Föstudagur, 28. desember 2007
Löglegt? - Örugglega - Siðlaust? - Svo sannarlega
Í
morgun barst mér litríkur bæklingur upp á margar síður, prentuðum á fínasta pappír. Hann var merktur "Alvöru Flugeldar". Ég gaf mér að þetta væri auglýsing frá björgunarsveitunum okkar, en ónei. Þetta eru einhverjir dúddar sem ásamt fleirum eru að seilast inn á flugeldamarkaðinn um áramót til að hygla bankareikningum sínum.
Björgunarsveitirnar okkar eru í sérflokki. Þar vinnur ótrúlegur fjöldi fólks óeigingjarnt sjálfboðastarf og hver einasta fjölskylda í þessu landi, þekkir eða tengist einhverjum sem hefur notið góðs af starfi þeirra.
Þetta fólk á alla mína virðingu og aðdáun.
Undanfarin ár hafa einkaaðilar í síauknum mæli verið að hasla sér völl í flugeldasölu. Sumir dulbúa sölustaði sína eins og um björgunarsveitasölur sé að ræða. Smekklegt. Einn Spaugstofuleikarinn er í bullandi bisniss á ákveðinni tegund sprengiefnis svo dæmi sé tekið. Eru matarholurnar ekki nægar annarsstaðar?
Sumir af bissnissmönnunum segjast vera með öflugri flugelda en björgunarsveitirnar, ef það er rétt þá eru þeir ólöglegir því björgunarsveitirnar selja eins kröftuga flugelda og lög leyfa.
Fólki er frjálst að setja upp flugeldasölur, mikil ósköp, en þetta er aðal fjáröflunarleið björgunarsveitanna sem vinna við að bjarga lífi okkar og limum, koma til aðstoðar hvenær sem eitthvað bjátar á og við eigum að styðja þær, þegar þetta gullna tækifæri gefst.
Mér finnst það siðlaust af peningamönnum sem eru í þessum bissniss til að spikfita budduna sína, með því að seilast inn á þennan markað.
Annars finnst mér reyndar að björgunarsveitirnar eigi að vera á fjárlögum, því hlutverk þeirra er ómetanlegt og algjörlega lífsnauðsynlegt.
Ég ætla að nota bloggsíðuna mína til áróðurs. Ekki kaupa flugelda annarsstaðar en hjá björgunarsveitunum!!!!! Í leiðinni erum við að búa í haginn fyrir okkur sjálf.
Látum peningamennina eiga sig í þessu samhengi.
Og hananú.!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2987152
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Kaupi aldrei flugelda en tek undir hvert orð hjá þér samt. Ég myndi vilja geta styrkt þá með öðrum hætti
Ragnheiður , 28.12.2007 kl. 16:47
Jiii, hvað ég er sammála þér!
Ibba Sig., 28.12.2007 kl. 16:49
Þetta er barátta björgunarsveitanna um hver einust áramót, og fleiri og fleiri sækjast í þennan skyndigróða.
Ég er persónulega á þeirri skoðun að ríkið ætti að sjá alfarið um að fjármagna sveitirnar, og þær þar með að hætta flugeldasölu. Þessar sveitir eru ekkert einkamál þeirra sem reka þær, heldur öryggistæki allrar þjóðarinnar sem á að virka.
Þröstur Unnar, 28.12.2007 kl. 16:53
ég kaupi ekki flugelda. ég er ekki með börnin mín um áramót svo ég sé ekki tilganginn. gerði það þó, að kaupa flugelda, myndi ég líklega versla við annað þeirra íþróttafélaga sem börnin mín æfa með. mér sýnist ég eiga mestra hagsmuna að gæta þar.
Brjánn Guðjónsson, 28.12.2007 kl. 16:54
Líklegast er þetta Einar áttavillti, (Þú villt ganga þinn veg. Ég vil ganga minn veg..) Hann hefur verið að hösla í þessu í einhver ár og líklega sem milligöngumaður fyrir Krossinn, sem hann er einn æðstistrumpurinn í.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.12.2007 kl. 16:56
annars væri réttast hjá þeim að stofna banka, nú eða klámsíðu. þar liggja peningarnir.
Brjánn Guðjónsson, 28.12.2007 kl. 17:01
Byrja þessar ruglathugasemdir eina ferðina enn. Hver gaf björgunarsveitum einhvern einkarétt á að okra á flugeldasölu?
Þetta er bara ekki hætis hót göfugri sala en einkaréttur ríkisins til eiturbyrlunar á þegnunum í gegnum ÁTVR til að halda úti spítölum.
Haukur Nikulásson, 28.12.2007 kl. 17:06
Við kaupum bara hjá björgunarsveitunum, höfum alltaf gert (eða reyndar pabbi minn, hann sér um innkaupin ásamt syni mínum fyrir hver áramót )! Dettur ekki í hug að versla við aðra!
Sunna Dóra Möller, 28.12.2007 kl. 17:08
Sko, ef fólk kaupir flugelda á annað borð finnst mér að það eigi að styrkja gott málefni eins og Landsbjörg, en er sammála því að auðvitað ættu Landsbjörg ekki að þurfa að standa í þessu eða annarri fjáröflun því að eins og landsmenn vita og margsannað er værum við illa stödd án björgunarsveita.
Sonur minn sér um flugeldana í ár, þó ég sé lítið hrifin af þeim, meira fyrir stjörnuljós eins og Birgitta Haukdal (enda álíka væmin) - en hann er líka að vinna fyrir Landsbjörgu dag og nótt núna fyrir áramótin við að tæma gáma fulla af flugeldum og kökum!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.12.2007 kl. 17:23
Ragnheiður, ekkert mál að styrkja björgunarsveitirnar án þess að kaupa, hringdu bara í sveit að eigin vali og færð upplýsingar um það.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.12.2007 kl. 17:52
Auðvitað á að kaupa af björgunarsveitunum.Þeir fara jú og FINNA TÝNDA RJÚPUVEIÐIMENN
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 18:04
Þetta er laukrétt hjá þér Jenný. Maður á að styrkja björgunarsveitirnar þegar maður kaupir flugelda. Þessir gaurar sem eru í samkeppni við björgunarsveitirnar ættu að upplifa það að vera fastir eða týndir uppá fjöllum. Spurning hver kæmi þeim til bjargar.
Guðjón (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 18:33
Sammála - að svo miklu leyti sem ég get fellt mig við flugelda finnst mér asnalegt af einhverjum gróðafíklum að reyna að skrapa þennan markað af björgunarsveitunum.
En svo er það önnur ella - að mér er ekkert um flugeldasölu yfirleitt. Á eftir að blogga um það síðar.
Bestu kveðjur - og hafðu það gott um áramótin.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.12.2007 kl. 19:53
Ég þoli ekki lengur gamlárskvöld þegar líða fer á kvöldið og hef ekki gert í nokkur ár! Fer upp í sveit rétt fyrir 12 til að sitja af sem mest af sprengingunum.
Er annars algjörlega sammála þér.
Edda Agnarsdóttir, 28.12.2007 kl. 20:01
Tek fram að ég þoli ekki flugelda en beygi mig fyrir lýðræðinu. Flestir eru hallir undir hávaðan og mengunina og þess vegna þegi ég.
En fyrst fólk á annað borð kaupir sprengjur og flugelda þá á það að sjálfsögðu að styrkja hjálparsveitirnar.
Og hananú.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.12.2007 kl. 20:15
Ég náttla eiginlega meira hnaut um þessar athugasemdir þeirra sem að voru ekki sammála en hinna. Á alveg til í mér eitt gott fól til að taka þeirra auma mal í gegn, en kýs að gera það ekki hér.
Steingrímur Helgason, 28.12.2007 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.