Þriðjudagur, 4. desember 2007
Orðatilgerð
Ef ég ætti barn í Viðisstaða- eða Setbergsskóla, væri ég u.þ.b. tilbúin að gera byltingu. Ekki minna en það og jafnvel meira.
Það er ekkert minna en mannréttindabrot að hafa þenna fingrafaralesara við við afgreiðslu máltíða í mötuneytum skólanna.
Persónuvernd hefur kveðið upp úr með að þetta sé í lagi.
Það er eitthvað svo óhugnanleg tilhugsun að börnin þurfi að rétta fram fingur til að láta lesa af honum og mér þætti ákaflega fróðlegt að vita hvað kemur upp á skjáinn þegar það er gert.
Hvort foreldrar eru búnir að borga?
Eitthvað fleira kannski?
Ég er satt að segja komin með upp í háls á þessum stöðugu árásum í einkalíf venjulegs fólks og einkum og sérílagi fer það í mig þegar svona beinist að börnum.
Í tilkynningu persónuverndar koma fram eftirtalin orð:
Einkvæmar talnarunnur (ekki runur?)
Að staðreyna
Valkvæð notkun
Halló; hvað varð um venjuleg heiðarleg íslensk orð sem skiljast umbúðalaust? Er verið að setja sig á háan hest hérna eða á textinn að vera trúverðugri með þessari orðatilgerð?
Orðasalat hvað?
Arg.
Fingrafaralesarar í lagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Er ekki verið að byrja á total information awareness - hver veit hvar leynist lítill hryðjuverkamaður!!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 13:17
Þetta er allavega í meira lagi sérkennilegt!
Edda Agnarsdóttir, 4.12.2007 kl. 13:52
Þeir foreldrar (og/eða börn) sem ekki vilja nota fingrafaraskannann hafa möguleika á að framvísa matarmiðum.
En, já, þetta er ekki sú þróun sem maður vildi endilega sjá.
Einar Indriðason, 4.12.2007 kl. 14:46
Sonur minn er í grunnskóla í Hafnarfirði og það kemur ekki til greina að hann verði gerður að talnarunu í því starfi sem þar fer fram. Ef að skólarnir eru orðnir það stórir og ópersónulegir að börn þurfi að vera allt að því strikamerkt til að þekkjast, þá erum við sem þjóð komin í mikil vandræði. Fyrir mér snýst þetta um að virðingu fyrir einstaklingnum, sonur minn er ekki strikamerkt söluvara heldur yndisleg persóna af holdi og blóði og ég krefst þess að hann fái að halda áfram sínu lífi sem manneskja, ekki talnaruna.
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 15:00
Einkvæmar talnarunur segiði ... hvað er kennitala annað en einkvæm talnaruna (það er að segja; runa af tölum þar sem ein runa er tengd við hvern einstakling)?
Íslendingar eru það samdauna þessu kennitölukerfi að þeir sjá nákvæmlega ekkert athugavert við hvernig kennitölur eru notaðar, né heldur eru þeir feimnir við að gefa þær upp. Sjaldan hugsum við um þá staðreynd að áþekkt kerfi er hvergi við líði annars staðar í heiminum.
En þegar talað er um einkvæmar talnarunur í einhverju öðru samhengi sjá margir allt í einu ástæðu til að staldra við.
Hér er útskýring á mannamáli á því hvað er hér á ferðinni:
1) Fingrafar er lesið.
2) Fingrafarinu er breytt í talnarunu sem er einkennandi fyrir það tiltekna fingrafar (sumsé; fyrir hvert fingrafar er reiknuð út talnaruna sem ekki getur ruglast við þá talnarunu sem er reiknuð út fyrir eitthvað annað fingrafar).
3) Talnarunan sem fékkst í skrefi 2) er tengd við kennitölu barnsins ... í rauninni ekkert annað en uppfletting þar sem eitt sett er tengt við annað sett. Svipað og að fletta upp í þjóðskrá, nema hér eru það fingrafaratölurnar en ekki nöfnin sem eru tengd við kennitölurnar.
4) Kennitalan er notuð til að fletta upp upplýsingum í tölvukerfi.
Af þessu má klárlega sjá að það eina 'nýja' í þessu ferli er notkun fingrafarsins til að tengja við kennitöluna. Ef börnin væru beðin um kennitöluna beint væri einfaldlega farið beint í skref 4), og fletta mætti upp hverju sem fólk vill skrá í þetta tölvukerfi. Spurningar þínar, Jenný, um hvað sé skráð í kerfinu, eiga þá jafn vel við um öll tölvukerfi sem geyma persónuupplýsingar sem eru tengdar við kennitölur ... og þau eru sko æði víða í íslensku samfélagi fyrir.
Þannig að mér þykir, með fullri virðingu, fullseint í rassinn gripið til dæmis hjá þér, Júlíus, þegar þú segir að sonur þinn eigi ekki að vera gerður að talnarunu í skólastarfinu - því hann er nú þegar talnaruna (kennitala) í tölvukerfi skólans, sem og öllum tölvukerfum þar sem upplýsingar um hann eru skráðar.
Reyndar má setja spurningamerki við aðferðir á borð við fingrafaraskönnun, sem bjóða upp á að kennitalan sé lesin af fólki nánast sjálfkrafa, en þarna er um stigsmun að ræða, ekki eðlismun. Kennitalan er hin upphaflega íslenska einkvæma talnaruna.
Munið það bara næst þegar þið farið í videoleigu og gefið upp kennitölu - þið eruð öll einkvæmar talnarunur nú þegar!
Total Information Awareness minn rass. Íslendingar eru langt á undan því.
Þarfagreinir, 4.12.2007 kl. 16:24
En já, svo ég bæti við þessa langloku, þá á þetta auðvitað að vera talnarunur í fréttinni, ekki talnarunnur - rétt til getið hjá þér, Jenný.
Þarfagreinir, 4.12.2007 kl. 16:26
Í World Class/Laugum er augnskanni sem þekkir augasteininn í mér og hleypir mér inn um hlið .. Þetta er svolítið scary. Heyrði kjaftasögu um að eini maðurinn sem neitaði að nota þetta væri Kári í Decode. Sel það þó ekki dýrarara en ég keypti það! .. og eflaust er þetta bull og þvæla!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.12.2007 kl. 17:16
Það er satt með kennitöluna, hún er miklu meira 'scary' heldur en þær runur sem þessir skannar skila af sér, og það er hún sem mun gera það kleyft að fylgjast með tiltölulega einföldum hætti með hreyfngum og gerðum allra íslendinga. Mönnum er tíðrætt um augnskanna hjá WC, en svo vill til að augun okkar (fyrir utan fingraskanna) eru auðveldasta leiðin til að aðgreina einstaklinga vélrænt, og þessvegna einstaklega vel til fallin að nýta við að flýta fyrir afgreiðslu.
Í jafn stórri stöð og WC, væri það afskaplega leiðingjarnt að fara í afgreiðslu og rétta fram fingur (eða skilríki) til að fá staðfestan aðgang....líklega yrði röðin löng, auk þess sem aðgangurinn yrði líklega mun dýrari til að greiða fyrir allt starfsfólkið til að sinna þessu.
Ekki veit ég sannleikann um Kára, en ég veit ekki betur nema að hann sé með nákvæmlega samskonar kerfi upp í DeCode fyrir aðgangsstýringar þar. En kæmi mér ekki óvart að hann hefði verið með uppistand, bara svona til að minna á sig.
Persónuvernd og þessar talnarunur eða notkun skanna við að flýta eða auðvelda þjónustu er ekkert sem fólk þarf að hafa áhyggjur af. Aftur á móti frekar hvað stóri bróðir mun aðhafast til að komast yfir gögn og tengja þau saman.....með kennitölunni.
kv,
E.
e (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 17:40
Aftur á móti er spurning hvort að það þurfi svona kerfi í skólum yfirleitt...auðvitað ætti þetta að vera frítt og trygging fyrir að öll börn fengju allavega eina næringarríka máltíð á dag...burtséð frá tekjustöðu foreldra.
Hvernig væri að vera með einn "risa hátekjuskatt" af tekjum yfir 100 milljarða sem væri settur í þetta. Eða sérstakan söluskatt á Hvíta Range Rovera.
E.
E (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 17:52
E: Heyr, heyr, að sjálfsögu eiga skólamáltíðar að vera fríar. Það á ekki að þurfa að ræða það einu sinni. Takk annars fyrir þitt innlegg í umræðuna.
Þarfagreinir: Takk líka, fróðlegt þetta.
Jóhanna: Þetta dugir til að halda mér frá WC það sem ég á eftir ólifað og í næsta lífi líka. (þvílík skammstöfun á fyrirækinu ÓMG!)
Júlíus Freyr: Hjartanlega sammála. Þarna set ég eiginlega mörkin.
Ólafur: Þetta er skelfileg framtíðarsýn.
Einar: Það á að finna annað fyrirkomulag en þetta. Svo einfalt er það.
Hrönn: Góð.
Edda: Segðu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 22:14
Ég persónulega held að þetta sé ekkert svo vitlaus hugmynd. börn eru gjörn á að tína hlutum (reyndar fullorðnir líka ef út það er farið) en er ekki betra að vita til þess að barnið þitt fái nú pottþétt að borða, sér í lagi ef að þú borgar fyrir matinn, en að það fái ekki að borða því að það týndi eða gleymdi matarmiða/kortinu? Ef ég ætti börn þá væri ég hlynt þessu kerfi. Þú svarar Einari svo að það eigi að finna annð fyrikomulag en þetta "svo einfalt sé það" e-n vegin hugsa ég að fingraför barnanna hafi ekki verið fyrsti kostur SS.
Tanja (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.