Miðvikudagur, 12. desember 2007
Ofmæli mánaðarins, vikunnar og dagsins
Ég er í kasti, stundum verða ótrúlegustu hlutir manni að gleði. Ég fer að halda að það þurfi ekki mikið til að kæta mig, enda afskaplega einföld sál, þegar grannt er skoðað (jeræt).
Í uppvextinum man ég ekki eftir þeirri sunnudagssteik sem ekki var borin fram með Orabaunum og/eða blönduðu grænmeti frá þeim. "Blandaða" grænmetið samanstóð af grænum og gulrótum. Fjandanum bragðlausara auðvitað.
Matreiðsluaðferðin er einföld. Annaðhvort hellirðu vatninu af baununum og skellir þeim í skál og svo á borð eða að þú hitar viðkomandi baunaráðstefnu í litlum potti og setur síðan á borð. Ekkert flóknara en það.
Ég elska Orabaunir vegna þess að þær hafa fylgt mér svo lengi, traddinn er tekinn fram yfir bragð. Það væri hægt að kaupa ferskar ertur sem eru nú öllu hollari og bragðbetri afurð ef ást á baunum væri að drífa mig áfram hérna.
En nei, Orabaunir eru mér jafn nauðsynlegar og jólahangikjöt, jólakveðjur í útvarpi og aðrir lífsnauðsynlegir jólastemmningsgjafar. Þess vegna eru ekki jól án Ora.
En.. og þetta er stór en!
Ora auglýsa grimmt fyrir þessi jól, um að þeir hafi fylgt íslenskum hátíðamat í 50 ár og ladídadída og svo toppa þeir sig algjörlega með þessari hógværu fullyrðingu:
ORA - ÁSTRÍÐA Í MATARGERÐ
Ég er í öflugu krúttkasti hérna.
Jamie Oliver snædd þú hjarta, ástríðan er öll í Ora.
Falalalalala
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Menning og listir, Vefurinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Skamm Beta, þú ert ekki að standa þig. Ora á diskinn annars ertu hyskin. Muhahaha Aumingja Birta, hún treystir móður sinni auðvitað takmarkað í "Hrefnudeildinni".
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2007 kl. 20:51
Á mínu heimili er aldrei annað með lambalærinu og hangikjötinu en Ora grænar - jafnvel þótt aðrar tegundir séu miklu betri. Ég ólst upp við þetta, enda ekki annað til í þá daga, en þegar ég ætlaði að þykjast þroskuð og breyta til gerði sonur minn uppreisn. Hann vildi Ora og EKKERT annað. Hann er ennþá svona drengurinn, kominn hátt í þrítugt - sjálfur náttúrukokkur og matgæðingur mikill.
Ora skal það vera, heillin.
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.12.2007 kl. 21:06
Það þarf eiginlega ekkert að ræða þetta meira, þær eru bara ómissandi
Jónína Dúadóttir, 12.12.2007 kl. 21:10
Ora asíur eru líka einu ætu asíurnar (að mínu ríghefðbundna mati) Auðvitað er þetta ástríða. Það er skvett sama sykur/salt pæklinum yfir þetta allt og svo er því bílað inn í risastórann gufuketil, þar sem þetta er hitað. Sami pækill var meira að segja notaður á niðursoðnar rækjur í den.
Ef þetta er ekki ástríða þá veit ég ekki hvað. Kannski soldið "tough love" en passíon engu að síður. Sérðu ekki kokkana frá Ora fyrir þér með angistarsvip yfirdrepslegrar ástríðu á svip, í gúmmístígvélum, hárnet og með gúmmísvuntu og sjóvettlinga.
Maður opnar baunadós, lygnir aftur augum og finnur ilminn: Mmmm, það er eins og að fá kokkana frá Ora í heimsókn.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2007 kl. 21:20
Af eðlilegum ástæðum gat ég ekki alist upp við Ora enda framleiddi afi Bíldudals grænar baunir og handsteiktar kjötbollur. Það var ekki fyrr en á uppreisnarárunum (farins 68 kynslóðin) sem Ora opinberunin varð. Eins og við segjum á jennýensku: vottadiffrens! (asskoti er ég að líkjast kallinum)
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 21:39
Sammála þér ORA baunir eru ómissandi með hangikjötinu en við notum líka gular ORA baunir og eru þær kallaðar á mínu heimili vinir og óvinir.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 12.12.2007 kl. 22:16
Úfff,,, ég hata Ora baunir, át yfir mig af þeim sem krakki og mega þær deyja mín vegna. Eins er það með hafragrautinn, hef ekki látið hann inn yfir mínar varir síðan ég hætti í leikskóla og svo er maður komin yfir fertugt , þú mátt eiga allar orabaunir fyrir mér mín kæra.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:22
Ég get alveg sleppt ORA grænum (þ.e. á diskinn minn) en þær verða að vera á borðinu svo að litasamsetningin sé rétt
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:25
Bjakk, ég kvelst þegar ég horfi á stelpurnar stinga þessu [...] upp í sig!
Kolgrima, 12.12.2007 kl. 22:39
Kolgríma: Þær eru nostalgíuhvetjandi þessar grænu kúlur.
Anna: Litasétteringar verða að vera í lagi.
MaggaÖ: Gat nú verið að þú hafir troðið á þig gat bæði af baunum og graut. Skamm.
Ingigerður: Góð
Gísli: Mikið asskoti áttu reffilegan afa. Flottur karl. Ljótt af þér að skipta um vörumerki. Man eftir Bíldudals grænum.
Jónína: Ómissandi eins og hangikjötið.
Jón Steinar: Er í kasti yfir myndrænum lýsingum á svip kokka.
Lára Hanna: They grow on you, fargings baunirnar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2007 kl. 23:04
hahaha ég hef oft spáð í þessar auglýsingar. Ora ástríða í matargerð. hahahahaha. Fjöldaframreidd ástríða.
Jóna Á. Gísladóttir, 12.12.2007 kl. 23:28
Engar aðrar grænar baunir, sem ég hef smakkað um dagana, jafnast á við ORA baunirnar. Nostalgían er yndisleg
Brjánn Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 23:34
Bííns míns Hæns.
Þröstur Unnar, 12.12.2007 kl. 23:38
Já, nú er ekki lengur ORA á boðstólum á mínu heimili. Nú er það bara ferskt blandað grænmeti, léttsoðið á pönnu, nýtt, ferskt og heimagert hrásalat a la mamma, ekkert mayonaise, og heimasoðið ferskt rauðkál með steikinni. Hvort sem það er á jólunum, eða ekki. Við forðumst að eyða orku í að eta þetta niðursuðudrasl. Engin næring - ekki gott. Mín börn sakna ORA ekki neitt, og ég ekki heldur. Þið megið hamstra þessum ORA baunum fyrir mér, verði ykkur að góðu! LOL, knús
Bjarndís Helena Mitchell, 12.12.2007 kl. 23:46
nei nú fórstu með það Jenný Anna.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 00:36
Þið eruð svo skemmtileg mínir kæru gestir að það ætti að gefa ykkur út á bók.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.12.2007 kl. 00:57
Ummmmmmmmmmmm ORA
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 04:14
Ég veit um fólk hér í Kanada sem fer með eina tösku heim bara til að geta fyllt hana af ORA baunum á bakaleiðinni. Ja, kannski ekki heila tösku en þau koma alltaf með svoleiðis til baka. Sjálf er ég alltaf með svo úttroðnar töskur af öðru að ég kem ekki baununum með, en annars myndi ég ábyggilega taka nokkrar með í hverri ferð því aðrar grænar baunir komast ekki með tærnar þar sem ORA baunir hafa hælana (eða þannig - þær hafa kannski ekki beinlínis hæla).
Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.12.2007 kl. 07:21
...svo eru það majonessalötin sem við kaupum tilbúin. Hangikjötssalat er t.a.m. þessi skemmtilega blanda af hangikjöti, niðursoðnum grænum, gulrótum og Majó. Hef svo verið að velta því fyrir mér í nokkur ár hvernig nafnið "Ítalskt salat" kom til? Sama blanda en ekkert hangikjöt...bara "blandað" grænmeti og Majó. Ora gæti farið í söluherferð á "blandaða" grænmetinu og kallað heldur "ítalskt" grænmeti. Hljómar óneitanlega betur.
Kær kveðja
Gísli Hrafn Atlason (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 09:03
Gísli Hrafn: Góður og þetta fer með mig til baka í tíma, á Umfó að ná sér í samloku með hangikjöti. Er það nema von að maður hafi þjáðst af timburmönnum hérna í denn eftir að hafa gúffað í sig öllu majóinu.
Kristín: Fólk verður að forgangsraða í töskurnar. Fyrst Ora svo smámunir eins og fatnaður og sollis.
Hallgerður: Ég er í kasti. Þetta er ákjósanlegast nafnið á kvikindin sem ég hef heyrt lengi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.12.2007 kl. 09:23
Þetta minnir mig á myndina "Goodbye Lenin" þar sem a-þjóðverjar voru í nostalgíu eftir "DDR Spreewald Gurken" en það voru súrsaðar gúrkur sem fengust áður en múrinn féll.
Þegar frostþurrkaðar grænar baunir komu fyrst í búðir hér vildi enginn kaupa þær því græni liturinn þótti óeðlilegur (ólíkt litnum á ORA baununum !?)
Kári Harðarson, 13.12.2007 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.