Leita í fréttum mbl.is

Össur í skjóli nætur

Ég bloggaði um húmorinn hans Össurar í gær, held ég, varðandi Júlíus Vífil.  Mér fannst það krúttlegt hjá karli.  Ég er ekki aðdáandi Össurar, mér er eiginlega slétt sama um hann sem stjórnmálamann,  en hann er litríkur karakter og svo er hann geðbrigðamaður.

En ég ætla ekki að gera hann að umtalsefni hér frekar, heldur þær undarlegu bloggfærslur um bloggfærslu Össurar (blogg, blogg, blogg og í allar áttir blogg).  Hér skrifar hver samsærispostulinn á fætur öðrum um þau undarlegheit að Össur skuli hafa skrifað pistilinn um nótt.  Össur reit sína færslu rétt tæplega 02,00 eftir miðnætti, og það er allt í einu orðið aðalmálið.  Einhver leiddi getum að því að karlinn væri í glasi.  Hinir ganga ekki svo langt heldur gefa það óbeint í skyn.

Halló - ég er edrú, enda óvirkur alki, þó það nú væri, og ég blogga á öllum tímum sólarhrings, nánar tiltekið, þegar það hentar mér.  Ég er næturhrafn og mér líður vel í næturkyrrðinni.  Stundum, ekki oft reyndar, er ég andvaka og þá blogga ég gjarnan.  Aldrei hefur hvarflað að mér að það dytti einhverjum í hug að vera að velta sér upp úr hvenær fólk bloggar.  Verður maður ekki að fara að taka klukkuna út af síðunni?

Mér finnst í fínu lagi að fólk hafi skoðanir á því sem ráðherrann setur frá sér.  Ekkert að því að gagnrýna hann eins og alla aðra í bloggheimum, en að vera með svona pillur er ekki sanngjarnt.  Kannski er Össur bara næturmaður eins og ég og fílar í botn að sitja í næturkyrrðinni og láta gamminn geysa og drekkur kók eða kaffi á meðan hann hamast á lyklaborðinu.

So fucking what?

Annars hló ég nú að færslunni á eyjan.is þar sem fjallað var um "tippsí Össur" hitt finnst mér verra, þegar verið er að gera fólk "grunsamlegt" bara vegna þess að fólk er ósátt við skoðanir viðkomandi.

Allir edrú og í góðum málum? Ha?

Og skamm bara.

Úje.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sennilega eru menn minnugir tölvupósts, sem hann sendi fyrrum áður en hann taldi upp á tíu.  Minnir að það hafi verið til Bónussgrísanna ef ekki bara til litla gríss. Það var ekki bara typsý. Það var reivíng fylleríisröfl, en...satt.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2007 kl. 23:18

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

úpps. LOL. Já kannski að maður ætti að fjarlægja klukkuna af blogginu. Hafa allar færslur tímalausar (og þar af leiðandi klassískar, ekki satt). Ji minn hverju fólk getur velt sér upp úr. Ég er svo standandi hlessa.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.11.2007 kl. 23:26

3 identicon

Össur er hvatvís og ég held að það hafi nú ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með klukku eða drykkju. Ég er sammála þér: Það er dálítið mikið "jumping to conclusions" í gangi þarna.

Smjúts

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 23:34

4 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Ég bara spyr hvað kemur fólki við á hvaða tíma sólahringsins maður bloggar.  Mér finnst best að blogga og þvælast á netinu þegar ungarnir eru sofnaðir því þá er friður!!

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 25.11.2007 kl. 23:42

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Steinar: Mér datt aldrei í hug að hann hefði verið fullur þá, svona er ég fattlaus. 

Jóna: Út með klukkuna, inn með lukkuna.

Anna: Nákvæmlega þannig held ég að það sé, hvatvísinn ráði för.

Ingigerður: Segðu, aldrei betra næði en þegar börn og húsbönd lúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2007 kl. 23:50

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hverjum kemur það við hvort bloggað er undir áhrifum vínanda eða síns eigin og annara áhrifa? Ég veit ekki betur en helstu menn þjóðarinnar hafi allir verið meir og minna í alkahólbleyti! Hvort sem um skáld eru að ræða eða pólitíkusa, þeir eru nú og hafa margir verið fyrir sopnn ekki bara í gegn um árin heldur aldir líka

Annars þarf að loka á fólk sem bloggar hvort sem það er undir áhrifum lyfja, víns eða einhvers annars og þá helst fyrir dónaskap. Hvaða djöfu... röfl er þetta hjá mér, það mætti halda að ég væri í víni eða dópi, æi klukkan er ekki orðin 12 - en so vott - getur maður ekki verið í svona dóti fyrir 12?

Annars luv til þín Jenný mín!

Edda Agnarsdóttir, 25.11.2007 kl. 23:50

7 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Ótengt þessari færslu þá fór ég bara allt í einu að pæla...Þú átt það nú til að blogga soldið um hann "Eril". Skyldi þetta vera heimasíðan hans www.er.is ? Það er auglýst grimmt á forsíðu Barnalands að það kosti ekkert að ver ERlingur, hlýtur að minnsta kosti að vera skylt honum Erli.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 26.11.2007 kl. 00:34

8 Smámynd: Kolgrima

... en að öðru - mikið rosalega var Oddný flott í Silfri Egils. Hún bar af.

Kolgrima, 26.11.2007 kl. 00:58

9 identicon

Skemmtilegur pistill. Næturhrafninn ég var einmitt að pæla í þessu um daginn ég er alltaf eitthvað að pukrast á nóttunni og hafði tekið eftir þessu með klukkuna...hvað ætli fólk haldi um mig, hugsaði ég þá en ég hafði aldrei pælt í þessu með ölvun í huga...kannski haldið þið öll að ég sé full líka...hjálpi mér hamingjan...glúgg glúgg..og enn vakandi...

alva (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 01:41

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er alveg búin að bíða í þrjá tíma til þess að geta athugasemdast um þessa færslu, því að ég er ekki farinn að sofa ennþá.

Þá, því telst ég líklega fullur eins & össur ...

Mér líkar bara oftast að blogga um hánættið, atvinnu minnar vegna þarf ég ekki að fara snemma að sofa & þar sem að konudýr mitt er andfemýnismabeljufazizdi þá leyfir hún mér það.

Mér líkar líka þessi sem að bloggar á fullu á fullur.blog.is, bara fyrir útlitið & sjarmann & tónlistarsmekkinn.

Einn uppáhalds bloggarinn minn, hann Jón Steinar, prakkari bloggar á öllum tímum sólarhringsins, & hann er verri í sinni virðíngarverðu þurralkastefnu en þú, enda gruna ég hann um að vera líklega Héðinshúss talíbani eins & ég var.

Við Össur erum ekkert samstíga í pólitík, en hjartað í honum slær hratt, hreint & ört, það þekki ég.  Hann er líka alveg maður til að framsetja sínar skoðanir á sinn hátt, oft grimmt dáldið, en kunna að biðja sér afláts & fyrirgefníngar með það, það eigum líka samvert með.

Enda er hann alveg á topp fimm hjá mér af atvinnustjórnmálamönnum fyrir, hvort sem að hann drekkur eitt kvöldið & bloggar, eða ekki.

Óháð minni pólitík.

Kink frá mér á þinn koll fyrir þetta ...

Steingrímur Helgason, 26.11.2007 kl. 02:33

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur:  Það er flott einkenni á þroskuðu fólki að kunna að biðja afsökunar þegar það hleypur á sig.  Þar erum við svo sannarlega sammála. Varstu talibanó al Héðinshúsó?

Kolgríma: Er algjörlega sammála þér með hana Oddnýju og mikið skelfing máttu sumir alveg hafa setið heima. Nefni engin nöfn.

Sigrún Ósk: Tékka á Erli karlinum.  Eimitt farin að sakna hans.

Edda: Þú þessi virðulega kona ekki farin að lúlla?  Ertu í glasi?

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2007 kl. 07:19

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar rökin þrjóta er gripið til leirdrullunnar.  Það er alveg með ólíkindum hvað fólk getur stundum verið fundvíst á aukaatriði í málfluttningi annara, sérstaklega ef það er ósammála viðkomandi.  Þá er ekki verið að taka hismið frá kjarnanum.  Heldur öllu hrært saman í óskýranlegan graut.  Það sem fólk gerir sér ekki grein fyrir, er að skynsamt fólk sér þetta, og drullan slettist á þann sem á hana, en ekki þangað sem henni er ætlað að fara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.