Leita í fréttum mbl.is

Bloggdólgar

 

Það lekur vatn af himni og þá hugsa ég gjarnan.

Ég er satt best að segja orðin dauðþreytt á bloggdólgunum, sem eru óskráðir jónar úti í bæ. Þeir liggja á blogginu og setja inn athugasemdir hjá mér og öðrum, sem innihalda allskyns persónulegt skítkast og óþverraskap. Það er eflaust freistandi fyrir hugleysingja að geta látið allt flakka án nafns.

Ég bloggaði um það fyrir stuttu að ég hafi ákveðið að loka á sóðana.  Við það hef ég staðið.  Tólf kvikindum hef ég meinað aðgöngu.  Það eru þeir grófustu.  Tveir voru svo ósvífnir að meila mér og kvarta!

Ég veit að ég skrifa oft um málefni sem kveikja heitar tilfinningar.  Ekki má gleyma að það stendur í höfundarboxi að ég sé VG og femínisti.  Það eitt virðist stundum nægt tilefni til að kveikja elda í sálarlífi dólganna og þeir fara hamförum í athugasemdakerfinu mínu.  Oft tala þeir um jákóra, þ.e. þá sem eru sammála því sem ég skrifa.  Mig grunar að þeir séu að neikvæðnijafna.Whistling

Það er hægt að loka á athugasemdir utan úr bæ og hafa bara opið fyrir skráða Moggabloggara.  Mér finnst ansans ári hart að gera það og ætla að sleppa því.  Það myndast nefnilega svo skemmtilegar umræður frá allskonar fólki við sumar færslurnar mínar og ég vil að sem flestir tjái sig, líka fólk sem er ekki að blogga.

Á tímabili hvarflaði það að mér að fara að blogga um píkur og typpi, blóm og banana, til að hafa alla góða, en iss, það er í lagi að blogga um það líka, en mikið rosalega væri það einhæft.

Niðurstaðan er því sú, að ég ætla að hafa opið áfram og ekki láta einverja asna í sálarkreppu stjórna blogginu mínu, en á strigakjaftana sem tæma hlandkoppana sína inni á minni síðu, held ég áfram að loka með mikilli gleði.Devil

Tæknin er frábær.

Annars bara góð!

Later,

Úje

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Er ekki hægt að loka á skráða Moggabloggara?

Þröstur Unnar, 23.11.2007 kl. 08:49

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur minn, auðvitað, en þeir eru innan kurteisismarka, af skiljanlegum ástæðum

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 08:51

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 23.11.2007 kl. 08:51

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Jæja þá, verð þá bara stilltur áfram.

Þröstur Unnar, 23.11.2007 kl. 08:53

5 Smámynd: Linda litla

Það eru ótrúlega margir sem geta kommentað hjá okkur en þora ekki að koma undir nafni og láta því allt vaða.

Linda litla, 23.11.2007 kl. 08:58

6 identicon

Ertu kannski að skamma mig fyrir að grínast með femínista ... OMG ég trúi því varla upp á þig Jenný mín, ég bara get ekkert að því gert að mér finnst femínistar vera orðnir eins og sértrúarsöfnuður 
So sad

DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 09:05

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Doktor: Nei ég hef ekkert á móti skemmtilegum skoðanaskiptum, það er persónulegt skítkast sem ég er komin með upp í kok á.  Alltaf velkominn eins og reyndar 99% allra sem hingað koma.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 09:15

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Unaðsleg skrif.

Ég er nú ekki í stuði fyrir jólin að munnhöggvast við aðra sem kommenttera um feminísma, en það er óneitanlega skrýtið að tala um feminísta sem "sértrúarsöfnuð" og spyrða jafnréttishugsjónina við öfgar þar sem fólk er misjafnt innan þessara skoðana eins og í "trúnni". Ég ætla alls ekki að neita því að að það er til öfgafeminismi, en feministi og feministi er ekki alveg það sama alltaf. Öfgar í baráttumálum fyrir mannréttindum er oftasr til góðs enda verður umræðan að hafa upphafspunkt sem tekið er eftir.

Edda Agnarsdóttir, 23.11.2007 kl. 09:45

9 identicon

Ég lokað á þá sem ekki eru moggbloggarar hjá mér, í kjölfarið fóru þeir að skrá sig sem moggabloggarar til að getað kommentað hjá mér. Síðan ef ég fer inn á síðuna hjá þeim, þá er yfirleitt búið að loka þessum síðum eða ekkert er inn á þeim, þannig að IP tölur-lok virðist duga best.

Hastalavista

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 09:46

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ekki nokkur ástæða til að leyfa skítkast, ónei.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.11.2007 kl. 10:38

11 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Bloggdólgar!

Ég held ég hafi einu sinni á mínum bloggferli eytt út athugasemd. Það var fyrir að kalla kynfæri kvenna rottu. Það fannst mér verðugt tilefni. Hann lét ekki sjá sig aftur svo ég viti til. 

Laufey Ólafsdóttir, 23.11.2007 kl. 10:52

12 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég skil þig vel Jenný.  Sumir virðast vera í einhverju stríði við femínista og missa sig stundum út í dónaskap.  Einhverjir þeirra virðast halda að þeir séu bara í venjulegum rökræðum og að það sé skerðing á þeirra málfrelsi að fá ekki að hrauna yfir aðra og skoðanir þeirra.  Ég er nú þeirrar skoðunar að þeir séu mjög ungir að árum og eigi eftir að læra meira um samskipti.   Það er von.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.11.2007 kl. 11:21

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góðan dag, ég er sammála þér og ég held að margir séu þreyttir hér á blogginu á þessum leiðinda skoðanaskiptum sem að meiða frekar en að vera málefnalegar!

Annars ertu búin að fá meil

Sunna Dóra Möller, 23.11.2007 kl. 11:24

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

SD: Ekkert meil.  Ertu viss um að þú hafir sent á rétt heimilisfang?

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 11:41

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við líðum ekki ruddagang og dónaskap.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 12:47

16 Smámynd: halkatla

þú ert purrrfect! ekki breyta neinu takk

halkatla, 23.11.2007 kl. 13:47

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég heiti Jón og er utan úr bæ, en það er þó alvöru nafnið mitt og þarna er myndin af mér. Sjáðu þennann góðlega sposka gáfumann. Þú gætir ekki farið að sýna svona ljósi þá grimmd að láta hann standa utan við gleðina hjá þér eins og litla stúlkan með eldspíturnar fékk að líða? Horfið á myndina...getur einhver haft slíka harðneskju í brjósti að vera vondur við svona blíðlegan mann?

Ég játa að ég er hvorki vinstrigrænn, né feministi og í raun tilheyri ég engum tribalisma nema AA.  Ég skal vera góður.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2007 kl. 22:37

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef aldrei þurft að henda neinum út hjá mér á öllum mínum langa moggablogferli.  Síðan mín er einn allsherjar jákór við kórréttar skoðanir mínar.  Sennilega er ég svona politically correct? Líklegast er þó að fólk þori ekki að hafa hátt, því þá svara ég með meterslöngum spalta af umvöndunum. Það nennir enginn að lesa það, hvað þá skrolla fram hjá því.

Mér hefur þó verið úthýst fyrir opinbert Guðlast á nokkrum síðum hjá fulltrúum umburðarlyndis og kærleika. Býst við að verða settur í steininn fyrir sömu sakir fljótlega, ef lögin eru samkvæm sjálfum sér.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2007 kl. 22:45

19 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úps, segi eins og Jón Steinar, er líklega alltof polllítíkallí korrekt, hef bara fengið skammir einu sinni og það í gestabókinni minni, fyrir að missa mig út af sértrúar-einhverju, tók undir eitthvað á annarri bloggsíðu. Síðan hef ég ekki haft skoðanir.

Djók.  

Guðríður Haraldsdóttir, 23.11.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2985719

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.