Leita í fréttum mbl.is

Fólk ER fífl....

 

..þar með talin ég sjálf og ég meina það.  Að minnsta kosti akkúrat núna.  Dúa, villtu lána þér bolinn þinn með áletruninni?

Ég var að velta því fyrir mér af hverju það eru amk 2-3 fréttir af ömurlegu lífi Britneyjar Spears í öllum fjölmiðlum hér uppi á Íslandi á hverjum degi?

Britney lætur raka á sér hárið!

Britney dinglar klobbaling framan í ljósmyndara!

Britney fer í sleik við vinkonur sínar!

Britney mætir ekki fyrir dómara!

Britney giftir sig og skilur daginn eftir!

Britney hótar sjálfsmorði!

And on and on

En hvað með

27.000 börn deyja af völdum fátæktar í dag.?

1 milljón barna deyja úr AIDS á ári hverju?

Unichef telur að um það bil 200,000 börn frá Vestur og Mið Afríku séu seld í ánauð á hverju ári?

Og þetta er bara pínulítið dæmi sem ég tók með því að slá upp nokkrum síðum.  Raunveruleikinn er þarna fyrir okkur að lesa á netinu.  Hann birtist ekki í blöðunum undir "Fólk í fréttum", né er þessum raunveruleika haldið neitt sérstaklega að okkur.  En það gerir okkur ekki stikkfrí.  Við kunnum að leita upplýsinga.  Það er nú ein af dásemdum internetsins.  Ég hef einsett mér að leita mér að óþægilegum en nauðsynlegum fróðleik amk. einu sinni á dag, til að minna mig á hver skylda mín er, sem manneskju.  Þó valdalaus sé, þá get ég látið rödd mína heyrast, hér á blogginu, og ég mun ekki arga mig hása, né fíflast um Britneyju Spears og annað slíkt fólk, nema til einstakra hátíðabrigða.

Og svei mér þá ef sýklalyfin eru ekki farin að svínvirka.

Ójá.

Hvet fólk til að fara inn á þennan link og lesa um barnaþrælkunina í Súdan sem kölluð er "Hin nýja helför"

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin í "Fólk er fífl" klúbbinn. Og já, ég er sko ekkert að undanskilja mig heldur. Er sko fyllilega sammála þér,,,

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gott plan. Ég renndi aðeins yfir síðuna og sé að ég þarf virkilega að fara að æfa mig í að lesa ensku. Síðan komin á favourites og mun verða vandlega yfirfarin í félagi við Bretann. Takk fyrir þetta snúllan mín. gott að þér er að batna og að ástæðan fyrir lasleika er drepanleg með sýklalyfi. Léttir púff.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.1.2008 kl. 22:54

3 identicon

Hefur eitthvað af þessum deyjandi börnum komið fullt af lögum inná topp 10 lista?

...ég held ekki!

Kannski smá munur á Britney og einhverjum Mofúbu sem aldrei hefur gert annað en að éta flugur.

Laufey (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 22:55

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Dægurmál og dauðans alvara.

Góð áminning.

Laufey líður þér illa?

Þröstur Unnar, 14.1.2008 kl. 23:00

5 identicon

Góð áminning. Við erum öll orðin svo ótrúlega firrt og fréttirnar sem ættu að koma við okkur og fá okkur til að finnast við þurfa að bregðast við gera lítið annað en framkalla eitthvað "æ- hvað þetta er hræðilegt" og svo höldum við áfram að velta okkur upp úr slúðrinu.

Knús til þín

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 23:16

6 Smámynd: Kolgrima

Við höfum aldrei haft jafngott tækifæri til að hafa áhrif á fréttaflutning og nú - með því að klikka ekki á Britney en alltaf á þær fréttir sem okkur finnst skipta máli, getum við haft áhrif á fréttamat fjölmiðla.

Takk, flottur pistill. 

Kolgrima, 14.1.2008 kl. 23:19

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúa: Séu með? Með hverju?  Þær eru allsráðandi, það er málið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.1.2008 kl. 23:40

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Tek undir það að þetta er góð áminning eða þörf.

Edda Agnarsdóttir, 14.1.2008 kl. 23:47

9 identicon

Jesús,  ég fer alltaf að gráta þegar ég les um þetta hræðilega líf sem þetta fólk á.

Ég er sko fyllilega sammála þér um að fólk sé fífl.  Ég er það eflaust líka sjálf á köflum.  Það er nefnlega svo mikið auðveldara að lifa þegar maður sér ekki ljótleika lífsins svart á hvítu.

En þörf ábending Jenný Anna. Ég eyði þá bara kvöldinu í að grenja.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 23:52

10 identicon

Þessi síða sem þú vísar í er með gamlar fréttir. En ekki það þrælkunarvinna og sérstaklega þrælkunarvinna barna er ólíðandi. En hér er síða með nýjum fréttum frá Súdan.

LR (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 00:34

11 identicon

http://www.newsudanvision.com/ Er ekki sniðugt að hafa linkinn með.

LR (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 00:35

12 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Úff, ég verð að viðurkenna að ég hef fengið að upplifa eymdina í Afríku frá fyrstu hendi. Fundið fyrir vanmættinum og ráðaleysinu, ásamt spillingunni sem kemur í veg fyrir þarfar framfarir. Enda reyni ég af veikum mætti að styðja hjálparstofnanir í verki í hverjum mánuði. Gleymi því ekki einu sinni þegar ég var að hjálpa til í London, við eina söfnunina, og þá var í tísku að svara manni, "were all cried out, remember LiveAid" og útskýringin sem ég fékk á þessu var á þann veg að pytturinn væri botnlaus og fólk farið að huga frekar að heimahögunum og hjálpa sínum eigin. Munurinn er bara svo stórkostlegur, á okkar heimi, og svo þriðja heiminum.

Ég ætla að hætta núna, því annars græt ég bara

Bjarndís Helena Mitchell, 15.1.2008 kl. 01:18

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir góðan pistil... hef sjálf hýst flóttamenn frá Iran og hef fengið lýsingar á pyntingum og morðum beint í æð, maður verður ekki samur á eftir sem betur fer. Hef svo sem alltaf skilið hvað skiptir máli  í lífinu og hvað ekki, svo til að lifa af hörmungar heimsins þá setur maður upp gleraugu gríns og gleði.

Hins vegar óska ég Britney alls hins besta..... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.1.2008 kl. 01:40

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góð áminning...stundum held ég að vísu að við þurfum á hégómanum að halda til að halda okkur á floti.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2008 kl. 07:46

15 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Jú, fólk er fífl og ég líka. Fólk vill fylgjast með þeim sem gengur rosa vel í lífinu því það vill líka sjá þegar rosavelgengnisfólki fatast á í lífinu og klikkar, alveg eins og það sjálft. Fólk vill ekki horfa á eitthvað óþæginlegt því það kemur manni úr þægindarýminu sem maður svífur í dags daglega

Svala Erlendsdóttir, 15.1.2008 kl. 09:40

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góðan daginn,

Svona finnst mér bloggið virka best, þegar það komast málefnalegar umræður í gang.  Þakka ykkur hvert einasta innlegg í umræðuna og ég er sko til í meira.

Jóhanna: Það er enginn að tala um að droppa hégómanum og dægurmálunum fyrir róða, það er líka hluti af lífinu, einfaldlega eigum við ekki að loka augunum fyrir því sem er að gerast í heiminum.  Lífið má alveg vera skemmtilegt líka, þó Britney Spears teljist að mínum dómi seint til skemmtiatriða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 10:13

17 identicon

Guilty as charged.  Er búinn að sitja hérna dálitla stund og hugsa um þetta.

Og afhverju, ahverju lesum við heldur um svona "non entities " en þær miljónir sem virkilga þjást.  ég ætla að prófa mig á svolítilli  greiningu.  En ekki búast við of miklu, ég flýg bara svo hátt sem ég hef vængi til.

Öll eigum við okkar djöful að draga á einhvern hátt. Með það í huga (og það að fólk flest er forvitið um nágrannana) leitum við uppi einhver sem hefur það verra en við, einhver sem er búinn að  rugla lífinu sínu svakalega.  En vel að merkja ekki svo að það trufli okkur yfir lambinu á sunnudags kvöldum.

Að horfast í augun við ömurleg örlög miljóna krefur einhvers af okkur, krefur okkur um aðgerðir.  AÐ hugsa og takast á við okkar eigið neyslu fillerí. 

Britney  er þannig.  Hún er bara búin að rústa öllu en við þurfum ekki annað en að hrista hausinn þegar við erum búin að lesa um hana. 

Kanski er þetta svona en kanski er ég bara svona kaldur. 

U (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband