Leita í fréttum mbl.is

Og nú stend ég við loforðið..

..sem ég gaf ykkur varðandi myndir af nýja fjölskyldumeðlimnum, Hrafni Óla.

Lítill krúttvöndull að koma heim til sín í fyrsta sin.  Maður lúllar sig í gegnum það.

Úff á leið í bílinn af fæðó.  Eins gott að verða ekki kalt.

Og hér er mynd af Jenný Unu, í sínum fyrsta bíltúr, í sama stól með sömu húfu.  Lík eða hvað, systkinin?

Og svo heilsar hún Jenný Una bróður sínum í fyrsta sinn, og hún er afskaplega mjúkhent af því hann er svo lítill.

Þannig er nú það.

Later.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Gullfallegt hjartans ljós elsku litli Hrafn Óli...krúttkast

Ragnheiður , 25.12.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvað þau eru sæt!

Knús á þig, heppna kona

Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Elsku Jenný mín til hamingju með elsku litla barnið. Hrafn Óli er gott nafn.

Jólaknús.

Edda Agnarsdóttir, 25.12.2007 kl. 23:04

4 Smámynd: Linda litla

Þvílíka krúttið, ég er ekki frá því að það hringli smá í eggjastokkunum á mér he he he

Kasólétt dóttir mín og tengdasonur voru einmitt að fara austur, ég var reyndar ekkert hlynnt því þar sem að það er leiðinlegt veður á heiðinni.

Linda litla, 25.12.2007 kl. 23:06

5 Smámynd: Hugarfluga

Þvílík dýrðarinnar dásemd og blessun. Engu við það að bæta. *smjúts*

Hugarfluga, 25.12.2007 kl. 23:11

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Allamalla hvað hann er yndislegur, sætt þegar skvísan læðist svona ofurmjúkt að litla bróa. Innilega til hamingju enn og aftur mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 23:19

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir þetta

Jóna Á. Gísladóttir, 26.12.2007 kl. 00:21

8 identicon

Fallegastur. Og hún Jenný Una líka.

Bryndís R (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 01:12

9 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hjartanlega til hamigju þú auðuga kona.

Og gleðileg jól !

Einar Örn Einarsson, 26.12.2007 kl. 02:03

10 Smámynd: Jens Guð

Æ, hvað svona myndir eru sætar. 

Jens Guð, 26.12.2007 kl. 02:06

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

mér finnst þau frekar lík  svona svipurinn

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.12.2007 kl. 03:05

12 identicon

til hamingju, en er þetta ekki blár stóll sem drengurinn er í?!?!

rauðhaus (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 03:06

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dásamlegt

Jónína Dúadóttir, 26.12.2007 kl. 07:04

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Má til með að óska þér til hamingju með  hnoðrann Hrafn Óla,
hann er bara yndislegur, og hvað hún nafna þín á eftir að vera góð við litla bróðir sinn, það sést nú á því hvernig hún nálgast hann þarna á rúminu, hún sýnir honum lotningu.
Vona að þú sért við góða heilsu.
                           Ljós og orkukveðjur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.12.2007 kl. 10:07

15 identicon

Besta byrjun á bloggrúnti sem hægt var að hugsa sér að sjá myndir af þessum dásamlega prinsi og Jenný Unu að upplifa systurhlutverkið. Takk fyrir mig

Eigðu góðan dag við ástundun letilífs í dag. Feðginin ætla að reyna að draga mig í Kjarnaskógargöngu, tók eina slíka í gær fyrir hangikjötsmáltíð. Hún var fín en veðrið þarf að vera ansi gott til að ég nenni því í dag.

Til hamingju með þig og farðu vel með þig, réttara sagt, láttu stjana við þig mín kæra

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 12:06

16 Smámynd: halkatla

svo falleg börn  þú ert heppin

halkatla, 26.12.2007 kl. 14:02

17 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk Jenný og til hamingju enn og aftur.

Óskaplega eru börnin falleg

Marta B Helgadóttir, 26.12.2007 kl. 14:29

18 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mikið eru þetta falleg börn, til hamingju með þessi ljós !

Sunna Dóra Möller, 26.12.2007 kl. 16:03

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk elskurnar fyrir falleg komment.  Ungviðið er alltaf yndisleg og auðvitað eru þessi yndislegust, finnst ömmunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.12.2007 kl. 16:29

20 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Innilega til hamingju með litlu dúlluna. Þú ert rík að eiga svona fína fjölskyldu.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.12.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2987324

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband