Mánudagur, 7. janúar 2008
Henda á bak við hús - já, já
Í gær var eins og ég hefði malbikað allan Laugaveginn, hjálparlaust, án matar eða kaffihlés. Ég var einfaldlega eins og draugur.
Ég hressist ögn þegar þessi fallegu systkini komu í heimsókn til ömmu og Einars, enda ekki lítið fútt í fá skemmtilegt fólk í innlit.
Jenný Una: Amma, taktu jólatréð, jólin eru búin, mamma mín segirða.
Amman: Jenný mín, amma ætlar að taka niður jóladótið á morgun (á morgun segir sá lati).
Barn: Nei núna skrass, jólasveinarnir eru farnir heim til mömmu sinnar, jólin eru bönnuð. Og svo hóf hún að plokka kúlur af tré.
Þetta varð til þess að jóladót var tekið niður og raðað í kassa en við lentum í smá vanda þegar kom að því að taka gervijólatréð saman (sem við keyptum í jólatréseklunni í fyrra), því barn stóð á því fastar en fótunum að trénu ætti að henda bak við hús, "aþí pabbi minn gerðiða". Það tók smá tíma að útskýra, að hlutir væru ekki alltaf eins, allsstaðar, en Jenný Una, var ekkert sérstaklega sátt.
Svo héldum við Einar á Hrafni Óla til skiptis, en hann var vakandi og átti 2ja vikna afmæli í gær. Hann horfði á okkur með fallegu augunum sínum og rak stundum tunguna út úr sér og geiflaði sig í framan.
Jenný: Hann ullar stundum, aþþí hann er svo lítill barn. Amma þú mátt halda á bróðir mín af því ég er bílstjórinn og ég ræður alveg. What???
Og..
Amma farru varrlea, hann er mjög, mjög lítill. En hún var svo sem ekkert að vanda sig neitt sérstaklega, þegar hún kom reglulega og "knústi" bróður sinn og kyssti svo það small í.
Og svo vorum við ein gamla settið og allt varð smá tómlegt.
Við vorum farin að sofa, töluvert löngu fyrir miðnætti.
En jólin eru niðri. Ekki kúlu að sjá, ekki dúk né kerti, sko jólakerti.
Svona er það gott að drífa sig í hlutina með aðstoðarmanni.
Hér er svo mynd af Maysunni minni og Oliver, sem þegar eru farin heim til London, ég get ekki beðið eftir að knúsa þau þ. 18. n.k.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:23 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Alveg ómissandi að hafa svona bílstjóra sér til halds og trausts Hver ferðu með malbikunarvélina næst... nokkuð á leið norður í land ?
Jónína Dúadóttir, 7.1.2008 kl. 08:52
Hún er bara dúlla þessi stelpa. Kannast við svona dugnað og ráðríki frá minni litlu, sem klæðist nákvæmlega eins bol, eins oft og hún mögulega getur. Mín sá í gær jólatré á hliðinni fyrir utan hjá okkur og skipunin " pabbi koddu að reysa tréð við" gall við í logninu.
Þetta er merkjafólk á þessum aldri.
Hello Kitty, Barbí og Princess rokka feitt.
Þröstur Unnar, 7.1.2008 kl. 08:53
Snilldar stúlka.Jebb jólin búin í gær.Ég búin að setja mín í skáp ekki geymslu svo jólaþjófurinn komi ekki á árinu.Og tré komið bakvið hús.Hér er allt eins og það á að vera.hahahahahaha
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 08:59
Ég fæ alltaf krúttkast þegar þú fjallar um þessa dömu. Hún er náttúrulega bara yndisleg, og allt er svo klippt og skorið og í réttu skipulagi. Knús frá mér.
Bjarndís Helena Mitchell, 7.1.2008 kl. 09:35
Hún er algjört krútt þetta barn og með það á hreinu hver stjórnar !
Hafðu það gott í dag !
Sunna Dóra Möller, 7.1.2008 kl. 10:01
Jólin koma, jólin fara, jólin koma, jólin fara... same old story! .. Gott að unga daman veit hvað hún vill og hver stjórnar, það er ágætis veganesti út í lífið!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.1.2008 kl. 10:14
hehe hlakka til eftir nokkur ár þegar sennilegast verður eins svona stjórnsöm (afsakið hjálpsöm) dama sem segir mömmu sinni til
Hún er algjör gullmoli þessi dama
Dísa Dóra, 7.1.2008 kl. 10:15
Hvernig er þetta með þig, kona? Gastu ekki fórnað einu gervijólatré? Jenný Una er svo mikið krútt, að hún á alltaf, alltaf að ráða
Ragnhildur Sverrisdóttir, 7.1.2008 kl. 11:00
Ég hefði betur vitað þetta þegar ég reytti hár mitt og skegg við að kroppa af trénu hérna. Ég er alveg viss um að Steinar hefði sko samþykkt að henda trénu út á bakvið ef ég hefði haft heimildir fyrir því
Næstu malbikunarframkvæmdir verða heima hjá mér, planið hjá Dúu er malbikað en ekki innkeyrslan mín.
Ragnheiður , 7.1.2008 kl. 11:06
Jenný mín, langar að benda þér á Öskjuhlíðina. Veit að hún hefur komið fullt af fólki til bjargar þegar jólatrjáaskortur gerir vart við sig í höfuðborginni! Bara senda húsbandið út með sögina.
Ibba Sig., 7.1.2008 kl. 11:08
Algjör gullmoli þessi stelpu skrúfa þín. Það verður ekki leiðinlegt fyrir þig með þau tvö næstu ár, ætli Hrafn Óli verði ekki jafn duglegur með svona góða fyrirmynd. Hvíldu þig ef þú ert þreytt, það ætla ég að gera.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 11:28
Barnið er hrein unun. Get eiginlega ekki beðið eftir að Hrafn Óli fari að tjá sig. Ég er viss um að samtöl á milli systkinanna verða á þann veg að gullmolarnir drjúpi af hverju strái.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 11:57
Jenný Una verður auðvitað malbikunarstjóri íslands og fer um allt land á skafaranum og ýtir öllu á sinn stað. Jenný mín....þú þarft hressingu...hringi til þín NÚNA!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.1.2008 kl. 12:27
Gat nú skeð..á tali
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.1.2008 kl. 12:28
Frh. af síðasta kommenti ... og svo er líka jafn dásamlegt að kíkja hér inn í hádegisbloggrúntinum (sem er mjög, mjög stuttur).
Ég er í krúttkasti eftir þennan lestur. - Knús til þín og þinna
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 12:50
Það er ekki einu sinni að ég geti haft nokkuð sniðugt eftir mínum barnabörnum því þau eru algjörir Svíar og tala bara sænsku! Ótrúlegt.
En það er gaman að heyra allt um Jenný Unu - gott að hafa eina stjórnsama, annars er ekkert víst að þetta hefði orðið fyrr en eftir dúk og disk!
Segi sona - það er nebbilega solleiðis hjá mér, allt gert í rólegheitunum.Og nú er ég farin að taka kúlurnar af - blessjú.
ps. geturðu hjálpað mér með myndasystemið á blogginu?
sama
Edda Agnarsdóttir, 7.1.2008 kl. 14:09
Hvernig aðstoð vatnar þig með myndasystem?
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2008 kl. 14:38
ARG! Krúttkast!!!!!! *svitn*
Hugarfluga, 7.1.2008 kl. 20:19
Þetta er bara yndislegt og hlýjar svo sannarlega um hjartarætur Gleðilegt ár, góran mín.
Kolgrima, 8.1.2008 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.