Leita í fréttum mbl.is

Ætli það hafi verið troðið út úr dyrum í nördaparadísinni?

 

Ég sá þessa frétt í gær og hugsaði með mér, nehh, ég nenni ekki einu sinni að blogga um þetta, þeir á Draugabarnum á Stokkseyri eru of hallærislegir plebbaprjónar til að maður fari að gefa þeim spott.

En svo hefur dagurinn liðið og engar fréttir af hjákonuballinu hafa komið í fjölmiðlum.

Var þetta kannski bara brandari, misheppnaður að vísu, en tilraun til fyndni?

Mér finnst að það hljóti að hafa fokið í einhverjar eiginkonur, ef þær eru svo illa giftar að eiga menn með hjákonur og draga þær með sér á ball svona beint upp í opið ógeðið á eiginkonunni.

En svo laust niður í kollinn á mér dásamlegri hugmynd.

Kannski fundu eiginkonur og hjákonur samtakamáttinn, föttuðu að þær eru í tygjum við örlagaplebba og halloka hámarksins og hafa dömpað þeim við undirleik hljómsveitarinnar Karma þarna á þessum guðsvolaða draugabar sem er hallærislegri en Bingóið í Vinabæ.

Ég er eiginlega viss um að þetta hefur farið 10-0 fyrir stelpunum og karlarnir eru nú aleinir heima, nema þeir hangi með eigendum Draugabarsins, sem nú mun bera nafn með rentu, því þangað á ekki eftir að koma kjaftur, sem vill ekki fá á sig hallokastimpil.

Ójá - konur rúla..

Sisters are doing it,

Úje


mbl.is Frumlegasta hjákonan verðlaunuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við hjónin vorum að ræða þetta á föstudaginn og fannst þetta ótrúlega lélegt og laust við húmor.  Ég hef ekkert heyrt talað meira um þetta, mér finnst þetta allavega lélegur húmor.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 20:31

2 identicon

Veit ekki hvað þú tala.. !  Hjákonur nördanna ??  Sætt.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég veit ekki Jenný - ég veit ekki.........

Mér finnst allavega kominn tími á að loka draugabarnum þar eru ekkert nema slagsmál dauðans og óliðlegheit drauganna.......

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 21:27

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst þetta alveg ógó mis.....bara finnst ekkert fyndið eða sniðugt við þetta...kannski er það bara jólalokablúsinn sem að hefur áhrif á minn annars vegar góða og menningarlega húmor...vona samt ekki!!

Góða nóttí!

Sunna Dóra Möller, 6.1.2008 kl. 21:37

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 6.1.2008 kl. 22:04

6 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Er aprílgabbið eitthvað snemma á ferð í ár?

Þetta hlýtur að vera djók - mjög misheppnað djók

Björg K. Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 22:46

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég veit reyndar ekkert um þetta blessaða ball, en kommon dömur. hafa smá húmor fyrir lífinu

Brjánn Guðjónsson, 6.1.2008 kl. 22:56

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég tel mig ekki tiltakanlega húmorslausa.........

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 23:12

9 identicon

sjá nánar frétt á www.stokkseyri.is um hjákonuballið sem fór vel fram og gríðarleg stemning allt kvöldið, glæsilegur vinningur sem hjákonan fékk sem var valin frumlegust. þarna voru mættir ólofaðir menn sem áttu tvær til þrjár hjákonur og ekki flokkaðist það undir framhjáhald, en fyrst og fremst var mætt þarna glatt fólk með góðan húmor. Ekki reyndist þú fröken feministi sannspá með tóman Draugabar því í gærkvöldi var þrusu þrettándaball.

dapurleg neikvæðni í garð aðstandenda Draugabarsins sem hafa gert mjög góða hluti hér á Stokkseyri, t.d. söfnin tvö sem bæði eru hrein snilld.

kannski er þetta bara hrein öfund eða það að orðið hjákona fer ekki vel ofan í feminista. Hver veit nema að allar hjákonur séu feministar?

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 23:19

10 Smámynd: Jens Guð

  Ég þekki mann sem hélt tvö heimili með sitthvorri konunni.  Sú sem kom síðar til sögunnar vissi af hinni og telst því vera viðhaldið.  Hin komst að þessu og brást hin versta við.  Leikar fóru þó þannig að með tímanum sætti hún sig við þetta.  Það sem meira var að  kynni tókust með konunum.  Reyndar hittust þær aldrei heldur spjölluðu saman í síma.  Úr því myndaðist vinskapur sem þróaðist út í það að þær urðu trúnaðarvinkonur.

  Að því kom að þær fóru að velta sér upp úr hinu og þessu sem þeim mislíkaði í fari mannsins.  Það þróaðist út í það að þær fóru eins og að spana hvor aðra upp.  Þetta magnaðist upp í það að þær tóku sig saman og dömpuðu manninum í sameiningu.

Jens Guð, 7.1.2008 kl. 00:29

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha Jens góður

Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 00:32

12 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Jens, ég vil framhald á þessari sögu...commmm.. onnn, fín saga

Eva Benjamínsdóttir, 7.1.2008 kl. 00:52

13 identicon

Já, Guð forði okkur frá því að svona "hress" kona með svona "mikinn" húmor fyrir lífinu mæti á Draugabarinn..

Reynir, ég var á furðufataballinu í gær og hef ekki skemmt mér svona vel í lengri tíma, takk fyrir mig!

Sigurður K. Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 01:52

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður K: Ji varstu á furðufataballinu?  Í hverju varstu?  Draugabúningi?

Eva: Ég vil líka framhald.

Jens:Helvíti góð þessi, hvað varð um kallangann?  Flutti hann á Stokkseyri?

Reynir Már: Þetta fer ekkert í feministann hjá mér, þetta er pjúra öfund.  Búninn að vera viðloðandi staðinn lengi karlinn?

Hallgerður:  Hann verður á Draugabarnum við barinn, í þessum fötum.. hann á bara þessi og svo kuldagalla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2008 kl. 07:11

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jens þú ert alveg frábær. þeir eru margir kallangarnir sem búa á öllum stöðum um allt land. halda kannski að það sé auðvelt að plata konur úti á landi.
Jenný mér sem fannst þetta alveg briljant hugmynd,
eins og gömlu góðu dansleikirnir: " in the god old days ".
Tek það fram að ég hef aldrei komið á þennan draugabar.
Á ég mikið eftir?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.1.2008 kl. 08:29

16 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

verð að viðurkenna að mér fannst þetta bráðfyndið (þó ég sé femínisti), en hvers eiga hjákarlar að gjalda?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 7.1.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband