Leita í fréttum mbl.is

Og þá er það Stenna

 

Litla systir mín hún Steinunn Baldursdóttir (Stennhildur Djóns) á afmæli í dag.  Það vill svo skemmtilega til að hún á afmæli 11 dögum á eftir mínum eigins frumburði.

Mér þótti það ekki fyndið, tæplega nítján ára gamalli, að vera ófrísk á sama tíma og mamma mín.  Fannst það fyrir neðan allar hellur.  Ji hvað maður gat verið hallærislegur.  Allt mömmu að kenna fannst mér, ég hins vegar leiddi aldrei hugann að því að ég væri verðandi móðir aaaaaðiens í yngri kantinum.

Nú og svo fór ég á Fæðingarheimilið.  Átti Helgu Björk Laxdal þ. 11. desember, eins lög gerðu ráð fyrir agú, dada og gaman hjá mér. Þá þurftu sængurkonur að liggja í viku, minnir mig, áður en okkur var sleppt heim.

Það upphófst bið.  Ég barnaleg eins og ég var, var í víðtæku rusli yfir að mamma mín kæmi til að eiga á meðan ég lægi á Fæðingarheimilinu.  Ég mátti ekki heyra í sjúkrabíl þá fór ég á límingunum. 

Ég alveg: Hvað á ég að gera ef hún kemur á meðan ég er hér: Alveg: Mamma, amma, systir, afi og allur pakkinn hérna.  Sumir voru nefnilega jafn barnalegir og ungur aldur þeirra sagði til um.

Ég slapp heim, mamma inn og á þessum degi fyrir 37 árum fæddist litla, fallega og góða systir mín hún Steinunn, kennari og mamma hennar Kötlu Bjargar.  Þær frænkurnar Helga og Stenna hafa alltaf verið góðar vinkonur og ekki verra að fólk sé samstíga í barneignum í fjölskyldunni.

Elsku Stenna mín, til hamingju með daginn þinn.

Knús og þúsund kossar frá stóru systur og við sjáumst kátar um jólin.

Falalalalalala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með systir þína, trúi að þetta hafi verið doldið skrítið þarna um árið, þér fannst auðvitað mamma þín halló að vera ólétt svona "gömul" þá, vona að hnéið komi til, farðu samt vel með þig.

                          Birthday Balloons 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 11:41

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til hamingju með systur þína !

Sunna Dóra Möller, 22.12.2007 kl. 11:46

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gaman að þessu, og til hamingju með systur þína!

Langt síðan ég hef kíkt á bloggið þitt (trúarhitinn!), loksins var ég að fatta "nýju konuna" sem ég sá í kommentum hjá Röggu 

Gleðileg jól!

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.12.2007 kl. 12:04

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til lukku með systir þína

Leiðinlegt að heyra af slysinu þínu Jenný, vonandi lagast fóturinn sem fyrst svo þú komist þó í sparikjólinn og háhæluðu skóna á gamlárskvöld!

Gleðileg jól til þín og fjölskyldu þinnar, takk fyrir skemmtileg bloggkynni á árinu

Gif santa claus Images

Huld S. Ringsted, 22.12.2007 kl. 12:15

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðileg Jól Jenný mín og fjölskylda.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.12.2007 kl. 12:53

6 identicon

Ég óska þér og fjölskyldunni gleðilegra jóla.Svo langar mig að þakka þér fyrir einstaklega skemmtileg blogg:) Það er nú bara þannig að mér hlakkar alltaf til að lesa bloggið þitt á hverjum degi.Það er alveg sama hvað þú skrifar um, fjölskylduna samfélagsmál eða snúruna alltaf svo gott að kíggja til þín:)Og takk fyrir að setja myndina af þér hér inn, var að vísu búin að sjá þessa mynd í fréttablaðinu.Svo eitt enn ég kaupi bókina þína um leið og hún kemur út....bara hvenær???Innilegar jólakveðjur Sigrún

Sigrún Ásdísardóttira (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 13:16

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Frábært, get alveg skilið þig, hvað er hallærislegra en eldgömul kerling, þrjátíuogeitthvað, mamma þín í þokkabót, liggi inni á fæðingardeild um leið og þú. Hahahhahahha! Til hamingju með litlusystur, elsku krúttið mitt.

Guðríður Haraldsdóttir, 22.12.2007 kl. 13:18

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Til hamingju með systur þína. Skemmtilegur pistill eins og alltaf...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.12.2007 kl. 13:24

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kærlega fyrir kveðjurnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.12.2007 kl. 14:00

10 identicon

Maður bregður sér frá í smá stund og bloggvinir slasast á meðan.Susssu bara. Þegar Krumman mín fæddist var ég 6 ára.Pabbi varð afi í fyrsta sinn á sama tíma. Ég skammaðist mín svo mikið að ég sagði engum frá þessum barneignum.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 14:37

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe. Velti því fyrir mér hvort skömmin felist í opinberun á kynlífi ''gamalla'' foreldra manns. Sem betur fer átti amma ekkert barn um leið og ég átti Gelgjuna... enda orðin 79 ára á þeim tíma.

knúsí knús. Þar sem ég geri ráð fyrir því að þú haldir á símtóli með hendi en ekki fæti þá áttu von á símtali seinna í dag

Jóna Á. Gísladóttir, 22.12.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband