Leita í fréttum mbl.is

Matseðill helgarinnar á hamfraheimilinu ásamt öðru óráðshjali

 

Það er eins gott að flýta sér.  Eins og ástandið er á mér með lungnabólguna og berkjubólguna og hitt stöffið, reiknast mér til að ég hafi svona korter áður en ég lyppast niður og skríð til beðju.

Samt er farið að krimta í mér, mér til mikillar ánægju en ég bilaðist úr hlátri þegar ég las færsluna hennar Dúu vinkonu minnar sem neitar að gerast Baadermaður.

Hér hefur verið borðað eftirfarandi (já þið megið nota uppskriftirnar)

Föstudagskvöld: Nóatúnsgrillaður kjúklingur, með kartöflusalati úr dós ásamt einni naanbrauðslufsu.

Laugardagur: Ekkert fyrr en kl. 21,00 í gærkveldi að pöntuð var pitsa með grænmeti og unidrrituð neyddi í sig einni sneið.  Fyrir svefn, 1 sveittur og marinn banani.

Sunnudagur: Ekkert fyrr en núna rétt áðan, að undirrituð neyddi í sig nakinn hamborgar úr einhverri grillsjoppu, ásamt banana (maður verður að borða svona sykursjúkur eins og maður er).

Ég mæli ekki með þessu nema fyrir þá sem eru með alltof háan líkamshita og ógleði á háu stigi.

Varðandi þetta með að bíllinn, atvinnutækið skyldi keyrður í rúst af einhverjum hraðaakstursmanni vil ég deila með ykkur pælingum mínum.

Á föstudaginn fékk ég keðjubréf.  Innan 6 mínútna átti ég að senda það á x marga vini og uppskera mikla lukku.  EF ég hins vegar gerði það ekki myndi ég verða fyrir stórkostlegu óhappi innan sólarhrings.

Hm... ég þoli ekki hótanir og eyddi bréffjandanum samstundis.  Kannski er það óráðið sem er að tala hérna, en haldið þið að þetta geti verið hefndarráðstafanir vegna þess að ég sendi bréfið ekki áfram???? (Fruuuuuuuuuuuss).  Ég er orðin smá nojuð hérna.

Og þið sem þekkið mig, ekki senda mér svona bréf, ég eyði þeim og hef hreinlega ekki efni á fleiri skakkaföllum í bili.

Það má svo koma fram í lokin, að ég hef gert mitt ýtrasta til að reykja í dag, en með slælegum árangri.  Dem, dem, dem.

Og mikið rosalega sem mín gamla vinkona, Álfheiður Ingadóttir, var flott í Silfrinu.  Go girl.

Er ég biluð?

Bítsmítúðebón.

Lofjúgæs

Úje og hóst,hóst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Já Dúa Baader er dásamleg.

Hristu nú flensufjárann úr þér sem fyrst.

Þröstur Unnar, 13.1.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það var lakkrískonfekt hjá mér í kvöldmatinn!

Edda Agnarsdóttir, 13.1.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég borðaði kaldan lax og hugsaði mikið um baader fiskflökunarvélar og Dúu á meðan.  Leitt þetta með atvinnutækið, vona að viðgerð verði ekki rosa tímafrek eða dýr. Annars hef ég mun meiri áhyggjur af heilsu þinni, farðu vel með þig svo þú verðir orðin góð fyrir London ferð.

                               Sick In Bed 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 23:46

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Djöfulsins aumingjaskapur er þetta í þér kona með reykingarnar. Geturðu ekki þrælað í þig nokkrum nöglum

Jóna Á. Gísladóttir, 13.1.2008 kl. 23:58

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Aldrei myndi mér detta í hug að áframsenda á þig né nokkurn annan keðjubréf. Vona að þér batni fljótt og vel og verð al-reykjandi strax á morgun....

Heiða Þórðar, 13.1.2008 kl. 23:59

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sendi fullt af frírri samúð með flensið glensið & óákjósanlega reykíngarleysið.

Já &, snilldar matseðill hjá fárveikri húsmóðurinni sem að lýsir bæði fórnfýsi að hætti fornkvennaskörúngar sem & bjargráðum nútímakonunnar.

Steingrímur Helgason, 13.1.2008 kl. 23:59

7 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Láttu þér batna. Skítt með allt hitt, reyndu líka að slafra í þig einhverju heilsusamlegra með þessu skyndijukki. Allavega fjölvítamín og lýsi. Knús frá mér.

Bjarndís Helena Mitchell, 14.1.2008 kl. 00:54

8 Smámynd: Ragnheiður

Jahá mér varð eiginlega smá flökurt af matseðlinum  Ég var svo þjóðleg (og er að spara) að ég át bara skyr í kvöldmatinn núna.

Láttér batna gæskan...

Ragnheiður , 14.1.2008 kl. 01:00

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Hrísgrjóna-búðingagrjónagrautur með rúsínum hjá mér, vantaði bara súra slátrið.

Hentu óhrædd öllum keðjubréfum, ekki áframsenda þau til mín heldur.

Farðu vel með þig Jenný og góðan bata. Hittumst í reyknum eða hættum í reyknum...maður er þræll

Kraftur til ykkar kv.eva

Eva Benjamínsdóttir, 14.1.2008 kl. 01:55

10 Smámynd: Kolgrima

Það er ekki fallegt að senda keðjubréf með hótunum Vona að þú náir heilsu fyrir Londonarferðina og getir notið þess að reykja í Leifsstöð.

Kolgrima, 14.1.2008 kl. 01:57

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta er nú meira ástandið ! Ég vona að rísir fljótt upp og getir farið borða almennilegan mat og reyki í friði fyrir flensu, hósta og hita !

Batnaðarkveðja inn í daginn !

Sunna Dóra Möller, 14.1.2008 kl. 08:34

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hélt að allir væru hættir að senda áfram svona kveðjubréf ... svona a.m.k. með hótun um hamfarir  ... Góðan bata á þessum síðustu og verstu tímum...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.1.2008 kl. 09:17

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þau eru mögnuð þessi keðjubréf. Góðan bata.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.1.2008 kl. 09:48

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vonandi að þú náir þessu úr þér fljótt kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.1.2008 kl. 10:34

15 identicon

Láttu þér batna. Gufuöndun undir handklæði og hunang, með dassi af góðri tónlist.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 11:29

16 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég slít alltaf svona keðjur og ætti að vera dauð fyrir löngu :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.1.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.