Leita í fréttum mbl.is

SÁÁ í jólaköttinn

Ég varpaði fram þessari spurningu hér og nú hef ég fengið henni svarað á bloggi Harðar Svavarssonar.

Þeir skáru niður framlög til SÁÁ svona rétt áður en þeir samþykktu fjárlögin.

Enginn alþingismaður lagði til hækkun á framlagi til SÁÁ. Tékk, tékk.

Það má segja að ég eigi hagsmuna að gæta í þessu máli og sé því hlutdræg, það er rétt, en ég á SÁÁ beinlínis líf mitt að launa, eins og þúsundir annarra Íslendinga.

Ég er líka með sykursýki þannig að ég get þá varla fjallað um Lansann öðruvísi en með dassi af hlutdrægni.

En um að gera að halda áfram að styrkja trúfélög sem taka að sér fólk til meðferðar.

Það hefur gefist svo stórkostlega vel.

Eins og ég hef bloggað um áður þá get ég kannski vænst þess að vera send í sykursýkismeðferð til Gunnars í Krossinum.  Kannski  geta hann og Guð, í góðri samvinnu við heilagan anda, þjófstartað brisinu í undirritaðri þannig að insúlínframleiðsla hefjist að nýju, með því að nota handayfirlagningu.

Ég held að það þurfi að hafa vakandi auga með því sem er að gerast í ráðuneyti heilbrigðismála.

Í botni með Drottni.

Og ekkert andskotans falalalala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er eins og hið "háa" alþingi sé alltaf að finna upp hjólið, styrkjandi ný og ný meðferðarheimili en ekki þau sem hafa unnið í þessu í mörg ár og gert það vel.

Huld S. Ringsted, 17.12.2007 kl. 10:31

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er svo reið og svo þreytt á skilningsleysi og skorti á fagmennsku svona yfirhöfuð, þegar heilbrigðismál eru annars vegar að ég get varla né vil tjá mig um þessi mál.  Stundum er best að þegja.  Sko í mínu tilfelli.

ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2007 kl. 10:38

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst þetta afar dapurlegt að sjá að það sé verið að skera niður í þessum málum og til skammar!

Þó að ég hafi nú trú á kirkjunni í mörgum atriðum þá treysti ég mér ekki til að segja að trúin ein geti læknað fólk af áfengis- og vímuefnavanda, til þess þurfa að koma til fagaðilar sem kunna á þessi mál. Trúin getur gert margt  fyrir það fólk sem kýs að trúa á Guð, en hún ein læknar ekki alkóhólisma! Það er alla vega mín skoðun á þessu máli!

bkv.

Sunna Dóra Möller, 17.12.2007 kl. 11:12

4 Smámynd: Einar Indriðason

Það var smá umræða um "blessuð" fjárlögin, og allar "gáfurnar" sem færu í það á öðru bloggi.  Sjá hér

Einar Indriðason, 17.12.2007 kl. 11:31

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

HVAÐ ER AÐ HJÁ RÁÐAMÖNNUM?????? Las færslu hjá púkanum og ég hélt í einfeldni að það væri ekki hægt að gera illt verra Er enginn raunveruleika tengdur sem situr í þessari  ríkisstjórn?? Er öskureið yfir þessu rugli og fáránlegri forgangsröðun, Arrrgggg

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.12.2007 kl. 11:58

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður: Segðu

Gylfi: Svo satt og það er eins og það hafi farið fram hjá ráðamönnum að hjá SÁÁ er samankomin sú mesta reynsla og þekking sem til er, og þá er ég að tala um á heimsvísu.  En afsakið meðan ég bít mig í handarbakið, auðvitað hefur heilbrigðisráðherra ekki haft tíma til að kynna sér starfið, það þarf að koma þjóðþrifamálum í gegn, eins og búsið í búðir.

Einar: Búin að lesa hjá púkanum, hreint með ólíkindum.

Hrafnhildur: Það er grundvallar skortur á vitneskju sem háir ráðamönnum ásamt dassi af rangri forgangsröð,

SD: Kirkjan er fín, en hún á ekki að vera með fingurna í heilbrigðismálum.  Jafn gáfulegt og ég myndi ráða mig á bar eða í pilluframleiðslu

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2007 kl. 12:13

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábær skýringin hjá Hallgerði um handayfirlagningu, auðvitað er þetta ástæðan fyrir að þér hitnar, aldrei hafði ég samt pælt í þessu.  Jenný maður verður bara steypireiður, ekki spurning.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 12:37

8 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég er alveg miður mín yfir þessum upplýsingum  Ég hef auðvita eins og þú hagsmuni að gæta,enda verið ófáum sinnum tjaslað upp á mig á Vogi og þeim eftirmeðferðarstöðum sem tengjast SÁÁ.Ég hugsa að það séu ekki margir sem ekki hafa haft not fyrir SÁÁ í gegnum tíðina,hvort sem það eru þeir sjálfir,ættingjar eða vinir.Nú hef ég skömm af áhugaleysi þingmanna,að engi skuli hafa staðið upp og lagt eitthvað til málanna,róður SÁÁ hefur verið þungur í gegnum árin og þeir þurft að berjast fyrir tilvist sinni og lífi fíklanna,ekki lagast ástandið við þessar fréttir.Takk Jenný fyrir að vekja máls á þessu

Katrín Ósk Adamsdóttir, 17.12.2007 kl. 14:51

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já maður verður miður sín að heyra svona það verður að styðja við bakið á þeim.SÁÁ ég skil ekki þetta áhugaleysi þessa háu herra þá meina ég þingmanna. Ég er mjög reið yfir þessu. Takk fyrir þetta Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.12.2007 kl. 15:47

10 identicon

Svolítið finnst mér þessi umræða hér, vera eins og ,,að kasta steini úr glerhúsi". Það er verðugt að vekja máls og athygli fólks á þessu umfjöllunarefni, því svo sannarlega hefur SÁÁ unnið gott og þarft starf í gegnum tíðina. En.... það hafa aðrir líka gert og algerlega óþarft að kasta rýrð á það meðferðarstarf, sbr. Hlaðgerðarkot o.fl. Þar hafa mjög margir náð bata, enda starfsfólk þar með nákvæmlega sömu ráðgjafarréttindin og ráðgjafar SÁÁ, Teigs, áfengisdeildar LSH o.fl.

Langar samt til að benda á að sem betur fer er staða þeirra sjúklinga sem þjást af alkóhólisma hér á landi nokkuð góð miðað við stöðu sambærilegra sjúklinga víða annars staðar í heiminum - en að alltaf má gera betur - en nú er komið að stóra en....- inu... Það eru fjöldamörg dæmi um að einn einstaklingur þurfi jafnvel 4 innlagnir á ári inn á sjúkrastöð vegna alkóhólisma og jafnvel 2 eftirmeðferðir sem nota bene allir landsmenn greiða fyrir í formi skatta, en innlögn hvers krabbameinssjúklings hér á landi er að meðaltali 5 dagar, ef mér skjötlast ekki. Kannski vantar ögn þakklætisvott okkar og þeirra sem slíka þjónustu þurfa, þ.e. sjúkrainnlögn, eftirmeðferð og algerlega fría viðtalsmeðferð vegna alkóhólisma - sem nánast engir aðrir sjúklingar í landinu njóta.

Alma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband