Leita í fréttum mbl.is

Bloggannáll 2007 - Fyrri hluti

 

Ég byrjaði að blogga í lok febrúar á árinu.  Ég vissi ekki hvar ég ætti að staðsetja mig en ákvað síðan að blogga um allt sem mér dytti í hut, ekki bara edrúmennskuna mína.

Í mars hafa klósettþrif verið mér afskaplega hugleikin, ekki nema von að ég hallist að þunglyndi í þeim mánuði, hann er hvorki vor né sumar, vetur eða haust.

í apríl er ég enn að hafa allt á hornum mér og er farin að gera lista yfir leiðinlega hluti mér til skemmtunar.

Í maí var ég að blogga mikið um stjórnmál, en ég hef verið illa pirruð á sumarstarfsmönnum Moggans, eins og sjá má hér.

Í júní var ég m.a. að velta fyrir mér mínum skófetisma og hugsaði nokkuð stíft um Imeldu Markos.  Áhugamálin eru vissulega misjöfn eftir mánuðum.

Í júlí var Ellý Ármanns farin að pirra mig soldið mikið með löngu og berorðu fyrirsögnunum sínum, ég gekk skrefi lengra og skrifaði nokkrar færslur í hennar anda.  Hér er dæmi.

Og í ágúst var ég aftur í pirringskasti út í klobbafærslurnar hjá Ellý og skellti þessum rudda inn til að mótvægisjafna.

Nú legg ég ekki meira í þennan annál í bili. 

Tek rest á morgun.

Sem betur fer eru bara ein áramót á ári.

Farin, bókhald bíður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Gleðilegt nýtt ár til þín og þinna, svo sannarlega hressilegra að lesa annálinn þinn en að hlusta á áramóta ávarp forsætisráðherra. ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.1.2008 kl. 01:14

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær annáll.

Marta B Helgadóttir, 1.1.2008 kl. 01:38

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Smjúts og árið eskan 2008!

Gaman að fá þessa upprifjun - minnir mann á ýmislegt.

Edda Agnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 01:43

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gleðilegt nýtt ár frú Jenný Mótvægisklobbabloggína!

Megi gleði, bjartsýni glaumur og jákvæðni umvefja þig í stöðugri SÆLUVÍMU á því!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.1.2008 kl. 01:44

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Gleðilegt ár elsku Jenný og takk fyrir "samveruna" á árinu!  Ég bíð spennt eftir meiri annál en ég man þetta auðvitað allt

Laufey Ólafsdóttir, 1.1.2008 kl. 07:41

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Glæsilegur annáll

Jónína Dúadóttir, 1.1.2008 kl. 10:05

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Gleðilegt ár :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 15:26

8 Smámynd: halkatla

besti annáll ever - gleðilegt ár, ég er bara í blogglestrarrússi hér inni

halkatla, 3.1.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband