Mánudagur, 14. janúar 2008
Úff ég gæti sagt ykkur krassandi sögur...
..af megrunartilburðum mínum og minna systra og vinkvenna. En af því að ég blogga ekki um annarra manna leyndarmál þá get ég svo sem sett ykkur inn í nokkrar góðar aðferðir sem ég hef prufað um dagana, sem virkuðu, alveg þangað til að þær hættu að virka.
Sko þetta með megrun og fitu er ógeðslega afstætt og persónulegt. Þegar ég skoða myndir af mér afturábak í tíma, og af systrum mínum líka, sem voru með mér í megrunarrússíbananum, þá verð ég alltaf rosa hissa. Við erum örmjóar á myndunum og ég hugsa alltaf: Af hverju hélt ég að ég væri ógeðslega feit þarna? Af hverju hélt ég að ég yrði lögð í einelti á Óðali, Glaumbæ eða hvar sem væri, ef ég léti sjá mig svona spikfeita, opinberlega? Svona getur maður spurt en það verður fátt um svör.
Málið er einfalt. Ég var andlegur offitusjúklingur og það hafði ekkert með líkamsþyngd mína að gera. Ég gæti skrifað heilu ritgerðirnar um hvernig umhverfið mataði okkur stelpurnar á mjónunni, gegnum tísku, bíómyndir, leikkonur og fleira, en ég nenni því ekki. Hér er mín reynsla til umfjöllunar.
Þegar ég vann í Eymundsson 21 árs gömul, fannst mér ég vera fituhlussa. Ég fór í megrun. Á einum mánuði náði ég nánast að afmá sjálfa mig af yfirborði íslenskubókadeildar Eymundssonar. Ég var með matseðil. Í hádeginu, ein ristuð brauðsneið með engu smjöri og skrælnaðri ostsneið ásamt vatnsglasi. Kvöldmatur var pakkasúpa. Á sunnudögum borðaði ég eina venjulega máltíð.
Fólk fór að tala um að ég væri að hverfa. Það hljómaði eins og englasöngur í mínum eyrum. Fólk sagði mér að ég liti út eins og Biafrabarn, ég hentist upp um hálsinn á því af einskærri hamingju og þakklæti. Um leið og einhver sagði að ég liti vel út, dimmdi yfir lífi mínu og ég herti sultarólina enn frekar.
Ég fór á hvítvínskúrinn, hikk, hann virkaði en ég var ekki orðinn alki þarna og fékk ógeð á hvítvíni og greip. Ég fór á Prins Póló og kók kúrinn þangað til ég ældi lifur og lungum. Scarsdale kúrinn var krúttlegur en tók alltof mikinn tíma.
Ég landaði hinni fullkomnu megrunaraðferð með því að næla mér í magasár og bólgur og átti því erfitt mað að borða. Ég var grindhoruð. Þvílík sæla, alveg þangað til ég endaði nær dauða en lífi inni á Lansa.
Samt hef ég ekki verið feit svona yfirleitt ef undan eru skilin meðan ég drakk og át pillur og einhverjir mánuðir til eða frá eftir barnsburð.
Þetta er nefnilega ekki spurning um raunverulega vikt, heldur hugsanavillu.
Það sem ég er að pæla héra. Af hverju er svona auðvelt að fokka í ímynd okkar kvenna? Ég er að verða fimmtíuogeitthvað innan fárra daga og enn er ég heltekin af kílóum. Ætlar þessum andskota aldrei að linna?
Þriðji hver Breti er í stöðugri megrun. Einhvernvegin er ég viss um að stór hluti þeirra eru konur.
Itsjúrlíbítsmí.
Úje
Þriðjungur stöðugt í megrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Menning og listir, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég er svo heppin að hafa ekki farið nema einu sinni í megrun frá fæðingu til fimmtugs. Sú megrun stóð í 16 klt. að mig minnir. Ég var hinsvegar endalaust í fitun og gekk illa. Núna eru kílóin fleiri en ég vil, eingöngu vegna þyngsla á hné og mjöðm og þrýsting á hjarta svo ég hef verið að reyna að grennast smá, en hægt gengur, þetta hefur aldrei verið issjú hjá mér og guði sé lof. Hafðu það gott mjóna mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 15:04
Hef átt mína spretti í þessu, og karlmaður samt.
Reyndar fannst mér gömlu konurnar á Skaganum hafa flottasta nafnið yfir þetta. Þær töluðu um að hin og þessi var í horkúr.
Ég man líka eftir því seint á 7. áratugnum þegar megrunarpillurnar svokölluðu komu til sögunnar. Konurnar varla sváfu fyrir áhuga á heimilisstörfunum. Voru vaknaðar fyrir allar aldir með tuskurnar á lofti,íklæddar hagkaupssloppunum góðu með risavösum sem rúmuðu nauðþurftir þeirra, stórþvottar hvern dag, bakstur, saumaskapur. Tíðar samverur í eldhúskrókunum þar sem var keðjureykt og allar töluðu í einu á ofurhraða........ EN.. svo datt botninn úr þessu. Þær voru nefnilega á spítti, eða megrunarpillurnar voru amfetamínblandaðar. hehhe óborganlegt.
Megrunarkaramellur komu einhverntíma, það er í minningunni einhvernsstaðar.
Er þetta bara ekki sama sagan aftur og aftur. það er ekki til neitt fix við fíknum, það verður að takast á við þær með prógrammi.
Vonandi heilsast þér betur Jenný.
Einar Örn Einarsson, 14.1.2008 kl. 15:09
Einar Örn: Takk fyrir batakveðjur, ég er öll að koma til enda á öflugum sýklalyfjum. Ég slapp við megrunarpillurnar sem betur fer.
Ásdís: Til hamingju með það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.1.2008 kl. 15:19
Heyrðu Jenný ég er búin að vera í megrun frá því haust og ekkert gengur!
Það er alveg sama hvað ég ét mikið af sælgæti, kartöflum og pasta ásamt brauði - ég stend bara í stað eða fer yfir!
Er ca 80 kg í dag stundum er 81 og stundum 82.
Edda Agnarsdóttir, 14.1.2008 kl. 15:30
Frábært orð...að vera andlega feitur, það er svo mikið til í þessu. Ég hef hitt margar konur sem skjálfa dag eftir dag ef kulda vegna hungurs, konur sem líta vel út en finnst einhverra hluta vegna þær þurfa grennast....þær eru andlega feitar. Margir karlar eru svo sem svona líka, þeir eiga bara auðveldara með að léttast og gera það frekar með því að hreyfa sig meira. Málið er að vera hraustur og í andlegu jafnvægi...skiptir engu máli um nokkur kíló til eða frá.
Gott að þér er að batna
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.1.2008 kl. 15:30
Tell me about it.... Andlegu fituna sko. Samt er svo skrýtið að ævintýrin gerast enn og mín andlega fita hefur einhvern vegin breyst í mjög svo áþreifanlega fitu. Skrýtið.. ''rop''
Jóna Á. Gísladóttir, 14.1.2008 kl. 15:40
Ég verð bara svo geðvond þegar blóðsykurinn fellur að ég meika aldrei megranir - þess vegna er ég nú eins og ég er
Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 16:18
Hmmm... held að flestar konur hafi reynt eitthvað í þá áttina sem þú lýsir... ..... Síðasta uppátækið var fyrir ca ári síðan en þá bjó ég til minn eigin kúr: ..Síberíukúrinn - kallaði hann það af því mér leiddist svo að borða svona að það var eins og að vera í útlegð í Síberíu eða þannig !
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.1.2008 kl. 16:46
... og þess vegna kemst ég ekki lengur í brúðarkjólinn minn
Kolgrima, 14.1.2008 kl. 17:13
Hvítvínskúrinn? Hmmm ... ekki það að ég sé hið minnsta áhugasöm eða forvitin .. ó sei sei, nei, en svona bara sakir almenns áhuga á svo mörgu í þessu lífi: TELL ME MORE!!!!!
Hugarfluga, 14.1.2008 kl. 17:23
Ég
Sunna Dóra Möller, 14.1.2008 kl. 17:39
Þetta síðasta voru mistök...ég fék fjörfisk í senda puttann !
En ég þekki það of vel að vera í megrun alltaf.....GMG...ég er með líkamsþyngdina á heilanum, eins og mér finnst of gott að borða! Ég syrgi það reglulega að geta ekki borðað nammi reglulega, farið í bakarí og keypt mér vínarbrauð, steikt sveppi upp úr smjöri og borðað yfir mig að grilluðum samlokum með skinku og osti og tortellini með sólþurrkuðutómata pestó...*dæs*! En ég vona að ég þroskist upp úr þessu og verði rólegri þegar ég verð stór !
Gott að sjá að þú ert að fá heilsuna aftur !
Sunna Dóra Möller, 14.1.2008 kl. 17:43
Góðan daginn allir. ég vildi bara láta ykkur vita að Jafnréttindafélag Íslands verður stofnað í næstu viku.
Fyrsti fundurinn verður miðvikudagskvöldið 23. Janúar kl 20:00.
Nánari upplýsingar eru á síðunni minni.
Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:11
Góður pistill, ég er bara í fínu formi, kringlótt er líka form Knús og haltu áfram að láta þér batna.
Bjarndís Helena Mitchell, 14.1.2008 kl. 18:22
Minn léttir að þú ert greinilega öll að hressast. Ekki þar með að ég verði léttari.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:50
Mikið kannast ég vel við þessar megrunarlýsingar, svona var maður og er því miður ennþá, þó svo ég sé orðin 51 árs, þessi andlega fita var mötuð í heilann á manni sem unglingur og vill ekki fara þaðan.
Svanhildur Karlsdóttir, 14.1.2008 kl. 18:56
Aldrei farið í megrun en reyndi fyrir nokkrum árum að ganga af mér spik, það gekk ekki. Það elti mig heim aftur. Síðan hef ég ekki nennt þessu og bíð þar til ég verð stór að gera eitthvað í málinu !
Ragnheiður , 14.1.2008 kl. 19:30
hahahahahah Ragga hrikalega fannst mér þetta fyndið!
Dúa þú ert ekki feit!!! bílív mí!
Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 19:35
Málið er að við erum fæstar FEITAR stelpur nema í huganum. Dúa talar alltaf um sig eins og jarðýtu, þannig að það er eins gott að ýkjurnar í henni setjist ekki utan á kroppinn á henni í formi kílóa
Og Ragga þú ert hrikalega fyndin.
Fluva: Þú færð ekkert að heyra um hvítvínskúrinn fyrr en seinna, mikið seinna.
Jóhanna: Góð með Síberíufyrirkomulagið.
Æi þið drepið mig öll, þið eruð skemmtileg. Fáið þið borgað fyrir að reyta af ykkur gamanmál héddna?
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.1.2008 kl. 20:27
Ólafur Hannesson: Talaðu skýrt maður, hvað þýðir Jafnréttindafélag? Ég meina hvernig á það að fúnkera?
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.1.2008 kl. 20:28
Ég hef aldrei farið í megrun og er ekkert á leiðinni í það. Ég er alveg sátt við mig eins og ég er... aðeins of lág miðað við þyngd
Jónína Dúadóttir, 14.1.2008 kl. 21:57
Einu sinni ung og stinn, sogin, feit eða mjó.
Ég fékk alltaf að sleikja rjómaþeytarann hjá mömmu. 'Eitthvað í horinn á þér stelpa'. Tók glöð við honum og sleikti og saug þar till allur rjóminn var uppurinn og aldrei fitnaði ég.
Golan, hvíslar að mér að Jenný, eigi öruggt kvöld í Govent Garden. Taktu eftir!í London Town!
Eva Benjamínsdóttir, 15.1.2008 kl. 02:24
Dásamleg færsla.Andlega feit er einmitt það sem er.Ég varð að vísu líkamlega feit líka í nokkur ár.Megrunarkaramellur prófaði ég líka.Svelti mig á daginn og tuggði megrunarkaramellur sem voru fokdýrar.En hvað gerir maður ekki í örvæntingu þegar andlega fitan vellur útúr hausnum á manni.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.