Föstudagur, 4. janúar 2008
Má Stefán Friðrik bjóða sig fram til forseta?
Mér líkar ekki þetta tal um að Ástþór Magnússon eigi ekki að bjóða sig fram til forseta, hann sé búinn að gera það tvisvar og það sé ekki séns í júnó að hann geti unnið kosningarnar. Ástþór er friðarpostuli og jólasveinn í hjáverkunum, og hann hefur fullt leyfi til að bjóða sig fram, að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru frambjóðendum til forsetaframboðs.
Pétur Hoffman, maðurinn sem gekk fjörurnar og safnaði fjársjóðum, bauð sig líka fram til forseta og einhvertímann bauð sig fram kona, Sigrún hét hún, að mig minnir, sem var húsmóðir í Vestmannaeyjum.
Só??
Sumir segja, ekki aftur Ástþór, ég skil alveg pirringinn, Ástþór er frekar kynlegur kvistur og búin að vera í framboðsbransanum með litlum árangri, eins og ég nefni hér að ofan.
Lýðræðið virkar svona. Guð ég elska lýðræðið, jafnvel þó það hafi stundum hallærislegar aukaverkanir, eins og þegar kverúlantar fara í framboð. Sumir segja að þetta kosti svo mikla peninga. Auðvitað, kosningar eru dýrar í framkvæmd. Ekki er það næg ástæða til að við hættum að kjósa svona yfir höfuð? Ædóntþeinksó.
Þarf mótframbjóðandi að þessu sinni að vera "málsmetandi" maður til að kvartið og kveinið hætti? Einhver sem fjöldanum finnst verðugur wanna be forseti?
Það mætti kannski endurskoða reglurnar. T.d. auka fjölda meðmælenda með frambjóðandanum, mér skilst að núna þurfi þeir að vera 1500. Ekki erfitt að verða sér úti um 1500 sálir til að skrifa uppá. meira að segja ég myndi merja það.
Ætti ég að fara í framboð? Eða húsbandið, hann getur spilað þjóðsönginn á gítar. Ójá.
En án gríns þá er ég svo stórhneyksluð yfir kjaftavaðlinum í honum Stefáni Friðrik að þessu sinni (sjá hér), veit ekki alveg hvort hann er að ná sér í fleiri heimsóknir með fyrirsögninni, eða hvort maðurinn er heillum horfinn, því hann segir að það sé nauðgun á lýðræðinu ef Ástþór Magnússon býður sig fram.
Við getum haft skoðanir á fyrirkomulaginu og í lýðræðisríki er ekkert eðlilegra að endurskoða og breyta fyrirkomulagi sem kannski er orðið úrelt, en á meðan reglurnar eru svona, þá er akkúrat ekkert athugavert við að fólk eins og Ástþór og aðrir bjóði sig fram móti sitjandi forseta.
Hversu vitlaust sem það annars kann að virðast.
Úje.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2987258
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
*hóst* það má ekki rekja Ástþór saman við mig í íslendingabók
Sumt er hreinlega bara ósanngjarnt...já ég er enn að tala um þá góðu bók.
Lýðræðið virkar svona og ég nenni ekki að ergja mig á því
Ragnheiður , 4.1.2008 kl. 22:15
Kerfið er úrelt, þeir hefðu átt að vera búnir að sjá þetta fyrir og auka fjölda meðmælenda. Mér finnst hins vegar hundleiðinlegt að Ástþór bjóði sig fram. Hallærislegt og út úr korti hjá honum, þetta er ekki af löngun til að verða forseti, heldur bara til að vera á móti.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 22:16
Partur af lýðræðinu. Ekkert við því að gera. Og væntanlega viljum við það ekki heldur. En ég er sammála því að það eigi að þurfa meira en 1500 undirskriftir til að geta boðið sig fram til forseta. En svo þarf líka 1500 milljónir til að geta staðið í þessu rugli
Jóna Á. Gísladóttir, 4.1.2008 kl. 22:20
Fyrverandi formaður einhverrar kosninganefndar kallaði þetta misnotkun á lýðræði í fréttum í kvöld.
Aðvitað eru það bara "málsmetandi" mönnum sem leyfist hitt og þetta.
Mér finnst hann alveg hafa rétt á þessu, þó hann sé smá skrítinn karakter.
Stefán á Friðrik ....æi sleppum því.
