Leita í fréttum mbl.is

Hér sé Guð

Ég hef lítið fylgst með umræðu um kristinfræði í skólum, með og á móti en samt nóg til þess að mig langar að leggja orð í belg.

Ég verð seint talin Biblíutrúuð, en samt trúi ég einhverju.  Ég er sökker fyrir Jesú, Maríu mömmu hans og Maríu Magðalenu.  Mér finnst Jesú vera birtingarmynd kærleikans ásamt þeim konum sem fylgdu honum.  Hvort ég trúi bókstaflega á hérvist Jesú, veit ég ekki, en ég trúi á það sem hann stendur fyrir, þ.e. kærleika og umburðarlyndi.  Guð er svo framlenging á þessum kærleika og fyrir mér er hann bara óendanlegur kærleikur sem umber allt, þó það nú væri, því annars væri kærleikurinn skilyrtur og þá væri Guð ekki alveg að gera sig.

Mér er sama á hvað fólk trúir.  Húsbandið er í Ásatrúarfélaginu, en ég held að það hafi verið til að gefa samfélaginu fokkmerki í denn.  Maðurinn var svo uppreisnargjarnDevil.  Ég ímynda mér að hans hugmyndir um Guð séu svipaðar mínum, án þess að ég geti skilgreint nákvæmlega hvernig hann hugsar það.

Af stelpunum mínum þremur er ein gift og ein fermd.  Ég lét ákvörðun um fermingu í hendur þeirra og þetta var útkoman.  Allar eru þær kærleiksríkar og góðar manneskjur, það nægir mér.

Ég hef ekkert á móti kristinni siðfræði, hún má vera fyrir mér, svo fremi að börnunum sé kennt um fyrirgefninguna, umburðarlyndið, samkenndina og virðingu fyrir öllum lifandi verum. Það er nú allt og sumt.

Eiginlega er mér sama af hvaða meiði þessi fræðsla er sprottin, bara að hún sé í boði.  Mér finnst líklegt að kristinfræði verði áfram kennd, við teljumst kristin þjóð. 

Ég er sökker fyrir jólunum, þeim stóru og litlu, fíla að fara í kirkju ef ég er stemmd í það, ég er svona trúarlegur munaðarleysingi í kristnu samfélagi.  Mér finnst líka allt í góðu að tileinka sér það besta úr öðrum trúarbrögðum.  Hver vildi ekki komast í eins og eitt Nirvana af og til.  Ég tæki því fagnandi.

Niðurstaða: Við hljótum að geta komið okkur saman um lausn á þessu máli.  Trúaðir og trúlausir.  Boðskapurinn skiptir máli, þessi fræðsla um mannvirðingu sem börnin okkar eiga að fá í skólunum.  Hvernig er svo samningsatriði.

Takið þetta á umburðarlyndinu krakkar mínir og verið í botni með Drottni.Halo

23 dagar til jóla.

Úje.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð gefi þér góða nótt Jenný Anna!

Sigrún Jónsd. (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 01:51

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Sigrún og sömuleiðis

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.12.2007 kl. 01:58

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hef ekki gefið mér tíma til að kommenta frá Kína en verð að þakka þér þennan góða pistil. World Peace and Love from China.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.12.2007 kl. 06:03

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er sem er.  Ég get þó alveg verið án sjálfsupphefjandi og sjálfsréttlætingarvellu ofsatrúarfólks.  Einnig hugnast mér ekki það illa, sem hefur þrifist í skjóli og nafni trúarbragða í gegnum aldirnar.

Ég er maður til að viðurkenna að ég veit ekki hvort eitthvað Guð er til og get á engan hátt gert mér mynd af því.  Ég veit heldur ekki hvort rétt er að kenna þróunarKENNINGUNA, sem heilagan sannleik heldur.

Mér hugnast bara ekki aðskilnaður og mannamunur í hvaða mynd, sem slíkt birtist.  Slíkt verður þó ætíð til. Það yrði þó minna um það ef flokkadrættir stjórnmála og trúarbragða ýttu ekki undir slíkt. Við erum eitt og hið sama í grunninn.

Á legsteini mínum mun standa: R.I.P.  Rediculously Important Person.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2007 kl. 06:50

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afakið augljósar villur í texta.  Þær segja sig sjálfar vonandi.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2007 kl. 07:12

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk fyrir þennan pistil Jenný, mér finnst hann frábær !

Bestu kveðjur og ég ætla sannarlega að vera í botni neð Drottni hahaha...alla vega í sunnudagaskólanum á morgun !

Njóttu dagsins og vonandi er heilsan betri!!

Sunna Dóra Möller, 1.12.2007 kl. 10:03

7 Smámynd: Gísli Kristjánsson

 Þetta er góður pistill Jenný. Ég verð nú samt að benda á að kristið siðgæði fyrir mig snýst um fyrirgefninguna, umburðarlyndið, samkenndina og virðingu fyrir öllum mönnum.

Gísli Kristjánsson, 1.12.2007 kl. 10:09

8 Smámynd: halkatla

og þetta segir mér nóg um þig: Ég verð seint talin Biblíutrúuð, en samt trúi ég einhverju.  Ég er sökker fyrir Jesú, Maríu mömmu hans og Maríu Magðalenu.  Mér finnst Jesú vera birtingarmynd kærleikans ásamt þeim konum sem fylgdu honum.

halkatla, 1.12.2007 kl. 10:13

9 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Heyr heyr Jenny babe,það skiptir engu hvað guð heitir mál er að koma fram við hvert annað af virðingu og troða ekki hvert á öðru kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 1.12.2007 kl. 10:15

10 identicon

"Ég verð seint talin Biblíutrúuð, en samt trúi ég einhverju. Ég er sökker fyrir Jesú, Maríu mömmu hans og Maríu Magðalenu."

það er einmitt það sem við eigum við með orðinu "biblíutrúuð".

oskar holm (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 11:23

11 Smámynd: Hilmar Einarsson

Ég þakka fyrir þessa góðu hugvekju.  Það er einmitt svona einstaklingar sem almættið elskar út af lífinu. 

"Við hljótum að geta komið okkur saman um lausn á þessu máli.  Trúaðir og trúlausir.  Boðskapurinn skiptir máli, þessi fræðsla um mannvirðingu sem börnin okkar eiga að fá í skólunum.  Hvernig er svo samningsatriði". "Takið þetta á umburðarlyndinu"  Það eru einfaldlega ekki allir tilbúnir til þess að kvitta undir þessi orð.  Aggresív framganga og yfirgengileg frekja þeirra fulltrúa sértrúarhópsins sem kennir sig við siðmennt ber ekki vott um að þar fara sérlega siðmenntað fólk.  Það dugir ekkert minna en að gengið sé að þeim ófrávíkjanlegu skilyrðum rústa algerlega þeim gildum sem íslenskt þjóðfélag hefur byggt á frá því að ljósvetningagoðinn úrskurðaði eftir vandlega íhugun að á Íslandi skyldi vera "einn siður". 

Hilmar Einarsson, 1.12.2007 kl. 11:29

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óskar: Það er það sem ÞÚ átt við með að vera biblíutrúaður.  Allt spurning um persónulega túlkun.

Úlfar: Nákvæmlega.

AK: Híhí, ég er enginn trúarnöttari samt

Gísli: Segðu

SD: Þú ættir að vita það sjálfur guðfræðineminn, ert að fara að fá meirapróf á Gussa

Jón Steinar: Mannamunur sökkar.  Það er á hreinu.

Hallgerður: Við skiljum hvor aðra

Jóhanna: Takk fyrir að lesa mig úr fjarlægðinni

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.12.2007 kl. 11:31

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hilmar: Það eru til öfgar í báðar áttir. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.12.2007 kl. 11:41

14 Smámynd: Hilmar Einarsson

Blessuð Jenný,

Þakka þér fyrir innleggið í þessa umræðu

það er allveg rétt að öfgarnar eru í báðar áttir, og báðar eyðileggja fyrir málstaðnum beggja vegna. 

Bloggið þitt ber vitni um sæmilega :-) heilbrigða hugsun á þessu sviði, það væri óskandi að slík sjónarmið, "venjulegs fólks"  láti núna heyra  duglegaí sér vegna þess að öfgamennirnir eru svo aggresífir, sérstaklega þeir sem vilja brjóta niður. 

Hilmar Einarsson, 1.12.2007 kl. 15:58

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hilmar: Takk fyrir falleg orð í minn garð.  Öfgar eru skelfilegar hvar sem þær er að finna og gera mig reyndar dauðhrædda.  Fær fólk til að tapa glórunni í stórum stíl.  Tala af reynslu þar sem mér er nú alls ekki óhætt heldur

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.12.2007 kl. 16:22

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er Jenný mín, að kristinum mönnum hefur einhvernvegin tekist að koma því þannig fyrir að þeir eigi umburðarlyndið kærleikann og það góða.  En það er bara þannig að það er bundið við einstaklinga hverrar trúar sem þeir eru.  Kristilegt hugafar býr í þeim sem þannig hugsa.  Ég hef fundið svo mikið umburðarlyndi og kærleika í fólki sem er ekki kristið, og svo líka í fólki sem er kirkjunnar menn.  Ég hef líka séð fólk fullt af fordómum og illu hugarfari bæði  innan kirkjunnar og utan.  Þess vegna verður hver að eiga sitt hugarfar, hvaða trú sem hann aðhyllist.  Innrætið býr í okkur sjálfum.  Og allir fá sama skammt það er bara spurning um hvernig við vinnum úr honum á lífsleiðinni.  Hvað við hlúum að, og hverju við gleymum. 

Það er fyrst og fremst undir okkur sjálfum komið.  Og ég er allof sjálfsstæð manneskja til að vilja einhvern millilið milli mín og Guðs.   ég vil ekki afsala mér réttinum til að leita sannleikans, og þess sem ég tel vera rétt.  Og að mínu mati eru öll trúarbrögð einhverskonar sefjun, þar sem menn sem vilja vera yfir söfnuði sínum, krefjast þess að fá að vera milligöngumenn.  Og gera Jésú að Guði.  Hann var einn af þeim sem komu og boðuðu orð Guðs rétt eins og aðrir á eftir og undan.  Það er ekki hægt að hlutgera Guð, sem er ljós og kærleikur, innbyggður í allt sem lifir.  Við erum í því ljósi og ljósið í okkur.  Þaðan sem við komum, og þangað sem við förum í fyllingu tímans. 

En það má alveg hafa sögurnar í huga alveg eins og hver önnur ævintýri, þau skaða engann, en fá fólk til að hugsa um annað og meira en sjálft sig.  Það er vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2007 kl. 16:26

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásthildur: Vóhó hvað ég er þér sammála.  Takk fyrir þetta, gæti ekki orðað þetta betur sjálf

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.12.2007 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2987288

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.