Leita í fréttum mbl.is

Botox hvað?

 

Simon,félagi, minn og nánast fjölskylduvinur (eftir að Maysa hitti hann þið munið?) er stoltur af hégómagirnd sinni.  Guð hvað ég skil manninn. Ég elska mína, bókstaflega elska hana.  Gott ef hún er ekki miðnafnið mitt.

Þetta löðrandi kyntröll (Whistling) er búinn að láta laga eitt og annað, hættur að borða nammi enda eins gott fyrir hann, maðurinn er giftur smábarni, eða því sem næst.

Ég er ekkert að grínast hér, þegar ég tala vel um hégómagirni.  Það heitir að vísu sjálfsdýrkun í nútímanum og er útbreitt meðal fólks á öllum aldri.

Ég er þjáist af hégóma á háu stigi við ákveðnar aðstæður.  T.d. þegar ég nota tonnatak á pokana undir augunum og skelli þeim undir hárið við gagnaugun.  Að vísu verð ég hissa í framan,af þvi það strekkir svo fast,  en er heimurinn ekki stöðugt að koma manni á óvart?

Fleiri tips: Sko tonnatakið er jafn nauðsynlegt í snyrtibuddur okkar fimmtíu plús og varaliturinn. T.d.  Æi nei, ég sé hérna tekjumöguleika.  Þar er rosa markaður í hégómadeildinni.  Ég opna stofu.

Komið til mín, þið sem baugum og hrukkum eru haldin og ég mun gera yður árshátíðarfær.

En í alvöru, á maður ekki að fara safna fyrir lýta?  Það er ekki tekið mark á manni af ungu fólki um fertugt ef hrukkurnar eru að þvælast fyrir.  Fólk SÉR bara ekki manneskjuna á bak við hrukkudýrið.

Ég tek við pöntunum á meilinu mínu og svo verður farið til London og augnahárunum dinglað framaní goðið gjörvulega.

I´m in buisness.

Úje


mbl.is Stoltur af hégómagirndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

''Komið til mín, þið sem baugum og hrukkum eru haldin og ég mun gera yður árshátíðarfær..''

Bíddu biddu bíddu... hvar varst þú væna mín þegar ég undirbjó árshátíðarferð á laugardag. Minnist þess ekki að hafa fengið svona tilboð.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.1.2008 kl. 12:50

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna, þú hringdir ekki í mig, þetta voru refsiaðgerðir.

Hallgerður:Ég kalla þetta árhringi, það má lesa aldur manns úr fjandans hrukkunum

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2008 kl. 13:04

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert bjútifúl og ég skal hlusta á þig þar til árið 2009.....

Hrönn Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 13:24

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 28.1.2008 kl. 13:31

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hahahaha Hættur að borða nammi að því að hann er giftur smábarni.....hahahaha.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.1.2008 kl. 13:40

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hrukkur eru fallegar og ég er stolt af mínum.

Hvernig nærðu tonnatakinu af á kvöldin? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.1.2008 kl. 13:56

7 Smámynd: M

Já,getur gert útá þetta eins og Jónína Ben með sínar stólpípuferðir til Póllands   Sé þetta í anda... botox ferð með Jenný til London á vegum Heimsferða. 

M, 28.1.2008 kl. 13:59

8 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Tonnatak er líka gott til að stoppa lykkjuföll á sokkabuxum. Ég á alltaf tonnatak en ekki naglalakk þó ég sé bara 50 mínus.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 28.1.2008 kl. 14:00

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jenný mín, mínar hrukkur verða bara á mínu andliti, ég er búin að vinna fyrir þeim lengi  Ég er að hlusta á þig á Bylgjunni, þú ert frábær. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2008 kl. 14:26

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ætli maður sætti sig ekki bara við að vera krumpudýr, það getur ferið ótrúlega krúttlegt.  En ég leyta til þín ef þetta fer að fara mjööög illa með mig.  Hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 14:51

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur hvaða uppgjafatal er þetta.  Allir verða að líta út fyrir að vera svo yongaðir á því.  Það er fagleyndarmál hvernig tonnataki er náð af andliti en svo mikið get ég upplýst að auðgað úran kemur við sögu.

En annars stelpur eruð þig game?

Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2008 kl. 15:19

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Bíddu aðeins. Bara fyrir stelpur?

Þröstur Unnar, 28.1.2008 kl. 15:54

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jéskotinn ég er sko búin að pæla í þessu í mörg ár, botox, facelift, fitusog, brjóstalift og hvað eina en er svo mikil raggeit að ég hef ekki þor í þetta. 

 Jenný þegar þú ert búin að praktisera svona í eitt ár þá lætur þú okkur krumpurnar vita um árangur, en þetta verður að virka 100% skilurðu.  Heyrðu annars voru ekki einhverjar sem notuðu líband í gamla daga, eins og mig rámi í það, límdu sig upp við hársrætur 

 Þröstur þú verður fyrsta tilraunadýrið á  Salon Beautiful Jenný

Ía Jóhannsdóttir, 28.1.2008 kl. 16:23

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég stefni á facelift svona með vorinu, any recommendations? Hver er bestur í því haldiði hér heima? 

Nenni ekki á Betty Ford intitution, of margar ruglaðar Hollywoodstjörnur þar þegar ég var þar síðast

Marta B Helgadóttir, 28.1.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband