Leita í fréttum mbl.is

Ég er ekki eins góð og ég hélt

Ég hef alltaf skilgreint mig sem þokkalega góða manneskju.  Ég finn til samkenndar með fólki, ég græt út af örlögum allra sem um sárt eiga að binda, stundum hef ég lagt mig alla fram til að leggja mitt á vogarskálarnar til að bæta heiminn og já.. mér hefur fundist ég bara nokkuð sæmileg manneskja.

Eftir að ég lærði leyndarmálið sem felst í fyrirgefningunni, þ.e. að fyrirgefa sjálfri mér og svo öðrum, þá hefur lífið orðið 100% auðveldara og skemmtilegra.  Einfaldleikinn er nefnilega það sem allir eru að leita að, en sjá oft ekki skóginn fyrir trjánum.

En ég ætla ekki að fara að vera heimspekileg hérna núna.

Ég er eiginlega í nettu sjokki yfir vondri og miður fallegri tilfinningu sem ég er að kljást við.

Hún felst í því að ég get ekki í huganum (hvað þá upphátt) óskað valdaræningjunum þeim Villa og Óla, velfarnaðar í starfi.  Það hef ég alltaf getað gert áður og trúið mér að sem vinstri maður, tilheyrandi þeirri pólitísku fylkingu sem sjaldan kemst til valda, þá er ég vön að þurfa að hugsa fallega til þeirra sem hafa farið með sigur af hólmi.  Og það hefur ekkert truflað mig.  Lýðræðið virkar svona og það á að starfa í þágu okkar allra.

En núna er ég með kökk í hálsinum, púka á sitt hvorri öxlinni og sem styðja mig í mínum einbeitta vilja að senda körlunum frekar kaldar kveðjur.

Og það versta er að mig langar ekkert til þess að vera góð í þessu tilviki.  Ég hef nefnilega þá tilfinningu að þarna hafi ekkert lýðræði verið viðstatt, þegar gjörningurinn var framinn, aðeins undirferli og valdapot.

Ég bið Guð auðvitað að gefa mér æðruleysi og allt það

En núna er ég forstokkaður andfyrirgefningarsinni.

Hjálpi mér Óðinn og Týr og Baldur til vara.

Amen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt á þig mín kæra, skil þessar tilfinninar, hef misst álit á mörgum pólutíkusum síðustu vikur og mánuði.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Varð að fá þetta lánað hjá henni slembru vinkonu minni og eru orð að sönnu.

Kosningar eru það eina rétta í stöðunni eða það sem mér hugnast ennú frekar - að reka þetta hyski allt saman til þegnskylduvinnu við vegalagninu á Vestfjörðum og ráða þar til gerða viðskipta- og rekstrarsérfræðinga til að stýra Reykjavíkurborg að sinni. Kannski að stjórnendum fleiri sveitarfélaga yrði það víti til varnaðar. Ekki veitir nú af!
Meira á slembra.is

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.1.2008 kl. 23:02

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Runólfur: Ég er stolt VG og er að hugsa um að láta tattúera það á brjóstið á mér eða ennið, sko VG hehe.

Hulda: Í vegavinnu með þá hárprúðu(ekki Dag)

Gunnar Þór: Takk fyrir ábendinguna um Þór, hann er hér með kominn í hjálparstarf.

Ásdís: Segðu

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.1.2008 kl. 23:14

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, þetta var sorgleg atburðarás - og engum til sóma. Mér finnst heldur ekkert liggja á því að fyrirgefa þessum  kónum, enda telja þeir sig sjálfsagt ekki þurfa á neinni fyrirgefningu að halda. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.1.2008 kl. 23:15

5 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Fegin er ég að búa ekki í Rvik á þessum svarta tíma, ekkert nema fals og svínarí, skil þig alveg að geta ekki verið sæt og góð

Svanhildur Karlsdóttir, 25.1.2008 kl. 23:20

6 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Skil þig!

Soffía Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 23:22

7 identicon

Langar að skrifa laaaaangan pistil um þetta mál.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 23:30

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

þetta er táknmynd yfirvegaðs æðruleysis

Laufey Ólafsdóttir, 25.1.2008 kl. 23:35

9 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Já en Jenný Dagur er læknir ekki viðskipta- og rekstrarsérfræðingur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.1.2008 kl. 23:35

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Er ekki þörf á að hafa kvenguðina með líka...Freyju og Frigg til dæmis....til að gæta jafnréttis í hvívetna ! Annars skil ég þig vel og engin þörf á að fara beint í fyrirgefningarferlið! Stundum þarf maður bara aðeins lengri tíma til að komast á það stig að geta fyrirgefið og svo er sumt sem er ófyrirgefanlegt !

