Leita í fréttum mbl.is

Fíflablogg- Falalalalala

 1

Já, já, ég er á leiðinni í brúðkaup systur minnar.  Hennar Hilmu Aspar.  Ekki leiðinlegt enda ég og fleiri orðin úrkula vonar um að konan lígaliseraði synduga sambúð sína með föður barnanna.  Segi sonna. 

Hún er sum sé að marsera upp að altarinu á eftir og svo verður veisla þar sem allar mínar sex systur ásamt mér og fleirum munum hittast.

Jájá, alltaf gaman í brúðkaupum.

Ætti að vita það, hef gift mig með reglulegu millibili frá unga aldri. Whistling

Ég var spurð að því um daginn hvort ég væri ekki glöð með að vera kvenlegur Kristmann Guðmundsson, af manni sem les bloggið mitt.

Ég dæsti og sagði honum að taka með smá fyrirvara fíflafærslur á blogginu.

Róaði manninn svo og sagði honum að ég hefði bara undirgengist viðkomandi athöfn sinnum þrír.W00t

Honum létti fjandann ekkert.

Farin í jólabrúðkaup

Falalalala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða skemmtun í brúðkaupinu og til lukku með systir þína

Huld S. Ringsted, 8.12.2007 kl. 13:10

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Hef aldrei lent í brúðkaupi sem er skemmtilegt, en vona að þú djammir þig upp að hnjám.

Til hamingju með syssu.

Þröstur Unnar, 8.12.2007 kl. 13:21

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til hamingju með systur þína og góða skemmtun !

Sunna Dóra Möller, 8.12.2007 kl. 13:38

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Flott hjá systur þinni að gera manninn að löglegum eiginmanni sínum, rómó svona rétt fyrir jólin ... yndislegur árstími, dæs

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.12.2007 kl. 15:21

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með systu!

Edda Agnarsdóttir, 8.12.2007 kl. 15:21

6 identicon

Til hamingju með systurina.  Mikið hlýtur þú að vera ánægð að fá eitt falalalala tilefnið enn á aðventunni. Mundirðu eftir að hengja jólabjöllur í eyrun áður en þú fórst af stað í kirkjuna? - segi sonna (múhaaaa)  Annars: Knús á þig

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 15:55

7 Smámynd: krossgata

Hver er Kristmann Guðmundsson?

Til hamingju með systurina. 

krossgata, 8.12.2007 kl. 16:01

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með systir.  Þrjár giftingar eru nú ekkert voða mikið, eg er búin að gifta mig tvisvar, alltaf jafn yndislegt. EIgðu góðan dag í systrafans.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2007 kl. 17:45

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með systir þína og skemmtu þér vel elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2007 kl. 19:33

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir krakkar,  Mjög skemmtilegt brúðkaup og enginn grét.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.12.2007 kl. 19:37

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kristmann Guðmundsson var rithöfundur og vann sér það til frægðar að giftast 8 x.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.12.2007 kl. 19:37

12 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til hamingju með systir þína og mág

Katrín Ósk Adamsdóttir, 8.12.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.