Þröstur Unnar, 4.1.2008 kl. 22:25
Þetta er lýðræðið.Og ekki er Margrét Sverrisdóttir mikið skárri gagnvart Ástþóri á sinni síðu.Ekki sama hver er með "þráhyggju"fyrir því að vera í framboði.Það er ekki hægt að neita því að Ástþór er "hressandi"karakter hehehehehehe
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 22:37
Æi nei elsku Jenný, nú erum við ósammála. Úfff hver nennir að horfa uppá þennan skrípaleik hans eina ferðina enn... slettandi tómatsósu yfir sig til að gera sig að fórnarlambi o s frv
Þessi kosningalög voru sett þegar þjóðin var ca 140 þús manns, Það þarf að uppfæra forsendur fyrir framboði til forsetakosninga........... annars fer ég sjálf að ganga um með tómatsósuflöskur og skvetta yfir mig í tíma og ótíma
Marta B Helgadóttir, 4.1.2008 kl. 22:43
Þrymur: Er Ástþór ekki mætur og góður maður?
Dúa: Sammála þessu með nauðgunartalið, það er verið að gengisfella þetta orð sem lýsir einum versta glæp sem hægt er að fremja á manneskjunni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2008 kl. 22:46
...meina auðvitað skrípaleikinn hans Ástþórs, hvað annað.
Marta B Helgadóttir, 4.1.2008 kl. 22:46
Er hún ein af þessum "málsmetandi" mönnum (konum) Þrymur?
Bíttar mig engu þó hún sé hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður or what ever.
Hún má hafa skoðanir eins og við en þarf ekki að "nauðga" fólki í umræðunni.
Á bara að breyta kosningalögum korteri fyrir kosningar út af Ástþóri?
Sammála samt með þessa 1500, þyrftu að vera 3000.
Þröstur Unnar, 4.1.2008 kl. 22:53
og löglega fengnir.
Þröstur Unnar, 4.1.2008 kl. 22:54
Ef Stefán má bjóða sig fram ef hann hefur náð 35 ára aldri og hefur næga meðmælendur. (eru þeir ekki 2000 og hafa ekki breyst í áratugi þrátt fyrir fólksfjölgun?)
Ég er með tillögur: Hófí eða Snæbjörn hjá Bjarti. Sveinbjörn I Baldvinsson, Björk. Þórarinn Eldjárn eða Jóna Gísla...hvernig væri að fara að móta kandídatalista?
Ég held að reffileg og greind kona geti velt grísnum úr stíunni.
Þetta lið, sem er að míga utan í þetta núna er bara grín.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.1.2008 kl. 22:56
Það væri náttlega nauðgun á lýðræðinu að leyfa Stebba fréttakalli að ráða. Get ekki pirrast út í kjánaskapinn hans. Hann er soldið, Góði Dátinn Sveik hérna, nema hvað Sveik var þó original.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.1.2008 kl. 23:00
Bara ekkert að því að 'aðeins' þurfi 1500 undirskriftir að lágmarki. Nær væri að lækka aldurstakmarkið, sem eru 35 ár. Á hvaða rökum byggir slíkt? Hví má ekki hvaða maður með kosningarétt bjóða sig fram til forseta, rétt eins og til þingmennsku eða setu í bæjarstjórn?
Brjánn Guðjónsson, 4.1.2008 kl. 23:18
eða má þá ekki með sömu rökum og með að hækka eigi fjölda undirskrifenda, hækka aldurstakmarkið, þar sem þjóðin hefur elst síðan lögin voru sett?
Bull
Brjánn Guðjónsson, 4.1.2008 kl. 23:20
Ég vil bara undirstrika þá skoðun mína að meðan lögin og reglurnar eru svona þá verðum við vesgú að fylgja þeim.
Annað er það nú ekki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2008 kl. 23:24
Enn og aftur hristir Ástþór í landanum.Einhverstaðar í blaði las ég í dag að Ástþór væri að sleikja sólina í Portúgal,sá held ég sé að hlæja sig í spreng núna.Jenný þú minnist þarna á Pétur Hoffmann,þegar ég var pjakkur vestur í skjólum þá var Pétur oft í kaffi hjá foreldrum mínum.Það var mikil skemmtun hjá okkur systkinum þegar Pési kom í heimsókn,hann var skemmtilegur kall,oft skrópaði ég í skólanum og fór með Pétri í að leita að fjársjóðum,það er nokkuð sem aldrei gleymist,mjög skemmtilegt í minningunni.Pétur hefði alveg plummað sig í hásætinu.Hann gekk um með svaka skikkju,og virkaði einsog ævintýrapersóna úr kvikmynd,blessuð sé minning hans.
jensen (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 23:28
Æi, mér finnst þessi brandari hjá honum Ástþóri ekki fyndinn og eins og ég hafi heyrt hann áður. Fatta ekki tilgang hans með þessu - nema til að fá athygli. En þetta er löglegt eins og svo margt þó það sé frekar ósmekklegt að mínu mati.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.1.2008 kl. 23:39
Kjæra Djenný!
Jég er ágjæt í íslensku og jég gjeta lært tað eins og aðrirJég á buns af monnei og tarf ekkji launin. 'Olafur rjagnar er ekki búin að vera nóju góur til heilsunar til að vera ´faram. kvedja dorirmúsjalem.
ég get verið forseti ilslamds ok.
Hanna (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 01:27
Lýðræðið er svo skrýtið og ekki það sama fyrir alla.
Steingrímur J. sagði að takmarka ætti forsetatíð niður í tvisvar sinnum sex ár, tólf ár í það heila.
Er það ekki sami maðurinn og er búinn að vera 25 ár á Alþingi. Er hann þá ekki sjálfur búinn að ofnota gestrisni kjósenda?
Hver veit nema Ástþór sé næsta stórmenni sögunnar. Væri t.d. Kristur að reyna framboð yrði hann líklega bara krossfestur aftur. Dómgreind fólks á samtíðarfólki hefur oft verið ábótavant. Sagan geymir mörg dæmi um það.
Ég held að það sé forsetanum hollast að fá mótframboð. Hugsið ykkur hvað lýðræðið yrði skemmtilegt ef það yrði líka sjálfkjörið á Alþingi.
Haukur Nikulásson, 5.1.2008 kl. 01:38
Ég hef ekkert á móti því að það komi fram mótframboð. Mér finnst líka alveg komið gott hjá Óla, svo sem, þó mér finnist ekkert mál að hann sitji áfram. Ég vil bara virkt lýðræði.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2008 kl. 01:43
Ekki get ég boðið mig fram til forsetaembættis, ekki næst og ekki heldur 2012, þar sem ég verð ekki 35 ára fyrr en í árslok 2012. Þar að auki myndi ég aldrei vilja vera í þessu embætti. Þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur Jenný.
Stend við skrif mín um Ástþór. Maðurinn er skrípi og eðlilegt að hafa afgerandi skoðanir á honum. Ef þú þolir ekki skoðanir mínar þá verður bara að hafa það.
Annars hefur formaður yfirkjörstjórnar í kjördæmi Ástþórs sjálf látið þessi orð flakka. Eins og flestir muna gerði Ástþór atkvæðið sitt ógilt á kjörstað þar sem hann flashaði því.
Stefán Friðrik Stefánsson, 5.1.2008 kl. 05:26
Það þarf sterk bein til að vera Stefán. Hann á það sameiginlegt með Ástþóri að hafa afgerandi skoðanir, svona heilt yfir, með þeim hætti.
Gísli Ásgeirsson (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 08:03
Það þarf sterk bein til að vera Stefán. Hann á það sameiginlegt með Ástþóri að hafa afgerandi skoðanir, svona heilt yfir, með þeim hætti.
Már Högnason (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 08:23
Eru Gísli Ásgeirsson og Már Högnason sami maðurinn eða eru þeir báðir holir að innan kannski?
Stefán Friðrik Stefánsson, 5.1.2008 kl. 09:03
Bara til að koma því á framfæri; Pétur Hoffmann Salómonsson bauð sig aldrei fram til forsetaembættis. Hann hafði að sönnu orð á því að menn þyrftu að losna við hann Ásgeir en aldrei varð úr framkvæmdum, m.a. vegna þess að hann gat ekki safnað nægum fjölda meðmælenda. Höfum það sem sannara reynist. Kveðja.
tobbi (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 11:26
Mér finnst þetta ekki eiga að snúast um ákveðnar persónur, heldur þann lýðræðislega rétt borgaranna til að bjóða sig fram. Þannig eru reglurnar og meðan þær eru á þennan veg getur hver sem er boðið sig fram, svo fremi að viðkomandi uppfylli ákveðin skilyrði.
Stefán Friðrik: Þetta á ekki að vera nein árás á þig pc, en mér finnst þú fara full frausturslega fram með þessari fyrirsögn þinni um nauðgun á lýðræðinu. Það er yfir öll mörk. Þú værir maður að meiri ef þú tækir færsluna út eða breyttir henni amk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2008 kl. 11:28
Takk Tobbi, man þetta núna, hann gerði tilraun til að safna meðmæendum en náði ekki tilskyldum fjölda.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2008 kl. 11:30
Nauðgun merkir ekki aðeins kynferðislega árás, heldur hroðalega meðferð á einhverju, t.d. tónsmíð - eða lýðræði. Það er því alls ekki rangt af Stefáni að orða þetta með þessum hætti, enda hárrétt hjá honum. Framboð Ástþórs er skrípaleikur, enda veit hann sjálfur, nema hann sé haldinn alvarlegum ranghugmyndum, að þjóðin hafnaði honum þannig að ekki fór á milli mála og mun gera aftur. Tilgangur hans virðist vera að vekja á sér athygli og nýta hana í annarlegum tilgangi á erlendri grundu. Lögin eru hins vegar skýr - Ástþór getur boðið sig fram ef hann kýs svo, og það er hans réttur.
Hans Júlíus (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 11:49
Stefán Friðrik er nú bara... nei best að sleppa því, en vil kanski koma því að: jólasveinninn lengi lifi...
Bubbi J. (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 13:36
Ástþór má svo sem bjóða sig fram til forseta.. Reglur segja að svo megi ef hann stendst áhveðna skilmála..
Það breitir þó ekki þeirri staðreynd að þetta er misnotkun á lýðræði. Hann er ekki í þessu til að verða forseti heldur til þess að vekja athygli á friðarboðskap sínum...
Forsetakostningar eiga ekki að vera auglýsingar á málstað heldur kostning um verðandi mann til að gegna þessu embæti.
Brynjar Jóhannsson, 5.1.2008 kl. 15:34
Ef Ástþór gerir alvöru úr því að bjóða sig fram, vil ég almennilegan kandídat þarna í viðbót, svo kosningakostnaðinum sé ekki algerlega kastað á glæ.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.1.2008 kl. 19:16
Lög um framboð forseta voru sett 1945. Mér finnst nú allt í lagi að skoða þessar gömlu reglur þar sem að það hefur mikið breyst á Íslandi á þessum árum, t.d. hefur Íslendingum fjölgað um 160% síðan þá. Mér finnst líka það að það þurfi bara að safna 1500 undirskriftum djók, svo er í lagi að skoða það hversu oft menn mega bjóða sig fram. Maður verður svolítið pirraður að Ástþór noti forsetakosningarnar til að svala athyglissýkinni sinni, ekki heldur maðurinn að hann eigi eftir að verða forseti ?
Bjöggi (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 01:23
Það mætti breyta leikreglunum.
Hætta með undirskriftir og láta orðunefnd meta hæfi hvers umsækjanda og tilvonandi frambjóðanda. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir grínframboð enda á ekki að leggja nafn forsetaembættisins við hégóma, grín og uppistand.
Nei, í alvöru talað, á meðan aðeins eru örfá skilyrði, breyta fleiri undirskriftir eða aðrar aðgerðir engu máli. Ákveðin maður eins og Ástþór myndi yfirstíga allar hindranir.
Fleiri undirskitir eru bara eins og bjórkælirinn sem var tekinn úr sambandi, þær breyta engu um framboðsvandamálið enda er nóg framboð af Ástþórum.
Benedikt Halldórsson, 6.1.2008 kl. 02:51
Er sammála greinarhöfundi...annars hefði ég frekar viljað að Ástþór keypti upp allt auglýsingaplássið á strætóskýlum borgarinnar eins og um árið fyrir fé sitt og keyrði á svipuðum auglýsingum og þá, með sláandi staðreyndum og tölfræði um hergagnaiðnaðinn viðbjóðslega, fjölda barna sem falla í stríðsátökum og svo framvegis. Það framtak vakti marga til umhugsunar og var þarft og mætti gjarnan endurtaka nú þegar stríðsæsingamenn vaða uppi sem aldrei fyrr. Ástþór á ennþá inni virðingu hjá mér fyrir það þó að ég vilji hann alls ekki sem forseta...en það angrar mig ekki neitt að maðurinn bjóði sig fram nema síður sé, hef lúmskt gaman af því.
Georg P Sveinbjörnsson, 6.1.2008 kl. 10:17
Ástþór er alveg óhæfur sem forsetaefni. Hann er hins vegar ekki á sakaská svo ég viti og þó hann gangi ekki alltaf heill til skógar hvað geðheilsu varðar þá þarf hann ekki að sýna læknisvottorð um geðheilsu sína fremur en ráðherrar eða borgarfulltrúar í Reykjavík.
Hann hefur á ferli sínum stundum ógnað fólki og hegðað sér á snarklikkaðan hátt. Hér má nefna þegar hann lagði starfsfólkið á Fréttablaðinu og DV í einelti, hann leigði körfubíl og mundaði myndavél og smellti í gríð og erg af þeim myndum inn um gluggana. Þetta var fyndið að lesa en ég held að þetta geti nú varla talist siðað atferli og heppilegt hjá forsetaefni. Ef ég man rétt þá kallaði fyrrum kona hans á lögregluna til halds og trausts út af róstum þeirra á milli. Hún bar honum ekki vel söguna. Svo var magnað þegar hann var með alls konar vafasöm viðskipti á Netinu, hann (eða friður 2000) rak þar fjárhættuspilastarfsemi sem er brot á íslenskum lögum.
En Ástþór er litrík persóna og hann hefur stundum skemmt mér verulega t.d. þetta myndaævintýri og svo einu sinni þegar ég fór í friðargönguna á þorláksmessu og Ástþór stal athyglinni, mætti niðri í bæ í jólasveinabúningi og úðaði yfir sig tómatsósu (til að mótmæla Írakstríðinu svo allir fylgdust með honum en enginn nennti að hlusta á hjartnæmu friðarhugleiðingarræðumennina.
En ég myndi aldrei vilja hann sem forseta:-)
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.1.2008 kl. 21:25
Stefán segir: „Stend við skrif mín um Ástþór. Maðurinn er skrípi og eðlilegt að hafa afgerandi skoðanir á honum.“
eru það semsagt rökin fyrir að honum ætti ekki að vera leyft að bjóða sig fram? vissulega er Ástþór ekki að meðtaka skilaboðin sem hann fékk í síðustu tvö skiptn er hann bauð sig fram. maðurinn er líklega haldinn þráhyggju. hvað um það. á að banna fólki með þráhyggju að taka þátt í lýðræðislegu þjóðfélagi? hvað þá með þá sem eru þunglyndir, öryrkjar, alkóhólistar, reykingamenn, rútubílstjórar, ... ?
Stebbi hlýtur að vera að djóka.
Brjánn Guðjónsson, 7.1.2008 kl. 00:05
Samkvæmt stjórnarskránni mega menn á sakaskrá bjóða sig fram til forseta íslands. Það er heldur ekki krafist þess að menn hafi hreyna sakaskrá þegar menn bjóða sig fram á Alþingi, en þar er krafist að menn hafi óflekkað mannorð en þess er ekki krafist af forsetaframbjóðendum. Það er kannski eitthvað sem mæti setja sem kröfur á forseta íslands, eða hvað finnst ykkur ?
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 00:33
Þetta er snúið mál og engin patentlausn til. Orð Stefáns um að framboð Ástþórs sé nauðgun á lýðræðinu eru út í bláinn.
Það er rétt sé Brjánn bendir á.
Bjöggi spyr hvort ekki mætti auka kröfurnar. Jú, að sjálfsögðu en engin veit hvaða kröfur ætti að gera. Vandinn er sá að það eru einstaklingar sem bjóða sig fram og vandséð hverskonar kröfur ætti að gera. Mættu fólk með háskólapróf bara bjóða sig fram? Ætti að krefjast læknisvottorðs um geðheilsu? Ætti að banna fólki að bjóða sig fram oftar en einu sinni? Tvisvar? Þrisvar?
Þegar Vigdís bauð sig fram á sýnum tíma fannst sumum ótækt að hún væri einstæða móðir. Sem betur fer var ekki búið að setja sem skilyrði að forsetaframbjóðandi þyrfti að vera giftur.
Ég sé enga lausn á þessu "vandamáli".
Benedikt Halldórsson, 7.1.2008 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.