Mánudagur, 14. janúar 2008
London þá og nú
Þar sem ég er á leiðinni til Londres, er við hæfi að ég taki smá vapp niður minningagötu. London var borg borganna hérna í denn. "The swinging London", Bítles, Mary Quant, tískufrömuður, klúbbarnir, allt var best í London. Fyrir mig og systur mínar, tískufríkin, var það toppurinná tilverunni að komast til London og versla föt. Það var ekkert til hér á þessum guðsvolaða klaka, nema Karnabær og Drengjafatavinnustofan eða hvað það nú hét sem við framúrstefnulegu fórum og létum skraddera á okkur föt.
Hér er Twiggy í einum klassískum frá MQ. Ég hefði myrt fyrir þennan kjól, en þurfti þess ekki, átti einn svipaðan. Og skófatnaðurinn, GMG sjáið þessa
Svo var Biba búðin sú heitasta í bænum. Á fimm hæðum, föt og allur pakkinn. Ein flottasta verslun sem ég hef komið í. Við áttum allar svona bol, get ég sagt ykkur
og svona skó líka, eða líka þessum, minnir mig alveg örugglega
Hatt átti ég líka frá umræddri verslun og hann leit út einhvernveginn svona
Nema hvað minn var svartur og honum stolið af mér af ákaflega liggilegum manni.
Ójá. Nú er Biba minnið eitt. Var það að minnsta kosti síðast þegar ég vissi, en alltaf kemur eitthvað skemmtilegt í staðinn.
Ég hef einhver ráð með að finna mér eitthvað skemmilegt.
Ætili það sé útsala hjá Stellu Paulsdóttur?
Písandnæsklóthing.
Úje!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Stella Pauls er víst komin í fæðingarorlof og allta á útsölu. Ég var í London 1969 og komst í Carnabi Street, mamma hálf bar mig inn á þá götu svo ég gæti sagt að ég hefði komið við, ég var í hjarta aðgerð og stóð ekki undir sjálfri mér, mútta var að kaupa fermingarkápuna og fleira og það leið yfir mig í hverri búð, þetta var í fyrsta sinn sem ég lyktaði af ilmsalti, fannst það vont. Vona að þú finnir spennandi búðir, er eiginlega viss um að það verður ekkert mál.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 19:49
Góða ferð og njóttu góðra minninga. Gaman að þessari tísku, ég man allavega vel eftir Karnabæ. Fékk einu sinni buxur keyptar á mig á útsölu, eftir jólin. Það var verst að þær voru allt of stórar og héldust ekki uppi einu sinni með belti. Stækkaði á endanum aldrei í þær, en svona er það víst að eiga skoskan pabba....
Bjarndís Helena Mitchell, 14.1.2008 kl. 20:07
Ég hef aldrei komið til Londons......
.....en mikið vona ég að þú skemmtir þér rosalega vel!
Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 20:30
Ég elska þessa skó.......ég dáist að þeim reyndar úr fjarlægð þar sem að ég gæti aldrei gengið á svona skóm....(180 cm á hæð...ég er ekki að plata )...ég væri eins og Eiffel turninn gangandi um Rvk í svona hælum en mikið sem mig hefur alltaf langað til þess að geta það !
Ég væri til í að vera að fara til London.....þú ert heppin kona
Sunna Dóra Möller, 14.1.2008 kl. 21:03
Í þá gömlu góðu daga....en Guði sé lof fyrir lágbotna skó, gigt aldur og fyrri störf leyfa ekki skó með háum hælum, ja nema rétt svona til að sýnast og þá sitjandi á stól
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.1.2008 kl. 21:19
Tímalaust. algjörlega tímalaust
Jóna Á. Gísladóttir, 14.1.2008 kl. 22:04
Eruð þið ekki sammála því stelpur að allt fer í stöðuga hringi svona fashionwise? Ég myndi vilja eiga hvert eitt og einasta ætem af þessu gamla dæmi. Skórnir eru geggjaðir. Biba var frábær. Those were the days. OMG Nostalgíukast.
SD Vertu ekkert að pæla í lengdinni, hver aukasentimetri eykur á glæsileikann.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.1.2008 kl. 22:12
Ásdís, þú hefur þá væntanlega komið í Carnaby street þegar það var teppalagt. Vá hvað manni þótti það ógó merkilegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.1.2008 kl. 22:14
Algjörlega sammála, það fer allt í hringi og kemur allt aftur og aftur! Þessi síðasta mynd, grái síði bolurinn.....væri til í að eiga einn svoleiðis núna....algjört æði....!
Takk Jenný....þú veist ekki hvað ég hef oft haft stærðar komplexa hahahahahhaa...sem betur fer hef ég þroskast upp úr þeim....bara megrunarkomplexinn eftir og þá verð ég fullkomin...!
Sunna Dóra Möller, 14.1.2008 kl. 22:17
Oh my God, NOSTALGIA! Þetta var yndislegur tími, föt og meiri föt, litir blóm og músík. Ég var með frá byrjun í Karnabæ og keypti mikið inn og valdi fyrir verslunina. Stundum var ég kölluð Twiggy, kannski bara af því ég var mjó með stutt ljóst twiggy stílað hár, einsog maður hafi ekki haft fyrirmynd. Var líka að sýna föt og kynna MQ snyrtivörur. Ég þurfti 6-7 metra slá fyrir fötin mín og platform skór út um allt og leðurstígvél uppí klof í mörgum litum. Síðar fór ég með allt í Hjálpræðisherinn, flaug til Ameríku og gerðist Hippi.
Það fer allt í hringi, samt breytist allt! Góða ferð til London Jenný, London er skemmtileg borg
Eva Benjamínsdóttir, 14.1.2008 kl. 23:19
Já London í den......er ekki viss um að stemmingin sé sú sama, en vona það þín vegna! Hef sjálf ekki komið þangað í mörg ár, en var með "annan fótinn" í Oxford stræti frá 1970 - 76, og þekkti íslendingana hvar sem þeir fóru, Þar fór sko fólk sem var vel inni í tískustraumunum, þú hefur örugglega verið ein að þeim sem ég dáðist af Jenný Anna!
Varstu ekki bara heppin að þessi "liggilegi" stal bara einum hatti frá þér?
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 23:57
Sigrún: Hæ ég var þar fyrr, 66-67. Hefði verið gaman að rekast á þig. I travelled alone mostly. Ég lærði að syngja Clementime hjá Bjarna í enskunni og var einn vetur hjá Ævari Kvaran og þóttist fullnuma. Lífið er leikrit. Og að rekast ekki á Jenný? Ég er eldri stelpur mínar, verð að viðurkenna það. Ég var 20 1966.
Þetta máttu bara ekki gera Jenný mín, mig fer að langa í backflash leik. góða nótt
Eva Benjamínsdóttir, 15.1.2008 kl. 02:40
Var aldrei svona Londonpía í denn en eftir að dóttir mín flutti þangað og bjó í átta ár fór ég að átta mig á Drottningarborginni og eins og Jóna segir hún er tímalaus. Góða ferð Jenný mín. Skilaðu kveðju til Betu og Kalla frá mér Góða ferð.
Ía Jóhannsdóttir, 15.1.2008 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.