Leita í fréttum mbl.is

Drasl dagsins

Ég er svo þreytt að ég stend varla í lappir.  Hvoruga.  Dreg ýsur en það er það lengsta sem ég kemst þegar fiskur er annars vegar þessa dagana.  Kjöt, kjöt, kjöt, alltaf kjöt.  Ég vissi að ég myndi ekki höndla það að fara að heiman, strax við tvítugt, en ég lét gossa og velti mér upp úr syndsamlegum steikum hvern dag.  Hefði betur verið heima fram að þrítugu og látið foreldra mína ljúka uppeldinu.  Við erum mis fljót til þroska.

Hér hafa mublur verið bornar inn og út.  Öllu drasli sem ekki er bráðnauðsynlegt hefur verið hent.  Hér er ekki arða af óþarfa innan veggja, nema auðvitað undirrituð.  Minimalisminn orðinn algjör á heimilinu, nánast búin að ná hámarki, en því er náð, skv. Ibbu vinkonu minni, þegar við þurfum að ná í ausuna niður í kjallara.

Ég er búin að setja upp jólagardínur í eldhúsi, óróa og gyðingaljós.  Ég er svo líbó.

Eldaði góðan mat.

Jenný er í heimsókn.

Ég grét af sorg yfir lögunum í Laugardagslaginu.  Er þetta það besta sem við höfum upp á að bjóða? GMG:

Nóg um það.  Er farin að laga te.  Svo er það lúll.

Úje.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með Hallgerði. Þessi húmor getur drepið mann ... 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 22:59

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

OOOOOH! Ég missi alltaf (blessunarlega) af þessum (fjárans) laugardagslögum og er ekkert viðræðuhæf fyrir vikið. Hef ekki (að ég viti til) heyrt eitt einasta (fokking) lag (ææ).

Sofðu vel mússímúss!

Laufey Ólafsdóttir, 24.11.2007 kl. 23:01

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég segi nú bara laugardagslög...... hvað er það? Ég náttla missi af öllu important þar sem ég er í Finn en OMG ég tók ákvörðun fyrir 2 árum um að gera líf mitt einfalt, losa mig við ömurlega efnishyggju og henti svo til öllu nema húsbandi börnum bókum og gítar, seldi hús og allar veraldlegar eigur, hef aldrei verið eins ánægð, til hamingju með minimalisma og jólaljós .......

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.11.2007 kl. 23:25

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvar er fjandans súpuskálin? Í risinu? Djö.. ertu dugleg manneskja. Hér er ekki arða af jólum enn sem komið er.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.11.2007 kl. 23:26

5 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Jenný, ertu að segja að þú sért seinþroska...?

Hvað varðar laugardagslögin þá hef ég aðeins heyrt eitt gott lag, eftir hana Andreu Gylfa. En ég hef auðvitað ekki heyrt þau nærri öll...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 25.11.2007 kl. 00:54

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Jenný.

Bara að kveikja á kerti, og setja gömlu gufuna á. Þá hellist yfir mann nostalgían og laugardagslagaþunnildin geta barasta átt sig í imbanum.

Alltént stendur imbinn undir nafni á slíkum stundum.

Stend tárvotur yfir pakkakössum að pakka niður fyrir flutning. Timi ekki að henda neinu, þó ég flytji ekki fyrr en í jan, þá verð ég sjómaðurinn að byrja að pakka núna. Fáir dagar í landi fram að flutningi.

Áttu nokkuð til mixtúru með minimalisma?, mér veitti ekki af góðum sjúss af henni

Einar Örn Einarsson, 25.11.2007 kl. 02:46

7 Smámynd: Ragnheiður

Vonandi stendur þetta lúll bara enn yfir. Horfði með öðru auganu á laugardagslögin, var bara í svo góðu skapi að þeim tókst ekki að koma út á mér tárunum. Ég verð vonandi ekki alveg eins upptekin í dag og ég var í gær.

klús inn í daginn elskan

Ragnheiður , 25.11.2007 kl. 08:56

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragga: Var vöknuð fyrir 7 af lítilli dömu sem sá enga ástæðu til að sofa lengur. 

Einar Örn: Gangi þér vel í pökkuninni.  Engin mixtúra væntanleg í fyrirsjáanlegri framtíð.  Hehe.

Þuríður: Sammála, þ.e. Andrea er flott.

Krumma: Þú ert ekki að missa af miklu.  Bílíf jú mí.

Anna og Hallgerður: Við skiljum hvorar aðra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2007 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband