Leita í fréttum mbl.is

Ég er á kafi í hvítu stöffi..

 

..sem enginn vill taka ábyrgð á og taka í burtu svo ég komist leiðar minnar.

Á að vera mætt í myndatöku núna eftir nokkrar mínútur bara.  Sko til læknis ekki fyrir Mannlíf eða eitthvað sollis, bara svo það sé á hreinu.

Bensinn er hulinn þessum hvíta mjúka salla og ég er dauðhrædd um að ef bandið fer út að moka, að hann moki/skafi rangan bíl.  Sniðugt ef hann hamaðist við að moka og moka, og gera bílinn keyrsluhæfan, þá kæmi nágranninn út, sem á eins farartæki og keyrði í burtu á kvikindinu.

Alveg er ég viss um að við erum að upplifa versta eða einn af verstu janúarmánuðum ever! (Sigurður!).

Hvað um það ég er svo hress hérna að það er í raun ekkert nema ósvífni.

Nú hefst tími viðurstyggilegrar matarinntöku landans.

Hvað er að, þetta var matur sem var búin til í torfkofunum og geymdur á þann eina hátt sem mögulegur var í denn.  Ef ekki súrsað, þá kæst eða hangið.

Ég get ennþá ælt þegar ég minnist hvítu titrandi súrhvalsbitanna (er það ekki bara spik?)

Eða blóðmör, ég meina hvers lags villimennska er þetta, taka blóð og fylla það af fituklumpum,sauma saman í einhverja kúkapoka og sjóða.  Hver borðar svona ótilneyddur,nú til dags?

Eigum við að fara út í hrútspungana? Ædóntþeinksó.

Nú er ég bara að pirra ykkur elskurnar, ykkur sem borðið þorramat.  Það truflar mig ekkert,er bara að gera smá grín hérna.  Enda kemur þessi viðbjóður ekki inn fyrir dyr hjá mér.

Ég borða svið (brosandi kjammar eru æði), rófustöppu og harðfisk.  Er sum sé ekkert skárri.

En ég held, að fyrir þá sem hella í sig áfengi með þessum mis rotna mat, geti átt á ættu að setja af stað FERLI í boddíinu á sér, sem ekki sér fyrir endann á.

Annars er náttúrlega bara best að gera eins og ég, að sleppa áfengi algjörlega.  Þið trúið því ekki hvað íslenskt blávatn er dásamlegt með mat.

Edrú í morgunsárið og alltaf einn dag í einu.

Það er ég elskurnar mínar.

Súmíkikkmíbætmí.

Úje.


mbl.is Þorrinn er genginn í garð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hvað vitleysa er þetta? Í hvaða hreppi ólst þú upp?

Hvað segirðu um smá kveðskap?

,,Þorramatur súr og skemmdur

Sviðin og rófustappa

Svona hljóðar fyrri partur

Vinsamlegast botnið

Súr og kæst kveðja úr Kópavogssveit eystri

Kjartan Pálmarsson, 25.1.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

haha ég þekki eina sem keyrði af stað á bíl nágrannans sem hann var búinn að hafa fyrir að skafa...

Jóna Á. Gísladóttir, 25.1.2008 kl. 09:39

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þorramatur ....eiginmaðurinn kjamsar á þessu af bestu lyst, þannig að nú fer ég út í ófærðina og redda sviðasultu og rófustöppu.....það er sannarlega vandlifað !

Sunna Dóra Möller, 25.1.2008 kl. 09:43

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ekki borða ég þennan óþverra. Kannski afþví að ég er alin þannig upp, hrútspungar og hákarl var ekki á boðstólum í mínum uppvexti, þó ég borði með bestu lyst hangiköt og flatkökur. En kæstur súraður matur kemur ekki inn fyrir hússins dyr hjá mér.

'Eg komst heldur ekki með strákinn minn til læknis í dag. Vonandi kemst ég alla leið til Keflavíkur með hvolpana í allt sitt, eftir hádegið í dag. Úff, ég er orðin leið á þessum mánuði.

Bjarndís Helena Mitchell, 25.1.2008 kl. 09:49

5 Smámynd: Hugarfluga

Ég hélt að ljóðið væri svona og var ekki að ná hrynjandanum, stuðlunum, höfuðustöfunum og dyrakörmunum:

Þorramatur súr og skemmdur

Sviðin og rófustappa

Svona hljóðar fyrri partur

Vinsamlegast botnið

Hugarfluga, 25.1.2008 kl. 09:56

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Þorramatur er ekki fyrir minn smekk,nema harðfiskur og hangikjöttakk og góða notalega helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.1.2008 kl. 10:01

7 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Þorramatur súr og skemmdur

Sviðin og rófustappa

---------------------------

Kjartan Pálmarsson, 25.1.2008 kl. 10:02

8 identicon

Elska þennan tíma sem þorrinn er úða þessu í mig í tíma og ótíma af bestu lyst full fata af súrmat í mínum kæliskáp ásamt öðru góðagæti sem tilheyrir þorra nú skal etið af af öllum lífsins sálar kröftum og skolað niður með góðum mjöð hafið góða helgi.

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:21

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hallgerður mælir spaklega sem oft áður og er þó engin "langbrók"!

En þetta er annars mikið "óþverratal" hérna hjá þér, finnst það ekki alveg passa hjá svona drottningu eins og þér Jenný!

En svonasvona, saltkjét og baunir eiga að vera á hvers manns borði í dag, það er nú einu sinni hinn göfugi Bóndadagur í dag! (að ég segi nú ekki bara Heillagi!)

Og já, partstitturinn hans Kjartans er ekki alveg eftir settum braglreglum.

Magnús Geir Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 10:29

10 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Þessum fyrriparti var kastað hingað inn til gamans og jafnvel hugsaður til að vekja kátínu í huga fólks að reyna við seinnipart. Mér þykir leitt að hafa brotið siðareglur kveðskapar bloggheima. Og vonast eftir því að Jenný Anna eyði þessum færslum mínum í athugsemd!

arrrrrrggggggg

Kjartan Pálmarsson, 25.1.2008 kl. 11:25

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kjartan: Eyði? Er i lagi með þig, bíð spennt eftir að einhver botni, jafnvel ég sjálf.  Þú ert krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.1.2008 kl. 11:46

12 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

segikkimeir! Svona lagað borðar maður sko ekki að gamni sínu!

Laufey Ólafsdóttir, 25.1.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband