Leita í fréttum mbl.is

Sumir tala af reynslu, aðrir blaðra út í loftið

Í þessari frétt lofar páfi hina "náttúrulegu" fjölskyldu og segir hana útsendara friðarins.

Páfi á auðvitað við hjónaband karls og konu.

Miðað við að maðurinn hefur að líkindum ekki verið við kvenmann kenndur og muni fyrirsjáanlega ekki giftast, honum er hreinlega bannað að ganga í hjónaband, tel ég að hann sé ekki alveg í aðstöðu til að hylla eina tegund hjónabands umfram aðra.

Þvílíkur hroki.

Ég ætti kannski að fara að tjá mig um hver séu bestu hlutabréfakaupin?  Ha?????

Svo ég leggi nú mitt til umræðunnar um "náttúrulegar" fjölskyldur, þá hljóta þær að skilgreinast eftir því hversu vel fólki líður saman, eftir kærleikum fólks til hvers annars og þeim sem best líður saman, hljóta að vera í hinni "náttúrulegu" fjölskyldu eða hjónabandi, sem páfinn er að vísa til.

Rosalega væri það skemmtilegt ef kaþólska kirkjan færi að hoppa inn í nútímann.

Ég ELDIST af því að lesa þetta kjaftæði og þessi skinheilagheit.

Annars bara góð á nýju ári.

Með "náttúrulegum" kærleikskveðjum.


mbl.is Lofar náttúrulegar fjölskyldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Vala

Heyr heyr!

Rúna Vala, 1.1.2008 kl. 13:54

2 Smámynd: Frikkinn

 Gott innlegg hjá þér...

Frikkinn, 1.1.2008 kl. 14:13

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

með kveðju frá einni náttúrulega fallegri...

Jóna Á. Gísladóttir, 1.1.2008 kl. 14:53

4 Smámynd: Ellý

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir að vera ein af röddum skynseminnar í annars óhugnalega vitsmunalega skertum bloggheimi ;)

Ellý, 1.1.2008 kl. 15:04

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er náttúrulega algjörlega sammála þér yndið mitt. Maður getur ekki vitað mikið um hluti sem maður hefur aldrei upplifað.  Myndirnar hér að neðan eru bara algjört æði. Yndisleg börnin þín. Varðandi annálinn, þá er þessi stuttur og laggóður, annars ertu svo hrein og bein í skrifum að maður man svo lengi það sem þú ert að fjalla um.  Hafðu það mega gott á nýju edrú ári.  Lov jú görl.   3 Kisses 3 Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 15:18

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott nýja blúndan hér að ofan. 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 15:19

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já þetta stakk mig líka - þetta með náttúrulegar fjölskyldur!! Hvað er náttúruleg fjölskylda? Fjölskylda sem lifir á berjum?

Fín blúndan sem þú hefur heklað yfir áramótin

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 16:04

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe blúndan er flott

Jóna Á. Gísladóttir, 1.1.2008 kl. 16:43

9 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Gleiðieg ár og takk fyrir skemtilegt blogg á liðnu ári! 

Eru  til einhverskonar "pólyester"  fjölskyldur fyrst sumar eru "náttúrulegar" . Varla svaravert!  Óska öllum fjölskyldugerðum en og aftur Gleðilegs nýst ár

Valgerður Halldórsdóttir, 1.1.2008 kl. 16:44

10 identicon

Þessi fífl eru ekkert nema fífl, fullkomin fífl

DoctorE (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 17:09

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

tja, ekki lofar hann náttúrulausar fjölskyldur ;)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 17:23

12 identicon

Náttúrulegar og umhverfisvænar fjölskyldur.Mér dettur nú blómabörnin í hug þegar þessi orð eru notuð.Ég var nú gamall hippi og hef einhverja reynslu af náttúrulegu stöffi.hehehehehehe.Ótrúlegt orðalag hjá kalli. Hvað er náttúrulegra en að tvær MANNESKJUR ELSKI HVOR AÐRA?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 17:24

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Blúndan mín, þetta er agalega krúttlegt!

Æi páfinn og páfinn - það eru líka til karlar  og konur sem engin börn hafa eignast sem eru sérfræðingar í meðgöngu og fæðingu! Ég er engin sérfræðingur, ég á bara sex börn í sex fæðingum. Ég ætti kannski að fara skrifa sögur um það?

Edda Agnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 17:27

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mikil er samstaðan hér með "rödd skynseminnar", eins og ein kallaði það hér ofar, en líttu á tvíræðnina í því, sem Edda Agnarsdóttir segir hér á undan. Menn geta verið fróðir (og sumir sérfróðir) um það, sem þeir eiga þó ekki beinan hlut að sem gerendur eða þolendur (sbr. fæðingarlæknana, sem vita margt betur en konan sem þó fæðir barnið).

Viltu nú ekki, Jenný Anna, hugleiða þetta í ljósi pistils þíns:

Aldrei hefur páfinn upplifað það að sjá eftir því að hafa orðið óléttur. -- Hvernig getur þá hann eða hvaða karlmaður sem er leyft sér að vera á móti fóstureyðingum eða yfirhöfuð talið sér heimilt að hafa einhverja skoðun á þeim eða fullyrða, að mannsfóstur sé mannslíf sem eigi sér einhvern lífsrétt? Ekki muna þeir sjálfir eftir því, hvernig þeim leið að vera fóstur, og ekkert vita þeir um upplifun annarra fóstra af því að enda líf sitt fyrir læknis hendi.

Aldrei hefur páfinn haft samræði við karlmann. -- Hvernig getur hann þá talið sig vita, að það sé eitthvað ónáttúrlegra, neikvæðara, óheilnæmara, syndsamlegra í augum Guðs eða síður uppbyggilegt fyrir viðgang samfélagsins en að karlmaður eigi samræði við konu sína?

Aldrei hefur páfinn barið konu sína eða sjálfur verið kona og upplifað barsmíðar eiginmanns á skrokki sínum. -- Hvernig getur hann þá fordæmt barsmíðar á konum eða yfirhöfuð haft einhverja skoðun á þeim?

Aldrei komu yfir 99% þjóðarinnar til Breiðavíkur eða Kumbaravogs, meðan þar voru upptökuheimili fyrir mörgum áratugum. -- Hvernig geta menn þá almennt leyft sér að lýsa einhverri skoðun sinni á því, sem þar fór fram?

Aldrei hafa Íslendingar verið í sporum Leníns og Stalíns eða fórnarlamba þeirra. -- Hvernig getum við þá leyft okkur að fordæma fjöldamorð þeirra félaga og þjóðamorð í Úkraínu og víðar?

Aldrei hafa lesendur þínir, Jenný, verið annaðhvort nazistar eða Gyðingar, þegar þeir síðarnefndu voru barðir, sveltir, þrælkað út og síðan smalað inn í gasklefana. -- Hvernig getum við þá fullyrt, hvort þetta athæfi hafi verið rangt eða rétt eða eitthvað þar á milli?

Aldrei hefur Jenný Anna upplifað það að vera karlmaður. -- Hvernig getur hún þá leyft sér að fella nokkurn dóm um það sem karlmenn finna hjá sér hvöt til að gera, segja eða skrifa?

Í öllum þessum tilvikum er gengið út frá þeirri sömu frumreglu sem þú, Jenný, gerðir að þinni, þegar þú skrifaðir: “Miðað við að [páf]inn hefur að líkindum ekki verið við kvenmann kenndur og muni fyrirsjáanlega ekki giftast, honum er hreinlega bannað að ganga í hjónaband, tel ég að hann sé ekki alveg í aðstöðu til að hylla eina tegund hjónabands umfram aðra” (þ.e. að lofa hina náttúrlegu fjölskyldu og segja hana útsendara friðarins).

Má vera, Jenný Anna, þegar þú hugsar betur þessa frumreglu þína, að hún þarfnist endurskoðunar? Getur það verið, að páfinn hafi aflað sér alls konar þekkingar, m.a. persónulegrar, félagsfræði- og sögulegrar, um hjónabandið og önnur sambýlisform (enda með fjölda sérfræðinga á sínum snærum) og komizt að raun um, að hjónabandið hafi yfirburði í gagnsemi og notagildi fyrir samfélagið í heild og sérstaklega börnin? Má vera, að þótt þú hafi ýmis einstök dæmi um hið gagnstæða, að þau dæmi séu samt engin afsönnun þeirrar almennu reglu, að þeim börnum gangi betur, sem alist upp með föður og móður, heldur en í öðrum sambýlisformum (eins og rannsóknir sýna mjög skýrt)? Þótt það feli ekki í sér, að við getum leyft okkur að hlaupast frá þeirri skyldu að hjálpa þeim, sem alast upp við aðrar aðstæður, hefur samt páfinn ekki leyfi til að minna sína trúuðu á gefandi gildi hjónabandsins sem náttúrlegrar uppeldisstofnunar barna?

Og að lokum geta menn spurt sig: Kann svo að vera, að kynjasamband karls og konu (ekki konu og konu eða karls og karls) sé lífæð hverrar þjóðar, “vagga lífsins og ástarinnar” (Benedikt páfi) og gefi af sér þau börn, sem voru og eru forsendan fyrir tilveru okkar allra – já, allra sem þetta lesa, allra þjóða og líka hinna samkynhneigðu?

Jón Valur Jensson, 1.1.2008 kl. 18:07

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vá! Þessi var laaaaaangur og sagði lítið sem ekkert!! Hvernig er hægt að fullyrða um að páfinn hafi aldrei sofið hjá karlmanni? Eða kvenmanni ef út í það er farið? Ekki treysti ég mér til að vita svo mikið um páfann......

Aldrei að segja aldrei, því aldrei getur aldrei orðið aldrei!!

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 18:41

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

engin uppskrift í þetta sinn?

Ég var alveg að verða svöng........

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 19:06

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

DÚA: Þú ert að gera þig á nýju ári.  Ég er í kasti.

Hrönn: Þú átt ekki að hvetja hana Dúu til villingagangs, hún lætur aldrei hvatningu fram hjá sér fara

Jón Valur: Ég trúi ekki mínum eigin augum, ertu að eyða púðri í mig? Ég er "beyond salvation".  Ég get ekki séð að það sé á borðinu hvort páfi hefur sængað hjá konum, körlum, báðum kynjum eða öngvu.  En ég veit:

Að ofbeldi á konum er mikið og stór vandamál í löndum kaþólskra trúar.    Fólk er samansúrrað hvort sem því líkar betur eða verr.

Að ómegðin en mikil og fátæktin nöpur þar sem fólk hleður niður börnum af því það er búið að ljúga að því að ekki megi koma í veg fyrir getnað.

Svo er ég engin aðdáandi fóstureyðinga (ekki frekar en nokkur manneskja sem þekki, reyndar, er alltaf neyðarúrræði) en meðan að einhver þarf að taka ákvörðun um slíkt (félagslegar ástæður sem og heilsufarslegar) þá treysti ég konunni best til þess að hafa forræði um eigin líkama.

Æi ekki fara út í umræður um þessi má á nýársdegi.  En kaþólska kirkjan sökkar feitt sem og önnur þau trúarbrögð sem hefta mannsandann.

Kærleikur á milli manna er fallegur, og mér gæti ekki staðið meira á sama um kyn þess sem elskar.  Merkilegt fyrir trúarnöttara að vera fastir í því sem er fyrir neðan mitti.  Eru þeir allir 12 í sinni?

Takk fyrir innlegg elskurnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2008 kl. 19:45

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Minn botn er líka mjöööööög fastur fyrir!

Verður botninn að vera 22 cm?

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 19:48

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég veit Jenný! Ég stóðst bara ekki mátið..........

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 19:50

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jebb ænó  Ég er að æfa mig fyrir einkamálavefji. Hér eru vefir um vefi frá vefum til vefja

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 20:04

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvað er eitt joð á milli vina?

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 20:20

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég á heila dós af joði sem vinir mínir hafa skilið eftir

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 20:21

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef það á tilfinningunni að Jenný sé farin að flokka okkur undir seinni hluta fyrirsagnarinnar..............

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 20:25

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Si, þetta var bara svo freistandi............

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 20:27

25 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

„Hin náttúrulega fjölskylda", sem er byggð á hjónabandi karls og konu er vagga lífsins og ástarinnar og frumkraftur og ófrávíkjanlegt skilyrði friðar,” sagði hann.

Mikið má maður nú hafa á samviskunni  Og ég sem hélt að ég væri fremur friðsöm, miðstéttarkelling í Fossvogi og þá reynist ég bara ógna heimsfriði. Ja, svei mér

Ragnhildur Sverrisdóttir, 1.1.2008 kl. 22:05

26 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst nú að JV geti farið á viðeigandi stað til að tefla við páfann í stað þess að dömpa frá sér hér á blúndurnar þínar.  Það er annars stíll hans að gera það, því ekki gerir hann slíkt í hvítskúruðu og sérvöldu skjallbandalaginu á sínu bloggi.  Mér finnst hann ætti að fá svona svissnenskan trúðabúning frá páfanum fyrir varðmennskuna. Það hæfði honum fullkomlega hvað tíðarandann í höfði hans viðvíkur. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.1.2008 kl. 22:38

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Steinar: G'oður!

Ragnhildur:  Ég vissi að þú værir öflug en svona svakalega OMG

Dúa og Hrönn: Gæti ég fengið bita/sopa/smók/sniff af þessu sem þið eruð á?  Nei annars get ekki stofnað minni bláedrúmennsku í hætti aularnir ykkar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2008 kl. 23:08

28 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég kem nú fyrst og síðast hér með línu, til að fullvissa Ragnhildi um að hún sé sannarlega engin friðarskelfir, heldur sönn vestfirsk valkyrja, falleg og skemmtileg! Þið Björn breynjólfur voruð afbragð þarna um árið með elskunni henni Hildi Helgu! Jája, segi þetta ódeigur þó ég sé ekki "hýr kella að gera hosur sínar grænar" haha!En "Bossanovastelpurnar" tvær hérna að ofan fengu mig ekki til að hugsa um ákveðið yndi á sjö sekúndna fresti eins og kenningin segir, heldur fjögra!?

Eigið þið ekki fleiri svona flottar "uppskriftir" stelpur?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.1.2008 kl. 23:09

29 identicon

Þú gerðir nú góðverk með því að senda páfagarði nokkur eintök af nýjum dagatölum 2008. Það myndi væntanlega flokkast undir þróunarhjálp og við Íslendingar erum svo aftarlega á merinni þar.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 00:50

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kjarnaröksemd innleggs míns hér ofar var ekki þau atriði, sem Jenný Anna gerði að umtalsefni í svari sínu kl. 19:45, heldur þetta eitt: Getum við ekki vitað og fjallað um neitt nema það eitt, sem við höfum upplifað á okkar eigin skinni? -- sbr. það sem Ásdís sagði hér kl. 15:18: "Maður getur ekki vitað mikið um hluti sem maður hefur aldrei upplifað," sem er alveg í stíl við meginrökleiðslu þína í pistlinum, Jenný. En nú hef ég (kl. 18:07, auk annarra röksemda þar undir lokin) bent þér á mörg skýr dæmi um það, að þetta princíp ykkar Ásdisar stenzt ekki nánari skoðun sem nein algild regla, og ef svo er, þá er þessi "regla" í raun fallin um sjálfa sig sem gild forsenda í rökleiðslum.

Jón Valur Jensson, 2.1.2008 kl. 01:05

31 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

JV: Tapaðir þú einhverntíma í Morfís og hefur ekki náð þér út úr trámanu enn?  Hér var enginn að efna til rökleiðslukeppni né stilla sér upp eftir skólareglum um slíkt.  Refrase: Það er engin leið að vita með vissu það sem enginn hefur séð né fundið.  Enginn. Ok? Að trúa, halda, finnast eð álíta er ekki það sama og að vita. Capiche?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.1.2008 kl. 09:36

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef aldrei um ævina tekið þátt í neinni Morfís-keppni, en hér hafði ég sýnt kl. 18:07, að ályktunin, sem Jenný Anna dró af gefnum forsendum í pistli sínum, standast ekki rökskoðun, það sýndi ég bæði með hliðstæðum dæmum og rökum. Sé þetta þér ofviða, Jón Steinar, er ekkert um það að segja. Og lokasetningar þínar, ef þær eiga að hafa hér einhverja þýðingu, mættirðu orða skýrar og með einhverri aðhæfingu að því, sem ég hef sagt, ef menn eiga að skoða þær sem innlegg í einhverja gagnröksemd gegn því sem ég sagði hér í gær kl. 18:07. En augljós niðurstaða af því sem ég sagði þar -- og raunar nokkuð sem við öll áttum að vita fyrir -- er sú, að vissulega geta aðrir en þeir, sem eru eða hafa verið giftir, talað af viti um hjónabandið, rétt eins og menn þurfa hvorki að hafa verið þunguð kona til að geta talað af viti og þekkingu um fæðingu barns eða um fósturdeyðingu -- né að hafa verið Gyðingur eða sovétborgari í útrýmingarbúðum til að geta fordæmt helför nazista og framferði sovétmanna. Við þurfum heldur ekki að hafa komið til Breiðavíkur til að geta haft upplýsta afstöðu til þess, sem þar fór fram. Þess vegna er meginfullyrðing Jennýjar Önnu um óhæfi páfans til að tala um þessi mál (fullyrðing sem byggði á kolrangri forsendu) ekki röklega hugsuð, og háðsyrði í framhaldi af því, byggð ofan á þennan illa byggða grunn, verða þá eins og holur hljómur, sem ekkert sýnir í raun nema kannski fordómafullt viðhorfið gagnvart eftirmanni Péturs, páfanum í Róm, höfuðbiskupi kristinnar kirkju.

Jón Valur Jensson, 2.1.2008 kl. 12:15

33 identicon


@Jon Valur- Ja... ekki var röksemdafærsla páfans upp á marga fiska heldur. Hvar eru rökin fyrir því að "náttúrulegar fjölskyldur" hafi einhver áhrif á heimsfriðinn?

Svo vill ég nú benda þér á að nóg er til af háskólaritum þar sem fólk (upptrompaðir kallar) hefur gaman af svona smámuna rökræðum, og ég held að þú ættir að halda þér þar. Við hin nennum ekki að hlusta á svona flueknepperi eins og frændur okkar danir kalla það

Embla (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:37

34 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér fannst kakan hrikalega góð

Hrönn Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 16:41

35 identicon

Það er ekki hægt að rökræða við menn sem hafa smitast af hallelújabakteríunni, þetta má klárlega sjá á vörnum Jóns við páfa fíflið, ég er 99.99.99% öruggur á að páfinn hefur prófað eitt og annað sem myndi fá endaþarm sumra til þess að herpast saman, það loðir við þetta lið samkynhneigð og óeðlilegar hvatir til barna og þá sérstaklega drengja, meira að segja eru nunnur kaþólikka í heitum gír í hinum og þessum athöfnum..
Skrípakarakter eins og páfi og kardínálar hans vita ekkert hvað eðlilegt líf er, sorglegt en satt
Tek fram að ég hef akkúrat zero athugasemdir við samkynhneigð svo lengi sem það eru fullveðja samþykkir einstaklingar.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 18:25

36 identicon

Djöfuls bull og kjaftæði sem þessi pistill er.  Auðvitað getur fólk haft álit á öllum sköpuðum hlutum án þess að hafa reynt það á eigin skinni.  Kannski að pistlahöfundur viji ekki setja sig upp á móti morðum, hafandi aldrei myrt eða veri myrt?  En samt hefur þessi pistlahöfundur ansi ákveðnar skoðanir á kaþólikkum, hafandi aldrei verið kaþólikki.

Endurtek það sem ég áður sagði, pistlahöfundur ætti ekki að kasta grjóti úr glerhúsi, pistlahöfundur ætti að flytja í timburhús og þegja. 

bjarni (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 01:30

37 identicon

Gö-vöð! Hver er þessi JV? Er þetta einhver tilbúin fígúra? Ekki meinar hann þetta?

Kakan var geggjuð. Takk fyrir mig.

Linda (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 16:54

38 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

En JV. Þetta eru ekki sambærileg dæmi sem þú tiltekur. Fórnarlömd útrýmingabúða, sem og drengirnir á Breiðavík voru í stöðu sem þau óskðu sér ekki að vera í og vildu komast úr. Ég hef ekki enn heyrt neinn samkynhneigðan kvarta yfir sinni kynhneigð eða óska sér annars. Þeir sem jagast út í samkynhneygð eru einmitt svona siðapostular sem geta ekki unnt öðru fólki að velja sjálfu sína leið í lífinu, því hún er á skjön við skoðanir siðapostulanna. Siðapostulunum væri nær að líta í eigin barm og láta saklaust fólk í friði með sitt líf.

Brjánn Guðjónsson, 3.1.2008 kl. 18:00

39 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Jenný Anna, tek heilshugar undir með þér

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.1.2008 kl. 19:59

40 Smámynd: Jeremía

Það sem maður tekur fyrst og fremst eftir þegar maður les umræður eins og þessar er hvað fólk getur verið heimskulegt og dónalegt, og finnst það bara allt í lagi.  Svo gerir Jón Valur hér tilraun til að ræða málin á rökrænum forsendum og menn eru steinhissa á að einhver skuli andmæla þessum dónaskap og viðbrögðin eru meiri dónaskapur og meiri heimska.  Svo þessi skipti á kökuuppskriftum í bland við ruddaskapinn er beinlínis hlægilegt.

Vill fólk fá dæmi?  Ef fólk finnst ummæli í lagi eins og "það kæmi mér lítið á óvart ef páfinn hefði lagst með húsdýrum"  þá er eitthvað meir en lítið brenglað.


Þessi Jón Steinar og Doctor E virðast vera í krossferð gegn Jóni Val og málflutningurinn er furðulegur.  Þessir menn eru svo sannarlega ekki í lagi.  Það engu líkara en menn gangist upp í að vera sem mest ruddalegir og móðgandi.  Í hvaða tilgangi, spyr maður sig.  Ummæli eins og "Mér finnst hann ætti að fá svona svissnenskan trúðabúning frá páfanum fyrir varðmennskuna. Það hæfði honum fullkomlega hvað tíðarandann í höfði hans viðvíkur", "Þessi fífl eru ekkert nema fífl, fullkomin fífl", "Það er ekki hægt að rökræða við menn sem hafa smitast af hallelújabakteríunni"

Þetta síðasta sem kemur frá DoctorE er einmitt lýsandi fyrir dónana sem hér ausu úr skálum visku sinnar.  Það er einmitt ekki hægt að rökræða við þá sem eru svona innstilltir.  Það er einmitt ástæðan fyrir því að þeir eru útilokaðir frá því að geta lagt inn innlegg hjá þeim sem eru vandir að virðingu sinni.

Hins vegar má segja um þessa frú sem heldur úti þessari síðu að þar sem hún fjarlægir ekki slík ummæli, heldur beinlínis hvetur til þeirra að hún sé ábyrg fyrir þeim.

Jeremía, 3.1.2008 kl. 20:10

41 identicon


Tek undir með Magnúsi, ótrúlegur dónaskapur fólks sem gengst upp í að atyrða og hæða þá sem voga sér að hafa aðrar skoððanir en það sjálft.  Ef það heldur að það sé að gera "málstaðnum" gott, þá er það annað hvort á villigötum eða málstaðurinn er svo rotinn og ómerkilegur að hann hagnast á svona ómálefnalegum og ómerkilegum skrípum.  Annars er engu líkara en þessi frú sem heldur úti þessari síðu þykji ekkert betra henni skoðunn til framdráttar en ómálefnalegt skítkast einhverra bjálfa, sem er ekki ólíklegt þar sem hún er vinstri grænn feministi.