Góða nótt

Sunna Dóra Möller, 25.1.2008 kl. 23:36

11 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Knús

Bjarndís Helena Mitchell, 25.1.2008 kl. 23:57

12 Smámynd: Linda

fæstir eru nægilega góðir, en fyrirgerninginn er gullsígildi.  Varðandi borgarstjóra bakaþanka þína, hugsaðu þetta út frá "karma" eða því sem þú sáir munt þú uppskera" þetta er fullkomið dæmi um þann boðskap. 

Eigðu nú góða og rólega kvöldstund.

Linda, 26.1.2008 kl. 00:16

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það sýður á mér ennþá og mun gera um langa hríð - og púkarnir á öxlunum á mér hvísla ekki - þeir hrópa áhrínisorð og heimta betra siðferði í íslenskri pólitík. Þeir eru ágætir, greyin og ég er búin að gera mér grein fyrir því að þeir hafa rétt fyrir sér.

Spyrjum að leikslokum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.1.2008 kl. 00:42

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég mundi vilja kosningar ef ég væri í borginni - því miður er ég ekki en komin með kosningarétt þar, en það styttist nú í það er ég viss um!

Edda Agnarsdóttir, 26.1.2008 kl. 00:53

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Veldu ennið, annars hverfur þetta á bak við nýju brjóstahaldarana

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2008 kl. 01:20

16 identicon

Þeir gerður nákvæmlega það sama og gert var við þá fyrir 3 mánuðum síðan. Hverjir voru valdaræningjar þá? Þeir eru einfaldlea að ná völdum til baka aftur.

Margrét (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 01:44

17 identicon

Víst ertu góð.......gætir jú orðið betri en það á víst um okkur öll

En líst ekki of vel á það hvað margar eru með púka á öxlunum hér og ákalla goðin......er allt fullt af nornum hérna?

Auðvitað átti að kjósa núna en það átti líka að gera fyrir 100 dögum síðan.Ef stjórn fellur þá á að boða til nýrra kosninga.Það virðist á flestum stöðum vera þannig nema hér.Er bara ekki kominn tími til að breyta kosningalögum á landinu? 

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 02:14

18 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þú ert alveg nógu góð og auðvita á að breyta kosingalögunum. Fólk er mest slegið út af vantraustinu sem fram fór í gerningnum. Við getum líkt þessu við Bananalýðveldi núna  Ég á bágt því ég treysi engum.. Góða nótt Jenný

Eva Benjamínsdóttir, 26.1.2008 kl. 02:35

19 identicon

Mikil er dramatíkin. En það er nú þannig að þetta má gera. Skipta um meirihluta án þess að tilefnið sé eitthvað stórkostlegt.

Samkvæmt lögum er ekki hægt að kjósa aftur í þessu tilfelli.

Er sjálfur póltískur munaðarleysingi sem betur fer, eftir að mitt snúrulíf hófst. En hvernig fólk leyfir sér að niðurlægja Ólaf með veikindum hans finnst mér yfir strikið. Í mínum augum er það virðingarvert þegar fólk stendur á fætur eftir veikindi, það ættum við að skilja.

Hins vegar er það þannig að reglur lýðræðisins eiga við, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

En í anda góðrar edrumennsku segi ég ( ekki að ég sé hinn fullkomni sko, alltaf svo gaman að segja hinum  ), ef maður getur ekki fyrirgefið, þá verður það að fara í forgang að sleppa tökunum á því, slíkt er "munaður sem við getum ekki leyft okkur" Sjúkdómurinn okkar elskar slíkar aðstæður. Hef farið flatt á því sjálfur að ganga með slíkt rusl í sinninu. Hinn lævísi og ótrúlegi andstæðingur okkar þrífst á gremjunni og reiðinni.

Allavega það styttsit í vorið.

Kveðja af Atlanshafinu, í skítabrælu og kulda

Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 09:08

20 identicon

Ef þú værir ókey með þetta þá værir þú siðlaus.

Ef þú fyrirgæfir þá værirðu vitlaus, ekki góð.

Púkarnir eru ekki púkar, heldur álfar sem að tala til þín frá undirmeðvitundinni.

Óþægilega tilfinningin er ekki þín, heldur þeirra sem að gerðu þetta.

Klappaðu sjálfri þér á bakið, vertu góð við sjálfa þig og farðu á góða tattoo-stofu

Linda (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 09:12

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Linda: Góð.

Einar Örn: Rétt hjá þér, en sjáðu til, þetta er ekki svona alvöru fyrirgefningarhindrun.  Meira að lýsa vanþóknun minni.  En ég hef hvergi nærri nálgast fullkomnun eftir snúru, en ég hef skánað til mikilla muna og er alltaf að bæta við mig.

Kveðja til þín kæri félagi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2008 kl. 09:28

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst ekkert hafa gerst sem ekki hefur ítrekað verið gert í gegnum tíðina.  Því finnst mér að við sjálf þurfum að líta í eigin barm og skoða hvar við sjálf brugðumst, og leyfðum stjórnmálamönnum að komast upp með að verða svona.  Því mín tilfinning er að við sjálf fyrst og fremst sofnuðum á verðinum.  Hvar  var fólk í stjórnartíð Davíðs og Halldórs ? Hvar var fólk þegar olíufurstarnir stálu frá almenningi með samþykki stjórnvalda, eða þegar fiskurinn var færður örfáum, trggingarnar, bankarnir ?  Nei við æsum okkur núna.  Ef til vill var þetta dropinn sem fyllt mælinn.  Ef það er svo, þá er það gott, þá setjum við hér með reglurnar og hendum þeim út sem  við viljum ekki hafa, og kjósum þá sem tala skynsamlegast og hafa málefnin á hreinu og standa við þau.   En hver hefur gert það hingað til ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2008 kl. 10:06

23 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ein þyngsta byrði sem ég burðast með er einmitt það sem þú fjallar um Jenný mín, að fyrirgefa  - uff mér finnst svo erfitt að fyrirgefa, bæði sjálfri mér og líka öðrum þegar því er að skipta. Þarf stundum að taka á honum stóra mínum í því. Held að sá gamli þarna uppi sé sá eini (sem ég veit um) sem hefur gefið sig út fyrir að taka það sérstaklega að sér .... ekki ég.

Varðandi pólitíkina,  ég verð svo reið inní mér, ekki síst yfir því hve lítið er gert úr áliti kjósenda. Menn leyfa sér að hegða sér eins og kjósendur skipti ekki máli nema í einn dag á 4ra ára fresti.  

Marta B Helgadóttir, 26.1.2008 kl. 12:58

24 Smámynd: halkatla

þú þarft ekki að skammast þín fyrir að neita að kyngja þessu bulli

VG-istarnir hafa ótrúlega margt til að vera stoltir af miðað við aðra stjórnmálaflokka á Íslandi, maður sér það altaf betur og betur

halkatla, 26.1.2008 kl. 13:26

25 Smámynd: Tiger

Þú kemur mér fyrir sjónir sem sannur mannvinur og sannarlega er það augljóst að við værum heppin, mannkynið, ef fleiri tækju sér til fyrirmyndar samkenndina með öðrum og lærðu betur á mátt fyrirgefningarinnar og náungakærleiks.

En ég skil vel áhyggjur þínar af þessum púkum sem hvísla að þér ýmsum miður ljúfum orðum yfir gjörðum ýmissa misgáfulegra stólaræningja síðustu sólahringa í borgarpólitíkinni.

Ég hef grun um að þessir blessuðu púkar sitji mjög margan Íslendinginn um þessar mundir og glotti glaðhlakklega yfir valdi sínu yfir okkur. Að það hlakki mikið í þeim yfir þeim völdum og áhrifum sem þeir hafa á líf okkar sem ekkert ráðum við þá og ekkert getum gert annað en leyft þeim að gera það sem þeim sýnist í skjóli stöðu sinnar sem fyrirbrigði, eitthvað ónáttúrulegt - og á ég þá við púkana sem sitja á öxlum okkar en ekki valdaræningja borgarinnar - þó kannski sé samlíkingin eitthvað til að pæla í.

Gæfa fylgi þér mannvinur mikli og gangi þér vel með þinn púkaher.

Tiger, 27.1.2008 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2987276

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband