenna honum á lífið og ömmur. Fórstu ekki bara í þykka kápu í stað úlpu? þær geta nú alvega reddað konum í frosti.  Kær kveðja í borgina.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 16:19

17 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jenný, sat í morgunkaffi með málvanda manninum.  Hann er ekki búinn að gera það upp við sig hvort hann leggi í það að verða bloggfélagi þinn.  Segir það svo erfitt að skilja Jennýskuna, eins og er á kafi að læra frönsku og það sé nóg í bili.  Þú ert sem sagt í umræðunni hér í Prag  

Ía Jóhannsdóttir, 3.2.2008 kl. 16:24

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko þessi úlpufjandi á eftir að fylgja mér hvert fótspor aularnir ykkar

Takk fyrir innlegg var að vakna, sofnaði yfir Markúsarguðspjalli

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2008 kl. 16:25

19 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það hafa fleiri lognast út af yfir því ....þó best að sofna út frá Mósebókum, sérstaklega þeirri þriðju ...zzzzzz....!

Smá júsless upplýsingar í tilefni þessa ágæta upprisudags..!

Sunna Dóra Möller, 3.2.2008 kl. 16:30

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þau eru yndisleg þessi litlu kríli þín.
Eiga þau úlpur? Nei bara spurði.
Ég geng aldrei í úlpu, hneppi aldrei jakka er aldrei með húfu eða trefil
stundum með hanska, bara ef stýrir er frosið.
Enda gætir þú nú staðið inn í mér Jenný mín kæra, svo það er ekki nema von að mér sé aldrei kalt, nema stundum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2008 kl. 17:08

21 Smámynd: Ibba Sig.

Jenný, jólagardínur eiga að fara niður um leið og Ibba tekur ofan jólahúfuna sína, þ.e. aldrei! Það er smart að vera "jóla" á öðrum tíma en almúginn.

Ibba Sig., 3.2.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 2987261

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband