Leita í fréttum mbl.is

Dauði og djöfull

Nú er ég reið.  Ég er svo reið að mér er skapi næst að taka það út á húsgögnunum mínum.  Ég er svei mér þá, næstum því til í að endurskoða afstöðu mína til ofbeldis, þ.e. að það sé aldrei réttlætanlegt.  Ég tek fram að ég taldi upp á milljón áður en ég byrjaði að blogga.

Ég veit manna best að víðsvegar um allan heim er verið að nauðga konum og meiða þær með allskyns ofbeldi, selja þær, myrða og brjóta á þeim mannréttindi.  Sama gildir um börn.  En stundum fær maður utanundir þannig að undan svíður, en það er þegar persónuleg upplifun einnar manneskju er sögð, eins og í þessari frétt sem birtist núna um 15 ára gamla telpu, sem var höfð í fangaklefa með um 30 karlmönnum í rúman mánuð og þeir nauðguðu henni stöðugt á meðan hún var í klefanum.

Ógleði nær ekki að lýsa tilfinningu minni og reiði út í heim sem skenkir konum og börnum þessi skilyrði.  Mannréttindasamtök hvað?  Það er hægt að tala og tala en lítið breytist. 

Það er vont að vera ófær um að gera eitthvað til aðstoðar öllum þeim milljónum kvenna og barna sem stöðugt er verið að brjóta á.

En hérna er ekki nafnlaus massi til umræðu, ekki  x margar andlitslausar konur og börn, heldur ein 15 ára stúlka sem hefur hlotið sálarmein fyrir lífstíð.

Smá hugmynd.

Auðmenn, skutlið út millu eða svo og sendið stúlkunni þannig að hún geti fengið þá hjálp og þann stuðning sem hún eflaust er ekki fær um að kaupa sér sjálf.  Þá væri peningunum vel varið.

Mig hins vegar, langar til að taka þessa litlu stelpu, faðma hana og passa að enginn fái að meiða hana aftur.

Arg.

 


mbl.is 15 ára stúlka sett í fangaklefa með 20 mönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er alveg hræðilegt elsku stelpan. Kveðja til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 23.11.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég vildi að ég væri rík

Huld S. Ringsted, 23.11.2007 kl. 11:54

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Djöfuls viðbjóður.

Ef það hefði einhver áhrif til batnaðar fyrir þessa stelpu, mundi ég hiklaust brjóta og bramla öll mín húsgögn.

Þröstur Unnar, 23.11.2007 kl. 11:56

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur: Ég veit að ofbeldi bjargar engu, að sjálfsögðu ekki, en ég upplifi svo mikinn vanmátt í reiðinni.  Það væri nærri því betra að fara að grenja, ekki það að það hjálpi heldur. Djöfull.  Það hjálpar að blóta, aldrei þessu vant.

Takk stelpur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 12:00

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég upplifði nákvæmlega það sama og þú!!!

Þetta er hræðilegra en tárum taki

Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 12:22

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Skelfilega viðbjóðslegt bara!!!

Bjarndís Helena Mitchell, 23.11.2007 kl. 12:49

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heldurðu að Þröstur verði ekki sár að vera kallaður stelpa.?? En þessi gjörningur með blessaða stúlkuna er algjörlega skelfilegur og ekkert sem maður getur gert. Skil vonleysið sem grípur þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 12:49

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fyrir ca 10 árum síðan var milli 75 og 80% ólæsi !!!  í Brasílíu sem hefur víst eitthvað minnkað, fólk veit þá ekki rétt sinn og yfirvöld geta komið svona fram af ógn og skelfingu við fólk. 

Marta B Helgadóttir, 23.11.2007 kl. 12:53

9 identicon

úff þetta er ekkert annað en djöf....Mannvonska  Grát bara

Brynja (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 13:42

10 Smámynd: halkatla

bara of hrottalegt að fá svona persónulega sögu, auðvitað er þetta samt alltaf að gerast og jafnvel fyrir pínkulítil börn einsog Laissex Faire segir... aumingja stúlkan

halkatla, 23.11.2007 kl. 13:46

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

LF: Mikið skelfing ertu aumur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 13:47

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var of fljót að senda frá mér kommentið.  Laissez-Faire: Lastu ekki færsluna mína?  Er þér fyrirmunað að gefa komment án þess að tuða?  "Ég veit manna best að víðsvegar um allan heim er verið að nauðga konum og meiða þær með allskyns ofbeldi, selja þær, myrða og brjóta á þeim mannréttindi.  Sama gildir um börn."  Trúðu mér, það er verið að misþyrma BÖRNUM á allan hugsanlegan máta um allan heim, en ég tek sérstaklega fram að vanalega fær maður dæmin ekki svona klippt út í pappa eins og í þessu tilfelli.  Kapíss? Það ´breytir nákvæmlega engu hvort kynið barnið er.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 13:51

13 Smámynd: Þröstur Unnar

LF. Það er verið að fjalla um ákveðna frétt hérna og fólk að lýsa viðbjóði sínum á innihaldi hennar. Held að allir heilbrigðir mundu bregðast eins við öðrum fréttum af sama toga.

Er andskotans sama þótt ég sé kallaður stelpa í þessu samhengi (sem í raun var ekki gert), brýtt allt og hengi alla af yfirmáta vanmáttarkennd og reiði samt.

Þröstur Unnar, 23.11.2007 kl. 13:55

14 Smámynd: Þröstur Unnar

brýt...

Þröstur Unnar, 23.11.2007 kl. 13:56

15 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

kvað getum við breytt? Svona hlutir skella á okkur á kverjum degi.Ofbeldi og Grimd særir okkur í kvert sinn sem við lesum fréttir,óskiljanlegt en svona er þessir heimur.Nú í hverju bloggi bið ég ,afsökunar á minni Islensku,en hef fengið svör um að ég kunni ekki íslensku og Huup,er rétt er góð í að tala en í skriftum er eg ömurleg,eina er að ég hef ekki skrifað íslensku í 33 ár,og les lítið á islensku lofa að batna. knús

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 16:33

16 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Las grein í gær frá Italska morgunblaðinu,hræðileg vandamál um smábörn sem eru með móður sínum í fángelsi kom út að bara í Róm eru allt of mikið af börnum frá 0 til 3 ára sem lifa með móðir í fángelsi 75%eru frá Rumeniu,svo núna þurfa þær að fara í önnur fángelsi ,á öðrum stöðum flytjast kanski 400 kl og missa alla hjálp frá fjölskyldu,einar án þess að geta talað,eða annað,kvað sem þær hafa gert,oftast er það þjófnaður,er okkar samfélög skelfilegega getum við ekki leyst vandálinn.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 16:47

17 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Svívirðilegt!  Viðbjóðslegt!  Fyrigefið, þarf að fara og kasta upp...  Færi ekki til Brasilíu þó mér byðust milljarðar!

Sigríður Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 17:08

18 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Má vera að þér finnist viðbrögð mín barnaleg, Laissez Faire, en myndin PIXOTE sem ég hef séð, og svo þessi ömurlega frétt um stúlkuna í dag, virka á mig sem hrikalega neikvæðar landkynningar, hvað Brasilíu varðar.  Ekki það að ég efist um að landið sé fallegt eða fólkið almenn hjartahlýtt, en eitthvað virðist vera stórbogið við stjórnarfar og lögreglu þessa lands.  Og á meðan barnamorð og hópnauðganir á ungu fólki viðgangast í því landinu, er ég ekki líkleg til að sækja það heim.  Sáluhjálp fyrir mig að forðast slíka staði.  Enda yrði þessari stúlku lítil hjálp í, að fá ferðamann í menningarsjokki í heimsókn í sitt land, að mínu viti.

Sigríður Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 19:46

19 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Las þessa frétt og varð óglatt, vanmáttur manns er algjör.....Úff hvað heimurinn þarf að breytast.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.11.2007 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband