Leita í fréttum mbl.is

Ći hoppum inn í nútímann og dömpum völvunni!

 

Er ekki kominn tími á ađ dömpa völvunni?  Ég meina, ţessir spádómar eru algjör steypa.  Seint í  september sat ég á biđstofu lćknis og sá völvuspána fyrir ţetta ár sem nú er ađ líđa og ég lá hláturskasti.  Ţađ var ekkert sem komst nálćgt ţví ađ hafa rćst.  Frekar ađ hlutirnirhefđu fariđ  í ţveröfuga átt, svei mér ţá.

Kannski er ţetta bara skemmtileg lesning, svona eins og dćgradvöl, fólk les sér til gamans og gleymir svo lestrinum samstundis.  Ţađ er ekki líklegt ađ manneskjur séu međ Vikuna í töskunni allan ársins hring og um leiđ og eitthvađ er í gangi vađi ţađ í blađiđ og beri málin saman viđ völvuspádóminn. Alveg; flett, flett, hvađ segir völvan um ţetta?  Geggjuđ tilhugsun annars.

Ég ćtti bara ađ brosa og láta ţetta ekki fara fyrir brjóstiđ á mér, ţađ er ekki eins og ţetta sé meiđandi.

En ţađ hefur eitthvađ gerst međ mig undanfarin ár, ég er orđin svo gagnrýnin á allt sem heitir andleg málefni, spádómar og kukl.

Einu sinni gleypti ég viđ öllu, trúđi öllu og átti ekki til gagnrýna hugsun ţegar svona málefni voru annars vegar.

Núna vanda ég valiđ, alveg einstaklega vel og vandlega.

Ţađ er ekki margt sem stendur eftir en samt örlítiđ og fj.. fjarri mér ađ ég ćtli ađ upplýsa nánar um ţađ hér.  Fólk hefur veriđ sett í treyjur međ undarlegum ermum fyrir minnaW00t

Ţess vegna fara svona patent spádómar fyrir brjóstiđ á mér.  Stjórnin springur, borgarstjórnarmeirihlutinn líka, svart útlit á peningamarkađi og atvinnumarkađi líka (er ekki ţetta svartsýnisraus í hverjum einasta fréttatíma ţessa dagana?) og ţađ krúttlegasta, tammtatatamm, ađ tveir ţjóđţekktir menn deyi á nćsta ári!! Hverjar eru líkurnar hérna, á ađ amk tvćr manneskjur sem ţekktar eru í ţessu litla ţjóđfélagi fari  EKKI yfir móđuna miklu á árinu 2008?

Svo segir hún ađ jafnréttismálin hreyfist hćgt (vá, ég hissa, ţau eru nefnilega alltaf á svo mikilli fart) og ađ umrćđa um femínisma sé komin út í tóma vitleysu.  Ţarna er völvan međ  skođun en ekki spá, bara svo ţađ sé á hreinu.

Kommon.

Ég mun ađ sjálfsögđu éta yfirhöfn eđa eitthvađ, ef spádómnum um ríkisstjórn slćr inn. Ójá.

Úje

 


mbl.is Völvan spáir stjórnarslitum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe ég á bćđi ullarkápu og leđurjakka sem ţér er velkomiđ ađ éta í lok nćsta árs ef illa fer.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.12.2007 kl. 23:47

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna, ef hún springur í janúar og ég búin ađ éta yfir mig?  Er hćgt ađ grilla leđurjakka?  Er ullin kannski betri?  Ég meina kindakjöt er nćrri ţví ull, allavega hafa ull og kjöt veriđ í nánu samneyti í lifanda lífi

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.12.2007 kl. 23:49

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér rennur til gruns ađ Gurrí verđi ekki skemmt međ ţessa fćrslu ţína.

Svo finnst mér náttúrlega ójafnréttlátt ađ kyngreina Völvuna á ţennann hátt, ţví ađ ţá er alltaf hćgt ađ kenna 'henni' um allt, ef ađ 'henni' verđur á í fyrirsjánni, sinni...

Steingrímur Helgason, 28.12.2007 kl. 23:57

4 Smámynd: Jens Guđ

  Ţađ er međ ólíkindum ađ fólk skuli ár eftir ár falla fyrir ţessu völvu-rugli.  Ţađ er ekkert eđlisfrćđilegt,  líffrćđilegt eđa vitsmunalegt sem bendir til annars en ađ um bull sé ađ rćđa.  Í raun fjarri ţvi og ţvert á móti. Bara tómt bull. 

Jens Guđ, 29.12.2007 kl. 00:33

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur: Af hverju ćtti Gurrí ađ verđa "ekki skemmt"? Hún er blađamađur á Vikunni en ekki völvan!!

Jens: Ţetta hefur skemmtanagildi.

Benedikt: Ţađ er auđvitađ alltaf möguleiki á ađ hm... ţetta sé ekki bull.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.12.2007 kl. 01:03

6 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Held ađ flestir taki ţessu nú međ fyrirvara, ţađ rćttist nú ansi margt. Ekki hefđi mig t.d. grunađ ađ Kristinn H. Gunnarsson fćri yfir til Frjálslyndra ... eđa ađ ţađ fćddist krónprinsessa í Danmörku ... eđa ... jamm, ţetta hefur skemmtanagildi og bara gaman ef eitthvađ af ţessu rćtist. Knús í bćinn.

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 29.12.2007 kl. 01:08

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alveg sammála ţér Jenný, mér likar ekki svona bölsýnisspár

Marta B Helgadóttir, 29.12.2007 kl. 01:28

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Myndin er dásamleg sem fylgir fćrslunni! Ég er sammála ţér í ţví ađ ţađ er ekki spá heldur skođun ţegar sagt er "ađ umrćđa um femínisma sé komin út í tóma vitleysu"!

Edda Agnarsdóttir, 29.12.2007 kl. 01:39

9 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Ţađ er nú ekki allt neikvćtt. Ef stjórnin springur ţá er ţađ bara neikvćtt fyrir Sjálfstćđismenn og Samfylkinguna. Ef ţetta gengur eftir ţá eigum viđ t.d. eftir ađ ná langt í Evróvisjón, veiđirsumariđ 2008 betra en 2007, löggunni gengur betur ađ ná dópsmyglurum, heilbrigđisráđherra tekur til hendinni, , sumariđ verđur gott og fleira og fleira. Fjölmiđlar velta sér yfirleitt mest upp úr ţessu neikvćđa. Ég tók viđtaliđ viđ völvuna og hún sagđi margt jákvćtt og skemmtilegt líka.

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 29.12.2007 kl. 01:42

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Steingrímur Helgason, 29.12.2007 kl. 01:56

11 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég hef oft hugsađ til ţess ađ ţađ vćri gaman ađ geyma völvublađiđ til nćstu áramóta og sjá ţá hvađ rćttist, en framkvćmdin orđiđ minni.

Man ţó ţegar völvan spáđi ţví ađ fyrsti formađur Samfylkingarinnar yrđi kona. Svo var nú ekki, nema Össur hafi fariđ í kynskiptiađgerđ án ţess ađ viđ vissum. Ég hef álíka mikla trú á ţví ađ stjórnin springi á árinu, eđa meirihlutinn í Reykjavík. En ţetta er auđvitađ fyrst og fremst til gamans.

Svala Jónsdóttir, 29.12.2007 kl. 02:01

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst ţetta nú gamanmál miđađ viđ 7. dags Ađventista, Vottana og ađra trúarnötta, sem halda međlimum sínum og öđrum einfeldningum  í ótta og angist međ heimsendaspádómum sínum, sem enn hafa ekki rćst ađ mér vitnandi. Vottarnir hafa spáđ heimsendi sex sinnum og enginn er einusinni farinn ađ efast smá um rugliđ.

Skrifađi nú grein, sem olli miklu fjađrafoki um tilgang spádóma, ţar sem ég benti á ađ engir af spádómum biblíunnar hafi rćst. Ţeir spádómar, sem menn telja hafa rćst voru uppfylltir, ţ.e. menn léku eftir ţađ sem í spádómum stóđ. Ţađmyndi ég treysta mér í. T.d. segja ađ ţú eignađist bíl á árinu en ef ţađ vćri ekki ađ ganga eftir myndi ég kaupa einn fyrir ţig til ađ uppfylla spádóminn.

Spádómar hafa veriđ í tengslum viđ óttaprang og stjórnun frá upphafi og hafa engann tilgang, nema svokallađur líkindareikningur í veđur og fjármálaspám t.d.  Fjármálaspár hafa hinsvegar oftar en ekki áhrif á framţróun í sjálfu sér, ţar sem fólk grípur til ađgerđa í ljósi ţeirra. 

Spádómar eru einnig hafđir óljósir, svo möguleiki sé á ađ ţeir hugsanlega rćtist eins og í tilfelli Völvunnar um lát ţjóđkunnra manna.  Aldrei er sagt hver.  Ţetta er eitt höfuđeinkenni spádóma. Ef tilgangur vćri í almennum spám um ađ forđa frá vođa, ţá vćri ómögulegt ađ sjá hvort spádómar vćru réttir líka.

Spáđi ég ţví ađ flugvél muni farast á morgun og menn tćkju mark á ţví og kyrrsettu viđkomandi flugvél eđa allar ef spádómurinn er óljós, til ađ forđa váinni, ţá verđur eftirá erfitt ađ segja til um hvort spáin vr á rökum studd.  Spá gćti ţví aldrei veriđ um neitt annađ en hiđ óumflýjanlega og hvađ höfum viđ svosem viđ ţađ ađ gera ađ vita hiđ óumflýjanlega?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.12.2007 kl. 04:04

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég spái ţví ađ á morgun verđi slys af völdum flugelda hér í bć. Ef ţađ verđur ekki, get ég ţakkađ ţađ viđvörunarorđum spádómsins. Ef ţađ verđur, ţá get ég sagt: "Hey sagđi ég ekki?!" og fengiđ ómćlda ađdáun fyrir djúpviskuna.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.12.2007 kl. 04:13

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mátti svo til međ ađ linka á ţetta.  Loksins original efnistök hjá Stebba fréttakalli og loksins er ég hjartanlega sammála honum.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.12.2007 kl. 09:15

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Steinar: Ţarna tók sig upp húmor hjá Stebba sko, ég er ekki viss um ađ hann hafi haldiđ á penn... ég meina lyklaborđinu.  Hahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.12.2007 kl. 09:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2987220

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband