Leita í fréttum mbl.is

Forseti fólksins - eða fyrirtækjanna?

 1

Rosalega finnst mér forvarnardagurinn sem forsetinn átti frumkvæði að, vera gott framtak.

Þá er það frá.

Ég hélt að ég dytti niður dauð, þegar ég var að horfa á myndbandið með forsetanum sem sýnt var í skólum landsins, ávarpið hans til æsku þjóðarinnar, í tilefni dagsins.  Sjáið og njótið.

Í upphafi máls segir hann okkur að lyfjafyrirtækið Actavis hafi stutt framtakið dyggilega.  Svo, til að það fari nú ekki fram hjá neinum, þá endurtekur hann sönginn í lok ávarpsins.

Mér finnst forsetaembættið og önnur þau störf sem teljast til æðri embætta í þessu landi,  alls ekkert heilög.  Ég ber enga óttablandna virðingu fyrir valdsmönnum og að sama skapi finnst mér sjálfsagt að gagnrýna þetta fólk og auðvitað á almenningur að veita aðhald.

Ég hef verið glöð með Ólaf, og ég er sérstaklega ánægð með konuna hans.  Hún er töffari hún Dorrit.

En nú finnst mér þetta vera að koma gott hjá Ólafi Ragnari.  Mér finnst það ekki forsetans að þylja upp prívat styrktaraðila út í bæ.  Það sem hann sagði í ávarpinu missti algjörlega marks eftir að hann auglýsti lyfjarisann.

Það er ekki lengur hægt að gera nokkurn skapaðan, hræranlegan, lifandi hlut orðið, í þessu þjóðfélagi, öðru vísi en að tengja það Bónus, Glitni, Kaupþingi og hvað þau nú heita öll þessi milljarðafyrirtæki.  Gott mál ef ríku fyrirtækin vilja styrkja þjóðþrifamál, en geta þau ekki auglýst framlag sitt sjálf?  Peningadýrkunin er orðin allsráðandi í útrásarfylleríinu. 

Hefur Actavis aldrei heyrt um að vinstri höndin eigi ekki að vita hvað sú hægri gerir?

Hefur Ólafur Ragnar eitthvað misskilið sitt hlutverk sem forseti þjóðarinnar?

Getur það verið, að fólk ofmeti mikilvægi sitt eftir mikla setu í einkaflugvélum auðmannanna?

Svei mér ef það er ekki kominn tími á að kjósa aftur.

Eins og mér finnst hann Óli flottur.

Dem, dem, dem!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl og blessuð!

Að flestu leiti sammála þér, að það orkar tvímælis að forsetinn skuli sjálfur nefna styrktaraðilan í byrjun og lok myndbandsins, vekur eflaust marga til umhugsunar. En finnst heldur langt gengið hjá þér að allt varðandi forvarnirnar missi þar með marks, svo slæmt er það nú ekki!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.11.2007 kl. 14:39

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hæhæ

ég sendi annan....ef að það klikkar, þá er mitt netfang sunnamo@hi.is

Hef reyndar lent í því að pósturinn minn lendir alltaf í ruslaboxinu hjá fólki....kannski það sem ég skrifa svo mikið rusl hahaha ..feit sjálfsmyndar krísa út af þessu !

Bæ ðe vei....mjög góð færsla..! Ég er svo sammála þér!

Sunna Dóra Möller, 23.11.2007 kl. 14:54

3 Smámynd: Bara Steini

Bara að detta inn og bjóða góða helgi

En frábært að þú bendir á þetta með Ólann okkar. 

Bara Steini, 23.11.2007 kl. 16:24

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góður pistill og ég er svo sammála þér.  Forsetinn á ekki að þylja upp styrktaraðila í svona ávarpi, að ég tali nú ekki um þar sem er um forvarnarátak að ræða að auglýsa í leiðinni lyfjarisa

Kannski er þetta framtíðin og við megum búast við álíka auglýsingu í áramótaávarpinu

Huld S. Ringsted, 23.11.2007 kl. 16:31

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

ERTU EKKI AÐ DJÓKA KONA? Mikið rosalega sem mér finnst þetta nú bjánalegt af Ólafi, og ég get sagt það sama og þú ég hef verið sátt við Forsetann... fram að þessu, en common að lesa upp styrktaraðila.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.11.2007 kl. 20:21

6 identicon

Á hann og Dorrit ekki bara hlut í þessu fyrirtækiAktavis hefur verið að tapa eða smáfjárfestar,ef hann er að reyna að redda þeim þa hefur kallinn skotið sig í fótinn.Annars hef ég verið nokkuð sátt við þau en þetta er of mikið af því góða,forsetinn á ekki að vera auglýsingastofa og hana nú.

Sigrún Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband