Leita í fréttum mbl.is

Stelpupartý og fleira skemmtilegt

Nú ég fór í stelpupartýið og mikið rosalega var það skemmtilegt.  Við töluðum hvor upp í aðra um klarlmenn og hversu ömurlega ógeðslegir þeir geta verið.

Reynum aftur; stelpupartýið var æðislegt og við töluðum um allt milli himins og jarðar, hlógum en grétum ekki.  Kolgríma bauð upp á æðislegar veitingar og Edda Agnars bakaði smákökur ofaní okkur. Niðurstaða: Operation: Björgum heiminum hefur verið sett í gang.  Meira um það síðar.

Svo fórum við Sara ásamt Jennýju Unu Eriksdóttur í Bónus að kaupa hangikjöt á tilboði.  Frusssssssssssssss.  Það sem kona getur verið sparin fyrir jólin, en það borgaði sig um ca. 2000 kall.

Lítil stelpa hafði stokkið frá móður sinni og við gengum fram á hana þar sem hún gekk um ganga í versluninni, pínulítið að gráta og kallaði á mömmuna sína.  Við redduðum málinu og Jenný Una sagði: " Amma, stúlkan hefur hlaupist á brott", halló þú tæplega þriggja ára barn, hvenær á að taka hrumaprófið í íslensku? 

Svo var borðaður góður matur, þrifið og svona á meðan Einar og Jenný Una lituðu eins og þau ættu lífið að leysa og fóru í gegnum jóladót.

Jenný Una kom fram og kvartaði yfir teiknihæfileikum Einars og hún sagði; amma, hann Einar á að teikna jólasvein en hann gerir alltaf grísW00t.

Nú eru þær mæðgur farnar að ná í pabbann, sem að sögn barns "er allta a spila trommurnar sínar í vinnunni".

Og áfram jólumst við..

Later

Falalalala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvað gerðirðu eiginlega við Jónu?

Æ hvað hún Jenný Una er mikil rúsína.

Edda Agnarsdóttir, 9.12.2007 kl. 21:49

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég sé að ég verð að vera extra góð við Einar í vinnunni, hann er kerfisbundið brotinn saman heima, af barni hehehe..

Hitti ég ykkur á morgun ?

Klús

Ragnheiður , 9.12.2007 kl. 21:50

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda: Varð að fara heim og opna fyrir Sörunni og Jenný.

Ragga: Á morgun, hverju er ég að gleyma?

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2007 kl. 21:54

4 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Ég var líka í skemmtilegu stelpupartýi um helgina - fór í útgáfuteiti með fullt af konum. Tilefnið var útgáfa bókarinnar "Konur eiga orðið allan ársins hring"

Voru 64  konur sem áttu línur í bókinni. Er margt skemmtilegt að finna í henni. Ein þeirra er t.d. eftir Guðrún Helgadóttur  "Sjálfstraustið býr í brjósti okkar, ekki í brjóstunum okkar.  Góð

Hluti hagnaðarins af sölu bókarinnar fer til rannsókna á þunglyndi kvenna.

Valgerður Halldórsdóttir, 9.12.2007 kl. 22:42

5 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Var aðeins of fljót að senda, best að hafa þetta rétt! Sjálfstraustið býr í brjósti okkar, ekki í brjóstunum á okkur! Enn betra

Valgerður Halldórsdóttir, 9.12.2007 kl. 22:46

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég var auðvitað með í anda í gellupartýinu, allskonar atburðir urðu þess valdandi að ég komst því miður ekki kem suður sennilegast í januar og gaman væri að hafa hitting þá, er friðlaus  eftir að fá að hitta ykkur kéddlur...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.12.2007 kl. 22:47

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamm, hér sat maður og vann á meðan ábyrgðarlausar bloggvinkonur djamma, sei, sei, sei. Mikið hefur verið gaman hjá ykkur, það er alveg greinilegt. Var m.a. að skrifa um þig í síðustu færslu. Og aðra manneskju.  Vona að ég sé ekki búin að eignast bloggóvin þar, varð bara að vara ykkur við ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.12.2007 kl. 00:52

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha ég sé að Edda hefur einhverjar áhyggjur.

Jenný Una er tilbúin í samræmt íslenskupróf en hvað er hrumapróf?

Jóna Á. Gísladóttir, 10.12.2007 kl. 01:11

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Búin að útskýra hrumapróf á þinni síðu öldungurinn þinn

Jón Arnar: Ég vissi ekki að þú værir á landinu og farinn aftur?  OMG vona að þér takist að smygla öllu sem þig langar í "yfir" landamærin

Gurrí: Búin að kommenta hjá bloggaranum, sjáum til hvernig gengur.

Krumma: Við verðum að hittast í janúar og þá munum við væntanlega eftir að bjóða ÖLLUM stelpunum

Valgerður: Góð

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.12.2007 kl. 01:34

10 identicon

Mig langar að fara í svona stelpupartý,

Þekki bara engar stelpur   Ég er svo mikil strákastelpa

Ég er orginal

Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 01:48

11 Smámynd: Kolgrima

Frábært að hitta ykkur, stelpur!

Kolgrima, 10.12.2007 kl. 10:16

12 identicon

Ég var upptekin við að ræða við Egil Helgason á meðan á stelpupartýinu stóð - en finnst nú frekar viðeigandi að svona verði haldið aftur - og þá fái Sóley bjargar heiminum að heyra af opperasjóninni... Eller hur?

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband