Leita í fréttum mbl.is

Eru karlmenn hálfvitar?

 

Ég hef Hagkaupsmenn sterklega grunaða um að ganga út frá því að karlmenn séu vanþroska eða í besta falli, ofvaxin börn.  A.m.k. þeir sem versla í Hagkaupum. 

Það er leikherbergi fyrir karlmenn í nýju Hagkaupsversluninni.  Með sjónvarpi, enska boltanum og svo stendur til að setja upp Playstation tölvu líka fyrir þá, litlu gúkkulaðirassarófurnar á meðan konurnar versla.

Konurnar versla nefnilega og karlmennirnir dæsa.  Karlmennirnir borga og brosa.  Konan veður áfram og hendir ofaní innkaupavagninn, karlinn stendur kríthvítur í framan og reynir að leggja saman í huganum, þannig að brakar í heilabúinu.

Það er tragikomískt að sjá fyrirtæki gera út á mýtur um kynin, mýtur sem eiga sér litla eða enga stoð í raunveruleikanum.

Jú konum finnst mörgum gaman að versla og sumum mönnum finnst það leiðinlegt.  Samt þekki ég enga karlmenn á eðlilegum aldri sem ekki taka fulla ábyrgð á heimilisinnkaupum, þó þeir séu ekki að praktísera einhverja ástríðu eða að fá raðfullnægingar yfir hilluúrvalinu þegar þeir rúlla sér í gegnum matvörubúðina.  Stundum skiptir fólk líka með sér verkum, konan verslar, karlinn sér þá um að elda eða öfugt.  Það heitir verkaskipting og hefur verið lengi við líði.

Jesús hvað þetta er mikil karlfyrirlitning.

Kikkmíæmöstbídríming.

P.s. Ég ætla að planta mér í leikherbergið um helgina og hía á sökkerana sem fatta ekki djókið með herbergið.  Úje.


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið feministar eru nottlega alveg í tómu tjóni, alveg veruleikafirrt.... getið aldrei séð neitt í jákvæðu ljósi. Alltaf að væla um einhver bölvuð smáatriði.

dóri (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 08:25

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dóri: Þú ert smáatriði, vertu frammi vinur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 08:27

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Gleymdir bjórdælunni sem verið er að setja upp í "pabbaklefanum"

Sniðugt þetta með "vertu frammi" . Krúsluleg leið til að benda á brottkast.

Þröstur Unnar, 29.11.2007 kl. 08:30

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég hélt fyrst að þetta væri grín

Huld S. Ringsted, 29.11.2007 kl. 08:34

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur: Já og svo keyra þeir íðí heim, því þeir eru auðvitað svo skyni skroppnir að þeir átta sig ekki á því að það þurfi að komast frá A-B.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 08:35

6 Smámynd: Þröstur Unnar

En frúin, náði hún ekki bílprófinu?

Þröstur Unnar, 29.11.2007 kl. 08:36

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við vorum einmitt að ræða þetta  á kaffistofunni hér í vinnunni í gær, þar er ég eina konan.  Þeir voru að tala um mann sem þeir þekktu, einn byrjar svona; hann er alveg undir hælnum á konunni. 

Nú sögðu hinir hvernig þá;

Jú ég sá hann inn í Bónus í gær, og hann gekk bara eins og illa gerður hlutur meðan konan valdi allt ofan í körfuna.

En, sagði þá einn þetta er það sem ég geri líka, ég bara labba með minni konu meðan hún verslar.

Ég líka sagði annar, og meira að segja ef ég stoppa til að kjafta við einhvern, þá kemur frúin, togar í kerruna og dregur hana og mig með að kassanum.

Iss sagði sá fyrst, ég skal kenna ykkur að versla inn, ég sé alltaf um allt slíkt.

Ég sagði ; meðan ég elda matinn, þá set ég í matarkörfuna, Elli fær auðvitað að setja þar svona eitt og annað smálegt.

Já við líka sögðu hinir. 

Já ég skal kenna ykkur, sagði sá fyrsti ákveðinn.

Nei takk sögðu hinir, veistu við viljum bara hafa þetta svona.

En ég skúra oft, sagði þá einn, og tek til ég geri það.

Já sagði annar það geri ég líka. 

Jamm þetta er svona ekki mjög algengt samtal á kaffistofunni, en kemur fyrir.  Þeir eru annars alveg yndælis allir hreint.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2007 kl. 08:37

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frúin keyrir auðvitað ekki, hún bara verslar Þröstur minn.  Það stendur í Biblíunni. 

Ásthildur: Ertu ekki að djóka í mér?

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 08:39

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Farinn "framm". Deili ekki um það sem stendur í Bókinni.

Þröstur Unnar, 29.11.2007 kl. 08:46

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dharma: Ég er farin að hafa af þér verulegar áhyggjur.  Þú ert með femínista á heilanum.  Voða ertu hræddur við konur.  Þú talar um öfgafemínista.  Svo sé ég þig á bloggvaktinni út um allt, með heilu bálkana um VG og femínista.  Öfgar hvað?  Þú ert verri en nokkur trúarnöttari.  Anda inn, anda út.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 08:48

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Frúin keyrir auðvitað ekki, hún bara verslar Þröstur minn.  Það stendur í Biblíunni. 

Nú fór ég að skellihlægja...! Takk fyrir að létta mér svona lundina með biblíubröndurum.

Annars er ég sammála þér, þetta gerir nú ekkert annað en að lítið úr karlmönnum að búa til svona "boltaland" fyrir þá til að vera í meðan konan verslar...! Alveg með ólíkindum!

Sunna Dóra Möller, 29.11.2007 kl. 08:49

12 identicon

Lykillinn að fjölskylduhamingju er ósköp einfaldur.

Ég samdi við konuna mína þegar við giftumst að ég tæki allar stórákvarðanir fyrir fjölskylduna en konan sæi um allar smáákvarðanir.

Síðastliðin 15 ár hafa eingöngu smámál komið upp í fjölskyldunni.

Ég er húsbóndinn á mínu heimili og fæ að koma undan rúminu hvenær sem mér sýnist !

Pabbi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 08:52

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Pabbi: Þú ert stórkrútt

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 09:04

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Alveg sammála þér, Jenný, þetta er kjánalegt. Þegar kemur að staðalímyndum eru ráðherfu- og bleiktogblátt málin eiginlega smáatriði við hliðina á þessu.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.11.2007 kl. 09:08

15 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég er nú ekki sammála þér Jenný með að hafa áhyggjur af Dharma. En held að hún ætti að koma fram með sitt á öðrum vettvangi. Ég hef líka fylgst með "bálkunum" hennar út um allt, og for helvide þá skil ég ekki baun af því þegar það er tekið saman í heild.

Er annars ekki Dharma kjéllingarnafn?

Þröstur Unnar, 29.11.2007 kl. 09:09

16 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ertu ekki að djóka í mér???? 

Jafnréttislöggan á staðinn og það ekki í þágu kvenna heldur hugsandi karlmanna alls staðar.

Laufey Ólafsdóttir, 29.11.2007 kl. 09:13

17 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Jú Þröstur, þú eins og ég er á því að Dharma sé kvenkyns.

Laufey Ólafsdóttir, 29.11.2007 kl. 09:15

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Laufey: Satt og rétt.  Lögguna í málið og í þetta skipti þá berjumst við fyrir karlvirðingu.

Þröstur: Ég ég trefilinn hennar Önnu Ólafs. upp á að Dharma er kall, bitur kall.

Þorsteinn: Segðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 09:16

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef Dharma er kona þá er hún kvenlegur Pétur Blöndal

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 09:17

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dharma: Væri betra að hafa einhvern á þinni línu sem formann mannréttindanefndar? Ædónþeinksó.

Rocco karlinn: Þú ert meira en lesblindur.  Trúðu mér.  Þú ert týndi hlekkurinn kallinn minn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 09:34

21 identicon

Ég hélt fyrst að þetta væri jók. Jísus kræst, erum við ennþá á þessu plani?

Tvær hugsanir sem að komu strax í kollinn á mér:

Þetta er dæmi um það hvernig fólk hugsar og framkvæmir og er FRÁBÆR sýnikennsla í því hvernig hugsað er um kynin. Ef þetta réttlætir ekki tilverurétt feminismans þá veit ég ekki hvað gerir það.

Mikið ofsalega er sá eða sú sem að kom með þessa hugmynd treggáfaður/-gáfuð. Rétt fyrir Jólin þegar mest er verslað inn á heimilin þá koma þeir svona fram við þann aðila sem þeir trúa að sjái um innkaupin. Væri ekki nær að bjóða þeim sem að arka þessa ganga hjá þeim fótanudd í lokin? Nei, þeir einblína beint á þarfir karlmannsins, eins og almennt er gert, og konan má bara leika sér í innkaupaleik, þvi okkur finnst það svo ógeðslega gaman ofan á allt hitt sem að við eigum að gera.

Hér er loforð frá mér til þeirra: Ég ætla ekki að versla neitt í Hagkaup fyrir jólin. Ég mun versla allt í Krónunni og Nóatúni.

Jenný - kommentin frá þér eru snilld. Sprakk úr hlátri eins og Sunna hér fyrir ofan.

Linda (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 09:35

22 identicon

Þröstur Unnar, ef karlinn er svo ónýtur að hann þarf að sitja og bíða meðan konan verslar og ekki er einusinni hægt að notast við hann til að keyra bílinn heim vegna þess að hann þarf að fá sér bjór í pössuninni, þá er hann best geymdur heima segi ég. Finnst það óþarfi að eyða peningum í bjór handa honum í verslunarferðinni ef hann á ekki að vera til neins gagns, hvorki við verslunina sjálfa eða heimferðina.

Sigrún (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 09:36

23 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Manninum mínum leiðist fólbolti og mér leiðist að versla

Jónína Dúadóttir, 29.11.2007 kl. 09:37

24 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Anda inn anda út...hahahahaha djö sem þú getur verið fyndin kona, en ég tek undir það að venjulegur karlmaður hlýtur að móðgast yfir" kalladótaherbergi "  ég fæ kjánhroll yfir þessu öllu.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.11.2007 kl. 09:38

25 Smámynd: Þröstur Unnar

Sammála þér Sigrún (IP tala skráð). Það eruð þið konur sem dragið okkur karla með í Hagkaupina, bara til að fara með. Þá erum við búnir að skila okkar hlutverki í verslunarferðinni og kaupið er að fá að sitja með bauk í hönd og horfa á Enska.

Auðvitað væri einfaldara að við fengjum bara að vera heima.

Þröstur Unnar, 29.11.2007 kl. 09:45

26 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Sonasona greyin mín, ekki getið þið verslað. Hafið ekkert vit á hvað á að vera í matinn, hvað þá hvað þarf til að geta eldað.

Stæk karlfyrirlitning hér á ferð.

Ég þekki eiginlega bara ekkert heimili þar sem hugsanagangurinn er svona. Sem betur fer.

(mér hundleiðist annars bolti, en gæti reyndar hugsað mér bjór og Playstation. En þannig var fréttin ekki sett upp)

Rocco, trooolllll...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.11.2007 kl. 09:46

27 Smámynd: Þröstur Unnar

Jenní Anna þú dirfist ekki að klippa á þessa umræðu um Karlahornið með nýrri færslu, þetta er þörf umræða.

Þröstur Unnar, 29.11.2007 kl. 09:49

28 Smámynd: Þröstur Unnar

ý

Þröstur Unnar, 29.11.2007 kl. 09:50

29 identicon

Þetta er náttúrulega bara snilld. Sá það í fréttunum að verslunarmiðstöð á Spáni sé með svona leikherbergi fyrir greyið kallana meðan kella verslar. Bíddu afhv. sitja þeir ekki bara heima og hvað eru kellurnar að drattast með þá með sér ? Þær hljóta að vera með debetkort og bílpróf.

Það er gaman að heyra pistlana þína Jenný og ekki síður hvernig þú svarar fyrir þig  

Kípon 

M (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 09:51

30 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

núh, einhver verður að halda á pokunum út í bíl?

ha, keyra körfurnar að bílnum, já, þið meinið...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.11.2007 kl. 09:53

31 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Annars er ég uþb að verða þakklát fyrir þetta framtak hjá Hagkaupum, hef ekki lent í svona skemmtilegum kommentaumræðum lengi, mínus auðvitað innleggin frá fíflunum. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 09:54

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hildigunnur: Argggggggggggg

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 09:54

33 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Ég veit ekki með þetta karlahorn EN nú er ég nýkominn úr ferð til Prag þar sem við konan fórum með vinnunni minni yfir helgi.  Mest allur tíminn fór í að þræða búðirnar, ekki af því að mig langaði til heldur vegna þess að konan vildi það, ég vildi vera með henni!! 

Flestir karlmennirnir í þessari ferð vildu helst vera að gera eitthvað allt annað en að halda á einhverjum innkaupapokum fyrir konurnar sem æddu um eins og þær hefðu aldrei stigið í búð á ævinni.

Mikið rosalega hefði ég viljað að það hefði verið svona karlahorn í mollinu sem við vorum í í fleiri klukkustundir....held meira að segja að konan hefði verið ánægð með það, þá væri ég með henni en samt ekki fyrir henni hehe

Jú ég kaupi í matinn, ég elda jafnt á við konuna og allt það en svona fatakaup og annað hef ég bara ekki mikið vit á og leyfi konunni að stýra því (dæmi: ég keypti buxur á strákinn þegar hann var 18 mánaða, fötin voru fyrir 4-5 ára barn hehe need I say more, hef ekki tilfinningu fyrir þessu)  Hagkaup selur ekki bara mat heldur einnig fatnað og aðrar vörur sem karlar hafa oft ekki vit á eða áhuga og á meðan konan skoðar þær þá geta karlmennirnir sest niður.  Ef þessu er öfugt farið að karlmaðurinn er sá sem kaupir allt inn og konunni leiðist að versla þá auðvitað sest hún í "karlahornið" þess vegna væri rétt kannski rétt að kalla þetta "hvíldarhornið" eða eitthvað slíkt? Bara hugmynd.

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 29.11.2007 kl. 10:07

34 identicon

Anskotinn. Ég er ansi þolinmóður maður en þetta feminista hjal er orðið þreytt. Hefur einhver farið upp í Hagkaup og kannað í raun hvort þetta heiti Karlahorn eða Pabbahorn? Hvaða anskotans máli skiptir það annars ... þetta er horn með sófum og sjónvarpi fyrir fólk, konur og karla til að setjast niður og slappa af á meðan annað bregður sér inn í búð og verslar.

Ég fer alltaf út í búð með konunni en við bæði treystum konunni til að sjá um að versla matinn því ég á erfitt með að muna hluti og hvað vantar í ísskápinn. Ef 3 ára strákurinn kemur svo með þá er jafnvel betra ef ég gæti hörfað inn í eitt svona herbergi og horft á boltann á meðan konan fær frið í búðinni. Hefur ekkert með kynjamisrétti að gera, bara spurning um að gera þetta á sem fljótlegastan hátt og þannig ekkert gerist. Pabbi gamli heldur svo á pokunum út í bíl og keyrir heim, djöfull er verið að brjóta á mér. Konan heldur á pokunum næst.

Ég er all out fyrir jöfn réttindi kvenna og karla. En þið eruð farin of langt. Hvar eru alvöru málefnin? Ég neita að trúa að þetta sé aðal hitamáið í aðalstöðvum femínista ... Ykkar málefni eru bara farin að snúast um karlfyrirlitningu finnst mér. Það má ekkert gera til að auðvelda körlum lífið lengur án þess að það sé gert konum erfiðara.

Jonni (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 10:20

35 Smámynd: Þröstur Unnar

Held þú hafir misst pointið, Jonni.

Þröstur Unnar, 29.11.2007 kl. 10:26

36 identicon

Tómas, það þarf ekki að hafa vit á fötum til þess að kaupa barnaföt í Hagkaup.  Þar er starfsfólk sem hægt er að spyrja og oftast stendur eitthvað á miðunum varðandi aldur.  Það þarf ekki eldflaugasérfræðing til að sjá um innkaup þó að maður hafi ekki tilfinningu fyrir því.  Karlmenn geta og eiga að sjá um þessa hluti líka.

Pétur Orri Heiðarsson (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 10:26

37 identicon

Mér sýnist á øllu ad thetta KARLAhorn, sem á ad vera svo mikil nidulæging fyrir okkur vekur meiri áhuga hjá ykkur feministunum. Thad er eins og ad thid séud lafhræddar vid thetta horn?? Getur thad verid ad ykkur finnist ykkur vera ógnad af thessu horni? " Hmm karlinn minn á eftir ad hafa meiri áhuga á ad vera í thessu karlahorni en ad vera med MÈR í verslunarleidangri.., verdum ad standa saman og drepa nidur thessa thróun sem klárlega ógnar sambandi mínu ...!"
Ég lít ad minnsta kosti ekki á thetta sem gátt til helvítis. Ég er enginn Playstation-gaur en mér finnst thad um thad bil 12.458 sinnum skemmtilegra en ad ráfa um á eftir konu sem tharf ad máta 7 mismunandi boli og fá álit mitt sem skiptir ad endingu engu máli.
En thegar svo verdur sagt " elskan ég held ég fari bara í karlahornid og bíd eftir thér thar." Thá hrinur heimur konunnar vegna thess ad "vid vorum ad gera thetta saman.."
En ég thekki engan karlmann sem finnst thad huggulegt ad versla. Hvad thá thegar madur er kominn á annan klukkutímann vid innkaupin. Karlmenn líta á innkaup sem verkefni sem tharf ad leysa. Madur ákvedur hvad vantar og nær í thad, málid leyst.
"Nú ertu bara komin á thridja bolinn, fjórir eftir.. hurdu elskan ég bíd bara eftir thér í karlahorninu..!"
Frábært

Thad er ástæda fyrir thví af hverju karlmenn eru EKKI ad mótmæla thessu horni. Thar ad auki gæti thetta horn heitid My cute little pink pony room, en thid konurnar myndud samt ekki nota thad.
Thad er vegna "mýtunnar" um ad karlmenn spila meira tølvuspil og drekka meiri bjór en konur... í raunveruleikanum..!

Bara Venjulegur (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 10:38

38 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Pétur Orri "eldflaugasérfræðingur"...já það er alveg rétt hjá þér að þetta á ekki að vera mikið mál EN ef þú átt barn þá veistu að þessar standard stærðir fyrir ákveðinn aldur osfvr standast ekki alltaf við aldur og stærð barnsins þíns...börn vaxa ekki á einum standard hraða.

Ég var reyndar staddur í Afríku þegar ég keypti þetta og það var enginn enskumælandi maður þarna og ekki bent á aldur á þessari flík, eingöngu stærð sem eins og ég sagði áðan ég virðist ekki hafa nokkurn sens fyrir, vantar þetta smiðsauga í mig. 

Plús...starfsfólk Hagkaupa hefur ekki hugmynd um stærð stráksins míns og eins og ég sagði áðan þá er nánast vonlaust að fara í búð og segja ja strákurinn minn er að verða 4ja ára finndu eitthvað sem passar.  Ég þyrfti að hafa strákinn með og máta, en það sem ég var að segja áðan er að konan virðist hafa miklu meiri sens fyrir þessu og sér þetta bara einhvern veginn betur.

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 29.11.2007 kl. 10:39

39 identicon

Ég er ekki viss um að allir sem tjá sig hér um málið hafi séð kynninguna á þessu fyrirbæri í nýjasta Hagkaupsblaðinu (bls. 5):

===

Afþreyingarsvæði

Í herradeildinni er afþreyingarsvæði sérhannað til þess að slaka á. Láttu aðra um að versla meðan þú horfir á sjónvarpið.

Mynd: Tveir leðurstórlar og sjónvarp með flatskjá þar sem sjá má unga konu á brjóstahaldaranum.

===

Sverrir Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 10:41

40 identicon

Ok samþykkt Tómas en góð hugmynd að kalla þetta hvíldarhornið frekar.

Pétur Orri Heiðarsson (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 10:49

41 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

og smá viðbót við síðasta innlegg mitt...Konan virðist líka hafa mikla ánægju af þessu, ekki skylda í hennar augum heldur ÁNÆGJA sem ég finn ekki jafnmikið fyrir og reyndar finnst mér það að versla bara leiðinlegt!!

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 29.11.2007 kl. 10:50

42 identicon

Sæl Jenný. Hvernig segir Kaninn, "first time caller, long time listener ". Eitt verð ég að segja, verandi karlmaður, sem er nánast farinn að trúa því að ég sé félagi í Karllæga Feðraveldinu og vakni með það eitt að markmiði, meðvitað eða ómeðvitað, að níðast á konum og halda þeim niðri. 

Mér finnst svolítið skondið að sjá rökstuðninginn hjá sumum á þessari síðu og þeim fjölda af færslum sem hafa sprottið upp í morgun, þar sem fram kemur hvað við karlmenn erum í raun ábyrgir heimilisfeður, verslum inn í matinn og að ég tali nú ekki um það að við eldum. 

Þetta eru í mörgum tilvikum sömu einstaklingarnir, feministar, sem oftast nær halda því fram hvað við karlmenn gerum lítið, nú síðast kom frétt í vikunni um það að konur sjá um langsamlega flest á heimilunum. Við karlar erum náttúrulega oft á löngum fundum hjá Feðraveldinu og fundirnir eru jú í hádeginu og á kvöldin. 

Þetta er auðvitað svolítill útursnúningur hjá mér, persónulega finnst mér þetta asnalegt herbergi, því ég versla yfirleitt einn í matinn fyrir mitt heimili, nema þá að ég dragi fjölskylduna með um helgar. Það er samt svolítið gaman að sjá rökstuðning feminista. Nú ætla ég mér ekki að vera með leiðindi og nóg er nú um dónaskapinn í færslunum þessa dagana, en rökstuðningurinn er svo ósannfærandi. Einn daginn gerum við karlmenn lítið sem ekkert, en svo þegar það hentar málstaðnum þá erum við svo óskaplega duglegir að versla inn að við höfum engan tíma fyrir þessi herbergi.

Ég held að ég dæsi bara aðeins og haldi svo áfram að vinna. Takk fyrir skemmtilegar færslur.

nafe (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 10:52

43 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sverrir, ég kíkti í blaðið og ég á ekki orð.  Láttu aðra um að versla á meðan þú slappar af.  Staðsetning: Herradeild.  Þeir hafa greinilega ekki mikið álit á okkur konum né heldur finnst þeim taka því að sýna okkur lágmarks virðingu. Við verslum allt til heimilisins í Hagkaup, þ.e. þangað til núna. Nema að sjálfsögðu að þeir biðjist afsökunar.  Bæði konur og menn takk fyrir.

Hvíldarhorn er fínt og bráðnauðsynlegt, en það verður að hafa annað upp á að bjóða en enska boltann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 10:55

44 identicon

djiiz þroskahefta pakk .!.

Hrafn (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 10:56

45 identicon

Á hagkaup.is segir "Raftækja- og skemmtiefnadeild er í Hagkaupum Holtagörðum og er skemmtilegt að segja frá því að þar verður {sælureitur/athvarf/hvíldarreitur/} fyrir þreytta pabba eða bara hvern sem er. Hægt verður að setjast niður, glugga í blöðin, kíkja á boltann eða annað það sem er í sjónvarpi."

Sem sagt með skrifum þínum ert þú að ganga út frá því að karlmönnum sem þykir þessi hugmynd góð séu vanþroska, í besta falli ofvaxin börn. Skemmtilegt viðhorf hjá jafn víðsýnni mannesku.

Í fréttinni segir "Í nýrri verslun Hagkaupa í Holtagörðum er sérstakt pláss ætlað körlum meðan konurnar kaupa inn fyrir heimilið." ? ? "Einnig stendur til að tengja Playstation-leikjatölvu viðtækið, til að stytta karlpeningnum stundirnar." - Vægast sagt sorglegt að fólk skuli gleypa við svona bulli.

Frekar spyr ég: Halda 24 stundir að neytendur og lesendur séu hálfvitar að geta ekki séð í gegn um svona hlutdrægan fréttaflutning? (eldfim spurning) 24 stundir eru einungis að reyna að búa til eldfima umræðu, blaðið græðir á svona umræðu því fólk kíkir í blaðið => meiri lestur, meiri tekjur.

Mér finnst eins og mbl bloggarar gleypi oftast við fréttaflutningnum hérna eins og einhverjum heilögum sannleik, að Hagkaup geri ráð fyrir því að "konurnar versli meðan karlinn slappar af". Geriði virkilega ráð fyrir því að stórt fyrirtæki í bullandi samkeppni kanni ekki vilja viðskiptavina sinna þegar þeir opna nýja verslun? Afhverju haldiði að mjólkin sé alltaf innst í búðunum? En eins og stendur á hagkaup.is þá er þessi afþreyingarbás fyrir hvern sem er. Þreyttir pabbar voru bara nefndir sem dæmi.

Hefði staðið "þreyttar mömmur" hefði þessi umræða skapast?

Páll Ingi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 11:01

46 identicon

Stadsetning: Herradeild.
Ekki stadsetning: Feministadeild..

Bara Venjulegur (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 11:03

47 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég bara brosi yfir þessu Jenný mín var að lesa þetta ég héld  í fyrstu að þetta væri grín.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.11.2007 kl. 11:06

48 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrafn: Alltaf að vinna á verndaða vinnustaðnum?

Nafe: Þetta er ekki spurning um hvað hentar og jafnréttisbarátta er ekki barátta á milli kynja.  Hún er spurning um viðhorf sem mismunar fólki af báðum kynjum.  Annars ætla ég ekki út í þetta.  Það hefur sýnt sig að umræður um þessi mál fara beint í vaskinn.  Fordómavaskinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 11:11

49 Smámynd: Ólafur

Þetta er eiginlega bara kjánaleg umræða.

Það er verið að tala um að þetta sé niðurlægjandi fyrir karla, en svo eru sömu manneskjur í rauninni að halda því fram að vegna þess að þetta horn sé þarna, þá eigi allir karlmenn eftir að breytast í einhvern heilalausan, sjónvarpssjúkan, bjórþambandi Homer Simpson um leið og þeir sjá það.

Er ekki bara í lagi að þessi möguleiki sé fyrir hendi, og að hverjum sem er sé frjálst að nýta sér hann?

Sjálfur hef ég engan áhuga á knattspyrnu eða neinu sem þetta horn býður upp á, jafnframt því sem ég sé um innkaup á mínu heimili, en mér finnst bara fínt að þetta sé í boði engu að síður. 

Ólafur "Tröllabarn" Georgsson, 29.11.2007 kl. 11:11

50 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Páll Ingi, enski boltinn í græjunum, staðsetning í herradeild, yeah sure, örugglega fyrir hvern sem er ;) En satt, fréttin er náttúrlega til þess gerð að fólk lesi og hneykslist.

nafe, sem betur fer eru langtífrá allir karlar eins og Dharma ;) Ésúsminn (ef ég tryði þá á hann) hvað ég vildi ekki eiga hann fyrir karl. Nema hann sé eitt risastórt troll. Trúi því reyndar tæpast, það myndi enginn nenna að halda út trölli svona lengi.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.11.2007 kl. 11:12

51 identicon

Varla er það sjálfgefið að einungis karlmenn horfi á "boltann". Spurningin ætti að vera: Er áhugafólk um knattspyrnu hálfvitar? eða Er það hálfvizka að sinna áhugamálum? Ég er nú pínu heppinn að eiga önnur og minna áberandi áhugamál.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 11:12

52 Smámynd: Ibba Sig.

Ok, Hagkaup verða sniðgengin í mínum jólainnkaupum.

En ekki samt halda að ég mæti ekki í búðina með vinkonum mínum og horfi á fótboltann. Enginn sæti eftir fyrir kallana sem kunna ekki/nenna ekki að sinna frumþörfum sínum. 

Ibba Sig., 29.11.2007 kl. 11:12

53 identicon

Hahahaha - andfemínistar eru svo fyndnir! Þegar feministar tala um virðingarleysi við konur verða þeir brjálaðir og svo þegar feministar tala um virðingarleysi við karlmenn verða þeir líka brjálaðir! Er nokkur leið að gera ykkur til hæfis???

Guðrún (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 11:14

54 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Páll Ingi: "Sem sagt með skrifum þínum ert þú að ganga út frá því að karlmönnum sem þykir þessi hugmynd góð séu vanþroska, í besta falli ofvaxin börn. Skemmtilegt viðhorf hjá jafn víðsýnni mannesku."Ég er að ganga út frá því að þeir sem sjá um Péerrið hjá Hagkaupum séu ekki alveg með heilli há.

Ég held Páll Ingi, að það sé ansi langsótt að ætla að þetta sé útspekúleruð leið til að vekja athygli, því það hefur ekki gefið góða raun.  Minni á Kók Zeró herferðina sem gerði það að verkum að salan þar náði sér ekki á strik.

Ibba: Trúðu mér ég er ekki að grínast, ég gef Hagkaup upp á bátinn, ekki bara vegna heimslulegra hugmynda þeirra um karla og konur, heldur vegna þess að ég kann ekki við að þeir sem fá stóran hluta fjármuna minna í formi gróða, líti á mig sem innkaupaþræl á meðan þeir bjóða manninum mínum að slaka á á meðan ég vinn vinnuna.  Fyrst fannst mér þetta hlægilegt en núna er ég orðin bálill.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 11:26

55 identicon

Jenný, jú það er rétt mikið rétt, stór hluti umræðunnar í dag hér á blogginu er kominn út í skítkast og dónaskap. Um eitt er ég samt hjartanlega sammála þér, jafnréttisbaráttan er ekki barátta á milli kynjanna heldur markmið sem við eigum og viljum öll (velflest) stefna að. Án þess að hætta mér of langt inn í þessa umræðu þá snýst nú málflutningur feminista í dag oft á tíðum um það að skipta okkur upp í andstæðar fylkingar.

Nóg um það, það er gott að sjá að sumir hér hafa húmor. Jæja, ég má ekki vera að þessu, þarf að herða karlrembumbindið, ég mætti sérstaklega í And-feminista jakkafötunum í dag og þarf að nýta tímann vel til að níðast aðeins meira á konunum áður en ég fer í mat. 

nafe (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 11:28

56 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hér sé fjör. Mikið er gaman að lesa þetta allt saman og sjá hvað fólk hefur sterkar skoðanir á þessu máli. Karlarnir virðast vera sérlega viðkvæmir en kíkið á þessa færslu hér. Þar skrifar karlmaður um málið, rólegur og yfirvegaður.

Mér fyndist flott ef þeir/þær/þau sem á annað borð fara í þessa verslun stöldruðu við í þessu (fót)boltalandi fyrir fullorðna og virtu fyrir sér þá sem þar sitja eins og dýr í dýragarði. Það má henda til þeirra poppi og öðru til að narta í á meðan.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.11.2007 kl. 11:29

57 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég get varla skrifað stað á blað, það er svo gaman hér inni á þessum þræði....farin að slökkva á rádernum !

Pís...!

Sunna Dóra Möller, 29.11.2007 kl. 11:30

58 identicon

Hildigunnur. Eins og ég benti á þá hefur Hagkaup eflaust kannað það hver áhugi fyrir þessum afþreyingarbás yrði. Niðurstaðan hefur eflaust verið á þá leið að karlmenn séu líklegri til þess að nýta sér hann. Alveg eins og snyrtivörudeildin er samtengt kvennadeildinni, því konur eru líklegri til að versla snyrtivörur. Svo talandi um staðalýmindir að það má ekki vera sýndur boltinn þá sjálfkrafa er sjónvarpsefnið fyrir karlmenn.
Hvað ætti að sýna í sjónvarpinu svo það hæfi kvenfólki?

Það er fyrir hvern sem er að labba þarna, eins og með aðrar "vörur" þá eru hlutir staðsettir þar sem er líklegast að viðkomandi viðskiptavinurinn fari. Það eru mun meiri líkur á að ég sæki í snyrtivörudeildina en þetta afþreyingarhorn en ég þarf samt að ganga út úr leið frá herradeildinni minni. Ég kvarta ekki yfir að það sé staðsett hjá kvennadeildinni, ekki frekar en þið(konur) kvartið yfir því.

Anna : Sala á kók Zero náði sér ekki á strik vegna þess að fyrir á markaðinum voru 2 mjög svipaðir drykkir með gríðarlega sterka markaðsstöð (Pepsi Max og CC Light), lítil sala hefur lítið að gera með misheppnaða markaðsherferð þó svo þú viljir halda öðru fram. Margar vörur hafa verið mjög vel markaðssettar hérlendis en ekki gengið þá oft vegna sterkar stöðu samkeppnisaðila.

Auðvitað er þetta ekkert útspekúleruð leið til að ná athygli. Ég trúi nú ekki að þú hafir legið klst saman og sett saman þennan pistil sem útspekúleraða leið til þess að ná athygli. En athyglinni náðiru. Ég er ekki að reyna að gera skítkast eða leiðindi hérna. Hinsvegar er ég þeirrar skoðunar að þetta mál sé GRÍÐARLEGA uppblásið.  

Páll Ingi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 11:36

59 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Smá athugasemd við orð Páls Inga um að þetta mál sé gríðarlega uppblásið.

Ef farið er inn í fréttina og skoðað hve margir blogga um málið sést að: a) Fréttin vekur athygli - mikla athygli. b) Fólki er misboðið, bæði körlum og konum.

Það er almenningur, venjulegt fólk sem er að "blása" fréttina upp og ætli Hagkaupsmönnum og -konum sé ekki ráðið heilt með að segja að þau ættu að taka mark á svona umræðum.

Eins og bent er á í blogginu sem ég vísaði í hér að ofan er verið að breyta langþreytta frasanum "Hagkaup - þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla" í andhverfu sína.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.11.2007 kl. 11:42

60 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þetta er eitt af því sem viðheldur staðalímyndum um kynin og ég er alveg sammála þér, Jenný, um þetta.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.11.2007 kl. 12:12

61 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dharma: Get a live, ég verð þreytt, svei mér þá.

Beta: Strákum getur ekki þótt gaman að versla, það stendur líka í Biblíunni

Arndís Anna: Þessari spurningu fæst aldrei svarað, ég held að hún sé nefnilega of málefnaleg.

Bárður: Góður.

Ingibjörg Rósa: Er alveg með það á hreinu að Dharma er karlkyns.  Það er bara þannig í laginu (hann sko).

IÁ: Segðu.

En hvaða frummaður gengur laus þarna í péerrinu í Hagkaupum haldið þið?  Rosalega myndi mig langa til að sjá viðkomandi.  Hann er að gera kraftaverk fyrir Hagkaup.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 12:22

62 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Begga: Satt, satt, satt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 12:23

63 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kári alltaf góður - sjá hér. Glöggt er barnsaugað.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.11.2007 kl. 12:27

64 Smámynd: Ragnheiður

Les fólk ekki það sem það kommentar við ?  (úpps ég í gær)

Hér gerir Jenný að umtalsefni nánast niðurlægingu gagnvart körlum og hún fær blóðugar skammir fyrir, öll feministasúpan og það allt....

Strákar það er verið að verja ykkur og ykkar málstað....það er ASNALEGT að það þurfi afþreyingarhorn fyrir ykkur eins og smákrakka...las öll komment en sleppti Dh......ha já sæll bara.

Ragnheiður , 29.11.2007 kl. 12:48

65 Smámynd: Sleepless

Ég skil bara ekki alla vitleysuna sem er verið að skapa í kringum þetta...

Ég fréttir fyrst af þessu í gær þegar maðurinn minn kallar á mig "Alma, nú förum við alltaf að versla í hagkaup þar sem þar verður svona karlahorn með kósý stólum og enska boltanum...!" 

Ég hló með honum en viðurkenni það að ég hugsaði að það er ekki bara kósý fyrir hann heldur mig líka. Kallinum mínum finnst fátt leiðinlegra en að versla í matinn á meðan ég er svona bargain hunter í mínu eðli, mér finnst gaman að versla inn, finna bestur verðin og spá í sniðugum nýungum í matargerð. Og fátt finnst mér leiðinlegra en ef kallinn gersamlega þarf að koma með mér í verslun hanga yfir mér, reka á eftir mér, væla í mér og allt þar frameftir. Það fer hrikalega í taugarnar á mér ef hann þarf að koma með og "skemmir" minn tími til að kaupa inn. Því værum við tvö bæði fegin ef hann gæti fengið "pössun" á meðan ég versla inn.

Er það móðgun við alla karlmenn ef fólk vill nýta sér þetta ef þetta hentar þeim betur, alveg burt séð frá einhverju staðalímyndar  kjaftæði og kynja veseni...?

Eru karlmenn virkilega fávitar fyrir það að hafa gaman að fótbolta og finnast leiðinlegt að versla?

 Verst finnst mér að svona er ekki í bónus þar sem ég versla nú allt mitt. Mér finnst gott að fá frí frá mínum manni allavega á meðan ég versla og ef ég er að ýta undir einhverja staðalímynd með því, þá er það bara svo í augum annarra en ekki á mínu heimilli...

 Annars ágæt lesning hjá þér vinkona og gangi þér allt í haginn

Sleepless, 29.11.2007 kl. 12:53

66 identicon

Já mikið er ég fegin að mitt líf rúmast ekki innan þessa ferkantaða, furðuhallærislega stereótýpuheims sem markaðsmenn Hagkaupa, og sumir þátttakendur þessarar umræðu virðast lifa í.

Ég versla reyndar sárasjaldan í Hagkaupum enda finnst mér verðið þar of hátt, en ef það kemur fyrir að ég á erindi þangað finnst mér það alveg jafnömurlega leiðinlegt eins og í öllum öðrum stórmörkuðum. Ég á bágt með að trúa því, en það getur svo sem verið að helsta áhugamál einhverra kvenna sé að versla í Hagkaupum, hinsvegar held ég að flestir sem þangað fara geri það af illri nauðsyn; það þarf víst að versla í matinn sama hvort manni líkar það betur eða verr og það er ekki sjálfgefið hlutverk konunnar frekar en karlsins.

Ég bý sem betur fer svo vel að vera í sambandi með besta vini mínum og höfum við álíka mikinn metnað og skoðanir á því hvað okkur langar að hafa í matinn og hvað þarf að kaupa til heimilisins. Okkur finnst báðum jafngaman að elda eins og okkur finnst leiðinlegt að kaupa í matinn. Yfirleitt reynum við því að skiptast á, annað kaupir í matinn og eldar en hitt vaskar þá upp, og svo öfugt næst. Ég hef engan áhuga á snyrtivörudeildinni í Hagkaupum og hann hefur engan áhuga á enska boltanum. Hvorugt okkar hefur leikið sér með playstation tölvu síðan einhvern tíma í barnaskóla.  Áhugamál okkar liggja á öðrum sviðum en þeim sem Hagkaup vilja eyrnamerkja okkur eftir kyni.

Stundum kvarta karlmenn yfir myndinni sem dregin er upp af þeim í Amerískum draslþáttum eins og King of Queens, Raymond, According to Jim osfrv. Þar eru öll hjónabönd eins; konan er skoðanamikið skass og karlinn er skoðanalaust flykki sem vill helst ekki þurfa að koma nálægt heimilinu öðru vísi en að sitja í sófanum og horfa á íþróttir eða leika sér í tölvuleik. Einhverra hluta vegna er þessi stereótýpuímynd af karlmönnum fjöldaframleidd í bandarísku sjónvarpi, en ég get tekið undir með þeim, mér finnst hún hvimleið og hallærisleg. Ég get þó ekki betur séð en að Hagkaupsmenn telji að einmitt svona séu íslensk hjónabönd. Ég virðist sem betur fer búa í öðrum menningarheimi en þeir.

Una Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 13:00

67 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Una: Flott og aldeilis rétt hjá þér.

Dharma: Þú ert í stöðugu stríði við ímyndaða óvini og uppskerð eftir því.

Alma: Já, já, af hverju er karlinn ekki heima á meðan þú verslar og horfir þar á sjónvarpið?  Hálf krumpað að vera að því í Hagkaup.

Ragga: No win situation.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 13:03

68 Smámynd: Ragnheiður

Já og hann ávarpar mig ji....ég bara sé ekki að minn karl myndi sitja í Hagkaup að horfa á boltann. Á ég skrýtinn kall ? Ég ætla samt að spyrja hann hvað honum finnst um þetta á eftir, ég verð þá allaveganna ekki að gera honum upp skoðanir !

Ég verð seint talin rauðsokka en mér leiðist bara þegar fólk er bundið á bás vegna þess eins hvernig það ber sig að við að pissa....Það getur vel verið að einhverjir kallar stökkvi hæð sína í loft upp af gleði yfir þessu en eru það þá ekki kallar sem hefðu hvorteðer viljað vera heima ? Fólki (konum og köllum) finnst misgaman að versla, mér finnst það umtalsvert leiðinlegra en karli mínum en við förum samt.

Ragnheiður , 29.11.2007 kl. 13:09

69 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Frímann:  Kanntu á spurningarmerki? Það er spurningamerki í fyrirsögninni.  Hverjar eru þessar örfáu konur sem eru þá snjallari en þú?  Í Finnlandi? 

Ragga: Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 13:18

70 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Una...af hverju eru þessi þættir sem þú vísar í svona vinsælir, bæði hjá konum og körlum...af hverju hitta þeir svona í mark? Er það ekki að því að fullt af fólki samsvarar sig við það sem dregið er upp í þessum þáttum.  Ég er ekki skjóta á þig eða eitthvað slíkt, bara að velta þessu upp.  Væri nú gaman að skoða þetta nánar.

Annars finnst mér svona viðbrögð eins og hjá sumum hérna sem ætla bara alls ekki að versla við Hagkaup aftur osfrv vera frekar langt gengið...Er ekki svona kynjaskipting alls staðar í kringum okkur.  Barnabúðum, líkamsræktarstöðvum, dótabúðum, í sjónvarpi (konudagsskrá vs karladagsskrá), snyrtivörubransanum, heilsugeiranum, byggingavöruverslunum ofl ofl ofl ofl.  Þarf ekki bara að leggja allt niður þangað til þið verðið búnar að finna einhverja patent lausn á þessu? 

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 29.11.2007 kl. 13:20

71 Smámynd: Ragnheiður

Sykur ?

Ég gleymdi einu sem ég ætlaði að koma að, þó mér finnist þetta asnalegt system, kallapössun, þá versla ég alveg eins í Hagkaup og annarsstaðar. Það þarf að vera verra ef ég á að nenna að sniðganga búðir og þar er engu öðru um að kenna en eigin leti. Ég er hroðalega léleg baráttukona...

Smjúts á þig Jenný mín, ég var búin að senda meil.

Jón Fr, það væri heppilegra ef þú læsir meira en fyrirsögnina en að sjálfsögðu ræður þú því

Ragnheiður , 29.11.2007 kl. 13:30

72 identicon

Ætli nýja leikherbergið sé eitthvað í þessum anda ?????

 http://www.youtube.com/watch?v=ZM7BE4QlGiQ

Pabbi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 13:35

73 Smámynd: Benedikt Sveinsson

Þetta er fyrst og fremst þjónusta við konunar !

 Ég kalla hlutverk mitt hin fjögur B - Bíða - Brosa (mikilvægt)  - Borga og svo Bera.

 B númer tvo er ansi mikilvægt - að ég hafi gaman að þessu - en Hagkaup er tildæmis hryllileg búð, en þar þarf konan að skoða föt á sig, börnin og allskonar annað dót - og til þess að hún njóti ferðarinnar má ég alls ekki láta eins og mér leiðist.

 Svo þegar hún sá þessa frétt, fylltist hún ekki hatrömum hugsunum um kynjaskiptingu og öðrum femínískum öfgahugmyndum, heldur sá hún tækifæri - að plata mig í búðir...þá þarf ég að borga meira, og bera meira ;)

Benedikt Sveinsson, 29.11.2007 kl. 13:35

74 identicon

Ótrúlegt þetta fár undanfarið og eiginlega þeim kvenmönnum (karlmönnum) til skammar hvernig þau láta.  

Fer oft með konunni að versla og þá aðallega í matinn, en stundum vill hún skoða meira eða spá meira í föt og annað sem mér persónulega leiðist.   Þá hefur maður oft óskað sér að væri nú stóll þarna einhverstaðar til að geta hvílt botninn á.   Og einmitt ekki skilið þær verslanir sem bjóða ekki upp á slíkt.   Því að maður hefði einmitt haldið að það að sá aðili (kona eða karl) sem væri ekki í sérstökum verslunarhugleiðingum gæti á meðan slakað á einhverstaðar.

Þetta hef ég oft velt fyrir mér að verslanirnar myndu græða meir á því.  Því sá aðili sem vildi sleppa því að skoða og versla ákveðna hluti, þyrfti ekki að ýta á eftir því að verslunarferðinni væri lokið.  Báðir aðilar sáttir!  

En greinilega eru margir ósáttir við hvernig aðrir vilja hafa það og vilja stjórna þeim að ofan frá eins og væru í spotta.  

Ég spy? hvern fjandann kemur fólki það við þótt verslunin bjóði upp á svona flotta þjónustu...hvað á það að þýða að blása í lúðra og berja á skildi og krefjast "jafnréttis" og að þetta sé skot á karlmenn og guð má vita hvað....

Það sendir mig enginn í pössun, en það eru meiri líkur á að ef konan eða ég viljum skoða eitthvað nánar í búðinni og hinn aðilinn vill ekki hanga yfir því, þá þætti mér td bara gott ef konan gæti sest og hvílt lúin bein á meðan ég væri að skoða nýjustu rakspírana.

Þessi firra sem hefur verið undanfarið í fjölmiðlum og þessi læti í liði sem heldur hvað öðrum sé fyrir bestu er fáranlegt.    Hættið að setja ykkur á háan hest og komið af baki og fáið ykkur sæti í rólega horninu í Hagkaup.

Ingvar (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 14:08

75 Smámynd: Helga

Komdu sæl Jenný

oft les ég bloggið þig en hef nú ekki kommentað á það fyrr. Mér þykir gaman að lesa skoðanir þínar á hinum ýmsu málefnum þótt oft sé ég alls ekki sammála þeim, en það sem gerir lífið svo skemmtilegt er einmitt sú staðreynd að fólk hefur því betur fer hinar ýmsu skoðanir á hlutum, óháð kyni eða aldri. En eitt finnst mér vanta í þessa umræðu núna og það er ástæðan fyrir því að ég get ekki bara lesið, ég verð sem sé að koma með einn punkt í þessa umræðu.

Þegar við hjónin förum saman í búðir, tek það fram að hvorugu okkar þykir sérlega gaman að versla, þá "þarf" ég oft að skoða/kaupa ýmislegt meira en það sem beinlínis snýr að sameiginlegum innkaupum/ákvörðunum. Með þessari snilldarhugmynd þeirra Hagkaupsmanna (konur eru jú líka menn) sé ég þessa líka fínu lausn. Í stað þess að fara aftur í búðir til að ljúka mínum innkaupum, get ég nýtt mér ferðina meðan minn maður sest niður og gluggar í blöð eða kíkir á boltann. Sem sé góð lausn fyrir mig og mína. Ég hef t.d. nýtt mér kaffihornið í Byko þegar við förum þangað og mínum manni langar að skoða hluti sem ég hef akkúrat engan áhuga á eftir að við ljúkum við að tína til þá hluti sem snertir okkur bæði, og aldrei hefur mér fundist það vera lítillækkandi við hvorugt okkar að boðið sé upp á þá lausn.

Helga, 29.11.2007 kl. 14:20

76 identicon

Er þetta nú ekki komið út í full mikla móðursýki?

Úbbs!  föður/móður-sýki hlýtur það að heita núorðið.

 Er þetta ekki bara svona ókeypis þjónusta sem annars væri keypt dýru verði á kaffihúsum? Gott að geta hvílt lúin bein. Ekki lít ég á svo á að verið sé að gera lítið úr mér þótt þetta standi til boða. Það er munur á verslunarhegðun karla og kvenna, a.m.k. þegar kemur að fatnaði, snyrtivörum, skrauti og svoleiðis. Ég veit ekki um matinn, örugglega minni munur þar. En róið ykkur aðeins. Það má varla hafa orð á því að það sé munur á kynjunum án þess að allt verði brjálað. Vill fólk að allir verði svona neutral eins og myndirnar á klósetthurðunum? Maður spyr sig.

Og talandi um klósett. Það er náttúrulega grófleg móðgun við karlmenn að skipta klósettum í karla- og kvennaklósett. Er verið að gefa í skyn að við pissum út fyrir!? Að við séum ekki fullkomnir! Þvílík móðgun.

Gott myndbandið hjá IKEA. Pant vera númer 10 ef þetta er svona í Hagkaup.

Bjarni Gunnarsson (karl) (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 14:21

77 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

þú talar um karlmenn á eðlilegum aldri, hvaða aldur er það - og þá líka hvaða aldur er óeðlilegur - heimska feministabeljan þín!!

Sverrir Þorleifsson, 29.11.2007 kl. 14:29

78 Smámynd: halkatla

þetta er einn þinn besti pistill Jenný, þvílík snilld!  En mér finnst flott að hafa leikherbergi í búðum, fullorðið fólk er ekkert annað en ofvaxin börn hvorteðer og það er bara gaman að því

halkatla, 29.11.2007 kl. 14:40

79 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eggert megakrútt og kurteisisfrömuður: Karlmenn á eðlilegum aldri: Allir karlmenn.  Og þetta er eina athugasemdin sem þú gerir hér.  Búin að loka á þig ljúfurinn.

Bjarni Gunnarsson karl: Heitir það verslunarhegðun?  Flott orð.  Það breytir málinu alveg.

Helga: Takk fyrir að kvitta og veistu ég sé ekkert að því að það sé aðstaða til að setjast niður á meðan samferðarmenn manns versla.  Málið er að í þessu tilfelli er aðstaðan í karladeildinni og henni er beint að karlmönnum.  Sumum konum finnst leiðinlegt að versla, sumum karlmönnum líka.  Það er málið.

Þrymur: Vísa í svarið til Helgu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 14:44

80 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna Karen: Takk fyrir innlit.  Merkilegt að þeir skyldu ekki bara hanna svona herbergi fyrir alla, í staðinn fyrir að markaðsetja þetta sem hvíldaraðstöðu fyrir karmenn sem láta "aðra" versla fyrir sig.

Og það er engin lygi.  Við verslum nánast bara í Hagkaup á þessu heimili.  Oftar en ekki er það karlinn sem stendur í því.   Þess vegna á ég hagsmuna að gæta, þetta var mín verslun og ég er móðguð og ætla að vera það áfram.  Kapíss?

Og vandið ykkur og verið kurteis.  Ég er ekki í skapi fyrir sóðaskap í málfari eins og nokkrir (bara nokkrir) hafa gert sig seka um.

ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 14:47

81 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Líklega eru til hálfvitar, af báðum kynjum.

Aldrei gæti ég hugsað mér að nýta mér þennan bás, enda hef ég álíka mikinn áhuga á enska boltanum og að fylgjast með málningu þorna. Hinsvegar hafa sumir gaman að honum og er jafnvel hornsteinn tilveru þeirra. Fyrir þá er þessi bás örugglega ágætur. Ekki ætla ég að agnúast út í það, frekar en hvort annað fólk kjósi að dansa súludans. Hvað aðrir kjósa að gera við sitt líf kemur mér ekki við, meðan það hefur ekki áhrif á mitt eigið. Þótt það sem annað fólk segir eða gerir sé á skjön við mín áhugamál eða viðhorf, gefur það mér engan rétt til að dæma það sem hálfvita.

Það sem maður segir um aðra, segir kannski eitthvað um þá. Það segir þó mest um mann sjálfan.

Brjánn Guðjónsson, 29.11.2007 kl. 14:53

82 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn ég hef ekki kallað nokkurn mann hálfvita, en ég spyr hvort Hagkaup álíti karlmenn vera það.  Mér finnst sú spurning eiga rétt á sér í þessu samhengi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 14:55

83 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Það er rétt Jenný. Líklega var þetta ekki nógu skýrt hjá mér, en orðum mínum var ekki beint til þín persónulega. Enda er fyrirsögnin spurning en ekki fullyrðing

Ég var meira að skjóta á forsjárhyggjufólkið

Brjánn Guðjónsson, 29.11.2007 kl. 15:02

84 identicon

Atli Bergur (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:10

85 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er ekki móðgaður. Finnst þetta frábært. Það hefur alltaf verið ljóst að karlmenn finna sig ekki í búðarápi og innkaupum.  Ég ákveð hvað skal kaupa og fer inn og út. Ég kaupi alklæðnað á 5 mínútum en ra´fa ekki svo tímunum saman á milli hillurekka og spái og spekúlera.  Þetta hlýtur bara að vera genetískt.  Ég horfi ekki á enska boltann en væri þakklátur ef þeir myndu sýna Attenboroug og nokkra góða reyfara á staðnum. Lifandi vísindi og sagan öll eru ágæt líka.

Lítið spilavíti með vindlum, konfekti og strákamiðuðum gismóum í verðlaun væri líka þakkarvert.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.11.2007 kl. 16:16

86 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Besta leiðin til að sýna að þetta sé óþarfi er að þetta horn standi tómt öllum stundum. Lýsandi dæmi um rangar hugmyndir Hagkaups. En ef þetta er notað reglulega, þá er það ekki nema gott um það að segja að þau séu að veita þjónustu sem að er nýtt.

Ég hef sjaldan móðgast af of mikilli þjónustu eða velviljuðum hugmyndum, sama hvaða staðalímyndir þær hafa. Er það staðalímynd Hagkaupa að hafa gríðarstóra snyrtivörudeild eingöngu með kvennavörum, halda að konur eigi að vera eitthvað símálandi sig og gera sig "sætar" fyrir heiminn?

Það er alltaf hægt að lesa milli línanna með tilgangi þjónustu. Í þessu tilviki myndi ég halda að það sé verið að reyna að gera gott fyrir þann aðila (oftast karlkyn) sem vill síður versla en hinn makinn.

Ef að á að brjóta upp tilgang hluta í búðum, hví er matvaran innst í búðinni? Er það tilviljun? Alls ekki. Af hverju er smádót og nammi og tímarit seld við kassan? Tilviljun? Alls ekki. Þetta er langþróað og prufað kerfi að hanna búðir til að hámarka sölu sína. Er verið að gera lítið úr kúnnanum með því að gera ráð fyrir því að hægt sé að plata hann með því að versla meira bara því að vörunum í búðinni er raðað öðruvísi? Að láta aðilann sem langar að drífa sig að versla, fá hann til að setjast niður og slappa af, á meðan hinn makinn verslar meir en hann hefði ella, er góð markaðsstjórnun. 

Sigurður Jökulsson, 29.11.2007 kl. 16:26

87 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ARGH, ekki reyfara, þá settist maður þarna og kæmist ekki út fyrr en eftir 2 tíma :o

Legg annars til að allir hér með viti fari að taka Dharma sem ofurtrölli. Þá er bara hægt að hlæja að þessu. Er enn ekki viss um að hann sé ekki að trolla.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.11.2007 kl. 16:29

88 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ég fór út í búð áðan, kaupa í matinn og svoleiðis. Ég skildi konuna eftir heima.

Birgir Þór Bragason, 29.11.2007 kl. 16:40

89 identicon

ef konur kæmu með körlum í verslunarleiðangur um veiðbúðir og sportvörur væru þær ekki guðslifandi fegnar að geta sest niður mðe kaffi og sex in the city í tækinu( það held ég) frekar en að þurfa að labba á eftir þeim þegar þeir eru að versla sportgræjurnar fyrir sumarið?

Kristján (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:59

90 identicon

Veistu það að mér finnst þetta FRÁBÆR hugmynd. Ég fer oft út að versla með konunni og myndi fara oftar ef þetta væri svona á fleiri stöðum. Þú veist að rannsóknir út um allan heim sýna að konum finnst skemmtilegra að versla en körlum og þær eyða meiri tíma í það. Rannsóknir út um allan heim hafa líka sýnt að karlar og konur versla örðuvísi inn, konur skoða spá og spökúlera en karlar fara beint að því sem þeim vantar og versla einungis það, spá jafnvel ekkert í verðinu. Á meðan kynin eru ólík af þessu leyti þá er ekkert skrítið að ef hjón ætla út að versla saman að karlinn hafi tíma sem þarf að drepa á meðan konan er að versla og er þetta FRÁBÆR lausn. Þetta tíðkast erlendis, hversvegna ekki hérna. Þetta þýðir samt ekki að karlinn er allan tíman að leika sér á meðan konan verslar heldur bara þegar karlinn fer að verða þreyttur og leiður. Við strákarnir þolum svo lítið þegar kemur að stressinu sem fylgir því að versla.

Fór í skemmtilegt moll úti síðasta sumar, þar gátu konurnar geimt börnin og mennina á sama stað. Þá er öruggt að allir skemmti sér vel í mollinu, konan, börnin og karlinn.  

Framvegis þegar konan vill að ég komi út að versla með sé ætla ég bara í Hagkaup, ef hún vill fara eitthvert annað þá má hún fara ein.

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:11

91 Smámynd: K Zeta

Mér dettur alltaf í hug TeleTubbies "Naívistar" þegar Vinstri Græna og Femínista ber á góma, frábærar hugmyndir um fullkominn heim en fjarri öllum veruleika og raunsæi.  Hver man ekki eftir "Vímulausu Íslandi 2000" HÍ besti háskóli í heimi ofl.? Hí hí og sólin brosir.Það þarf að jarðtengja þessar annars vel innrættu konur og koma þeim í þörf verkefni samfélagsins þar sem kraftar þeirra gætu komið að notum til þeirra sem minna mega sín, t.d. einstæðum láglaunamæðrum eða einmanna öldunga.

http://pbskids.org/teletubbies/teletubbyland.html

K Zeta, 29.11.2007 kl. 17:23

92 identicon

Hefur enginn hérna kynnt sér nýlega könnun á Kauphegðun Íslendinga?

Ég er ágætlega hlutlaus í þessu máli. Pabba/karla/letingja herbergi, so what? Ef þetta verður ekkert notað þá verður þessu víst lokað ekki satt?

Sjáum til.

Takið lífinu með ró, það er enginn að reyna að drepa konu með því að búa til herbergi í einhverri ómerkilegri verslun.

Þetta er allt að koma hjá okkur, við þurfum bara að reyna að líta á hlutina í aðeins víðara samhengi. Konur og karlar, reynum að sína hvort öðru þolinmæði. Karlaveldið er hrunið, það vita það allir. Við byggjum ekki upp þjóðfélag með einhliða jafnræði á einum degi.

Maðurinn með ljáinn (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 18:26

93 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég rak upp stór augu þegar ég linkaði mig inn og sá að það biðu 111 komment eftir lesningu. muuhaaaaaaaa

60 mínútur var frétt um daginn um einhver stórmarkað (meira eins og Kringlan held ég) þar sem búið var að setja upp aðstöðu sem beindist fyrst og fremst að karlmönnum. Þar inni voru ekki fjölmargir þegar þeir voru á ferð með kamerurnar en samt nokkrir og þar á meðal eldri kona.

Ég verð að viðurkenna að mér þykir hugmyndin góð en ef ég hefði stjórnað þessu hjá Hagkaupum þá hefði ég sett þetta inn í kvenfatadeild því það er staðurinn þar sem mennirnir gefast upp í innkaupaferðinni. Mér finndist helvíti fínt að geta plantað Bretanum í svona horn og spekúlerað róleg í fatastærðum (alltaf vandamál hjá mér) og mismunandi litum bolum o.sfrv. En þar sem honum þykir skemmtilegra en mér að versla í matinn þá get ég reyndar hangið inn í kvenfatadeild á meðan hann hangir yfir frystikistunum (sem eru hans uppáhalds staðsetning í matvöruverslunum).

pís.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.11.2007 kl. 18:27

94 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Úff ekkert smá mikið af kommentum hér  Ekkert smá góð mynd af gaurnum í eldhúsinu  Hann virkar nett gegg... á því

Katrín Ósk Adamsdóttir, 29.11.2007 kl. 19:51

95 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Merkilegt hvað mörgum finnst þetta engu máli skipta, þ.e. m.t.t. hvað margir hafa löngun til að tjá sig um málið.

Samantekt:

Ég hef engan áhuga á innanhússkipulagningu hjá Hagkaupum.

Ég hef ekkert á móti klósettum, hvíldarherbergjum og kaffihúsum í verslunum.  Leikherbergi fyrir fullorðna meiga vera í öllum deildum án þess að það trufli mig.

Ég er einfaldlega hissa á því að það skuli gengið út frá því að karlar séu dragbítar í verslunarferðum og að það sé útbúið sérstakt rými fyrir þá þar sem hægt er að koma þeim fyrir meðan AÐRIR versla.

Herbergið er kallað "pabbaherbergi", "afþreyingarherbergi" og ég vona að það sé ekki langt frá barnaleikherberginu.  Mikið auðveldara þegar þarf að sækja.  Sko þegar AÐRIR eru búnir að versla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 19:52

96 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég segi nú með þér Jenný, ef fólk vill horfa á sjónvarpið, er þá ekki betra að gera það bara heima hjá sér?

Ég hef reyndar aldrei verið í svona pari og hef takmarkaða þolinmæði þegar fólk verður eins og hluti hvort af öðru. Kommon! Það þarf ekki að gera allt saman!!! Díses!!! Líst vel á verkaskiptinguna hjá Jónu. Kallinn verslar í matinn á meðan konan verslar föt. Verkaskipting skiluru...

Er annars fegin Jenný að leiðindaskjóðurnar eru allar hjá þér en ekki mér (búin að fá eina samt) er búin að hlæja mig máttlausa yfir mörgu hér í athugasemdum. No win situation... most definitely! 

Laufey Ólafsdóttir, 29.11.2007 kl. 19:52

97 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sumum finnst leiðinlegt að fara í búðir. Hér eru nokkur atriði sem þú getur dundað þér við að gera í stórmarkaðnum á meðan makinn verslar (eða gramsar ofaní botn á fyrstikistunum eftir ódýrasta kjötinu...);

1.Stilltu allar verkjaraklukkurnar í raftækjadeildinni þannig að þær fari í gang á 5 mínútna fresti. 2.Horfðu beint í öryggismyndavélina og notaðu hana eins og spegil á meðan þú borar í nefið eða stangar úr tönnum. 3.Þegar þú handleikur beitta hnífa í búsáhaldadeildinni spurðu þá starfsmann hvort geðlyf séu seld í búðinni  4.Feldu þig í fataslám og þegar fólk skoðar föt, stökktu þá fram og segðu hátt "Veldu mig.. veldu mig...."

Marta B Helgadóttir, 29.11.2007 kl. 20:30

98 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég er sammála um að þetta sé mikil steríótýpun og jaðri við það að vera móðgandi,

Persónulega finnst mér gaman að verzla, hvort sem það eru nauðsynjar eða munaðarvara en ég þoli ekki stór rými og kaupbrjálæði, ég þoli ekki verzlunarmiðstöðvar og súpermarkaði og ef ég verð einhverntíman neyddur í verzlunarleiðangur í slíkar aðstæður pastelhelvítis meðalmennskunnar sem kjarnar eins og Smáralind og Kringlan eru, þá ætla ég að setjast með hinum lúðunum og glápa á enska ef ég get.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 29.11.2007 kl. 20:31

99 identicon

Voðaleg "noja" er þetta góða fólk.  Þessi ósköp eru auglýst sem horn fyrir þá sem ekki nenna að versla og svo verður allt vitlaust yfir því að eitt dagblaðanna kallar þetta karlahorn eða pabbapössun.  Óþarfi að dæma Hagkaup fyrir það.  Þar er bara ágætt að versla þó ekki sé það skemmtilegast frekar en annars staðar.  Ég treysti mér alveg til að rata inn í herradeildina til að hanga bara eða hvíla mig jafn mikið og minn elskulegi.  Slaka nú

Sigrún (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:37

100 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Skiptir þetta nokkru máli? Þeir verzla sem það vilja og aðrir sem þurfa að fara með eyða tímanum í hvað sem þeim sýnist. Enski boltinn eða lesa Vikuna, skiptir engu. Mér finnst þetta umræðuefni varla vart þess að hafa skoðun á því. 

Páll Geir Bjarnason, 29.11.2007 kl. 20:40

101 Smámynd: Púkinn

Púkinn getur skilið svona karlahorn í kvenfataverslunum, enda eru karlmenn almennt eins og illa gerðir hlutir þar inni - Hagkaup aftur á móti... það er ekki mikið vit í því.

Púkinn, 29.11.2007 kl. 20:48

102 Smámynd: Þröstur Unnar

Sko þetta er nú full langt gengið Páll Geir. Að setjast inn í karlahornið með kvennablaðið Vikuna.

Þröstur Unnar, 29.11.2007 kl. 20:50

103 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur: Góður.

Púkinn: Að karlmenn séu eins og illa gerðir hlutir í kvenfataverslunum má vera rétt, en ég held, að það að sitja eins og álka í leikherberginu í Hagkaupum, toppi það.

Páll Geir: Þú sérð samt ástæðu til að eyða tíma í að segja okkur að þer finnist þetta ekki skoðanabært mál.

Sigrún: Noja? Það er ein leið til að sjá hlutina.

JEVBM: Jaðrar við að vera móðgandi er understatement.  Híhí.

Marta og Laufey: Góðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 20:59

104 identicon

Jenný, þú ert krútt og kurteisisfrömuður

Ragnar (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 21:49

105 identicon

"að fá raðfullnægingar yfir hilluúrvalinu"  LMFAO!!!!

Ég fór í Hagkaup í dag...... með sjálfstæðismanninum.  Ég var nokkuð stressuð því nú skyldi reyna á sambandið.  Myndi hann styðja mig í ranghölum stærstu matvöruverslunar Íslands, gæta þess að ég villtist ekki, passa upp á að matvörur með msg lentu ekki í körfunni og horfa blíðlega en neitandi í augu mín þegar ég virði fyrir mér Wagyu nautakjötið sem fullkomna hátíðarmáltíð þessi jólin.

Eða myndi hann láta sig hverfa inn í leikherbergið, dunda sér þar í Play Station 3, með þeim hrikalegu afleiðingum að kvikna myndi í Visakortinu við kassann, ég myndi eitra fyrir sjálfri mér með óverdós af msg eftir að hafa eytt klukkutímum í leit að útganginum og vera þar að auki komin á síngúls markaðinn aftur eftir að hafa kastað í hann rándýru Wagyu steikinni og skilið hann eftir bundinn í fjarstýringasnúrunni.

Hann stóðst prófið...... 

Díta (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 22:40

106 identicon

Finnst fólki í alvörunni þetta ekki hljóma eins og boltaland?

"Svona, svona Jói minn, ég verð ekki lengi að versla. Sestu bara í ævintýrahornið og svo máttu velja eitt nammi á kassanum."

Ég táraðist pínu af hlátri þegar ég las fréttina, svo táraðist ég bara.

Bjarki Ívarsson (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:08

107 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóhann Örn: Ég hef fullt leyfi til að móðgast af hvaða ástæðu sem þurfa þykir og hvern asskotann ertu að hangsa hér og eyða tíma í kommentalestur og að rífa svo kaft.  Áttu þér ekki líf? Ekki svara, vil ekki komment frá þér.

Bjarki: Góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 23:16

108 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Ég veit að ég er svo sem búinn að kommenta á þetta mál eins og ég sé eitthvað að spá mikið í þetta...en eru ekki mikilvægari hlutir til að gráta yfir en ómerkilegt "afþreyingarhorn" í Hagkaupum??  Launamál, málefni öryrkja, málefni einstæðra foreldra, málefni eldri borgara, heilbrigðiskerfið, biðlistar, osfrv osfrv...nei vælum aðeins meir útaf þessu horni :o( 

Góða nótt öll...ja ef þið getið sofið fyrir þessu stórmerkilega máli?

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 29.11.2007 kl. 23:27

109 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tómas Guðbjörn: Hafa bloggarar skrifað undir einhvern samning um að blogga bara um stóru málin? Og förresten, hvað eru stór mál.  Ég hef margsinnis bloggað um öll þau mál sem þú telur upp og það oftar en einu sinni, þannig að ég þarf ekkert að skammast mín fyrir þáttökuleysi í þeim efnum.  Vona að sama megi segja um þig.

Annars finnst mér það þó nokkuð mál að matvöruverslunin mín sé að játa sig 100 árum á eftir í þankagangi.  Og ég kann þeim engar þakkir fyrir.

Góða nótt sjálfur og dreymi þig fallega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 23:39

110 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Díta: Gott með Sjálfstæðismanninn, en er ekki von til að hrista upp í honum svona pólitíkwise?  Annars er ekkert smá stíll yfir því að láta henda í sig ekta Wagyu

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 23:41

111 identicon

Hann er gjörsamlega blár í gegn.  Svo blár að ég verð stundum rauð..... af reiði yfir íhaldskoðunum.......

...... en meikupsexið?  OMFG!!!! 

Díta (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:48

112 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Díta: Hvað gerir kona ekki fyrir meiköppsex, GMG? ækúddtelljústorís.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 23:56

113 identicon

"Annars finnst mér það þó nokkuð mál að matvöruverslunin mín sé að játa sig 100 árum á eftir í þankagangi."

Jújú, hver man ekki eftir karlahornunum sem við fengum með heimastjórninni.

En annars tel ég það alveg deginum ljósara að karlmenn eru hálfvitar. Hverjir aðrir en karlmenn myndu vilja slappa af og horfa á knattspyrnu þegar rökræður um kosti og galla osts í sneiðum standa til boða? 

 Sjálfur átti ég í talsverðum erfiðleikum með ruslpóstvörnina.

GlobalSvenni (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 00:24

114 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Global Svenni: Okok, ég hefði getað farið nær í tíma, en þú komst mér til að brosa.  Takk fyrir það. Point taken.

Jóhann Örn: Hver er vandamálið?  Rosaleg biturð og eymd er þetta. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 00:48

115 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ég er nú hvorki sammála né á móti þessu. Finnst þetta "karlaherbegi" bara vera fyndin auglýsingabrella sem er greinilega að virka hjá Hagkaupum. Því fáránlegra sem þetta er, því meiri umfjöllun fær það. So simple :)

Ég hef ekki farið í verslunina þar sem mér finnst þetta stórverslunaræði, sem hefur gripið landsmenn föstum tökum, gjörsamlega að gera út á allt og alla. Tek bara ekki þátt í þessari vitleysu. Meina kommon eru heimili fólk ekki að springa út af vörum og munaði þessa stundina?

Ef ég þarf að versla, fer ég í næstu búð sem selur það sem mig vantar og kaupi það. Ef ég versla með konunni, þá versla ég með konunni. Þarf ekki að flýja í hægindastól og horfa á fótbolta á meðan, þótt það sé reyndar alveg freistandi hugmynd af og til. Get alveg viðurkennt það. Þetta herbegi mun ekki endast lengi.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 30.11.2007 kl. 00:52

116 Smámynd: Þórbergur Torfason

Farðu nú að sofa lambið mitt. Láttu ekki svona smámuni halda fyrir þér vöku. Það Hagkaupsfólk á eftir að skýra þetta mál betur en þessi örfrétt. Þetta horn er fyrir þig, mig og alla hina sem vilja kannske kíkja á fréttaskot eða eitthvað í imbanum.

Þórbergur Torfason, 30.11.2007 kl. 00:59

117 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Já, ég tók fram að ég hef enga skoðun á þessu. Er skítsama. Er óvenjulegt að greina frá því eða? 

Páll Geir Bjarnason, 30.11.2007 kl. 01:07

118 identicon

Sko.......ég skrapp inná "Jennýar blogg" til að fara brosandi inn í draumalandið.....þá mætti mér bara langur lestur, sem entist mér inn í nóttina!  En ég brosi, get ekki annað!  Feministaumræður hafa alveg farið með suma karla og konur jafnvel líka!  Málið með þetta "hvíldarhorn" er bara að hlutirnir fara alltaf í hringi!  Í den var alltaf passað upp á það í kaupstaðarferðum að hvíla "þarfasta þjóninn" og gefa honum að súpa!  Oft var þörf en nú er nauðsyn....að selja í marga, marga, marga poka, því endurbyggingin í Holtagörðum fyrir nýjasta Hagkaupið (með horni fyrir þarfasta þjóninn!) kostaði víst rúma 2 millllljarða!!!!

Jenný Anna, þú ert frábær penni, með yndislegan húmor!  Takk fyrir mig og góða nótt!

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 01:30

119 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigrún: Takk fyrir þetta, nú hló ég upphátt

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 01:34

120 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þórbergur: Er farin að lúlla, as we speak

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 01:35

121 Smámynd: Hilmar

Ég er afskaplega þakklátur Hagkaupsmönnum fyrir þessa frábæru þjónustu. Nú þurfa kúgaðir karlmenn ekki bæði að vinna myrkrana á milli til að fóðra neysludýrið í konunum sínum og að þurfa að horfa upp á þá átakanlegu sjón að sjá dýrið í verslunarham.

Það mætti segja mér að í þessu athvarfi sitji beygðir og bognir menn með bauga undir augum, búnir á sál og líkama. Svo stækt er ofbeldið hjá feministum að þær berjast með oddi og egg gegn þessu sjálfsagða framfaraspori.

Nú er bara að sjá hvort ekki verðið boðið upp á sérstaka karlaráðgjöf, ráðgjöf sem hjálpar þeim að komast frá svona skemmdum konum í neyslu.

Hilmar, 30.11.2007 kl. 02:53

122 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Sæl aftur og góðan dag...þú ert aðeins að misskilja mig...þú mátt auðvitað (ekki það að þú þurfir leyfi) blogga um allt milli himins og jarðar, stór mál - lítil mál = fínt mál ;o)  Að skrifa hugleiðingar niður er ekkert nema gott og endilega haltu því áfram, margt skemmtilegt sem kemur frá þér.

En þegar það eru komin 150 komment, sum hver ansi heit og tilfinningarík, um ekki merkilegri hlut en þetta þá...ja síðasta komment þitt til mín lýsir því sem ég er að segja ágætlega, ferð strax í mikla vörn útaf smá "skoti" ef hægt er að kalla svo. 

Hafðu það gott í dag...og takk fyrir "spjallið"

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 30.11.2007 kl. 06:28

123 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tómas Guðbjörn: Góðan daginn sjálfur.  Ég var nú orðin ansi þreytt og örg þarna í restina og ég skil alveg hvað þú áttir við og afsakaðu viðbrögðin.  Ég er alveg sammála þér.

Á dauða mínum átti ég von en þessum viðbrögðum í kommentakerfinu við færslu um þetta málefni, þrátt fyrir að þetta hafi verið afskaplega skemmtileg skoðanaskipti, hjá nánast öllum þátttakendum.

En sum sé, stundum má undirrituð alveg telja upp að 54896.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 07:36

124 Smámynd: Óskar Halldór Guðmundsson

Ef ég man rétt, þá er svona aðstaða útum allt í nörðurlöndunum, Noregi, Svíþjóð, Danmörk o.s.frv. Held bara að Hagkaup hafi fengið hugmyndina utan frá heldur en upp úr þurru.

Óskar Halldór Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 09:13

125 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég fór í Hagkaup í Skeifunni í gær um hálfsjöleytið. Það var ósköp þægilegt, nærri enginn þar :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.11.2007 kl. 10:07

126 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hildigunnur: Döh, það voru allir í hvíldarherberginu í HOLTAGÖRÐUM vúman

Óskar Halldór: Hvíldarherbergi sniðug hugmynd.  Leikherbergi fyrir karla og ekkert fyrir konur: Sökkar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 10:27

127 Smámynd: Gulag

Gulag, 30.11.2007 kl. 10:38

128 identicon

Já Gulag,
Svona vilja já feministar að ísland verði allgjörlega kynlaust.

Hlynur (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 10:40

129 Smámynd: Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson

Mér finnst þetta bara frábært hjá Hagkaupum. Punktur.

Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson, 30.11.2007 kl. 10:57

130 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þovaldur: Mér finnst það bara frábært að þér skuli finnast það.  Pukntur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 11:27

131 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Jenný, ég veit, hvers vegna heldurðu að ég hafi farið í Skeifuna ;)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.11.2007 kl. 12:12

132 identicon

Taka það í mál að vera settur í geymslu ? 

Þetta er bara spurning um þjónustu sem mér finnst gott framtak og fínt. Sá aðili sem vill ekki spígspora meira um búðina og vill setjast niður, fá sér kaffibolla eða horfa á sjónvarp, má það.   Ég er alveg til í að versla með konunni í matinn og það sem þarf á börnin, en stundum vill hún skoða meira og ég hef kannski hvorki löngun né vilja til að fara í aðrar verslanir á meðan.   Þá get ég sest og fengið mér kaffi eða sest í þægilegan stól og horft á sjónvarpið.  

Ef aðilinn vill það ekki, þá þarf hann þess ekki með.   Eina sem er kjánalegt í umræðunni er hjá Hagkaup að kalla þetta Pabbahorn, ef það voru þeir en ekki fjölmiðlar.

Þetta ætti að kallast afþreyingar/hvíldarhorn fyrir alla aðila.  Þeir sem vilja þá ekki nota það, gera það ekki, fyrir hina gæti þetta verið kærkomið og þægilegt. 

Þannig að mér finnst nóg komið af þessari helgislepju og að móðgast fyrir hönd karlmanna.    

Ingvar (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 13:29

133 identicon

Er þetta met í commentum??

annars bara áfram þú....!

Sigrún (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 16:43

134 Smámynd: Moby

Er þetta ekki bara afþreyingaherbergi fyrir ´þá sem vilja?

Moby, 30.11.2007 kl. 19:29

135 identicon

Mér finnst þetta nú vera verulega gott framtak.  Ég vil bara fylgja þessu eftir með því að láta setja upp fluguhnýtingarherbergi í hannyrðaverslunum og þar getum við fluguhnýtingasökkerar komið út úr skápnum og kennt bæði VG femininistum , X-D kellingum á hækkuðum jeppum, kristnum, búddistum og öðrum steriotýpum að hnýta almennilega í hvert annað.

U (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 20:46

136 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Í sambandi við jafnrétti og innkaup þá lenti ég í svolítið fyndnu áðan - í búðinni einmitt; grískum súpermarkaði: Málið var að ensk vinkona mín sem var með mér var að spá í hvernig framreiða ætti barnaduftmat sem var þarna til sölu. Ég reif dósina úr hendi hennar og labbaði upp að grískum karlmanni sem stóð þarna, en rétt hjá stóð afar móðurleg kona. Karlinn hafði barn í innkaupakerrunni. Ég vatt mér að karlinum og spurði hvernig ætti að tilreiða svona barnamat, og otaði dósinni upp í andlitið á honum. Hann varð voða vandræðalegur og gaf til kynna að ég ætti frekar að spyrja konuna sem stóð þarna. Ég brosti blítt og sagði að hann þyrfti bara að kunna að lesa, hvort hann kynni það ekki örugglega? Þegar hann sá að ég gaf mig ekki tók hann á sig rögg og fór að lesa leiðbeiningarnar aftan á. Eftir dágóða stund gafst hann upp og fór að kalla á konuna sína, sem var þarna nokkrum rekkum frá og lagði af stað til hennar á meðan ég reyndi að varna honum leið og sagði að maður þyrfti alls ekki að vera kona til að lesa þessar leiðbeiningar, hann kynni alveg jafn vel að lesa og konan sín líklega? Aumingja manninum var öllum lokið og komst að lokum til konunnar sinnar og rétti henni dósina og hún - verandi vön að þurfa að lesa á svona dósir - fann strax þær upplýsingar sem beðið var um.

Á eftir spurði ég vinkonu mína hvort þeirra hún hefði beðið um aðstoð; karlinn eða konuna sem stóð þar við hliðina - ´konuna´ var svarið.
Málið er að svona hlutir eru ekkert kynbundnir. Þetta kemur með æfingunni. Ef þetta hefði snúist um leiðbeiningar á hvernig ætti að láta einhverja græju fúnkera, eða blanda áburð, hefði þetta ekki verið neitt mál fyrir kallinn, það er nokkuð ljóst, enda lestrarhæfileikar það eina sem til þarf.

Ég rak augun í hérna einhvers staðar fyrir ofan að karl hefði farið að versla föt á ungabarn og komið út með föt á nokkurra ára gamalt barn - og gaf í skyn að þetta hefði eitthvað með kyn að gera; karlarnir hefðu þetta bara ekki í sér. Ég tel það alrangt; ég hef nefnilega lent í því sama; að ætla að kaupa föt á barn og hafa ekki nokkurn sans fyrir stærðunum, eingöngu af því að ég er ekki vön að kaupa barnaföt. Að kaupa passlegar skrúfur eða spýtu myndi ekki vefjast fyrir sömu mönnum, og ekki mér heldur.

Kræst hvað mikið af þessum stöðluðu kynímyndum er mikið bullshit. Og hvað við sömuleiðis ómeðvitað erum ábyrg fyrir að viðhalda þessari stöðlun, konur ekkert síður en karlar.

gerður rósa gunnarsdóttir, 1.12.2007 kl. 00:54

137 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr Gerður Rósa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.12.2007 kl. 01:31

138 Smámynd: Brissó B. Johannsson

Rosalega er skrýtið að menn sjái ekki einhverja kynja- og samfélagslega skekkju í því að "konan sé að draga kallinn frá fólki sem hann er að kjafta við í búðinni" eða "banna honum að kaupa eitthvað". Þarna er eitthvað sem þarf að laga. Og það er einmitt ekki gert með því að opna "karlahorn". Það er kannski þægilegasta lausnins fyrir fólk sem þjáist að svona skekkjum í samskiptum kynjanna í búðarferðum, og merkilegt að femínistar (karlar og konur) sem vilja benda á að lausnin liggi ekki þar, eru talíbana Bin Laden eitthvað.

Þú er svo sneddí Jenný

Brissó B. Johannsson, 1.12.2007 kl. 12:35

139 identicon

Þessi Gerður er greinilega hættuleg umhverfi sín og ætti að leita sér hjálpar, ræðst með offorsi að fólki sem hefur ekkert til sakar unnið annað en að vera svo óheppið að vera nálægt henni.  Annars er mér fyrirmunað að skilja þessa hysteríu í ykkur kellingunum, ef óstjórnleg þörf ykkar fyrir að móðgast af engu tilefni er svona óbærileg þá látið það bara bitna á kallinum ykkar, ekki okkur hinum sem höfum ekkert til saka unnið annað en að asnast til að lesa heimskulegt blogg ykkar.

Karlar gera ekki miklar kröfur, en þeir vilja fá að móðgast á eigin forsendum, ekki á forsendum einhverra histerískra kellinga sem stæra sig af því að vera í VG.  Látið okkur í friði leiðindabeljur og vitleysingar. 

Bjarni (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 12:42

140 Smámynd: Brissó B. Johannsson

Og til að bæta við svo sagnfræðiviðbót þá var nú einu sinni Ísland þannig að karlar sáu um peningamál og ferðir í kaupstaði. Oft var þá gatt hjá kaupmanninum þar sem karlarnir voru að hanga og versla og man ég eftir frásögn stúlku sem þurfti að fara til kaupmannsins en þorði varla inn því karlarnir inn í búðinni voru svo margir, með hávaða og hlátursköst.

Sem sagt. Karlar kunnu einu sinni að versla og konur ekki. eitthvað hafa kynja-genin stökkbreyst á aðeins 150 árum víst að karlar eiga ekki að kunna þetta lengur.

Brissó B. Johannsson, 1.12.2007 kl. 12:52

141 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Æ, ég held að það geti nú varla kallast að vera hættulegur umhverfi sínu að reka barnamatardós upp í nefið á karlmanni og biðja hann að um að lesa á miðann. Ef Bjarni upplifir slíkt og annað svipað sem líkamsárás hlýtur hann að vera á gjörgæslu alla daga. Ofbeldi af þessu tagi ætti einmitt að vera daglegt brauð, ef allt væri eðlilegt.

gerður rósa gunnarsdóttir, 1.12.2007 kl. 14:03

142 identicon

Ég skil ekki vandamálið. Þetta er fullkomið, ekki nenni ég þegar ég er í hagkaup búinn að draga kallinn í gegnum allar matvörurnar og finna á hann jólafötin, að hafa hann ennþá yfir mér þreyttan og pirraðann meðan er verið að skoða jólaföt barnanna, jólagjafir frændsystkinana og framvegis. Ég veit allavega að minn karl og ég erum mjög sátt við að hann hafi einhverja afþreyjingu á meðan ég fæ mína verslunarútrás. Og ef þér finnst Það gera hann af hálvita er það þitt mál. Mér finnst þú vera hálfviti að sjá ekki að þetta er ekki bara handa köllum og til að halda uppi staðalímynd. Þið feministar eruð algjörlega að fara yfirum stundum. Ég berst fyrir réttindum kvenna og annara þar sem ég sé þörf á, ég stend ekki í því að búa hana til eins og þú Jenný.

Guðrún (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 15:07

143 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Kunna karlmenn ekki að klæða sig? Má ekki sýna karlmönnum þá virðingu að treysta þeim til að velja föt á sig sjálfir? Og á börnin sín jafnvel? Það er ekkert skrýtið að það gangi hægt að fá karlana til að gera hitt og þetta ef við konur treystum þeim ekki til einföldustu verka.

gerður rósa gunnarsdóttir, 1.12.2007 kl. 16:04

144 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Nei.

Gísli Ásgeirsson, 2.12.2007 kl. 12:39

145 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég held að flestir hér hafi fallið í þá gildru að kynna sér ekki málið sem það skrifar um heldur apa skoðun þína upp eftir öðrum.

Það sem ég skil ekki í þessari umræðu er að það hrópar hver upp eftir öðrum að þetta horn sé sérstaklega fyrir karlmenn gert. Ég fór þarna tvisvar til að kanna þetta mál sérsaklega og komst að þeirri niðurstöðu að konur máta ekki karlmannsföt, það er fleira í sjónvarpinu en fótbolti og það sitja bæði konur og karlar í þessum stólum. Sérstaklega er það þó ungt fólk meðan ég var þar.

Í herradeildinni eru herraföt og þar máta herrar en ekki konur. Hver er þá líklegur til að sitja í stólnum meðan karlinn mátar? Annars er ég ekki þeirrar skoðunar að þetta sé horn fyrir annað kynið en ekki hitt. Ómar Ragnarsson gerir þessu ágætlegá skil í pistli sínum.

Þessi umræða virðist byggja á broslegri æsifyrirsögn fréttamanns og kemur kynjaumræðu ekkert við. Það er broslegt að láta tilfinningar sínar hlaupa með sig í gönur en það kemur svo sem fyrir alla að mér meðtöldum.

Það er á hreinu að blaðamaðurinn er sá sem vann í þessu máli og fær jafnvel bónus fyrir mest lestnu og blogguðu fréttina í nóvember.

Steinn Hafliðason, 2.12.2007 kl. 15:34

146 identicon

 Gerður?

ég veit ekki hvar þú fékkst út ú skeifum mínum að karlmenn kunna ekki að klæða sig. Minn er allavega fullfær um það, en hann vill þó yfirleitt fá mitt álit þegar hann verslar sér föt. Ég geri það líka yfirleitt sjálf að fá álit hjá honum ef hann hefur nennt með mér að versla en yfirleitt er það nú frekar þannig að ég dragi einhverja vinkonu með mér, við höfum miklu meiri tíma að fara í allar búðirnar og finna það rétta ef við erum kallalausar.

Að sjálfsögðu geta karlmann farið og verslað sér sjálfir og ef þú last það út úr skrifum mínum að ég treysti honum ekki fyrir því að gera það , þá ætturu kanski að setja upp gleraugun og lesa það aftur. En minn karl vill yfirleitt hafa mig með og fá álit.

Þegar kemur að barnafötunum er það yfirleitt ég sem versla þau, karlinn sýnir því lítinn áhuga og það hefur verið mitt verk, alveg eins og ef vaskurinn stíflast þá hefur hann gert við, og sömuleiðis ef þarf að skipta um dekk, ekki það að ég getir það ekki en hann hefur meiri reynslu í þeim málum. Þetta eru kanski þessar hræðilegu staðalímyndir en ég bara spyr hvað er að því að fólk taki upp á því í sambandi að láta aðilan sem hefur getu kunnáttu og áhuga sinna þeim störfum frekar en að berjast við að brjóta upp staðalímyndir. Ég kanski bæti hér inn að á mínu heimili sér hann um að ryksuga, því mér finnst fátt jafnleiðinlegt, en ég sé um ða gera við tölvuna, því það er eitthvað sem ég hef alltaf kunnað og gert. 

 Þetta hefur ekkert með traust að gera. Það er oftast bara þannig í samskíptum kynjanna að fólk fái sín hlutverk á heimilinu, þannig ganga hlutirnir oft upp áfallalaust.

 Og karlinn minn gerir alveg hitt og þetta, en ég geri annað.

Ég veit heldur ekki hvort þú hefur gert þér grein fyrir að kynin eru ólík og það er margt sem konur sækjast frekar í að gera frekar en karlmenn, það er líka margt sem þeir vilja gera sem við sækjumst alls ekki í.  Ég geri mér líka fulla grein fyrir að einstaklingar eru mismunandi og sumum konum finnst alls ekkert gaman að versla föt á sig eða börnin og vildu jafnvel frekar horfa á boltann í kósí stólum, en gerir það þær af hálfvitum? 

Guðrún (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 20:04

147 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hér er fjör, gmg, og ég sem hélt að mælendaskrá væri tæmd.  Gleymdi að gera ráð fyrir hinu akademiska korteri.sko í öfugum enda.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband