Laugardagur, 12. janúar 2008
Sumir dagar eru bara ....arg
Ég hef ekki bloggað mikið í dag. Ærin ástæða, enda vart getað lyft haus frá kodda vegna lungnakvefs, hita og sollis.
Ef það væri nú allt, ónei,
Mitt elskaða band lenti í hörðum árekstri, á atvinnutækinu, Benzinn ónýtur öðrum megin og lenti út af veginum við höggið og munaði engu að hann ylti til niður stóra brekku fulla af grjóti og slíkum ófögnuði. Það var ungur maður á hraðferð sem fór inn í hliðina á járnflykkinu, og það er Benzinum að þakka að húsband er í heilu lagi.
Skemmtilegir svona dagar, eitthvað við þá.
Ekki segja, þú getur verið glöð að húsband sakaði ekki, því ég veit það og er búin að dansa gleðidansinn því til dýrðar.
En svo er bara að vona að vinurinn komist á götuna sem fyrst. Hann heldur öllu batteríinu gangandi hér þessa elska, sko Benzinn plús húsband.
Þetta er nú ástæðan fyrir því að ég hef lýst svona með fjarveru minni og mínir elskuðu bloggvinir, ég hef ekki komist til að lesa ykkar yndislegu pistla.
Bæti úr á morgun, er nefnilega með þá tilfinningu að mér sé eitthvað að batna, enda eins gott, ég á leið til Londres á föstudaginn.
Leiðinlegast þótti mér að geta ekki fengið Jenný Unu til mín til dvalar, en við bætum úr því á morgun.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr
Athugasemdir
Hugarfluga, 12.1.2008 kl. 23:43
Innlitskvitt - knús til ykkar allra
ég var ekkert smáfegin að heyra að húsbandið þitt hefði ekki sakað, get ímyndað mér að það hafi bæði verið gleðidans á heimilinu og smá áfallastreita sem hefur fylgt á eftir. Ekki gott saman við lungnakvef og hita. Takktu utan um þitt fólk og láttu þér batna elsku Jenný
knúsknúsknús
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 23:45
Góðan bata!
Anna Karlsdóttir, 12.1.2008 kl. 23:45
Æi elsku Jenný mín. Stundum er lífið oþolandi. En við sátum fjórar hér í dag og drukkum kaffi og átum eplaköku með rjóma og nammihnetur í desert. Söknuðum þín og fleiri.
Knús og góðan bata.
Edda Agnarsdóttir, 13.1.2008 kl. 00:11
Gott að hann slapp sjálfur, alltaf má fá nýtt fley þegar fram líða stundir. Mitt atvinnutæki slapp ekki áfallalaust í gegnum helgina heldur. Var fylltur fyrir mistök af bensíni og það er heljar prósess að ná þessu af aftur og setja svo þann vökva sem Bonzó vill.
Bifreið stórmóðguð og harðneitaði í gang. Steinar varð að beita ýmsum tilfæringum til að afmóðga bílinn. Eina sem var eftir var að ég, húsmóðir hans, kæmi og knúsaði hann á grænan nebbann.
Nú malar bifreið eins og hún er vön enda orðinn bensínlaus.
Ragnheiður , 13.1.2008 kl. 00:34
What! Æi... Knúsaðu Einar. Eins gott fyrir hann að fúnkera 100% eftir þetta. Og láttu þér batna snúllan mín.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.1.2008 kl. 01:06
Fulkomin ástæða fyrir blogglegri fjarveru. Vorkenni þér meira en Vilberginum, enda er alkvennaleg flensa mun meira ´bágterí' en einhver smotteríis umferðaróhöpp.
Ég er nefnilega líka í slíkri & það er súrara en fúlt, & fúlara en súrt.
Steingrímur Helgason, 13.1.2008 kl. 01:11
Púff, gott að húsband komst heill frá umferðaróhappi, svo áttu alla mína samúð í þessum veikindum sem taka vonandi enda næstu daga, ekkert gaman að vera veikur og utanferð framundan
Þín var saknað í dag en þetta verður endurtekið, hlakka mikið til....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.1.2008 kl. 02:34
gott að húsbandið slapp vel, og vonandi fer þér nú að batna
Svanhildur Karlsdóttir, 13.1.2008 kl. 03:17
Fólk á að fagna flensu sem mest það má. Flensan virkjar ónæmiskerfi líkamans betur en flest annað.
Mótlæti á borð við árekstur á líka að fagna. Fyrst að enginn slasaðist alvarlega, vel að merkja. Þetta þroskar hæfileikann til að takast á við litróf tilverunnar. Gefur lífinu lit. Þið ættuð að halda upp á flensuna og áreksturinn með því að fara út að borða. Hvorutveggja fagnaðarefni upp á seinni tíma að gera.
Sjálfur hef ég klesst bíla út og suður, rúllað margar bílveltur og flogið í gegnum bílrúður. Að vísu alltaf fullur. En breytir engu um að ég hef aldrei verið glaðari með tilveruna en eftir þannig dæmi.
Jens Guð, 13.1.2008 kl. 03:23
Sendi þér og bandinu hugheilar kveðjur í stíl óskalaga sjúklinga!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.1.2008 kl. 09:29
Batnaðarkveðja til þín
Maddý (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 09:42
Æ,æ,æ hvurslags er þetta! Bestu kveðjur með ósk um betri dag
Hlýtt knús héðan frá Tékkó.
Ía Jóhannsdóttir, 13.1.2008 kl. 10:13
Ekki góða fréttir. Vonandi batnar þér sem fyrst og að bíllinn verði bættur að fullu. Knús
Bjarndís Helena Mitchell, 13.1.2008 kl. 11:40
Gott að allt fór vel, vonandi bara að þú náir þér af þessari flensu.
Verður að vera frísk fyrir ferðina.
Fín speki hjá honum Jens.
Orku kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2008 kl. 12:11
Þið eruð frábær og Jens, hefurðu aldrei komist í kast við lögin í þessum bílaraunum þínum?
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2008 kl. 12:33
Oska þer góðs bata. En get ekki sagt ad eg hafi saknad ruglsins fra þer. Vælið sem vellur ur þer og beiskjan ut i allt og alla. Hver sá feministi sem lætur það vera að blogga er sigur fyrir okkur hin. Ætti að taka af ykkur vélarnar og netið. Skál!
Dísa (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 12:47
Ja hérna.. það gengur ýmislegt á, en nú hlýtur allt að fara upp á við úr þessu !
Góðan bata
Jónína Dúadóttir, 13.1.2008 kl. 13:46
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.1.2008 kl. 14:32
Vonandi er heilsan skárri hjá þér í dag og bensinn að komast í lag líka. Gott að ekki fór ver....
!
Bestu batnaðarkveðjur
Sunna Dóra Möller, 13.1.2008 kl. 15:19
Vona að þér líði betur, bloggkerling
- þið eigið alla mína samúð út af bílnum og batteríinu en ég samgleðst ykkur af öllu hjarta yfir að ekki fór verr með karlinn
Hafðu það gott með litlu krúttnöfnu þinni.
Kolgrima, 13.1.2008 kl. 17:20
Athyglisvert hvað Dísu greyinu er ekki sjálfrátt á lyklaborðinu sínu. Villist hérna inn á bloggið þitt hvað eftir annað og meira að segja til þess að segja þér hvað hún saknar þín lítið
Jóna Á. Gísladóttir, 13.1.2008 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.