Leita í fréttum mbl.is

"Ómagabætur" hækka hjá Reykjavíkurborg

Einhvers staðar las ég að um 160 þúsund krónur þyrfti fólk að hafa handa á milli, til að eiga fyrir nauðsynjum, eins og leigu, mat, síma, rafmagni, fötum og slíku.  Það má vera að sú upphæð sé ekki alveg rétt, en hún var a.m.k. vel yfir hundraðþúsundkallinn.

Og nú les ég mér til mikillar furðu, að þeir sem sækja þurfa fjárstuðning til Reykjavíkurborgar, af einhverjum orsökum, fái hækkun úr 95.325 krónum í 99.329 krónur á mánuði.

Hækkun hjóna/sambýlisfólks hækkar úr 152.520 krónum í 158.926 krónur á mánuði.

Ég er ekki hátekjumanneskja, en kemst af með mitt og kvarta ekki.

En hvernig í ósköpunum á það fólk sem þarna verður að sækja sér framfærslu að lifa á þessum krónum?  Þetta getur ekki verið tala sem er miðuð út frá raunverulegum kostanaði við að framfleyta sér og halda heimili.

Pétur Blöndal gæti ábyggilega sýnt fram á að þetta sé meira en nóg til að lifa af, en hann er sá eini sem ég veit um sem getur skafið mat af berum steinunum.

Myndi vera þakklát fyrir, ef einhver gæti útskýrt hvað liggur að baki þessum útreikningi.

Ég vil að manneskjur  fái að lifa með reisn.  Allir sem einn og þetta er ekki í neinum tengslum við þann kostnað sem kostar að lifa.

Getur hinn nýi meirihluti ekki gert betur en þetta?

Nú er ég hlessa.


mbl.is Fjárhæð fjárhagsaðstoðar hækkar hjá Reykjavíkurborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búin að sjá svo margt sorglegt hjá velferðarkerfi Reykjavíkurborgar að það er efni í sorgarbók.Slæmt var velferðarkerfið í tíma R-listans og ég var trú mínu íhaldi og hélt að Jórunn mundi gera róttækar breytingar sem hún reyndar guggnaði á og svo er Björk kominn aftur.Bara sorglegt .Ég held að ég fari í velferðarframboð.Ég veit alla veganna hvernig kerfið virkar ekki.Nei segi bara svona.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 13:51

2 identicon

Þessar bætur eða hvað sem fólk vil kallað þetta eru ekki í neinum tengslum við raunveruleikann, rugl & bull ít í loftið... Dag finnst örugglega mikilvægara að pússa rassa á snobb og kvikmyndafólki.. kannski er rvk bara 101 og vinir hans

DoctorE (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 14:08

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

"Pétur Blöndal gæti ábyggilega sýnt fram á að þetta sé meira en nóg til að lifa af, en hann er sá eini sem ég veit um sem getur skafið mat af berum steinunum."

SAMMÁLA

Var að kommenta á neðra bloggið þitt!

Edda Agnarsdóttir, 7.1.2008 kl. 14:11

4 identicon

Ég er venjulega ekki orðlaus,en nú skortir mig ORÐ.

 Ef að við heimfærðum þessa upphæð á laun Borgarfulltrúa og myndum skerða laun þeira sem þessu hlutfalli nemur.Hvað þá,  yrðu þeir að taka srætó,búa hjá mömmu og pabba,ganga með dökk sólgleraugu.Og svo,frv.

Takk fyrir ÁBENDINGUNA.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 14:19

5 identicon

Ekki veit ég á hvaða launum þú ert en mér finnst þetta mjög háar bætur. Ég er lögreglumaður og það vantar bara nokkra þúsundkalla í að þetta séu jafnhá laun og mín...

Kannski ætti ég bara að fara á þetta ómagakerfi. Lítið varið í að vinna fyrir þessa nokkru þúsundkalla þegar ég get notið bóta og hreyfa mig ekki neitt.

Gústi (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 14:26

6 identicon

Sæl Jenný Anna,

Það er bara ekki til neinn "opinber, viðurkenndur framfærslugrunnur!".  Það hefur enginn stjórnmálamaður, hvorki verandi í stjórn eða stjórnarandstöðu, hjá ríki eða borg, þorað að kalla eftir þessu sjálfsagða "stýritæki", sem allar hinar norðurlandaþjóðirnar notast við í sínum framfærsluútreikningum!

Stefán Ólafsson, prófessor og Harpa Njáls, félagsfræðingur hafa margoft bent á þessa staðreynd, en það er eins og það hafi enginn stjórnmálamaður kjark, til að taka á þessum málum!

Forystumaður í launþegahreyfingunni, talaði um það rétt fyrir jól að þessi upphæð væri u.þ.b. kr. 130.000.-, en ég hef ekki séð neinn "grunn", sem færir rök fyrir þeirri upphæð! 

kv. og þakkir fyrir bloggin þín!

Sigrún Jónsd.

Sigrún Jónsd. (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 14:29

7 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ef ég má grípa inní, Gústi,Ég efast ekki um að laun lögreglumanna séu lág og vildi geta haft áhrif til að hækka þau en þeir sem neyðast til að taka við bótum frá borginni þeir eiga öfugt við okkur hin ekki auðvelt með að hreyfa sig andlega eða líkamlega- það er málið. Flottur pistill, Jenný!

María Kristjánsdóttir, 7.1.2008 kl. 14:35

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér skilst að byrjunarlaun lögreglumanna séu um 180 þús. króna.  Stemmir það Gústi?  Það er þá uþb helmingi hærri upphæð en þetta handát á borginni.  Svo hlýtur að koma til vaktaálag og aukavinna og allt hvað það heitir.  Mér finnst þetta hreinlega ósmekklegur samanburður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2008 kl. 14:41

9 identicon

Gústi það er ekki við þetta fólk að sakast eða uppnefna það ómaga... flestar starfsstéttir á klakanum eru verulega undirlaunaðar, það er það sem gerir okkur íslendinga svo hamingjusama þjóð

DoctorE (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 14:41

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Gústi er ekki lögga, hann er bara að æra óstöðugan hér.

Þessi framfærsla dugar ekki fyrir húsaleigu hvað þá meira. Ekki skrítið þó fólk steli, selji dóp og exetra. Hvernig á annars að lifa?Pirrrrrrrr..........

Þröstur Unnar, 7.1.2008 kl. 15:05

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

" er sá eini sem ég veit um sem getur skafið mat af berum steinunum. "

Að skafa mat af berum steinum

sumum tekst ég tel.

En sjóða ket úr berum beinum

Blöndal gerir vel.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 15:07

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

P.s.

Takk fyrir hollan pistil. 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 15:07

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flottur pistill Jenný mín.  Ég er nú svo vel haldin að hafa 125.000 á mánuði frá Trst . og Líferissj. alsæl eins og þú veist.  Þetta er skömm. Hætta við að vernda helvítis húskofana á Laugavegi og auka framlag til félags og eldri borgara þjónustu, þeir lofuðu því allir.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 17:18

14 identicon

Hæ, ég þekki þó nokkra svona hreppsómaga og þeir eru duglegir að eyða sínu í áfengi og eiturlyf og ég sé ekki betur en að þeir skemmti sér konunglega.

Hafið það gott og góða skemmtun 

Gunnar (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 17:20

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er þessi upphæð fyrir þá sem hafa ekkert annað?. Er einhver til í þessu þjóðfélagi sem fær ekkert nema þetta? Ég efast um það.

Pétur Blöndal bauðst til þess að kenna fólki að lifa af lágmarkslaunum en enginn þáði þá kennslu.  Hvers vegna skyldi það vera? Eigum við að vorkenna þeim sem hafa skuldsett sig þannig að þeir geta ekki lifað af laununum sínum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2008 kl. 17:26

16 Smámynd: Þröstur Unnar

Ásdís, það er til nógu mikið af peningum í þjóðfélaginu okkar til þess að vernda alla húskofa og hlöður í landinu og einnig til að hækka allar "aumingjabætur" um 200%.

Þetta eins og annað er spurning um pólitíska forgangsröðun.

Góð áminning Jenný, "taxtinn" hækkar um heilar 4 þús.krónur, sem dugar fyrir tveim Vodka, fyrir Gunnar IP tölu.

Þröstur Unnar, 7.1.2008 kl. 17:30

17 Smámynd: Guðný Drífa Snæland

Þetta er til skammar!

En ég á tvö börn, vinn fulla vinnu á leikskóla hjá mínu sveitarfélagi, er ekki kennaramenntuð en búin að vinna í 9 ár og er í námi ætluðu leiðbeinendum á leikskólum.

Það sem stakk mig er þessi 160þús. króna útreikningur, mín útborguðu laun eru um 125þús fyrir fulla vinnu!

ÞAð má taka til á ýmsum stöðum hjá þessari hamingjusömustu og allir-hafa-það-rosalega-gott þjóð

Guðný Drífa Snæland, 7.1.2008 kl. 18:05

18 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þeir eru ekki öfundsverðir, sem verða að þyggja örorkubætur. Að veikjast eða slasast er ekki öfundsvert, samt leyfir sumt fólk sér að fordæma öryrkja einsog það fordæmir auðkýfingana. Það er þó mikið bil þeirra á milli. Það er með ólíkindum að blásið skuli í lúðra yfir 4000 króna hækkun launa fyrir öryrkja eða aðra bótaþega. Ég veit að það er ekki hægt að lifa á þessum bótum og mér finnst helvíti hart að manni skuli hengt fyrir að veikjast eða slasast með þessum hætti.

Takk fyrir þennan pistil Jenný, hann er þarfur. Vonandi sneiðir hann eitt eða fleiri lög af fordómunum sem vaða uppi. Þrautarganga er ekki eftirsóknarverð og ég óska engum þau ömurlegu örlög.

Eva Benjamínsdóttir, 7.1.2008 kl. 19:41

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þegar talað er um fjárstuðning, er það þá ekki viðbót við laun fólks? Þetta eru ekki örorkubætur sem þú ert að tala um rúslan mín, er það?

Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 20:03

20 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Jóna: Þetta er allt sama tóbakið ´ómagabætur'. Fyrirgefið ég sé ekki muninn.

Eva Benjamínsdóttir, 7.1.2008 kl. 20:12

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég setti "ómagabætur" í gæsalappir, en þeir sem hafa verið á sveit settir á Íslandi hafa verið kallaðir ómagar.  Fyrir mér er best að kalla skóflu, skóflu.

Jóna: Þetta er fólk sem nýtur ekki örorkubóta eða atvinnuleysisbóta, og hefur ekki aðra sjóði í að sækja.

Annars þakka ég umræðuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2008 kl. 20:17

22 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er svooo sammála því að það eigi að hjálpa fólki. Ég veit t.d. um eitt dæmi þar sem hjón ráku verslun. Áttu tvo unga syni. Verslunin bar sig ekki (kaupmaðurinn á horninu) og þau urðu gjaldþrota. Það voru ansi þung skrefin sem tekin voru til að leita sér hjálpar. og auðvitað þótti þessu fólki sem hafði unnið hörðum höndum alla ævi það hin mesta hneisa að þurfa að ''betla'' peninga af hinu opinbera. En það var gert og þau þáðu hjálp í einhvern tíma, réttu úr kútnum (reyndar á afar aðdáunarverðan hátt) og gátu eftir einhvern tíma hætt að þiggja þessa hjálp.

Mér finnst næstum því að það eigi að vera einhverjar grunngreiðslur en svo þurfi að meta hvert og eitt dæmi fyrir sig. Vegna þess að þegar upp er staðið; hver græðir á því að fólk missi þakið yfir höfuðið eða verði gjaldþrota. Enginn græðir á því. ´

Veit ekki hvort ég hef gert mig skiljanlega. Vona það.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 20:29

23 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Góður pistill, takk......vildi samt hafa smá af þessum hæfileikum Péturs Blö, þú veist að geta lifað á nánast engu eins og öryrkjum og láglauna fólki er ætlað að gera.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.1.2008 kl. 23:37

24 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég skildi alveg hvað þú áttir við Jenný mín með 'ómagabætur' og finnst gott að þú kallir skóflu skóflu.  Það er til fólk sem á bágt!

Ég er líklega hólpinn að vera öryrki. Hvern langar þangað?

Það er kannski vegna þess að ég hef sjálf farið þrautargönguna að ég legg þessar bágu bætur undir sama hatt. Ég finn til með fólki og vildi gjarnan að í kerfinu væri meira uppbyggjandi eðlislag.

Gangan byrjar hjá Reykjavíkurborg og fer svo oftast yfir í Ríkið. Það sem er alvarlegt í þessu máli er, að fólk er brotið niður fyrir, á sál og líkama og of veikt þegar hingað er komið, ekki í ástandi til að bjarga sér sjálft og fær í raun mjög takmarkaða hjálp í niðurrifinu, nema að það hafi efni á því sjálft.

Viðkvæmar sálir fárveikjast oft strax og deyja og það er gott fyrir kassann. Aðrir þrauka í andstreyminu af veikum mætti og berjast við nýja sjúkdóma sem verða jafnvel til á göngunni. t.d. vegna lyfja og fl.

Eitthvað kostar nú að fara illa með fólk. 

Ps. Skil ekki hvaða guðslukka það var að ég lifði af . Þakklát!

Eva Benjamínsdóttir, 8.1.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.