bjarni (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 21:53

42 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Jón Valur er stundum kurteis við mig...afar sjaldan þó!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.1.2008 kl. 22:04

43 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er ekki nokkrum manni til sóma að bera á borð dónaskap og ærumeiðingar. Það hafa nokkrir þeir sem hafa skrifað á þessa síðu gert. Verra er að hinar alvarlegu ásakanir eru ekki studdar neinum rökum, eða sönnunum um að nokkuð af þessu hafi átt sér stað. 

Sá sem þetta ritar skal vera fyrstur til að fordæma viðkomandi geranda, komi menn með sönnun á þessum meintu voðaverkum.  Á meðan engin sönnunargögn eru lögð fram þá bið ég menn að gæta stillingar og hófs í skrifum sínum.

Einkennilegt er einnig að góð rök Jóns Vals, láta hinir sömu og hafa uppi hinar svívirðilegu ásakanir, sér sem vind um eyru þjóta. Það er erfitt að halda uppi rökræðu við slíka menn. Sennilega hefur Gréta B. Úlfsdóttir lög að mæla þegar hún lagði til að kenna rökræður allt niður í leikskóla. Hefði slíkt verið tíðkað þá værum við ekki að lesa skrif eins þau sem í þessari umræðu hafa verið rituð.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2008 kl. 02:52

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það ert stórmerkilegt, að enginn hefur í raun treyst sér til að takast á við meginröksemd mina í innlegginu 1.1. kl. 18:07 (sem er sú, að menn geti víst vitað og rætt um fleiri hluti en þá, sem þeir hafi upplifað á eða í sínu eigin skinni), en helzt var þó glæta í þá áttina hjá Brjáni Guðjónssyni. Hann segir hér í nýlegu innleggi sínu (nr. 52, kl. 18:00):

"En JV. Þetta eru ekki sambærileg dæmi sem þú tiltekur. Fórnarlömd útrýmingabúða, sem og drengirnir á Breiðavík voru í stöðu sem þau óskðu sér ekki að vera í og vildu komast úr. Ég hef ekki enn heyrt neinn samkynhneigðan kvarta yfir sinni kynhneigð eða óska sér annars."


Af þessum orðum blasir við, að Brjánn telur mig hafa skrifað löngu færsluna á nýársdag til þess að færa rök fyrir því, að samkynhneigðir séu fórnarlömb á sama hátt og drengirnir á Breiðavík. En sú hugsun var fjarri því innleggi mínu. Öll samanburðardæmin sjö, sem þar voru rakin, höfðu aðeins eitt markmið: að sýna fram á, að meint "röksemd" Jennýjar Önnu um páfann stenzt ekki. Hún taldi páfann ekkert geta fullyrt um yfirburði hjónabandsins fram yfir önnur fjölskyldu- og uppeldisform, og 'sönnunin' átti að heita sú, að sjálfur hefði hann aldrei verið kvæntur. Með sjö dæmum sannaði ég, að við getum EKKI tekið upp eða meðtekið þá frumforsendu, að það eitt þekki maður og geti talað af viti um, sem maður hafi sjálfur upplifað á eigin skinni.

Sú staðhæfing Jennýjar Önnu, að sumir tali af reynslu, en páfinn hafi bara verið að "blaðra út í loftið" um gildi hjónabandsins, stenzt því ekki sem ályktun af hennar röngu frumforsendu. Reyndar hefur einmitt slík frumforsenda legið að baki sumum kröfum femínista og rauðsokka gegnum tíðina: Þær töluðu um "reynsluheim kvenna" og létu sem þar væru málefni (t.d. ófæddra barna), sem aðrir gætu ekki fjallað um af viti, konurnar einar gætu sagt til um, hvernig þetta væri og hvað væri rangt eða rétt. Einnig sú staðhæfing  er byggð á sandi, rétt eins og röksemdafærsla Jennýjar um páfann.

Jón Valur Jensson, 4.1.2008 kl. 04:06

45 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo vil ég ekki láta þetta líta út eins og ég sé vanþakklátur vegna innleggja sem hér hafa tekið hafa minn málstað. Ég þakka Bjarna, hver sem hann er, Magnúsi Inga og Predikaranum innlegg þeirra. Fyrstur varstu, Bjarni, að taka við þér með réttan skilning á þeirri gagnröksemd minni, sem ég hygg hafa malað niður málflutning Jennýjar, en all-harðorður ertu, þótt þess gerist engin þörf, því að það er bezt að halda bara áfram, reiðilaust, að ítreka nauðsyn réttrar rökhugsunar. Látum femíníska spunameistara afhjúpa rökleysur rétttrúnaðar síns, og leyfum trúleysingjahópnum gjarnan að verða sér til skammar. Kristinn Haukur er einn í þeim hópi, og hvern undrar, að vegna orðbragðs hans varð ég fyrir nokkrum dögum að útiloka hann frá vefsíðu minni?

Ein manneskja, Ragnhildur Sverrisdóttir (1.1. kl. 22:05), taldi sig koma með röksemd á móti páfanum (og vitnaði þar fyrst í hann):

"„Hin náttúrulega fjölskylda", sem er byggð á hjónabandi karls og konu er vagga lífsins og ástarinnar og frumkraftur og ófrávíkjanlegt skilyrði friðar,” sagði hann.

Mikið má maður nú hafa á samviskunni ... Og ég sem hélt að ég væri fremur friðsöm, miðstéttarkelling í Fossvogi og þá reynist ég bara ógna heimsfriði."

Hvorki segir páfinn fjölskylduna bjarga heimsfriði (þ.e. afnema öll stríð) né öðruvísi sambúðaform steypa heiminum í allsherjarstríð. Málfæri páfans minnir hér á orfæri þeirra, sem biðja Guð að láta sig "sá friði", ekki óvild né sundrungu, sbr. líka bænina sem kennd er við heil. Franz frá Assisi: "Drottinn, lát mig vera farveg friðar þíns" (en hann var ekki að þykjast þess umkominn að koma þar með á heimsfriði!).

Sannarlega er öryggi barna í fjölskyldu föður og móður eitthvað sem stuðlar að öryggi og friði í lífinu, þótt vissulega sé ótalmargt annað í samfélaginu, þ.m.t. neikvæðir hlutir, sem hafa áhrif á börn og ungmenni. En einmitt vegna þeirra neikvæðu hluta er traustur og stöðugur fjölskyldubakgrunnur þeim mun mikilvægari. Það sýnir sig líka í statistíkinni, ef menn vilja fara út í hana. – Með þakklæti fyrir umræðuna,

Jón Valur Jensson, 4.1.2008 kl. 04:38

46 identicon

<--- það sem Jón valur sagði

Jakob (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 05:09

47 Smámynd: Linda

sammála Jón Val.

Linda, 4.1.2008 kl. 15:46

48 Smámynd: Linda

Langar að óska þér og þínu yndislegs árs með von um að það verði þér og þínum gæfuríkt!.

Linda, 4.1.2008 kl. 15:47

49 identicon

Jón Valur segir "Sannarlega er öryggi barna í fjölskyldu föður og móður eitthvað sem stuðlar að öryggi og friði í lífinu"

Mætti ég spyrja þig Jón Valur hvort þú þekkir persónulega til fjölskyldna þar sem foreldrarnir eru af sama kyni? Ég er bara forivitin. Ef svo er, myndirðu þá vilja deila með okkur skoðun þinni á þeirri fjölskyldu.

Linda Þ. (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:53

50 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sæl, Linda Þ. (sem munt vera önnur en hún Linda bloggvinur minn sem myndin er af). Svar mitt er, að ég myndi ekki upplýsa hér um nein persónuleg mál tilgreindrar, þ.e. nafngreindrar, fjölskyldu. En vissulega veit ég eins og aðrir um samkynhneigða sem eru í sambúð.

Jón Valur Jensson, 4.1.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband