Leita í fréttum mbl.is

Það er eins gott að horfast í augu við ástandið

..ég er fótlama og það stendur ekki til bóta, alveg á næstunni.  Ég get ekki rétt úr löppinni, hún er bólgin um hnéð og áform mín um jólaklæðnað eru aflögð.

Jólapilsið sem frumburður keypti í Köben, af einum af okkar uppáhaldshönnuðum verður að líkindum ekki notað, því til hvers er að skarta fötum þar sem svartklæddir leggir í hælaháum skóm, leika aðalhlutverkið?

Ónei, margt fer öðru vísi en ætlað er.  Ætli ég birtist ekki við jólatréð á aðfó, íklædd náttserk eða kufli, sem felur mínar fögru fætur.  Svo mun ég staulast áfram, samanbitin af kvölum (okok smá ýkjur), stynja lágt, leggja hönd að enni og segja; Guð minn það sem þú leggur á mig.

En....

Hér kom skádóttir og dóttir og þrifu heimili þannig að jólin geta haldið innreið sína bara núna, ef þau vilja.

Annars hef ég þá tilfinningu að akkúrat núna sé jólaklæmaxið að stíga upp í hæstu hæðir.  Þar sem það nær hámarki á Þorláksmessukvöld.

Ég sit hér og blogga við kertaljós og er í jólsveinabúningi, ein heima, en maður verður alltaf að vera rétt klæddur í stíl við tilefnið.

Í þessum skrifuðu orðum er Maysan mín að lenda í Keflavík.

Er farin að lesa eða ekkað.

Falalalalalala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gat nú ekki annað en brosað að þessari færslu þinni. Við eigum þetta líklega þá sameiginlegt þessi jólin. Þ.e.a.s. klæðaburðinn.  Ætli bleiku köflóttu extra síðu náttbuxurnar mínar, fluffý inniskórnir og flíspeysa eigi ekki vinninginn þessi jólin hjá mér. Enfaldlega vegna þess að ég get bara ekki klætt mig og alls ekki verið í þröngu. ( guði sé lof ) .

En það er þá gott að vita af þér Jenný mín, í náttfötum ánægð og hamingjusöm þrátt fyrir allt.

Sendi þér kærleiksknús Jenný mín, og vonandi batnar þér nu fyrir jólin.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

leggja hönd á enni...haha, það er engu líkara en að þú hafir  hitt mjööög náin ættingja minn sem þjáist af píslarvættissyndromi....,og smitast...

Svo verður þú orðin góð í fætinum fyrir þorrablót og árshátíðar tímabil, þá áttu nýtt ónotað gegt  flott pils, pældí þí, HA.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.12.2007 kl. 00:24

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Gleðileg jól

Guðni Már Henningsson, 22.12.2007 kl. 00:30

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

LOL. sé þig alveg fyrir mér við tölvuna í jólasveina-áttfitti gjörsamlega að fara yfir um í klæmaxinu... ofsalega sæl í þínum jólaheimi.. fyrir utan kvalirnar auðvitað.

Elsku snúllan mín. Láttu þér batna svo þú getir dansað í kringum jólatréið með Jenny Unu og Olivier

Jóna Á. Gísladóttir, 22.12.2007 kl. 00:32

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

og ekki má skilja Oliver útundan

Jóna Á. Gísladóttir, 22.12.2007 kl. 00:33

6 Smámynd: Hugarfluga

Í hlutverki leikkonunnar íðilfögru er Jenný Anna Dietrich. Sagan segir frá heimsfrægri leikkonu, sem missir af aðalhlutverki sökum þess að afbrýðisamur vonbiðill hennar hrinti henni fram af svölum sveitaseturs .... CUUUUT!!!  Ó, sorry, missti mig aðeins.  Gleðileg jól, kona

Hugarfluga, 22.12.2007 kl. 00:34

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegt bloggár :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 01:05

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú ert nú meiri krúttadúllan - en vonandi fer fóturinn að koma til svo ekki þurfi að gefa Stekkjastaur hann!

Knús á þig og þína.

Edda Agnarsdóttir, 22.12.2007 kl. 01:23

9 identicon

Hæ darling, Maya er komin í hús og allir farnir að sofa. Góða nótt og við tölum saman þegar liðið vaknar hér á Nýló í fyrramálið. KOSSAR

Brynja Nordquist (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 02:06

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi þetta er ekkert grín, stelpugreyið !Sendi þér allar mínar bestu bataóskir og hlýjustu hugsanir með passlegum skammti af samúð  En ég verð að fá að segja, að dramað með "hendina á ennið" er klassi

Jónína Dúadóttir, 22.12.2007 kl. 07:14

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Krúttrófa það er það sem þú ert Jenný mín.  Þú setur alla hluti í þannig búning að brosið fer ekki af við lesturinn, sama um hvað þú skrifar.  En í alvöru vona að þér batni sem allra allra fyrst í fætinum.  Og eigir góðan tíma framundan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2007 kl. 10:34

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flottur lampi! ...  Það er aldrei lognmolla í kringum þig, þú verður örugglega flottust á aðfangadagskvöld! Góðan bata.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.12.2007 kl. 10:51

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð svo skemmtileg vinir mínir að brosið fer ekki af andlitinu á mér þegar ég les kommentin.

Guðrún B. Knús og jólaklemm til þín líka

Guðni Már: Sömuleiðis og vonandi verðið þið extra jólalegir í útvarpinu.

Jóna: Þú ert vinkona mín og ég elska þig EN þú meinar auðvitað að ég eigi ekki að skilja EINAR útundan þegar ég sinni litlu börnunum

Krumma: Það er alltaf amk einn drami í hverri fjölskyldu.  Hehe

Fluva: Þú ert flott efni í handritshöfund, tölum saman eftir jól

Jónína: Takk elskan og sömuleiðis

Edda: Stekkjastaur má eigann ef hann gefur mér nýjann.

Hallgerður: Ég er Nora, Hedda og allar hinar kjéddlingarnar hans Strindbergs í einni konu.  OMG

Lísa:  Knús á þig elskan og gleðileg jól

Ljónynja: Sama til þín og meira til

Jóhanna: Knús og kossar

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.12.2007 kl. 11:02

14 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til hamingju með að vera búin að fá fólkið þitt heim !

Eigðu góðan dag og ég vona að fóturinn fari að lagast sem allra, allra fyrst !

Sunna Dóra Möller, 22.12.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2987152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.