Föstudagur, 7. desember 2007
Andskotans meðvirknin
Ég er að drepast úr leti í dag. Þess vegna hangi ég hér á tölvunni og reyni að koma mér undan því sem ég þarf að gera. Ég færi mig á milli stóla. Þvílík framkvæmdagleði.
Ég var að lesa um Amy Winehouse, þessa flottu söngkonu, sem er alveg búin að missa stjórnina á lífinu, eins ömurlegt og það nú er.
Ég er ekkert rosalega upptekin af Britneyju og Amy, svona yfirhöfuð, enda þessar konur bara úti í heimi að dunda við að fokka upp lífi sínu við undirleik heimspressunnar og hver lesningin á fætur annarri færir manni nær þunglyndi án þess að maður geti nokkuð að gert. Þá er best að líta sér nær.
En þessar sögur af þeim fá mig til að hugsa. Um alkahólisma, minn eigin og annarra.
Pabbi hennar Amy er t.d. alveg viss um að hennar fíkn í dóp sé eiginmannsnefnunni að kenna. Amy var aldrei í hörðu dópi fyrr en hún giftist þessum gæja, áður var hún "bara" í hassi. Halló, rólegur á meðvirkninni. Rosalega væri þetta einfalt mál með fíknina, ef það væri bara hægt að fjarlægja alla sökudólganna af strætum og torgum og hviss, bang, allir í góðum málum. Allir allsgáðir öll vandamál fyrir bí.
Auðvitað er hver alki/fíkill aleinn og óstuddur, algjörlega ábyrgur á sínu rugli. Enginn og þá meina ég enginn er þess umkominn að "koma" fólki í dóp eða drykkju. Ekki frekar en það er hægt að handtaka fólk fyrir að vera í vondum félagsskap.
Ég skil svo sem alveg þessa tilhneigingu ástvina að tengja stjórnleysi fíkilsins við kompaníið sem skapast í kringum neysluna, en því miður þá er þetta ekki svona einfalt.
Ég er persónulega alein og algjörlega ábyrg á minni drykkju og ég er líka á sama hátt ábyrg fyrir því að halda mér edrú. Það gerir það enginn fyrir mig. Oghananú.
Æi en nú er ég farin að sinna skyldustörfunum, allsgáð og brakandi edrú. Óska öllum virku ölkunum bata sem fyrst og sé ykkur bara seinna, á eftir í kvöld eða eitthvað.
Auðvitað vona ég að "GÍLA" reki ekki jólasveinana út í drykkju og aðra óreglu, hún getur nefnilega verið ansi slæmur félagsskapur.
Ég á innsoginu
Jólin, jólin,
Flalalalala
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Snúra, Stjórnmál og samfélag, Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:45 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þörf ábending mín kæra, það ber nefnilega hver og einn ábyrgð á sínu lífi, það er alltaf hægt að segja NEI. Hafðu það gott í leti þinni, ég er svo löt að ég nenni ekki einu sinni á milli stóla, sit bara kjur og les blöð og þykist vera voða busy.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 14:49
Þetta eru góðar pælingar hjá þér, Jenný. Manni virðist það ansi útbreitt að fólk veltir því fyrir sér hvers vegna þessi eða hinn leiðist út í ofneyslu vímuefna, áfengis eða annars. Einkanlega þykir gagnlegt að finna einhvern blóraböggul í mannsmynd, sem hægt er að benda á sem ógæfu-valdinn.
Hið sanna í málinu mun vera að þetta er "innbyggt" í neytandann, eða ofneytandann, hvort sem við teljum það lífeðlisfræðilegt, erfðagalla eða eitthvað geðrænt. Sá sem fer alltaf á herðablöðin, þrátt fyrir áform um annað, er ófær um að neyta áfengis. Hann neytir áfengisins, ekki þeir sem í kringum hann eru (og kunna að vera leiðinlegir!) og ber alfarið ábyrgð á afleiðingunum.
Það er merkilegt að í tengslum við áfengi skuli vera svona mikið mál að bregðast skynsamlega við. Ég veit um mann sem borðaði roast-beef samloki með skemmdu remólaði fyrir þrjátíu árum og fékk illilega í magann út af því. Hann hefur ekki snert slíkan mat síðan. Svona erum við sjálfsagt fleiri í sambandi við mat, pössum okkur á því sem "fer illa í okkur". Merkilegt að þetta skuli ekki gilda um áfengi
Flosi Kristjánsson, 7.12.2007 kl. 15:10
Góð færsla mín kæra. Mikið rétt, við erum öll ábyrg fyrir eigin lífi og að spila sem best úr þeim spilum sem við fáum á hendi.
Það er athyglisverð líking Flosa á áfengi og mat. Þetta er svo satt og því má alveg spá í afhverju ég gleypi í mig heilan lakkríspoka öðruhvoru af mikilli græðgi, þrátt fyrir að ég viti að ég fái í magann. þarna er maður sennilega komin hárfínt inn á fíkils-línuna.. þ.e. að ''geta ekki'' neitað sér um það sem maður veit fyrirfram að maður á ekki að neyta.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.12.2007 kl. 16:13
Hallgerður; væri sko til í að taka þessa umræðu. Meðvirkni er landlægur andskoti, allsstaðar og maður fattar ekki einu sinni þegar maður er þungt haldin af henni. Hehe og þar er ég sko ekki barnanna best, það er nefnilega ekki nóg að fræðast um fyrirbærið, heldur æfa og æfa endalaust.
Jóna: Matargræðgi, hm.. fíkn, kannski ég veit það ekki en mikið rosalega er ég fegin að ég er ekki þar, vó hvað ég myndi éta á mig óþrif ef ég hugsa til græðgi minnar í áfengi og pillur fyrir meðferð. Jösses, ég væri HÚS.´
Flosi: So true
Ásdís: Knús á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 17:13
Takk fyrir færsluna ! Mér finnst þetta svo sterkur punktur með ábyrgðina á eigin lífi. Ég get sagt það fullum fetum að þegar ég komst að þessum einfalda sannleik að ég ber ábyrgð á mínu lífi breyttist það til þess betra !
Sunna Dóra Möller, 7.12.2007 kl. 18:19
SD: Sama hér, greir kraftaverk fyrir andlega líðan þegar maður hættir að leita orsakanna í umhverfinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.