Laugardagur, 5. janúar 2008
Hvað segja þjóðernissinnarnir núna?
Hehemm, ég þorði ekki að kalla þjóðernissinnana rasista eða útlendingahatara, sem þeir auðvitað eru, þannig að ég notaði þjóðernissinnar í staðinn. Þið vitið hvað ég meina.
Pólverjar eru þeir löghlýðnustu af öllum þjóðarbrotum á landinu. Þetta eru hlutfallslegar tölur.
"Erlendir ríkisborgarar sem ákærðir eru fyrir glæpi eru sumir ferðamenn og því má ætla að hlutfall ákærðra með erlendan ríkisborgararétt sem búsettir eru hérlendis sé enn lægra."
Mér finnst þetta bráðnauðsynleg vitneskja með tilliti til þeirra fordóma sem beinst hafa gegn ákveðnum þjóðarbrotum, í tengslum við glæpi í þjóðfélaginu.
Kannski slá þessar staðreyndir á útlendingaótta hjá þeim sem eru haldnir honum og þá má jafnvel búast við því að það verði ekki einblínt á þjóðerni þess sem glæpinn fremur, heldur verknaðinn sjálfan.
Glæpir, einkum og sér í lagi ofbeldisglæpir eru skelfilegir og þá verður að stöðva með öllum ráðum. Að einblína á nýja Íslendinga fremur en samfélagið sem glæpirnir spretta úr, er að drepa málum á dreif. Skilar engu nema ótta og hatri.
En ég gladdist við að fá grun minn staðfestan. Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé, hér á Íslandi, sem og annars staðar, en þjóðerni glæpamannsins skiptir engu máli, að mínu mati.
Og svo er að henda fordómunum út með ruslinu.
Kikkmíandsúmí.
Úje
Pólverjar þeir löghlýðnustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
sammála.En þar sem svo margar hamingjuóskir eru á síðustu færslu set ég mína hér svo hún sjáist betur.TIL HAMINGJU
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 16:04
Nauðsynlegt innlegg í umræðuna um "vandamálið" sem allmargir Íslendingar telja að innflytjendur séu og gleyma því að öll erum við einstaklingar sem æskjum þess að vera dæmdir fyrir eigin gjörðir en ekki annarra.
Dabbi (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 16:17
Meðan fréttaflutningur er þannig að þjóðernið er tekið fram stórum stöfum þá er alið á slíkum fordómum. Persónulega held ég að það sé afar svipuð upplifun að verða fyrir afbroti sama hvers lenskur brotamaðurinn er !
Skaupið er klukkan 19.40 í kvöld mín kæra
Ragnheiður , 5.1.2008 kl. 16:36
Staðreyndin er að þetta er villandi tölfræði - pólverjum í mikinn óhag.
Það fremja ekki margir íslendingar afbrot fyrir 15 ára aldur eða eftir fimmtugt. Pólverjar á íslandi er margfalt fleiri hlutfallslega á aldrinum 15-50 en íslendingar. Ef aldurshópar væru bornir saman hlutfallslega þá kæmi þetta enn verr út fyrir íslendinga. Sjötugt fólk er ekki líklegt til afbrota er það?
Þórður Magnússon (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 16:43
Eitthvað lítur þetta illa út fyrir vissa austur evrópubúa að sjá hér :
http://edalkvendi.bloggar.is/blogg/272754/enok (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 17:35
Ekki veit ég alveg hvað er pointið með slíkri tölfræði, en ég veit þó að hún kann að vera ansi afstæð eins og bent er á. Í umræðunni um glæpi og tíðni þeirra meðal útlendinga hefur aðallega verið minnst á Eystrasaltsþjóðir og fólk frá Rússlandi og Úkraínu. Þar hefur tíðnin verið há, víðast hvar í Evrópulöndum.
Hér er talað um glæpi almennt og eru þar umferðarlagabrot og ölvunarakstur vafalaust fyrirferðarmest. Þar eru almennir túristar engir eftirbátar annarra. Séu nauðganir og eiturlyfjamisferli, auðgunarbrot og ofbeldisbrot skoðuð, þá kemur vafalaust önnur mynd í ljós. Það hefur verið ástæða fyrir ugg fólks um aukna tíðni nauðgana, sem spyrt hefur verið við nefndar þjóðir og einnig ölvunarakstur.
Hér er vísvitandi verið að kokka með tölur til að sporna gegn þessum almenna ugg. Umfewrða og ölvunarakstursbrot eru mörg og létt að drekkja öðrum glæpatíðnitölum með að hafa þau með í úttektinni.
Ég er ekki þjóðernissinni né er ég meðmæltur hömlum á aðflutningi hér. Ég er þó á því að meira eftirlit skuli haft með bakgrunni fólks eða að gagnabankar lögreglu sú í samvinnu við erlenda gagnabanka um glæpamenn. Það er greinileg þörf á einhverju eftirliti, eins og sést á því að einn líkfundarmaðurinn var kominn hér inn í landið aftur og þekktist fyrir tilviljun í verslunarmiðstöð.
Það eru gerðir út glæpamenn og dópsmyglarar til evrópulanda, frá þessum löndum, það er sýnt og sannað. Gagngert með lögbrot og auðgun í huga. Ég vona að ég fái ekki ofannefnda stimpla fyrir að vera þeirrar skoðunnar.
Ég tek allavega öllum slíkum talnatúlkunum með fyrirvara og tel það útúrsnúning að taka til Pólverja í þessu dæmi, því umræðan hefur ekki snúist um framferði manna í þeim hópi, nema að afar litlu og ómarktæku leyti.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 17:48
Tölfræði spölfræði sagði einhver einhvern tíma. Éggef lítið fyrir svona villandi rugl.
Það er hægt að lesa ótrúlegustu hluti úr svona tölfræðirugli. Ef einungis væru teknar nauðgunarkærur og bornar saman á þennan hátt myndi þetta eflaust líta út á allt annan hátt og þá á verri hátt fyrir austur-evrópubúa.
Maður þarf nú til dags að taka það fram að maður sé ekki rasisti og að mér líki ágætlega við erlent fólk en þegar fólk kemur hingað að þá er þetta fólk gestir í þessu landi og gestir verða að haga sér almennilega því það skemmir mikið fyrir "góðum Pólverjum" þegar þessir nauðgarar starfa í hópum t.d. á salernum á skemmtistöpum og annars staðar.
Það er alger óþarfi að passa sig svo agalega mikið á því að vera ekki rasisti að maður horfi framhjá staðreyndum og taki svona spölfræði bókstaflega og éti hana hráa ofan í sig.
Ingvar (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 17:51
Þessi umræða hefur ekki skapast í grunninn frá einhverjum rugluðum minnihluta "þjóðernissinna" með neikvæðum formerkjum, heldur er fólk ráðvillt eftir ítrekaðar og hrottalegar nauðganir af hendi útlenskra einstakleinga, sem eru hér tímabundið. Einnig er slysið í Keflavík eitt af því, sem hefur vakið þennan ugg, enda skiljanlegt, því aldrei að mér vitandi hefur nokkurntíma hent hér að manneskja flýi af vetfangi og skilji helsært barn eftir á götunni og þræti svo fyrir allt saman, þrátt fyrir augljósar sannanir.
Fólk er reitt og ráðalaust og ekki síst uggandi yfir því hvort þetta er vaxandi tilhneiging eða bara tilviljun ein. Það er því óvarlegt að tala svo almennt um rasista og útlendingahatara eins og þú gerir.
Pís and Lov.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 18:02
Skítt með tölfræði? Það er auðveldara að treysta á tilfinningu en að þurfa að hugsa, en það þýðir ekki að það sé rétt.
Eins og venjulega eru alltaf einhverjir idjótar sem reyna að draga úr mikilvægi gagnanna með því að benda á að hægt sé að misnota tölfræði. Það eru samt ekki mótrök.
H (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 18:18
Var Keflavíkurökuníðingurinn semsé af erlendu bergi brotinn?
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 18:26
Spurningin var: Hvað segja þjóðernissinnarnir núna?
Þegar loksins koma jákvæðar fréttir af erlendum ríkisborgurum og þær eru studdar tölfræði frá hinu opinbera, þá er greinilegt að margir vilja ekki heyra neitt jákvætt um útlendinga og reyna að leggja allt út á hinn versta veg.
Sorglegt.
Svala Jónsdóttir, 5.1.2008 kl. 18:45
Bragi, það er ekki sannað en leiddar hafa verið líkur að því.
Svala, NÁKVÆMLEGA!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.1.2008 kl. 19:09
Svala: Enginn að andmæla jákvæðni í garð útlendinga. Það er bara þín sjálfsréttlætandi og yfirborðskennda pólitíska rétthugsun, sem túlkar það svo. Það er að sjálfsögðu jákvætt að einhver þjóðfélagshópur er hvorki meiri né minni glæpamenn en aðrir, en af hverju taka það fram með Pólverja sérstaklega? Hafa þeir verið áberandi í umræðunni um þessi mál? Finnst þér rétt að þagga niður umræðu um hugsanlega tilhneigingu til glæpa hjá afmörkuðum þjóðfélagshópum, hvort sem áhyggjur eru á hugboði eða staðreyndum byggðar? Er ekki vert að ræða alla hluti og komast að niðurstöðu, í stað þess að lít eilíft undan vegna ótta við að vera stimplaður öfgamanneskja af óvönduðu fólki?
Lestu það sem ég skrifa, áður en þú úthellir þótta þínum. Þú hefur áður gert slík frumhlaup.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 19:36
Hér er ég að velta upp öðrum flötum á umræðunni, sem virðist afar einstrengingsleg. Fyrir það er ég kallaður hrokagikkur, idijót og sakaður um að leggja allt út á versta veg. Það er því best að maður þegi og láti ekki á vangaveltum sínum bera. Þetta er með algerum ólíkindum.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 19:46
Fullkomlega sammála.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 20:13
Einmitt... fordómana út með ruslinu.
En að öðru, ...til hamingju með 15 edrú mánuði flottast er þó að geta komið sér út úr depurð og pirringi með réttum hugsunum einum saman, reyni sjálf að nýta mér það og þarf þess oft því skap og geð á það til að sveiflast eins og pendúll.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.1.2008 kl. 20:15
Ehm, ég meinti að ég væri sammála færslu Jennýar, ekki síðasta ræðumanni á undan mér, svo það sé á hreinu :)
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 20:29
Gaman væri að sjá þessa könnun til að geta fjallað um hana af einhverju viti um hvaða samanburð er að ræða að örðu leiti er ég samála J'oni Steinari H
Hallgerður þu segir "Erum við það sem kallað er smáborgarar hafandi ekkert svigrúm? Trúlega saga okkar er svo stutt hafandi búið í borg í ca 60 ár?" Þyðir það að borgarbúar eru viðsýnir og góðir en dreifbýlisfólk kynþáta hatarar að þínu mati.
Jenny þú byrjar greinina á þessum orðum " Hehemm, ég þorði ekki að kalla þjóðernissinnana rasista eða útlendingahatara, sem þeir auðvitað eru, þannig að ég notaði þjóðernissinnar í staðinn. Þið vitið hvað ég meina. Þú fullyrðir semsagt að þjóðernissinnar séu rasistar ?? Ég vil halda í Íslenska tungu og siði er á móti fjölmenningarstefnu og skammast mín ekkert fyrir að vera Íslendingur ég vil taka á móti fólki í mínu heimalandi á mínum forsendum en ekki þeirra ásamt því að ég virði þeirra forsendur í þeirra heimalandi. En þú ættir að kynna þér betur meiningu orðsins rasisti áður en þú fullyrðir að hópar fólks sú það.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.1.2008 kl. 21:05
að hópar fólks séu rasistar átti þetta að vera
Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.1.2008 kl. 21:07
Af hverju finn ég ekkert um þessa frétt á www.xf.is ?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 21:23
Ég vil byrja á að þakka fyrir málefnalega umræðu en ég get ekki farið út í að svara hverjum og einum sérstaklega.
Þegar ég les um nauðgun svo ég taki svæsið dæmi, og nauðgarinn er íslenskur, eins og OFTAST ER, þá lít ég ekki á mig sem nauðgara vegna þess að ég og ofbeldismaðurinn erum sömu þjóðar.
Sama á auðvitað við um önnur þjóðarbrot. Af hverju skyldu Pólverjar dæmdir sem þjóð af því að örlítill minnihluti þeirra fremur afbrot?
Ég veit ekki hvort það ger gerlegt að skoða bakgrunn fólks áður en það fær dvalarleyfi í öðrum löndum. Hefur það verið gert við okkur Íslendinga? (ekki að meina USA ofkors) Ég hefði svo sem ekkert á móti því að sakaferill fólks væri kannaður, en lengra en svo höfum við ekki leyfi til að teygja okkur. Það eru þá orðnar ofsóknir.
Ég er þeirrar skoðunar að það séu þúsunds sinnum meiri jákvæðir punktar við fjölmenningarsamfélagið heldur en neikvæðir. Ég er þess vegna með fjölmenningarsamfélagi en það kostar að við sem hér búum losum okkur við verstu fordómana og leggjum okkar af mörkum til að fólk aðlagist betur.
Og allt tal um að þessi eða hin þjóðin sé líklegri til afbrota en hinar er bull og kjaftæði.
Í þessu tilfelli hér (þe færslunni) þá kalla ég þá sem haldnir eru útlendingahatri, þjóðernishyggjumen. Ég biðst afsökunar ef ég hef sært einhvern með því sem ekki á það skilið, ég fann bara ekki betri orð.
takk fyir frábæra umræðu enn og aftur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2008 kl. 21:40
Æi hvað er gaman að mæta á svæðið (er búin að vera í burtu frá bloggeríí síðan á síðasta ári).
Auðvitað á ekki alltaf að vera að horfa á þjóðerni þeirra sem brjóta lög. En að því sögðu þá vil ég helst losna við þessa ofbeldishneigðu Íslendinga úr landi og ef einhverjir ofbeldishneigðir útlendingar bíða eftir fari hingað þá vona ég að þeir villist einhvers staðar af leið og endi á Suðurskautslandinu eða einhverjum ámóta stað þar sem ekki finnst mikið að fólki til að lemja í kássu
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 21:41
Er buin að leita að þessari skýrslu á Hagstofu vefnum getur einhver gefið upp slóðina á hana
Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.1.2008 kl. 22:00
Það má alveg halda því til haga, að ef til væru einhvers konar "nýbúatryggingar" þar sem fólk gæti tryggt sig hjá Tryggingafélagi fyrir hugsanlegu tjóni sem það ylli yrðu iðgjöld Pólverjanna sennilega lægst. Af hverju? Eru ekki allar þjóðir jafnar? Jú, að sjálfsögðu og hver einstaklingur stendur fyrir sínu og er alls ekki fulltrúi sinnar þjóðar. Við eigum ekki að láta hann gjalda þess að minnsta kosti.
Íslendingar eru í fyrsta sæti á lista "The Human Development Index" en Pólverjar eru í 37 æti. En hins vegar skora Pólverjar hátt á greindarprófum. Því hærri sem meðalgreind hópa er því lægra er hlutfall glæpa, auk þess er fylgni milli vinnusemi, heilbrigðis, langlífis og hárrar greindar. Meðalgreind fanga er ekki nema um 90. En ég tek skýrt fram að þetta eru bara meðaltöl. Faðir minn sem var mjög klár maður dó aðeins 36 ára.
En það sem skipir mestu að Pólverjar eru einfaldlega gott og vinnusamt fólk.
Sumir halda því fram að ekki sé ekkert samhengi á milli greindar og glæpa, auk þess sem dregið er í efa að greind sé arfgeng.
En hvað sem öllum þeim efasemdum líður eru Pólverjar gott fólk sem við eigum að taka vel á móti. Því fleiri því betra!
Áfram Pólland!
Benedikt Halldórsson, 5.1.2008 kl. 22:14
Þjóðernissinni er á móti öllum útlendingum.
Rasisti hefur ekkert á móti hvítum útlendingum ;-)
Lausnin er að Kenna Pólverjunum Íslensku og hætta að borga þeim lægri laun en Íslendingum.
Dís (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 22:52
Ég hef brugðist við þessum upplýsingum og varað dætur mínar sérstaklega við því að umgangast Breta. Þeir eru fimmfalt líklegri en Pólverjar til að fremja glæpi. Maður þakkar bara fyrir að þessar upplýsingar komu fram.
Stjáni (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 23:38
Sjálfur hef ég kynnst mörgum Pólverjum og er hreinlega orðin sérstakur aðdáandi þeirra sem ég er handviss um að einhverjir túlki sem rasisma.
Gallinn við umræðuna um útlendinga er að hún er full af frösum og einskisnýtum kjaftavaðli á báða bóga, bæði hjá þeim sem eru á móti útlendingum og líka hinum sem dásama fjölmenningu.
Hópar sem koma hingað eru eins misjafnir og þeir eru margir. Frá einu landi geta komið stór hópur glæpamanna vegna þess að maður þekkir mann sem þekkir mann og svo á hinn veginn; löghlýðið fólk umgengst annað löghlýðið fólk sem segir frá fyrirheitna landinu Íslandi.
Ef allt fólk væri nákvæmlega eins væri öll tölfræði um hópana samt ekki sú sama vegna þess að umhverfi fólksins og menning er mismundandi, ekki bara milli landa heldur líka á milli landssvæða.
Sjálfur þekki ég konu sem á hugsanlega þátt í þeirri flóðbylgju Pólverja sem kom hingað en hún var með stærstu heimasíðu um Ísland á pólsku.
Benedikt Halldórsson, 5.1.2008 kl. 23:53
Jón Steinar: Ég nafngreindi ekki nokkurn mann, enda var ég ekki að ræða um eitthvað eitt komment.
Þú hins vegar hikar ekki við að kalla manneskju sem þú þekkir ekkert og hefur aldrei hitt, þóttafulla, yfirborðskennda og svo framvegis. Ég held að orðavalið segi mest um þann sem skrifar.
Svala Jónsdóttir, 6.1.2008 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.