Leita í fréttum mbl.is

Nú er ég í bobba

 

Hvað gerir maður þegar eitthvað það kemur upp í umræðuna og varðar málefni sem maður styður af öllu hjarta en viðhorf þeirra sem á móti eru, eru skiljanleg líka, að mínu mati?  Best væri að þegja, ekki þarf ég að tjá mig um alla hluti.  En er ég vön að þegja svona yfirhöfuð? Ónei, og það eru nokkuð margir sem myndu vilja fá það í jólagjöf að ég héldi kj... allt næsta ár eða svo.

En..

Jólaóskin (ósk ekki jólakort) þar sem óskin er að karlar hætti að nauðga hefur stuðað marga.

Staðreyndin er sú að það eru langoftast karlar sem nauðga.  Langoftast segi ég því með einverjum örfáum undantetningum sem ég veit ekki um, hafa konur eflaust gert sig seka um glæpinn.

Þannig að það er kórrétt staðhæfing að karlar nauðgi.

Engum dettur í hug, amk. engum með fullu viti, að það sé verið að halda því fram að allir karlar nauðgi.  Það er auðvitað bara túlkun sem sumir kjósa að leggja í textann, en það er svo langt því frá meiningin.

En..

Það eru að koma jól.  Jólin eiga að vera tími vináttu, fyrirgefningar og tillitssemi gagnvart náunganum.  Það er eiginlega nauðsynlegt ef jólafriðurinn á að komast í hjartað.

Þess vegna finnst mér að þessi ósk Askasleikis hefði mátt liggja á milli hluta, ég skil að hún hafi mögulega komið illa við suma.

Vandamálið er sum sé það, að ég skil sjónarmið beggja.

Þarf að vinna í því eftir árámótin.  Læra að sjá allt svart eða hvítt og engin fargins litablæbrigði.  Segi sonna.

En þessu vildi ég koma á framfæri.

Allir vinir á jólunum.

Falalalalalalala


mbl.is Ekki um jólakort að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Ég get tekið undir með þér Jenný, hægt er að sjá og skilja sjónarmið beggja.  Samt finnst mér þessi jólaósk feminista ekki þeim til framdráttar, lítið jólaleg.  Hugsa að ég hefði verið sáttari við hana á þessu formi sem áramótakveðju, birtri milli jóla og nýárs.

 Hvað sem öllu líður þá óska ég þér, öllum feministum og öðrum -istum gleðilegra jóla. 

krossgata, 21.12.2007 kl. 15:23

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Rosalega er ég sammála þér núna! Hefði alveg mátt sleppa þessu!!

Hrönn Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 15:28

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þarna sést best hversu réttsýn þú ert, ekkert einstefnu skoðun, heldur getur séð beggja hliðar.  Það er jú staðreynd að karlar nauðga oftast, en það er nýfallinn dómur yfir konu sem nauðgaði annarri konu, svo þessi útsending jólaóskar femista er afar óheppileg og þeim ekki til framdráttar.  En eins og þú segir, verum vinir.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 15:30

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleymd einu, þú ert ekkert í bobba, þú ert með bobba.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 15:34

5 identicon

Sæl Jenný,

Það er alltaf gott að sjá mál frá báðum hliðum og hefði verið heppilegra fyrir það fólk sem bjó umrædd kort/jólaóskir að gera það.

Til dæmis hefði verið möguleiki að setja eftirfarandi "óskir" við textan sýna síðan börnum og fullorðnum og sjá hvernig virkaði.

Jólasveinnin óskar sér að.......

  • konur hætti að berja börn.
  • konur verði góðar við menn.
  • konur hætti að beita menn ofbeldi.
  • öfga-femínistar sjá ljósið.
  • öfga-femínistar hætti að holdgera hið illa í karlmönnum.

Ég held að alhæfingar hvaðan svo sem þær koma hjálpi ekki málstað nokkurs manns eða konu.

Gleðileg jól.........

EP (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 15:36

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er sammála þeim sem finnst hefði mátt sleppa þessu, á þessum tíma.  Nema fólki vilji bara stríð og umtal, hvernig sem það annars er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2007 kl. 15:41

7 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Mér finnst Ísleifur Egill blogga ágætlega um þetta:

http://isleifure.blog.is/blog/isleifure/entry/397164/

Svala Jónsdóttir, 21.12.2007 kl. 16:20

8 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég get sko heilshugar tekið undir þetta jólakort þó að það svíði að vera grúppaður með þessum slefandi mannleysum sem nauðga. En punkturinn hjá EP um að femínistar holdgeri hið illa í karlmönnum vekur mig líka til umhugsunar.

Ingi Geir Hreinsson, 21.12.2007 kl. 17:49

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Langar til að óska þér gleðilegra jóla Jenný.  Takk fyrir frábær skrif á blogginu.

Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 18:26

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst þetta afskaplega góð færsla og ég er svo sammála þér!

Þú ert frábær bloggari og réttsýn, það er styrkur þinna skrifa !

Ég vona að þú eigir gott kvöld, mitt verður frábært um leið og Helga Möller og Maggi Kjartans verða hætt að syngja í Íslandi í dag !

Sunna Dóra Möller, 21.12.2007 kl. 19:17

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Mikið er ég glöð fyrir þess færslu Jenný,þú bara orðar hana betur en ég hefði gert, svo sést vel hvað þú ert heilsteypt, stendur með sjálfri þér.  Þessi kort virkuðu stuðandi á mig, of miklar alhæfingar sem standa í mörgum. Þó hver heilvita maður sjái auðvitað að ekki er verið að tala um alla karlmenn.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.12.2007 kl. 19:17

12 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Jenný, þú bendir einmitt á það sem skiptir máli hér. Þótt kortið segi 'karlmenn' þá þýðir það ekki 'allir karlmenn'. Því þurfa karlmenn almennt ekkert að vera móðgaðir því að það er ekki verið að setja alla karlmenn undir sama hatt - þ.e. sem nauðgara. Þetta er nákvæmlega það sama eins og ef þú ert nýkomin heim úr partýi og maðurinn þinn segir: Voru ekki allir hressir. Hann á væntanlega við þá sem voru í partýinu en ekki alla í heiminum. Þetta er einföld merkingarfræði og því er ástæðulaust að lesa þetta kort sem svo að það vísi til allra karlmanna. Það vísar að sjálfsögðu til karlmanna sem nauðga. Enda ljóst að karlar sem ekki  nauðga geta væntanlega ekki hætt því.

Og þó að yfir 90% nauðgara séu karlmenn þá eru víst til konur sem nauðga líka þannig að það hefði mátt segja: Askasleikir óskar þess að fólk hætti að nauðga. Enda má búast við að Askasleikir vilji ekki að  þessar fáu konur haldi því áfram.

Hitt er annað mál að ég er sammála því að þetta er kannski ekki endilega heppilegasta leiðin. En þetta er eðlileg ósk. Um jól óskum við eftir frið og hamingju og við óskum þess að fólk hætti að vera vont hvert við annað. Auðvitað viljum við að fólk hætti að nauðga líka. Óskin er eðlileg en kannski ekki endilega útfærslan.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.12.2007 kl. 19:21

13 Smámynd: Ragnheiður

Ooo ég er alltaf svo ánægð með þig kona ! Frábær færsla og að henni lesinni legg ég málið frá mér.

Ragnheiður , 21.12.2007 kl. 19:38

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já...þetta er ekki gott...of alhæfandi um karlmenn, hefði átt að standa "nauðgarar"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.12.2007 kl. 19:49

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir frábærar umræður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.12.2007 kl. 23:37

16 identicon

"Askasleikir óskar sér að Múslimar hætti að fremja að fremja hryðjuverk"

"Askasleikir óskar sér að Grænlendingar hætti að misþyrma börnunum sínum"

"Askasleikir óskar sér að Hörundsdökkir menn hætti að selja eiturlyf á götum úti"

Megum við eiga von á svona auglýsingum frá Femínistafélaginu.  Þetta eru allt hópar sem eiga tölfræðilega mikinn þátt í nefndum glæp.

Munurinn er að flestir aðilar utan títt nefns félagsskapar hafa þroska til að skilja að við saumum ekki gular stjörnur á hópa vegna hegðunar annara einstaklinga úr sama hóp.

Kalli (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 20:36

17 identicon

Þetta blogg er nú eitthvað það heimskasta sem ég hef lesið.  Alhæfing er alhæfing og þessi jólakveðja feminista var og er alhæfing um alla karla.  Þetta er ekkert annað en hatursáróður og viðbjóður og Jenný er auðvitað fremst í flokki að verja viðbjóðinn.  Sú sama Jenný og ærðist yfir meintri hótun Gillz þar sem engin hótun var.  Illt er þeirra ranglæti, verra er þeirra réttlæti.

Jenný ætti að skammast sín fyrir að verja þennan viðbjóð, en ég efa stórlega að hún hafi þá snefil af sómakennd. 

Bjarni (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 16
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 2987147

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband