Föstudagur, 7. desember 2007
Eintómur bömmer og gleði
Dagurinn í dag hefur verið áhugaverður og með dassi af skemmtilegheitum.
Ég lenti í skapvonda fólkinu í búðinni, það tók mig á tauginni þó ég væri í hláturskeng alla leiðina heim. I´m hooked on sorrow and pain
Undanfarinn sólarhring hef ég verið skömmuð töluvert af fólki sem ég þekki ekki neitt, ok, reyndar bara af "tveimur" fólki sem ég þekki ekki neitt. Það gerir það að verkum að ég fyllist orku. Unglingurinn í mér lifir enn góðu lífi.
Ég skammaði nottla hjólhýsahyskið í búðinni, sem reif kjaft við mig og kassamanninn frá Hornafirði.
Sko skammaðist ég við sjálfa mig töluverða stund.
Ég stend í rjúpuviðræðum. Ekki séð fyrir endan á því dæmi, en ég vona það besta. Það eru eilífar samningaumleitanir tengdar þessum blessuðu jólum. Ef rjúpan klikkar þá er það Bambi.
Piltiurinn Gilzenegger tók færsluna sína út í annað skiptið á sólarhring, ég held að steratröllið sé hræddur við lögguna.
Jenný Una Eriksdóttir kætir mig í amstri dagsins og núna er hún farin að segja "loksins" (lossins) og "ákveða" í annarri hvorri setningu. Dæmi: Lossins ákveðaði ég að borða matinn mín. Krúttkast.
Svo toppaði fíflagangurinn í honum Skagadreng daginn. Það er ekki annað hægt en að hlægja að svona skemmtilegu og uppátækjasömu ungmenni og hví að láta sér leiðast í desember.
Leiðinlegasta jólalag í heimi var flutt í Kastljósinu (sorrí Helga Möller).
Á morgun verður jólast heví og það verður bakað, framið, klippt og skorið.
Annars góð
Úje og falalalala
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:34 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2987243
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Var Möllan að syngja eitt jólalagið enn?? ætti hún ekki að vera hætt? eigðu góðan morgundag skottið mitt og vonandi hittirðu bara geðgott fólk.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 00:30
Hressandi færsla hjá þér að venju ég horfði á á Helgu á netinu og varð fyrir miklum vonbrigðum með þetta nýja jólalag. Vona að hitt efnið á plötunni sé betra. Annars er ég bara góð - en voða bissý þessa dagana. Knús á þig
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 00:37
Snjódúfur í húsi, það verða jól hjá mér.
Aglinn Gillzi er náttúrlega aðalkallinn í smérformi.
Mér er líklega bæði farin að förlast heyrn sem sjón.
Í tvígang hefur mér heyrst Andrean fölsk þennann veturinn, nú fannst mér Helgan vera það líka.
Ég er hættur að tjá mig um tónrétta hljóma hjá þessum dívum mínum, tek þetta alfarið á mig, eins & sú keddlíng sem að ég er, & mun í framtíðinni ekki monta mig frekar af mínu fullkomna tóneyra.
Steingrímur Helgason, 7.12.2007 kl. 00:52
hóhóhó
ekkert mail
Jóna Á. Gísladóttir, 7.12.2007 kl. 01:00
Hallgerður, ertu viss? Í allt gærkvöld voru gríðaröflugir ljóskastarar hjá Hekluhúsinu sendandi geisla á fullu út um allt. Ef þinn geisli var kyrr þá sástu friðarsúluna :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 7.12.2007 kl. 08:13
æði :)
Síðasti dagur í bili á morgun.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 7.12.2007 kl. 08:30
Mín bara komin í þetta rosalega jólastuð. Missti af Möller og jólalaginu. Þarf að fara að glápa meira á imbakassann sé ég.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2007 kl. 08:34
Er búin að komast að því hver Vífill er ...ég er svo eftirá.
Ég vann einu sinni á kassa, þegar ég var minni og mjórri, og ég man svo vel hvað svona hyski var leiðinlegt. Fólk var að skamma mann fyrir verðlagningu í búðinni og ég veit ekki hvað og hvað, þrátt fyrir að ljóst væri að maður væri hangandi þarna við kassann allan daginn og hefði bara ekki tök á að bera ábyrgð á neinu öðru. Úff. Þetta er efni í heilt blogg. Alla vega, gott að þú skammaðir liðið. Það ætti að setja svona fólk í bann. Híhí, slæmt að vera í Bónusbanni
Jenný Una kemur alltaf sterk inn
Laufey Ólafsdóttir, 7.12.2007 kl. 08:40
Góðan daginn og ég vona að þú eigir góðan dag í jólastússi !
Ég ætla að gera atlögu við mammon og skegla mér í kringluna og sjá hvort ég finni einhverjar gjafir til að gefa þessu fólki sem er skylt mér !
Bæjóspæjó!
Sunna Dóra Möller, 7.12.2007 kl. 08:42
Yndislegt að fá fréttir af málþroska Jennýar Unu. Ég barasta fæ krúttkast með þér. Hafðu það gott í dag og gangi þér vel í jólastússinu. Mitt jólastúss verður að bíða enn um sinn.
Bjarndís Helena Mitchell, 7.12.2007 kl. 08:45
frábært en bara ein spurning: afhverju er allt þetta fólk alltaf að skamma þig?
halkatla, 7.12.2007 kl. 09:04
Anna og Ásdís: Þetta var með jafnleiðilegri jólalögum sem ég hef heyrt og textinn, jösses, íslensk jól með eldrauðri sól (ca) þvílík steypa. En jólalög hafa nú ekki endilega verið einhver snilld fram að þessu, en þetta var extra hallærislegt.
Steingrímur: Það hlýtur að vera þitt tóneyra, ég vil ekki trúa því að hún Andrea uppáhalds sé að slá feilnótu
Hallgerður: Ég elska morgunkveðjuna frá þér, þú árrisula kona. Bömmer að þeir slökkvi á friðarsúlunni í svartasta skammdeginu.
Hildigunnur: Þú kemur með dásamlega vinkla í umræðuna. Hvern skollann voru þeir að bedrífa hjá Heklu í gær?
Ásthildur: Allt í lagi að horfa á fréttir og fréttatengda þætti en sleppa tónlistaratriðum ef þau eru asnaleg. En horfa, fylgjast með kona
Laufey: Sumir ættu ekki að hafa útivistarleyfi og fá að vera í lausagöngu í stórmörkuðum
SD: Góða skemmtun í musteri Mammons.
Bjarndís: Já Jenný tekur stórkostlegum framförum í málþroska, en hún hefur reyndar alltaf verið fljót til. Það er hreint undur að fylgjast með þroska lítilla mannvera
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 09:09
AK: Ég er svo pirrandi týpa, eða eitthvað. Svo er ég svo fljót á mér stundum. Arg, ég er svo ófullkomin ekkað
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 09:11
Mig langar líka til að vita af hverju fólk er alltaf að skamma þig...... Ég segi fólki, td í Bónus, alltaf til og helst til syndanna, ef mér finnst það ekki koma vel fram við afgreiðslufólkið Það nefnilega fer í taugarnar á mér svona "hjólhýsahyski" eins og ein góð kona kallar það
Jónína Dúadóttir, 7.12.2007 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.