Leita í fréttum mbl.is

Bloggarar með jólasveinahúfur

Jesús minn hvað það er orðið jólalegt í bloggheimum.  Annarhver bloggari er búinn að troða jólahúfu á hausinn á sér og það framkallar hvert krúttkastið á fætur öðru, hjá mér sko.  Fólkið er misfært á tækin og tólin sem notuð eru til að skella inn þessum höfuðfötum, sumstaðar lenda húfurnar á ská, yfir auga, fram á enni eða aftur á hnakka.  Arg svo sætt.

Svo vandast málin þegar umræðan harðnar.  Í athugasemdakerfum bloggheima, er verið að ræða alvarlega hluti stundum, og fólk alveg bálreitt og vill undirstrika meiningar sínar eins og t.d.: "Steinþegiðu hálfvitinn þinn" eða "Meira femínistabullið í þér kelling" eða "Þetta verður ekki þolað lengur".  Og höfundurinn grafalvarlegur á meðfylgjandi mynd með jólahúfu og hana ofan í augu eða aftur á hnakka.

Þá liggur maður í hlátri og kemst í þetta líka bráðskemmtilega jólaskap.

Takk jólasnúðarnir mínir.

Ég elska bloggara með jónsveinahúfur.

Falalalalala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Hahahaha, var IMMITT að hugsa þetta um daginn.  Hvurnig á að taka manneskju með jólasveinahúfu peistaða á hausinn alvarlega? (hnegg hnegg).  Eigðu góðan dag, blíðan mín.

Hugarfluga, 11.12.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég sagði þetta líka þegar stelpan mín var búin að setja jólasveinahúfu á myndina mína:  "núna tekur enginn mig alvarlega" meira að segja ég fæ alltaf hláturskast þegar ég er búin að skrifa vitsmunalega athugasemd einhversstaðar og svo birtist myndin með jólasveinahúfu!

Ég ætti kannski að bulla út og suður núna!

Huld S. Ringsted, 11.12.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já einmitt mér finnst þetta alveg hrikalega krúttlegt....hvar er húfan þín?

Innilegar hamingjuóskir og stóran koss á Helgu...æðislega falleg mynd af henni, breytist ekkert...bara flottari og sætari. 

Heiða Þórðar, 11.12.2007 kl. 14:17

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér finnst þetta bara sætt og jólalegt.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.12.2007 kl. 14:40

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Auðvitað ógissliga fyndið! Gott að vera bara alltaf sami asninn og þurfa enga húfu

Laufey Ólafsdóttir, 11.12.2007 kl. 14:40

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Falleg jólasíðan þín Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.12.2007 kl. 14:43

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er algjörlega ekki sannfærandi að vera með jólasveinahúfu að rífa kjaft !

Sunna Dóra Möller, 11.12.2007 kl. 17:27

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, þetta er bara svo krúttlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2007 kl. 17:45

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er náttúrlega grafalvarlegt mál.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2007 kl. 17:58

10 Smámynd: Ragnheiður

hehehe já þetta er fyndið.

Ragnheiður , 11.12.2007 kl. 18:10

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...er ósofin eftir nóttina, örþreytt eftir vinnudaginn - en komst í gott skap að lesa færsluna þína Jenný  takk fyrir mig

Marta B Helgadóttir, 11.12.2007 kl. 19:07

12 Smámynd: Einar Indriðason

Færð sko ekki jólahúfu frá mér!

Einar Indriðason, 11.12.2007 kl. 21:57

13 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég held mig bara við mína púkalegu prjónahúfu allt árið um kring

Brynja Hjaltadóttir, 11.12.2007 kl. 23:17

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

 tók einmitt eftir þessu á ferð minni um blogg heima....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.12.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.