Leita í fréttum mbl.is

Öðruvísi Þorláksmessa - Uppfærsla

 

Þá er þessi uppáhaldsdagur minn á árinu runnin upp.  Jólakveðjurnar í útvarpinu byrja kl. 13,00 og  þær setja jólin beint í hjartað á mér, vegna þess að á þær hef ég hlustað frá því ég var barn, með henni ömmu minni, meðan hún lifði og síðan á eigin vegum.  Ég er ekki til samninga um að breyta út frá þeim vana.

Þetta verður öðruvísi Þorláksmessa.  Það eru allar líkur á því að lítill drengur, bróðir hennar Jennýjar komi í heiminn í dag.

Helga stór frænka og Jökull frændi eru heima að passa Jenný, sem veit ekki að mamma og pabbi eru farin upp á spítala.  Hún kemur hingað til okkar um leið og hún vaknar.

Verkefni dagsins er því að senda Sörunni minni stuðningskveðjur og kveikja jólin í hjartanu hennar Jennýjar Unu, sem verður ekki erfitt, því hún er ávallt glöð í sinni stúlkan sú.

Bónusinn er svo að fá Maysuna mína og Oliver í heimsókn.

Frumburðurinn og Jökull eru ekki langt undan heldur.

Ég er á því að þetta verði nokkuð góð en öðruvísi Þorláksmessa.

Það verður að minnsta kosti engin árans skata hér í matinn fremur en venjulega.

Hefðirnar verður nefnilega að hafa í heiðri.

Nýjar fréttir:  Lítill drengur fæddist kl. 08,27 í morgun, 48 cm og 2, eitthvað kíló.  Nánari upplýsingar koma síðar.  Sá litli er sprækur en mamman var á leið í keisara þegar hann ákvað að láta vaða, "naturale".

Óska sjálfri mér, Jenný Unu og öllum öðrum til hamingju með nýjan fjölskyldumeðlim.

Falalalalalal og úje!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 23.12.2007 kl. 08:24

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert svona heppin eins og ég að fá að hafa sem flesta þína, sem næst þér um jólin

Mínar bestu óskir um gleðileg jól, mín kæra bloggvinkona og bestu þakkir fyrir öll frábær skrif á árinu, sem er að líða ! Megi nýja árið færa þér tvo heila fætur, bók á metsölulista og allt annað gott og yndislegt í kjölfarið

Jónína Dúadóttir, 23.12.2007 kl. 08:32

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sendi Sörunni þinni stuðningskveðjur!

Huld S. Ringsted, 23.12.2007 kl. 09:02

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Gleðileg jól Jenný mín og góðan bata.

María Kristjánsdóttir, 23.12.2007 kl. 09:03

5 Smámynd: Linda litla

Oh þú ert svo heppin, ég er að bíða eftir mínu fyrsta barnabarni. Það myndi gleðja mig mikið ef að það myndi kíkja í hina stóru veröld þann 25 desember þar sem að ég (amman) á afmæli þá.

Eigðu góðan dag Jenný mín.

Linda litla, 23.12.2007 kl. 09:15

6 identicon

Elsku Jenný - hef ekki verið í bloggsambandi í nokkra daga og les svo að uppáhaldsbloggvinkonan er búin að lenda í hinum mestu hremmingum, er ekkert minna en slösuð og ég einhvers staðar að sinna miklum mun minna mikilvægu fólki en þér. Fyrirgefðu þúsund sinnum afskiptaleysið. Mér finnst ég bara vond að hafa ekki litið í það minnsta inn á bloggið þitt. Ákvað að láta eitt yfir alla ganga og taka ekki tíma í blogg fyrr en ég væri búin að fara yfir verkefnabunkann sem beið mín. Svo gerast bara stórtíðindi og alles á meðan. Gat skeð.

Elsku Jenný - Veit ekki hvar ég á að byrja,

-vonandi lagast þessi fj. bólgni fótur sem fyrst - þú átt sko alla mína samúð

-vonandi gengur allt vel með litla Þorláksmessudrenginn og gefðu dóttlu þinni eitt stórt knús frá mér

- taktu utan um allt þitt góða fólk (sem ég þekki nánast eingöngu gegnum bloggið en þykir orðið voðalega mikið vænt um)

- Gleðileg og gæfurík jól mín kæra Jenný - risastórt knús frá bloggvinkonu fyrir norðan og allri hennar fjölskyldu líka .

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 09:29

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til lukku með nýja ömmuprinsinn!!

Huld S. Ringsted, 23.12.2007 kl. 09:34

8 identicon

Til hamingju með snáðann. Yndisleg jólagjöf sem fjölskyldan fær.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 09:40

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðileg jól Jenný mín og þakka þér fyrir skemmtunina á liðnu ári. Megi næsta ár verða þér farsælt.

Steingerður Steinarsdóttir, 23.12.2007 kl. 09:48

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Innilega til hamingju með litla prinsinn ykkar ! Þetta er sannrlega góð jólagjöf !

Njóttu dagsins og jólakveðjanna í útvarpinu og að hafa fjölskylduna þína nálægt þér í dag !

Sunna Dóra Möller, 23.12.2007 kl. 09:51

11 Smámynd: Linda litla

Til hamingju með ömmustrákinn, er þetta ekki besta jólagjöfin í ár.

Linda litla, 23.12.2007 kl. 10:09

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegt!!

Til hamingju

Hrönn Sigurðardóttir, 23.12.2007 kl. 10:32

13 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Til hamingju með litla gutta :D

og gleðileg jól...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.12.2007 kl. 11:28

14 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Jenný, innilega til hamingju með snáðann litla. Ég er svo ánægð vegna þess að ég veit að þú ert himinsæl.

Skilaðu kveðju til húsbands og megið þið eiga Gleðileg Jól.

Ragnheiður , 23.12.2007 kl. 11:31

15 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju með litla kút, og alles.

Þröstur Unnar, 23.12.2007 kl. 11:42

16 identicon

Uppfært í tilefni nýrra frétta. Elsku elsku Jenný: Til hamingju þúsund sinnum með drenginn litla. Gott að allt gekk að óskum, það er fyrir öllu - hamingjuóskir frá okkur öllum

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 11:47

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Elsku Jenný mín. Innilega til hamingju með ömmustrákinn. Mikið er hann heppinn að eignast svona æðislega ömmu. Risaknús í kotið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.12.2007 kl. 12:06

18 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Elsku Jenný til hamingju með prinsinn.

Gleðileg Jól. 

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 23.12.2007 kl. 12:45

19 Smámynd: M

Innilega til hamingju með nýja barnabarnið

Gleðilega hátíð

M, 23.12.2007 kl. 12:45

20 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til hamingju með litla guttan og Gleðilega hátíð,þakka góð blog-kynni á arinu sem er að líða.kv.linda linnet

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2007 kl. 12:49

21 Smámynd: Hugarfluga

*gæsahúð af sælu* Til hamingju með ömmubarnið, elsku Jenný. Mikið ertu lánsöm með allt þetta góða fólk í kringum þig. Ætla að kveikja á gufunni og hlusta á jólakveðjurnar .. takk fyrir að minna mig á þær. Guðs blessun.

Hugarfluga, 23.12.2007 kl. 13:05

22 identicon

Innilegar hamingjuóskir með dóttursoninn. Enn eykst hamingjan á uppáhaldsdegi þínum. Þakkir fyrir skemmtileg skrif, maður kemur aldrei að tómum kofanum hér. Les oft en kvitta of sjaldan. Gleðilega hátíð og lifðu í lukku með fjölskyldunni.

Kristjana (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 13:13

23 Smámynd: Eygló

Innilega til hamingju Jenný

Eygló , 23.12.2007 kl. 13:37

24 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Elsku Jenný, innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldu meðliminnþetta hlýtur að hafa toppað uppáhalds daginn þinn.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.12.2007 kl. 13:41

25 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju með litla kút og bestu jóla- og nýárskveðjur plús óskir um að þú náir þér sem fyrst!

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:41

26 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Til hamingju með kútinn og gleðileg jól.

Kv.Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 23.12.2007 kl. 16:53

27 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Til hamingju og Gleðileg jól

Valgerður Halldórsdóttir, 23.12.2007 kl. 17:03

28 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Frú Jenný A.!

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þakka fyrir að hafa fengið að glíma sma´vegis við þig sl. ma´nuðina, langar svo jafnvel að bjóða þér í hryggspennu á nýja góða árinu framundan!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.12.2007 kl. 18:23

29 Smámynd: Einar Indriðason

Til hamingju með strákinn.  gott að heyra að jólakveðjurnar eru hluti af jólunum.  Enn betra að heyra að það er ekki skata!

Og... Gleðileg jól, og takk fyrir pistlana á árinu sem er að líða.

Einar Indriðason, 23.12.2007 kl. 18:58

30 identicon

Viðbótarkjeðjur með kútinn. Settur í bleikt...náttúrulega???????

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 20:14

31 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Til hamingju með prinsinn!!!!!

Og.... gleðileg jól mín kæra!!

Heiða B. Heiðars, 23.12.2007 kl. 20:33

32 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Nú fær Una einn til að ráðskast með! Ætli það sé ekki bara ágætis þjálfun?

Einhverntíma var mér sagt að það væri erfiðara fyrir drengi að eiga eldri systur.

Til hamingju elsku Jenný með barnabarnið, þetta er góð viðbót á þína Þorláksmessuhamingju. Bið að heilsa mömmunni.

Gleðileg jól eskan ef ég kemst ekki inn vegna anna á morgun.

Edda Agnarsdóttir, 23.12.2007 kl. 20:58

33 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Gleðileg jól og til hamingju!

Kristján Kristjánsson, 23.12.2007 kl. 21:12

34 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með litla manninn Jenný mín. Gleðileg jól til þín og þinna, risaknús og bara gleði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.12.2007 kl. 22:37

35 identicon

Til hamingju og Askasleikir óskar þess að karlar hætti að nauðga, nýfæddir sem fjörgamlir.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 01:18

36 identicon

Kæra Jenný.

Til hamingju með litla prinsinn

Guð gefi þér og fjölskyldu þinni gleðileg jól og farsæld um ókomin ár.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987326

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.