Þriðjudagur, 4. desember 2007
Hjarðeðlisskattur
Ég er vond manneskja. Með alla mína eiginmenn í gegnum tíðina, hef ég aukið gróðurhúsaáhrif, eytt fleiri þúsund kílóvattstundum til ónýtis, tekið upp heljarinnar pláss í heiminum og verið til óþurftar ó óteljandi sviðum.
Allt vegna þess að ég hef verið svo skilnaðarglöð.
Það á að leggja hjarðeðlisskatt á þá sem hafa stundað hjónaskilnaði með reglulegu millibili, án þess að skenkja því þanka að þeir eru að fokka upp jörðinni, já beinlínis að RÍFA gat á lofthjúpinn með ábyrgðarlausu framferði sínu og hvetja til aukinnar neyslu í formi íbúðarkaupa og þ.h.
Loksins hafa augu mín upp lokist.
Það á að banna skilnaði eða leggja hjarðeðlisskatt á hvern einasta skilnað.
Ég er farin að skilja kaþólsku kirkjuna.
Þeir vinna ötult starf í þágu mannkyns og jarðarinnar í heild.
Hvað er það við sumar rannsóknir sem fá mig til að hugsa; öll ljós kveikt og enginn heima?
Falalalalala
Óumhverfisvænir skilnaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 2987324
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
En í leiðinni hefur þú aukið hagvöxtinn!! Alveg helling! Er það ekki frádráttarbært við kolefnisjöfnunina?
Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 18:34
Það ætti nú frekar að skammast yfir sumum fáránlegum rannsóknum en tryllast yfir fyrirspurn alþingiskonu um bleika og bláa ungbarnagalla. Þótt það sé eflaust margt merkilegra hægt að gera í jafnréttisbaráttunni þá skil ég Kolbrúnu alveg. Hún hugsar þetta lengra og táknrænt. Strax við fæðingu erum við flokkuð eftir kyni á allan hátt og með tímanum ágerist það bara. Bleikur litur er þó ekkert verri en samt eru strákar aldrei settir í hann, það væri einfaldlega rangt ... Mamma vinkonu minnar klæddi hana alltaf í blátt þegar hún var lítil, sá litur fór betur við augnlit hennar, Anna var nefnilega ekki með bleik augu. Hahhahaha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.12.2007 kl. 18:46
Góð !
Hrönn kemur inn á mjög mikilvægan punkt þarna, hagvöxtinn. Hægagangur hagkerfisins væri miklu hættulegri nútíma vestrænu samfélagsformi heldur en skilnaðirnir og allt neyslumynstrið/útgjöldin sem þeim fylgja.
Marta B Helgadóttir, 4.12.2007 kl. 20:19
"Þótt það sé eflaust margt merkilegra hægt að gera í jafnréttisbaráttunni þá skil ég Kolbrúnu alveg."
Nei, Guðríður, ekki margt, heldur allt. Það er allt mikilvægara fyrir jafnréttisbaráttuna en að fjasa um bleikan og bláan lit. Það er allt mikilvægara fyrir jafnréttisbaráttuna en að fjasa um ráðherratitla. Það er allt mikilvægara fyrir jafnréttisbaráttuna en að fjasa um af hvoru kyninu eigi að reisa myndastyttu næst. Þessar þingkonur frá VG og Samfylkingunni eru einfaldlega ekki starfinu vaxnar.
Annars varðandi bleikan lit: Ég hefði tryllzt ef mamma mín hefði klætt mig í bleikt. Enda hefði ég verið lagður í einelti. Bleikt er og verður stelpu- og hommalitur. Því fær ekkert breytt og einfaldlega tíma- og peningasóun að vera að vesenast í því.
Í lokin vil ég upplýsa Guðríði um, að börn eru mismunandi allt eftir kyni, ekki bara frá fæðingu heldur frá 2. viku meðgöngu og halda áfram að vera mismunandi bæði líkamlega og andlega til dauðadags.
Vendetta, 4.12.2007 kl. 20:42
Það getur verið, að hlómi eins og barnrembusvín, en að mínu áliti eru allir hjónaskilnaðir (með fáeinum undantekningum) mjög slæmir fyrir sameiginleg börn, ekki sízt ef börnin hafa ekki jafnan aðgang að bæði föður og móður. Að svipta barninu rétti til samveru með föður sínum er brot á barnasáttmála SÞ.
Vendetta, 4.12.2007 kl. 20:50
Það áti að standa: "Það getur verið, að ég hljómi eins og barnrembusvín,..."
Vendetta, 4.12.2007 kl. 20:51
Það er nú ekki amalegt að detta inn í umræðu um umhverfisslæma skilnaði og fá þar uppskrift af mexíkönsku lasagne! Alltaf gaman að óvæntum uppákomum.
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.12.2007 kl. 21:07
Takk fyrir skemmtileg innlegg, þið megið alveg halda áfram svona.
Dúa: Hef ég sagt þér að ég elska þig fíbbblið þitt?
Er í kasti yfir þér dúskurinn þinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 21:26
....en, ég hélt þú elskaðir MIG???
Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 21:46
Það er víða komið við í færslu og kommentakerfi - þið eruð óborganleg/ar Það er svo margt skemmtilegt að lesa á bloggrúntinum að ég kemst ekkert í að blogga sjálf - Knús til þín
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 21:51
Takk fyrir ljúfar kveðjur til mín síðustu daga dúllan mín, vertu svo ekki alltaf að stríða svona alheiminum, bleikt / blátt, what's best ?? hafðu það gott skott
Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 22:00
Liggur við að ég taki undir setningu Jennýar til Dúfu, en yrði þá þar með stimplaður karlrema með dassi af viðreynslu. Set samt eftirfarandi mynd af tilefninu.
Þröstur Unnar, 4.12.2007 kl. 22:06
Jenný mín, þú sleppur alveg hvað umhverfismatið varðar. Með alla þína eiginmenn ertu einmitt að bjarga umhverfinu, þar sem tveir í búi eru umhverfisvænni en einn. Ég reikna með að kona með eiginmannafjöld hafi oftar verið í sambúð en ein. ;)
Það er fólk eins og ég sem ætti að banna, þar sem ég bý ein (að vísu með hundi) í mjög óumhverfisvænum 100+ fermetrum og er eflaust að stúta umhverfinu alveg ein og sjálf...
Svala Jónsdóttir, 4.12.2007 kl. 22:07
Hrönnsla: Elska þig líka, hef sagt þér það en ég er svo svakalega laus í rásinni, algjör dr.. bara. Lalalala
Anna: Svona er þetta þegar kona hefur of mikinn tíma, hún hamast á blogginu
Ásdís mín: Velkomin aftur, vonandi líður þér þolanlega miðað við aðstæður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 22:09
Svala J: Takk fyrir ábendinguna. Dem, hvað mér létti. Ég sé núna að ég er stöðugt að gera lofthjúpnum stóra greiða. Ólafur Ragnar; orðu takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 22:28
Dúa mikið djö eru margar kjúklingbringur í uppskriftinni. Ertu að ljúga henni?
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2007 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.