Leita í fréttum mbl.is

Bleikt eða blátt - mikið mál?

Jafnvel mér getur blöskrað stundum, málaföndrið á Alþingismönnum og dund þeirra við hin minni mál og þá er ég ekki að tala um starfsheitamálið hennar Steinunnar Valdísar, það er þarft og gott.

En nú á ég smá erfitt með að fá ekki vægan pirringshroll.

Hvað er hún flokkssystir mín, Kolbrún Halldórsdóttir, að spyrja Gulla heilbrigðis, um hvenær bleikt og blátt hefðin í klæðaburði nýfæddra hafi skapast? 

Af hverju hringir hún ekki upp í HÍ eða eitthvað?

Nú myndi ég setja fátæktina í fyrirrúm, húsnæðismálin, matarverðið, óréttlætið gagnvart öryrkjum og öldruðum, ástandið í heilbrigðismálum og fleiri smámál í forgang og fara svo í litapælingar ásamt stefnum og straumum á fæðingardeildartískunni.

Ég veit að svona mál eins og viðteknar venjur og hefðir þarf að endurskoða og ræða, ekki misskilja mig, en það er ekki alveg rétti tíminn fyrir svoleiðis akkúrat núna.

Stundum fæ ég þá tilfinningu að góður hluti Alþingismanna, hafi ekki grænan grun um líf hins almenna manns í lífsbaráttunni.  Mér finnst vont þegar sú tilfinning gagntekur mig gagnvart fólki í mínum heittelskaða flokki.

En maður verður að vera trúr sjálfum sér er það ekki?

Ójá.


mbl.is Ekki meira blátt og bleikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þarft innlegg hjá þér. Ég hef persónulega alltaf borið virðingu fyrir VG vegna stefnufestu og heilsteypts málflutnings. Og ekki hefur mér þótt Kolbrún síst hvað það varðar. En þið ættuð að taka þetta upp á vettvangi flokksins. Svona vitleysa skemmir bara fyrir annars ágætum stefnumálum ykkar.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.11.2007 kl. 09:24

2 identicon

Hugsaði svipað Jenný. Þetta er túmötsj....  þarna er grensan að mínu mati.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 09:24

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Meinhornið er með gott innlegg um þetta.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.11.2007 kl. 09:27

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst stundum eins og fólk forðist að taka á alvarlegum málum, eða bara leggi ekki í það vegna þess að sum mál eru svo stór og flókin og erfið viðureignar og fari þess vegna í svona mál sem að skipta ekki máli. Mér er svo sama hvort að barnið mitt nýfætt fái bleikt eða blátt eða grænt armband....það er ekki lífspursmál. En það er lífspursmál fyrir marga að fá leiðrétt kjör til að komast af í þessu þjóðfélagi, það er eitthvað sem að skiptir máli! ALþingismenn mættu aðeins fara að spá meira í hvað er lagt fram og hvað ekki, hvað skiptir raunverulega máli og hvað ekki! Þetta er smá non issue að mínu mati miðað við margt annað ...eða svona mál sem að má leggja fram þegar allt annað er komið í lag...hvenær sem að það nú verður !

Góður pistill eins og þín er von og vísa

Sunna Dóra Möller, 28.11.2007 kl. 09:32

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég hef oft verið ánægð með Kolbrúnu, en þarna næ ég ekki að fylgja henni.... hvernig ætli hún fái það út að þetta mál sé algjört möst, stundum langar mig að arga yfir vitleysunni sem fram fer í sölum alþingis.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.11.2007 kl. 09:42

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er svo sammála, ég skil ekki hvað þessir blessaðir þingmenn eru að gera með svona pælingum. Meðan allt er að fara fjandans til hjá stórum hluta þjóðarinnar og það fólk getur varla lifað af launum og bótum, þá er liðið að eyða tíma í svona rugl - áfengisútsölur, nafnagiftir á ráðamenn og svo til að toppa allt, litaval á nýbura!!??

Það ætti að setja alla þingmenn á örorkubætur í nokkra mánuði svo að þeir kannski fari að skilja hvað ætti að hafa forgang

Góður pistill annars

Huld S. Ringsted, 28.11.2007 kl. 09:46

7 identicon

Ofurfemínistar gera eitthvað steikt á hverjum degi :)
Maður fer að spá hvort sumar séu óhæfar sem alþingismenn.. .og svo ég gæti jafnréttis þá má segja það sama um marga karla á þingi

DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 10:01

8 identicon

Svei mér þá hefur hún ekkert betra við tímann á Alþingi að gera ? Finnst þetta gengið út í öfgar allt þetta femínista tal. Ekkert á móti þeim, er jafnréttissinni sjálf en öllu mál nú ofgera. 

Afhverju er þá Kolbrún í kjól og pilsi, afhverju erum við ekki öll bara eins. Afhverju mála konur sig en ekki karlar ?  Æ nú verð ég pirruð og hætti.

M (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 10:33

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

andskotinn hafi það. Þetta er nefnilega það sem fær fólk til að sjá skammaryrði út úr orðinu feministi. ARGH böggar mig ógisslega. Það má ekki gleyma því heldur að konur og karlar (stúlkur og drengir) eru mismunandi fólk. Barasta frá náttúrunnar hendi takk fyrir. Ekkert hægt að gera í því. Og mér þykir nú bara sjálfsagt að aðgreina kynin á fæðingardeildinni með bleiku og bláu (eða grænu og gulu ef einhverjum líður betur við það). Það er ekki eins og það sé verið að draga börnin í einhverja dilka með því. Eins og að halda því fram að börnin í bleiku eigi erfiðara með að taka brjóst eða þessi í bláu grenji meira. bleehh....

Jóna Á. Gísladóttir, 28.11.2007 kl. 11:30

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það er alveg rétt hjá þér. Oft virðist það sem máli skiptir týnast í einhverju vafstri um það sem er algjörlega einskis vert.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.11.2007 kl. 11:43

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eins og ÞETTA sé eitthvað sem skiptir máli ??? Er það þá ekki foreldra nýburans að setja út á klæðnaðinn á fæðingardeildinni ? Held ekki að þurfi þingheim í það....  Er virkilega svona lítið að gera á hinu háa Alþingi Íslendinga ? Til hvers þurfa þingmenn þá að fá að ráða aðstoðarmenn/konur/fólk , eins og verið er að tala um núna ?

Jónína Dúadóttir, 28.11.2007 kl. 11:43

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta minnir mig á þegar Árni Johnsen eyddi miklum tíma þings og þjóðar í að berjast fyrir einkanúmerum á bíla hérna um árið. Og svo litið sé enn lengra aftur - þegar Sverrir Hermannsson hélt Alþingi í hálfgerðri gíslingu og hélt maraþonræður um afnám zetunnar úr íslenskri stafsetningu. Svona mætti reyndar halda lengi árfam.

Svo geta meingölluð lög um mikilvæg mál farið í gegnum þingið nánast athugasemdalaust af því enginn hefur tíma til að kynna sér málin nægilega vel.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.11.2007 kl. 11:50

13 identicon

Þú sagðir það sem ég hugsaði, þegar ég las þessa "frétt"!

Þetta er ekki feministi, þetta er þröngsýni!  Rukkum þingmenn okkar um málefnalegri umræður!

Sigrún (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 12:59

14 identicon

Mér finnst þetta bara mjög fallegur siður með blessuð kornabörnin í bleiku & bláu og nú vilja ofurfemínistar skemma þennan krúttípúttí sið...
Efast einhver um það lengur að þetta eru bara skessur

DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:05

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála hér, held að alþingismenn séu stundum ekki alveg í takt við þarfir almennings.  Það er svo margt annað sem ætti að ganga fyrir en hvort blessuð börnin klæðist bleiku eða bláu, grænu eða gulu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2007 kl. 15:38

16 Smámynd: Hilmar Einarsson

Ég held að fólki blöskri núna. 

Sjá nánar greinarkorn mitt.

Veruleikafirring "feminísks" þankagangs

Hilmar Einarsson, 28.11.2007 kl. 17:47

17 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Jenný, heldur þú Kolla sé kannsk að stríða Guðlaugi Þór með þessu?

Einhvern heyrði ég um stúdíu, veit ekki hvort hún var fræðileg rannsókn eða einhvers konar annars konar athugun, þess efnis að börn hefðu verið klædd í "öfugan" lit (miðað við hefðina) og uppskorið viðmót ætlað hinu kyninu: blíðu- og dúlluhót til handa stúlkunum, "þetta er nú hraustur drengur" fyrir drengina. Það er full þörf á að velta fyrir sér staðalímyndum sem drengir og stúlkur mótast inn í allt frá fæðingu. "Rétti" tíminn kemur aldrei sjálfur um það; rauðsokkurnar höfðu jákvæð áhrif á samfélagið af því að þær biðu ekki eftir leyfi.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 28.11.2007 kl. 19:07

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ingólfur Ásgeir: Ég tel mig nú heldur betur hafa verið virk í kvennabaráttu, og veit að það er strax í vöggu byrjað að koma fram við kynin með tilliti til hvers kyn þau eru.  Ég skil vel nauðsyn þess að ræða svona mál.  En í raunveruleikanum, eins og hann blasir við, þá finnst mér önnur og alvarlegri mál fyrirliggjandi, sem ég vildi sjá umræðu um, þó ég geri mér ekki miklar vonir um árangur meðan þessi stjórn er við stjórnvölinn.

Hilmar: Þarf ekki að lesa um veruleika firringu femínisma, vildi gjarnan lesa um veruleikafirringu þeirra sem varla geta nærst og sofið vegna þess að hræðsla þeirra við jafnrétti og femínisma hefur rænt þá allri skynsemi.

Doktor: Þú ert líka on a mission from god (þótt trúlaus sért) og sleppir ekki úr tækifæri til að rífa og tæta niður og það ekki málefnalega alltaf.

Takk öll fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.11.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 15
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987146

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.