Mánudagur, 26. nóvember 2007
An occasional beer
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ég er óvirkur alki, og þannig vil ég hafa það. Reglulega er ég spurð af fólki hvort ég telji að þessi eða hinn sé alki, það er hringt í mig vegna þess að aðstandendur hafa áhyggjur af einhverjum í fjölskyldunni og fólk vill bera áhyggjur sínar undir mig. Ég skil það vel, en ég get ekki dæmt um hver er alkahólisti og hver ekki. Það er ekki í mínu valdi, enda þó maður greinist með sjúkdóm, þá gerir það mann ekki að sérfræðing í greininni. Yfirleitt vísa ég fólki á SÁÁ með sínar spurningar.
Það sem skiptir máli er auðvitað alkinn sjálfur, hvort hann er búinn að ganga sína leið á enda og horfist í augu við ástandið sem blasir hvarvetna við, er búið að gera lengi og er öllum sjáanlegt nema honum.
Afneitunin er merkilegt og magnað fyrirbrigði. Ég ætti að vita það. Ári áður en ég fór í meðferð var ég lögð inn á sjúkrahús, dauðveik með ónýtt bris, þar sem ég var stödd í sumarfríi í fjarlægu landi. Ein af dætrum mínum kom til að standa vaktina yfir móður sinni á móti eiginmanni. Úff þetta er erfitt stöff.
Læknirinn var fljótur að reikna út vandamálið, brisið, ástand á mér og svona og þar sem hún, ásamt húsbandi og dóttur stóðu við sjúkrabeð hins forstokkaða alka, átti sér eftirfarandi samtal sér stað:
Læknir: You drink much?
Alkinn: No I can´t say I do, probably like most people ()
Læknir: What do you drink?
Alkinn: A little red now and then and an occasional beer!!!! (Hvað segist um ca. 8 á dag?)
Heimspressan var því miður ekki á staðnum til að verða vitni að þessari stund sannleikans á Spáni, en hefði svipur dóttur minnar og manns náðst á mynd, hefði vantrúarsvipur þeirra verið algjörlega ekta.
Tek fram að mér fannst ég alls ekki vera að segja ósatt. Það er hægt að búllsjitta sig að því marki að maður trúir bullinu í sjálfu sér, allt til að geta haldið áfram að drekka.
Þetta var erfitt en þema vikunnar hjá mér, er sjálfsblekkingin og mér er hollast að muna hvernig fyrir mér var komið.
Svo bið ég almættið í góðri samvinnu við sjálfa mig að halda mér edrú, einn dag í einu, svo ég meiði mína nánustu aldrei meir.
..og þá er það frá en þetta var snúra dagsins.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Snúra, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 2987133
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
ARGH... drepfyndið svona eftir á. Og guði sé lof fyrir fólk eins og þig sem gengur alla leið... horfist í augu við ástandið eins og það virkilega var, lærir af því, miðlar og til og með sérð spaugilegu hliðarnar. Það vill svo óvenjulega til að ég sit hér með derhúfu á hausnum og hana tek ég ofan fyrir þér.
Jóna Á. Gísladóttir, 26.11.2007 kl. 19:08
Aldrei í vandræðum að svara fyrir sig konan.
Þú ert hetja!
Marta B Helgadóttir, 26.11.2007 kl. 19:29
Æ, trúttið mitt Jennýlingur. Knúsavu miv SKRASS!!!!
Hugarfluga, 26.11.2007 kl. 19:49
"Occational" eða "occasional"?
Ómar (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 20:00
Ómar: Takk fyrir ábendinguna. Búin að breyta.
Fluva: Knús í kast og kremju ferðafrömuðurinn þinn
Marta: Sömuleiðis.
Jóna: Loksins tekur einhver ofan fyrir mér í alvöru.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2007 kl. 20:48
Já, magnaðar eru þær systur, afneitunin og sjálfsblekkingin. Svo magnaðar að margir eru tilbúnir að fórna lífi sínu fyrir þær. Ekki lítið.
Brjánn Guðjónsson, 26.11.2007 kl. 21:19
Þakka þér innilega Jenný, þetta var einmitt það sem ég þurfti, akkúrat núna. Kær kveðja til þín.
Þorkell Sigurjónsson, 26.11.2007 kl. 21:23
Fyndið, afneitunin er alltaf til staðar þegar fólk er í neyslu og það sér það ekki fyrr en það er orðið edrú.
Linda litla, 26.11.2007 kl. 21:23
Það kostar kjark að horfast í augu við sjálfan sig og hann hefur þú svo ekki verður um villst. Takk fyrir flotta snúru
Ragnheiður , 26.11.2007 kl. 21:29
Fín snúra
Jónína Dúadóttir, 26.11.2007 kl. 21:54
Góðanótt knús og þú ert sannarlega flott og raunsæ og edrú og allt ! Þetta var flott snúrublogg !
Sunna Dóra Möller, 26.11.2007 kl. 22:05
Þú ert einstök jenný - Vi ses - hringi
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:06
Jenný lítill upphafsstafur í nafni fer þér alveg sérdeilis illa - þorrý -
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:08
Knúsídúlla Jenný Anna
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 23:32
Einstaka bjór! Eins og maður sé að ýkja hlutina eitthvað!
Góða nótt ljúfust!
Laufey Ólafsdóttir, 27.11.2007 kl. 00:37
Brynjar: Já þær eru magnaðar systurnar og alveg ferlega þaulsætnar. Dæs.
Þorkell: Ég er afskaplega glöð ef þessi skrif mín geta létt einhverjum tilveruna.
Anna. Flott að muna eftir stórum staf í nafninu mínu, ég er svoddan big mama
Takk öll elskurnar mínar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 01:14
Hreinlega skil ekki að þú skildir viðurkenna þennann einstaka bjór !
Steingrímur Helgason, 27.11.2007 kl. 01:47
Steingrímur: Segðu, ég er enn að klóra mér í hausnum yfir þessari fáránlegu játningu
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 06:58
Hallgerður: Svart maður minn, það sér ekki út úr augum. Annars er þetta rétt hjá þér með að afneitunin er oft nauðsynleg, held að stundum myndi maður hreinlega deyja drottni sínum ef ástandið yrði málað í sínum eðlilegu litum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 09:56
Sæl, Jenný.
Dett reglulega inn á bloggið þitt og hef þá yfirleitt um nokkrar 'sögur/hugleiðingar' að velja!
Langaði að segja þér að þú bjargar yfirleitt deginum hjá mér, með skemmtilegum hugleiðingum og gríni fyrir sjálfri þér. Eins, ef um er að ræða erfið eða ljót mál, er ég yfirleitt alltaf sammála þér.
Þú hefur einstaka hæfileika til að koma hugsunum í orð.
Keep up the fantastic work!
Hrefna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:07
Takk Hrefna, þetta var fallega sagt og gleður mig mikið
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 10:08
ég hef á tilfinningunni að læknirinn hafi spurt þig, hlustað á svarið en horft á mann/dóttur. Þeir kunna þetta...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.11.2007 kl. 10:53
Mamma sagði alltaf: "Ég get ómögulega verið edrú á morgun í dag", og vitnaði þar í AA-félaga sinn. Point: Maður veit ekki hvernig morgundagurinn fer og getur bara tekið einn dag í einu - daginn í dag. Gangi þér áfram vel!
Pálína (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.