Leita í fréttum mbl.is

Oliver Einar Nokkquist talar tungum tveim

Eitt af því allra merkilegasta og skemmtilegasta við Londonferðina, var að hitta og vera með barnabarninu mínu honum Oliver.  Oliver Einar Nokkquist (eins og hann segir nafnið sitt) verður þriggja ára í maí og hann talar tungum tveim.  Honum hefur farið ótrúlega fram í íslensku á stuttum tíma og svo er hann auðvitað Breti í húð og hár á hinni tungunni.  Stundum blandar hann smá saman og það er svo kjúsulegt að það er krúttkast upp á 9 á krúttkastastuðli.

Oliver vaknar glaður á morgnanna og fer í leikskólann.  Hér er hann með sitt uppáhalds, sem er íslenskt pylsubrauð.  Hann minnir mann líka reglulega á að Oliver sé "good boy" og "big boy".

Á sunnudaginn (nánar tiltekið á afmælisdag ömmunnar) vorum við dætur mínar tvær ásamt Oliveh í bænum og hleyptum honum lausum (án þess auðvitað að víkja frá honum, hvað er þetta, ekkert kæruleysi hér) og hann fríkaði út í leikfangadeildinni í Harrods.  Honum vantaði ýmislegt.  Margt af því var stórt og mikið og þar sem pokar okkar þriggja fullorðinna, voru óteljandi þá var samið við barn, um pakka, sem var minni af umfangi.  Þar rakst hann á "pavvot" stóran og grænan fugl, ekki lifandi þó, sem hræddi nærri því úr barni líftóruna.  En Oliver er svakalega hræddur við fugla.

Annars var ég að pæla, ég fylgist ekki með öllum þessum "merkjum" í leikfangaheiminum.  Eins og Dora the explora (skrifað með framburði barns), Spidaman, Diego, Tommy the tvain og svo framvegis.  En maður getur ekki vitað allt.

Á leið heim í öndergrándi, var Oliver orðinn þreyttur.  Við fórum í leik öll saman.  Mamman spurði hvað við hétum, amman, frænkan, Oliver og hún sjálf.  Rétt svör upp á 10 auðvitað! En hvað heitir pabbi (kallaður Robbi) Voobbi sagði minn drengur á fagurri bretlönsku.  Síðan var ekkert tækifæri látið ónotað til að láta barnið segja nafn pabba síns og ég vildi að ég gæti gefið tóndæmi.  Algjörlega óborganlegt.

Það var stoltur drengur sem kvaddi ömmu sína og frænku á þriðjudagsmorgun því hann var að skipta um deild á leikskólanum.  Var að byrja í pre-school.  Hann er á efri hæð leikskólans.  Það vildi ekki betur til en svo að pre-school deildin var að leika sér á neðri hæðinni þegar barn bar að og hann þverneitaði að fara á þennan minniháttarstað fyrir smábörn, negldi sig fastan í hurðarkarminn þar til fóstra var fengin til að fylgja nemanda upp á efri hæðina, þar sem hans staður er, hin akademiska deild forskólans sjálfs. 

Arg..

Börn ættu að stjórna heiminum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha þvílík vonbrigði að eiga að halda sig á fyrstu hæðinni...

Jóna Á. Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hann á svo mikið stórt dót Dúa mín, ekki á það bætandi og já við vorum með allt ofannefnt í pokunum og meira til.  Hann er yndislega fallegur drengur.

Jóna: Hann var byrjaður í pre-school og hann er á efri hæðinni og þá FER maður á efri hæðina "come rain, come shine".  Barn er naut.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 11:42

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Bið að heilsa frændum mínum, Oliver Einari og Róberti.

Theódór Norðkvist, 24.1.2008 kl. 11:45

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Guð hvað ég skil barnið, maður fer ekki á neðri hæð þegar búið er að tilkynna um uppfærslu.  Hann er algjör draumur drengurinn, þú hlýtur að vera að springa úr gleði yfir barnabörnunum. Hvað er að frétta af Hrafni Óla??  það er sárt að vera borgarbúi í dag, það sé ég í TV.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 12:55

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Yndislegt! Minnir mig á gamla daga með henni Mayu minni Hún átti til að þýða fyrir enskumælandi aðstandendur hvað við vorum að tala okkar á milli (á íslensku) jafnóðum. Hún hefur alltaf verið svo jafnréttissinnuð þessi elska, ekki skilja útundan! Íslenskir aðstaðndendur fóru svo í krúttkast yfir enska framburðinum og það tóok hana smátíma að ná íslenska R hljóðinu þegar við fluttum heim aftur.

Oliver náttla bara æði og frábært að þið skemmtuð ykkur vel! Kveðjur til ykkar allra! 

Laufey Ólafsdóttir, 24.1.2008 kl. 12:58

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-kvitt-bara flottur drengur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.1.2008 kl. 13:31

7 Smámynd: Hugarfluga

Þessi barnabörn þín eru hvert öðru fallegra! Þvílík gen, Jenný Anna! Eruð þið öll svona í fjölskyldunni?

Hugarfluga, 24.1.2008 kl. 13:33

8 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Krúttkast!

Bjarndís Helena Mitchell, 24.1.2008 kl. 13:45

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skila því Theodór. Hrafn Óli útskrifaðist á hádegi í dag sem betur fer. Hugarfluga: Hvort öðru fegurri ´sskan mín.

Takk öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2987273

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband